Morgunblaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 76
BÆJARSTJÓRN Kópavogs hefur sam- þykkt að ráðist verði í miklar breytingar á sundlauginni í vesturbæ bæjarins. Á þessu ári eru áætlaðar 100 milljónir í verkið. Rífa á gömlu timburklefana við laugina og byggja 25 m innilaug, nýja búnings- klefa, útiklefa, eimbað og heita potta. Gert er ráð fyrir að útboð fari fram á næstunni. Gunnar Birgisson bæjarstjóri segir að áætlað hafi verið að verkið kostaði um 250 milljónir króna en hann yrði eitthvað hærri. Í ljós hafi komið að 40 ára gamalt laugakerfið þyrfti að taka í gegn með til- heyrandi kostnaði. Sama gilti um klefana, þeir séu orðnir gamlir og fúnir. Sundlaug Kópa- vogs breytt MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Rannsókn slyssins á Viðeyjarsundi leiðir í ljós grun um áfengisneyslu Tveir skipbrotsmanna með réttarstöðu sakborninga                 ! ( )     "    "    #$    %  &&"'" "   ( ) #*+    +#& # Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is meira og minna næstu 35 mínúturn- ar. Sambandið rofnaði síðan rúmum 30 mínútum áður en eftirlifendurnir þrír og hin látna fundust kl. rúm- lega 3 eftir miðnætti. Var kyrr við skerið en síðan siglt burt stórskemmdum Upplýst er að báturinn hafi verið kyrr á eða við Skarfasker um stund en fyrstu 10 mínúturnar eftir áreksturinn var ekkert hringt úr bátnum. Miðað við áverka fólksins segir Hörður ekki óvarlegt að ætla að fólkið hafi vankast við höggið og ekki hringt fyrr í land en það fór að átta sig. Upplýst er að fólkinu tókst síðan að sigla bátnum frá skerinu þrátt fyrir að hann væri mikið lask- aður og fólk mikið slasað um borð. Bátnum var nú stefnt austur Við- eyjarsund og nokkrum mínútum síðar hætti GPS-tækið um borð að virka og telur lögreglan að báturinn hafi þá sokkið. Eins og kunnugt er var tveimur þriggja eftirlifenda bjargað af kili bátsins og þeim þriðja úr sjónum við bátsflakið þeg- ar slöngubátur lögreglunnar fann bátsflakið á Viðeyjarsundi um 1 km norðan Skarfaskers. Um 20 mínút- um síðar sökk báturinn. Markmið rannsóknar lögreglu miðar nú að því að upplýsa hvernig á því stóð að báturinn lenti í þeim aðstæðum að það kostaði tvö mannslíf, og hver beri ábyrgðina. sem fyrsta hringing frá fólkinu um borð barst Neyðarlínunni, skömmu fyrir kl. 2 eftir miðnætti aðfaranótt laugardags. Hörður Jóhannesson yfirlög- regluþjónn segir að hraði bátsins við áreksturinn skýri þá áverka sem fólkið hlaut. Þar var um að ræða beinbrot meðal annars. Lögreglan segir að um borð hafi verið a.m.k. fjórir farsímar og að hringt hafi ver- ið í Neyðarlínuna úr þremur þeirra. Eftir fyrstu hringingu fólksins, sem var neyðarkall og ósk um hjálp að sögn Harðar, var símasamband milli bátsins og Neyðarlínunnar asta legg bátsins var hann kominn vestur að Engeyjarrifi á leið inn í gömlu höfnina en sneri þar við og hélt til baka inn á Viðeyjarsund. Á þeirri bakaleið fór báturinn af leið af orsökum sem nú eru til rannsóknar. Í stað þess að sigla á milli tveggja siglingabauja á Viðeyjarsundi fór hann sunnan við baujurnar og lenti harkalega á Skarfaskeri og braut stefnið. Samkvæmt rannsókn lög- reglunnar var báturinn á talsvert miklum hraða þegar áreksturinn varð en ekki er upplýst hversu mik- ill hraðinn var nákvæmlega. Það var um 10 mínútum eftir áreksturinn EIGANDI skemmtibátsins sem fórst á Viðeyjarsundi fyrir einni viku hefur réttarstöðu sakbornings sem og eiginkona hans sem var með honum í bátnum þegar hann fórst. Tveir ferðafélagar þeirra létust en ungur sonur hjónanna sem björg- uðust komst lífs af með foreldrum sínum. Lögreglan í Reykjavík segir að hjónin hafi réttarstöðu sakborninga þar sem rökstuddur grunur sé um að þau hafi neytt áfengis föstudags- kvöldið áður en báturinn fórst. Rannsókn lögreglunnar miðar nú að því að upplýsa frekar tildrög þess að báturinn lenti á Skarfaskeri og hver hafi þá verið við stjórnvölinn. Rannsókn lögreglunnar hefur leitt í ljós að ferð bátsins hófst laust eftir kl. 19 á föstudagskvöld úr Snarfarahöfn við Naustavog. Í bátnum var GPS-staðsetningartæki og liggja fyrir upplýsingar um ferð- ir hans um kvöldið og fram yfir mið- nætti. GPS-tækið geymir upplýs- ingar um stefnu, hraða, vegalengdir og tímasetningar. Leið bátsins mun hafa legið úr Snarfarahöfn meðfram landi inn að gömlu höfninni í Reykjavík og þaðan til baka inn á Viðeyjarsund. Komið var við í Þern- ey á Kollafirði, Snarfarahöfn og bryggjuhverfinu í Grafarvogi. Á síð- „OKKUR fannst tilvalið að afhenda borg- arstjóra litlu launablómin við þetta tilefni og segja með því að borgin megi hlúa að fleiri blómum en samgöngublómunum,“ sagði Svanhildur Vilbergsdóttir, leikskólakennari á Tjarnarborg í Reykjavík, en hún afhenti, ásamt Bryndísi Christensen, Steinunni Val- dísi Óskarsdóttur borgarstjóra, tvö blóm gerð úr tólf launaseðlum starfsmanna á leik- skólanum við afhendingu samgöngublómsins í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Með því vildu þær benda á lág laun starfsmanna á leikskólum Reykjavíkur. „Við vonumst bara til að borgarstjóri kíki á launaseðlana og sjái hvernig málin eru í raunveruleik- anum,“ bætti Svanhildur við en launaseðlana er hægt að rýna í án þess að taka blómin í sundur. | 6 Morgunblaðið/Þorkell Litlu launablómin afhent borgarstjóra HEILDARLAUN félagsmanna Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur hafa hækkað um tíu prósent frá því í fyrra samkvæmt nýrri launa- könnun félagsins. Félagsmenn VR hafa að meðaltali 300 þúsund kr. í heildarlaun á mánuði en í fyrra voru launin að meðaltali 273 þúsund á mánuði. Vinnuvikan er óbreytt milli ára, þ.e. 45 klukkustundir að með- altali. Launakönnun VR var kynnt á blaðamannafundi í gær. Samkvæmt henni eru karlar með rúmlega 23% hærri heildarlaun en konur. Kyn- bundinn launamunur er 14%, en það er sá munur sem er á launum kynjanna þegar búið er að taka tillit til menntunar, vinnutíma og ann- arra þátta. Til samanburðar var kynbundinn launamunur 15% á síðasta ári, 16% árið 2001 og 18% árið 2000. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, sagði á fundinum í gær að launamunur kynjanna, hvort sem litið væri til heildarlauna eða kynbundins launa- munar, hefði því sem næst staðið í stað síðustu árin. Það væri áhyggju- efni. Því hefði stjórn VR ákveðið að efna til auglýsingaherferðar til að vinna gegn kynbundnum launamun. Yfirskrift hennar er: „Láttu ekki út- litið blekkja þig.“ Kynbundinn launamunur er 14%  Karlar eru með | 38 „HÉR er hættuástand,“ segir Grétar Ax- elsson í Íslendingabænum Gimli í Kanada en miklar ráðstafanir eru nú gerðar vegna mikillar flóðahættu á vesturströnd Winni- pegvatns. Gary Doer, forsætisráðherra Manitoba, tilkynnti á dögunum að fylkisstjórnin myndi verja átta milljónum dollara, um 425 milljónum íslenskra króna, í flóða- varnir við suðurhluta Winnipegvatns á næstu dögum og vikum og lýst hefur verið yfir neyðarástandi í Gimli og fleiri stöðum við vesturströnd vatnsins. | 60 Hættuástand í Gimli „ÞAÐ sem heillar mig við kvikmyndir er það sama og heillar fólk við bókmenntir og leikhús – sjálf sagan,“ segir Dimitri Eipi- des, dagskrárstjóri tveggja flokka á Al- þjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík sem hefst í lok mánaðarins. Dimitri Eipides hefur starfað í kringum kvikmyndir í hálfan fjórða áratug og frá árinu 1987 hefur Eipides verið einn af al- þjóðlegum dagskrárstjórum Kvik- myndahátíðarinnar í Toronto. Eipides hef- ur kennt kvikmyndafræði við háskóla og setið í fjölda dómnefnda á kvikmyndahátíð- um um heim allan. Í viðtali við Morgunblaðið ræðir hann um kvikmyndahátíðir almennt og mikilvægi þeirra í markaðssamfélagi nútímans. | 68 Vitranir Eipides KARLAR með ístru eiga frekar á hættu að fá hjartaáfall en þeir sem hafa fituna dreifða um líkamann. Meiri líkur eru á að æðar safni inn á sig „vonda“ kólesterólinu ef menn eru með kviðfitu. Þá hafa rann- sóknir leitt í ljós að kviðfita er einn af stóru áhættuþáttunum fyrir sykursýki og æða- kölkun. Þetta kemur fram hjá Vilborgu Þ. Sig- urðardóttur hjartalækni sem ver í lok þessa mánaðar doktorsritgerð sína á sviði for- varna hjarta- og æðasjúkdóma við Gauta- borgarháskóla í Svíþjóð. Vilborg bendir á að hjartaáföll og heila- blóðföll komi oft fyrirvaralaust og að æða- sjúkdómurinn hafi verið þögull um árabil. Áhættuþættina þarf að greina snemma svo fólk nái að tileinka sér heilsusamlegan lífs- stíl með bættu mataræði og hreyfingu. Reglubundin hreyfing getur í vissum tilvik- um útrýmt háþrýstingi, aldurstengdri syk- ursýki og lækkað „vonda“ kólesterólið. | 36 Ístran er varasöm ♦♦♦ ♦♦♦ ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.