Morgunblaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR edda.is Bókmenntahátíðin: Velkomin í eftirmiðdagsspjall í Norræna húsinu í dag kl. 15 Roy Jacobsen í spjalli við Einar Kárason Lars Saabye Christensen í spjalli við Einar Má Guðmundsson Tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2002 Norskir sagnameistarar VIÐ lá að ekkert yrði af form- legum frágangi á kaupum Sterling á Maersk, danska lággjaldaflug- félaginu, fyrr í vikunni, þar sem sl. föstudag kom á daginn, að af- komutölurnar sem Maersk hafði kynnt eig- endum Sterling, voru mun verri, en þær sem höfðu verið kynntar við upp- haflega samn- ingagerð í vor Munurinn á raunverulegri afkomu Maersk í júlí og ágúst og þeim spám sem kynnt- ar voru eigendum Sterling, í vor, er í kringum 900 milljónir króna. Afkomuspá A.P. Möller, eigenda Maersk, hafði gert ráð fyrir að hagnaður í júlí og ágúst yrði um 20 milljónir danskra króna, liðlega 200 milljónir króna, en niðurstaðan varð á hinn bóginn sú, að taprekst- ur þessara tveggja mánaða, var um 70 milljónir danskra króna, liðlega 700 milljónir króna. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins gera núverandi spár ráð fyrir því að taprekstur fyrir árið 2005 í heild, verði í kringum 200 milljónir danskra króna, eða rúm- lega tveir milljarðar íslenskra króna. Almar Örn Hilmarsson, forstjóri Sterling, segir að þetta hafi vissu- lega verið ákveðið áfall fyrir Sterl- ing og það hafi komið eigendum og forsvarsmönnum félagsins í opna skjöldu, þegar eigendur Maersk settu samrunaferilinn nánast í al- gjört uppnám. Mun verri staða „Þetta er mun verri staða, en þeir kynntu okkur í upphafi, það liggur alveg fyrir. Þegar við gerð- um athugasemdir við það sl. föstu- dag, þá stöðvuðu forsvarsmenn Maersk alla undirbúningsvinnu að yfirtökunni og settu kaup okkar á Maersk beinlínis í hættu,“ segir Al- mar Örn. Þrátt fyrir að afkoma Maersk á þessu ári verði mun lakari en spár félagsins gerðu ráð fyrir, líklega verður tapreksturinn rúmlega 2 milljarðar króna, mun það ekki hafa áhrif á kaup Sterling á félag- inu. Forsvarsmenn Sterling munu hafa komist að þeirri niðurstöðu, að allar breytingar á félaginu í hag- ræðingarátt verði af þessum sökum að ganga mun hraðar fyrir sig, en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Þær áætlanir fyrir Maersk sem kynntar voru eigendum Sterling í vor sýndu minniháttar taprekstur fyrstu fjóra mánuði ársins, en áætl- anir fyrir maí til desember voru já- kvæðari, þannig að í heild var gert ráð fyrir því að rekstur ársins yrði í járnum. Miklar eldsneytishækkanir Síðan áætlunin var kynnt í vor, hafa orðið miklar hækkanir á flug- vélaeldsneyti, auk þess sem sala farmiða Maersk mun hafa dregist umtalsvert saman, eftir að áform um sölu á félaginu voru gerð op- inber í júní í sumar. Samt sem áður telja eigendur Sterling, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, að þær áætlanir sem þeim voru kynntar, hafi, miðað við stöðuna í dag, einkennst af óhóflegri bjart- sýni. „Þetta breytir samt sem áður engu með kaup okkar á Maersk. Þau eru frágengin staðreynd og fé- lagið er á okkar ábyrgð frá 1. júlí sl. Nú er bara um að gera fyrir okkur, sem stöndum í þessum rekstri, að vinna hratt og vinna vel og ráðast af krafti í þau hagræð- ingarverkefni sem við blasa,“ segir Almar Örn. Sterling situr uppi með 2ja milljarða tap Maersk Almar Örn Hilmarsson Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is TÓLF norskir offitusjúklingar eru staddir hér á landi til að gangast undir aðgerð á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi, en slíkar aðgerðir standa ekki til boða á norskum sjúkrahúsum. Skurðlæknarnir Hjörtur Gíslason og Björn Geir Leifsson framkvæma aðgerðirnar en hér á landi er staddur hópur norskra heilbrigðisstarfsmanna til að fylgjast með aðgerðunum og læra af reynslu íslenskra lækna. Aðgerðir sem þessar eru flóknar og að sögn Björns Geirs eru þær því flóknari eftir því sem offitan er meiri. Þeir Hjört- ur og Björn hafa framkvæmt slíkar aðgerðir um nokkurt skeið og segir Björn að þeir ráði nú við flóknustu aðgerðirnar. Ísland hentar vel Tæknin er hins vegar skemmra á veg komin í Noregi og gat Rune Sandbu, yfirlæknir í Tönsberg, þess á blaðamanna- fundi í gær að einfaldari offitu- aðgerðir væri unnt að fram- kvæma í Noregi núna. Norskir læknar vildu hins vegar sækja sér reynslu hingað til lands varðandi flóknari að- gerðirnar. Sandbu sagði það henta norskum sjúklingum vel að koma hingað til lands til að gangast undir slíkar aðgerðir, enda ekki jafnmikil umskipti að koma hingað og til dæmis til Rússlands eða Spánar, en þar eru slíkar aðgerðir einnig fram- kvæmdar. Árlega þurfa um 15 þúsund sjúklingar á slíkri að- gerð að halda í Noregi. Offita hefur verið skilgreind sem sjúkdómur af Alþjóðaheil- brigðisstofnuninni, þannig að allir þeir sem eru með yfir 30 í þyngdarstuðul þjáist af offitu. Þyngdarstuðull er þyngd sjúk- lings í kílóum deild með hæð í metrum í öðru veldi. Að sögn Björns eru norsku sjúklingarnir sumir hverjir með þyngdar- stuðul frá 60–80, sem er mjög hár, og eru slíkir sjúklingar allt að 240 kíló að þyngd. Atferlismeðferð mikilvæg Hjörtur Gíslason skurðlæknir segir að atferlismeðferð sem fram fer á undan aðgerðinni skipti miklu máli. Sú meðferð fer fram á Reykjarlundi þar sem farið er yfir mataræði með sjúk- lingum og reynt að ná í gegn ákveðinni lífsstílsbreytingu. Sá þáttur meðferðarinnar tekur oft langan tíma, að sögn Hjartar, en er mjög mikilvægur enda séu aðgerðirnar ekki hugsaðar sem tæki til skammtímamegrunar, heldur sé gerð sú krafa til sjúk- linga að þeir hafi lést áður en aðgerðin fer fram. Í offituaðgerðum er rúmmál magans minnkað verulega, eða um 95%, og þarmar styttir. Að- gerðin hefur þær afleiðingar að matarlyst minnkar og sjúkling- arnir geta borðað mun minni skammta í einu en áður. Yfir 300 aðgerðir á LSH Fyrstu aðgerðirnar af þessum toga fóru fram á LSH í lok árs 2000 og hafa nú um 300 aðgerðir verið framkvæmdar. Árangur af aðgerðunum hefur verið góður og að sögn Björns hafa um 90% sjúklinga misst um 80–90% af yfirþyngd eftir aðgerðina. Auk Norðmannanna hafa komið hingað til lands heilbrigðis- starfsfólk frá Danmörku og Bretlandi. Morgunblaðið/Þorkell Björn Geir Leifsson, Rune Sandbu, yfirlæknir í Tönsberg, Line Krist- in Johnson næringarfræðingur og Hjörtur Gíslason. Tólf norskir offitu- sjúklingar í aðgerð hér á landi Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is Ekki unnt að framkvæma slíkar aðgerðir í norskum sjúkrahúsum Á FUNDI aðaldómnefndar Nýmiðl- unarverðlauna Sameinuðu þjóð- anna sem haldinn var í samríkinu Bahrain, skammt frá Saudi-Arabíu í vikunni var tilkynnt að leiktækið DVD-kids frá íslenska fyrirtækinu 3-PLUS hefði komist í úrslit ásamt fimm öðrum verkefnum í flokki raf- rænnar afþreyingar. Valið var úr 1000 tilnefningum frá 168 löndum og var 3-PLUS eina fyrirtækið á Norðurlöndum sem komst í úrslitin. Þau 40 verkefni sem komust í úrslit verða sýnd á stórri nýmiðlunarhátíð sem haldin verður í Túnis í nóvember næstkom- andi, en samhliða henni verður haldinn leiðtogafundur Sameinuðu þjóðanna um nýmiðlun, að því er fram kemur í fréttatilkynningu um málið. 3-PLUS framleiðir og selur leik- tæki og leiki undir merkjum DVD- kids. Um er að ræða þráðlaust leik- tæki sem breytir venjulegum DVD- spilara í leikjavél fyrir gagnvirka og þroskandi leiki fyrir börn frá 3 ára aldri. Leikirnir byggjast á heimsþekktum teiknimynda- persónum sem leiða barnið í gegn- um margvíslegar þrautir og þjálfun. Meðal samstarfsfyrirtækja 3- PLUS eru Fisher Price, Disney, Smoby-Berchet, Nordisk Film, Myndform, IMC, Mac Due og RTL Enterprises. Íslensk uppfinning í úrslit Nýmiðlunarverðlauna SÞ SÆNSKA kauphöllin hefur kært Skandia til efnahagsbrotadeildar lögreglu fyrir innherjaviðskipti í sambandi við yfirtöku suður-afríska félagsins Old Mutual á sænska tryggingarfélaginu. Að sögn Anders Ackebo, yfir- manns eftirlits sænsku kauphallar- innar, felst hið meinta brot í leka á óopinberum upplýsingum. „Málið snýst einnig um að ekki er leyfilegt að veita fáum útvöldum upplýsingar þar sem allir kaupendur verða að sitja við sama borð,“ sagði Anders Ackebo við fréttasofu sænsku sjón- varpsstöðvarinnar SVT. Burðarás, sem á 4,5% í Skandia, hafði framselt atkvæðisrétt sinn í Skandia vegna yfirtökumálsins til sænska fjárfestingarfélagsins Cevi- an Capital en eigandi Cevian hefur lýst yfir stuðningi við yfirtökuna. Í gærkvöld vildi talsmaður Burðaráss ekki tjá sig um málið. „Málið er samt mjög alvarlegt og við munum fara yfir stöðuna á næstu dögum,“ sagði Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Burðaráss. Skandia kært til efnahagsbrotadeildar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.