Morgunblaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 61 UM þessa helgi fer fram Norður- landamót framhaldsskóla og Norður- landamót grunnskóla og verða báðar keppnirnar haldnar í Árósum í Dan- mörku. Lið Menntaskólans í Hamra- hlíð teflir fyrir hönd Íslands á fyrr- nefnda mótinu en lið Lauga- lækjarskóla í því síðarnefnda. Árangur íslensku liðanna í þessum keppnum hefur verið harla góður í gegnum tíðina og verður spennandi að sjá hvernig sveitunum tveim reiðir af í átökum sínum við norræna skóla- félaga. Á þetta er minnst í ljósi þess að Helgi Árnason, skólastjóri Rima- skóla, sendi skákþættinum umfjöllun um Norðurlandamót barnaskóla- sveita sem lauk um síðustu helgi í Osló í Noregi. Í samantekt Helga kom fram að þetta hefði verið þriðja árið í röð sem lið skólans hefði tekið þátt í keppninni. Líkt og í tvö fyrri skiptin þá vann lið Rimaskóla til verðlaunasætis og endaði í 3. sæti en sveit Mälarhöjdensskole frá Svíþjóð vann mótið og hafði þar með sæta- skipti við Rimaskóla frá síðasta Norðurlandamóti. Aðeins munaði hálfum vinningi á Rimaskóla og norska Korsvollskólanum sem tryggði sér annað sæti mótsins með því að semja við Svíana um jafntefli á þremur borðum í lokaumferðinni. Ís- lenska sveitin sigraði þá finnsku 4-0 í sömu umferð og tefldi þá fyrsta- borðsmaður skólans, Hjörvar Steinn Grétarsson, eftirfarandi skák: Hvítt: Roger Norri (1599) Svart: Hjörvar Steinn Grétarsson (1900) 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Bc4 Db6 7. Rxc6 bxc6 8. 0–0 e6 9. Bb3 d5 10. Df3 Be7 11. Bf4 0–0 12. Hfe1 Bb7 13. Bg5 Hfe8 14. e5 Rd7 15. Bxe7 Hxe7 16. Dg4 Hvítur hefur ekki teflt byrjunina af miklum krafti þar sem svartur hef- ur betri peðastöðu og öflugra mið- borð. Næsti leikur svarts saumar að hvíta biskupnum. 16. … c5 17. Ba4 Bc6 Hér hefði komið til álita að halda riddaranum inni á með því að leika 17. … Rf8. 18. Bxc6 Dxc6 19. h4 Kh8 20. He3 Hg8 21. Hee1 d4 22. De4 Dxe4 23. Rxe4 f6 24. exf6 gxf6 25. g3 e5 26. b3 Heg7 27. Kh2 f5 28. Rd2 e4 29. Rc4 Svartur hefur nú mun meira rými en ekki er auðvelt að færa sér það í nyt. 29. … Rb6 Sumir hefðu freistast til að leika 29...e3 þar sem eftir 30. fxe3 Hxg3 31. exd4 Hg2+ 32. Kh1 H2g4 vinnur svartur. Hinsvegar í stað 31. exd4 myndi hvítur leika 31. Hg1! og hann stæði betur að vígi. 30. Rd6 Hf8 31. Hac1 Hd7 32. Rc4 Kg7 33. Kg2 He8 34. Rxb6 axb6 35. a4 Kf6 36. Hcd1 h5 37. c3 Hed8 38. cxd4 Hxd4!? Einnig hefði komið til álita að leika 38. … cxd4 en svartur kýs fremur að ná undirtökunum á d-línunni í stað þess að fá valdaðan frelsingja. 39. Hc1?! Hd3 40. Hb1 H8d4 41. He3 Hxe3 42. fxe3 Hd2+ Taflið er nú unnið á svart enda hvíta staðan mjög óvirk. 43. Kf1 Ke5 44. b4 c4 45. a5 b5 46. Ha1 c3 47. Ke1 Hh2 48. Ha3 Hh1+ 49. Ke2 c2 50. a6 c1=D og hvítur gafst upp. Að mati Helga skólastjóra var keppnin á mótinu í ár jafnari en í síð- ustu tveim keppnum og munaði þar mestu að tvö sterk lið frá Noregi mættu til leiks en þau blönduðu sér bæði í baráttuna um verðlaunasætin. Júlía Rós Hafþórsdóttir fékk flesta vinninga þeirra sem tefldu fyrir Rimaskóla en hún fékk 3½ vinning af 5 mögulegum á fjórða borði. Þetta var í fyrsta skipti sem hún tók þátt í keppninni svo að árangurinn var þeim mun ánægjulegri. Keppendur gistu á sama stað og þar sem keppnin fór fram og voru aðstæður á skákstað mjög góðar. Evrópukeppni taflfélaga að hefjast Dagana 18.–24. september fer fram Evrópukeppni taflfélaga sem haldin verður í St. Vincent í Ítalíu. Keppnin er geysiöflug og munu margir af sterkustu skákmönnum heims taka þátt í henni. Sem fyrr er franska liðið NAO stigahæst en á fyrsta borði fyrir það lið teflir Vla- dimir Kramnik (2.744). Tvö íslensk lið munu taka þátt, Taflfélagið Hellir og Taflfélag Reykjavíkur. Af þeim 45 liðum sem skráð eru til leiks má ætla fyrir fram að lið Hellis lendi í 25. sæti og lið TR í 27. sæti. Nánari upplýs- ingar um keppnina og liðin sem taka þátt er hægt að finna á heimasíðu mótsins: www.scacchivda.com/. Atskákmót Íslands 2005 Í síðasta skákþætti var fjallað um Atskákmót Íslands og tók undirrit- aður sér það bessaleyfi að fjalla um sína eigin skák gegn Hannesi Hlífari. Mistök voru gerð við vinnslu grein- arinnar sem leiddi til þess að besti leikur skákarinnar féll niður og birt- ist ekki sjónum lesenda. Með hliðsjón af þessu er skákin hér með endurbirt án skýringa en með sömu stöðumynd og í síðasta skákþætti. Hvítt: Helgi Áss Grétarsson Svart: Hannes Hlífar Stefánsson 1. c4 Rf6 2. g3 c6 3. Bg2 d5 4. Rf3 Bg4 5. Re5 Bf5 6. cxd5 cxd5 7. Da4+ Rbd7 8. Rc3 e6 9. g4! Bc2 10. Rxf7! Kxf7 11. Dxc2 Rxg4 12. Rxd5! Dh4 13. Dc7 Hd8?? 14. Df4+ og svartur gafst upp. Norðurlandamót skólasveita SKÁK Osló, Noregi NM BARNASKÓLASVEITA 9.–11. september 2005 Lið Rimaskóla ásamt liðs- og fararstjórum, f.v.: Júlía Guðmundsdóttir, Júl- ía Hafþórsdóttir, Ásbjörn Torfason liðsstjóri, Sverrir Ásbjörnsson, Hörður Aron Hauksson, Helgi Árnason fararstjóri, Hjörvar Steinn Grétarsson. HELGI ÁSS GRÉTARSSON daggi@internet.is Frá eldri borgurum í Hafnarfirði. Föstudaginn 9. september var spilað á 9 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S: Jón Pálmason - Sverrir Jónsson 265 Ásgeir Sölvason - Guðni Ólafsson 263 Kristín Óskarsdóttir - Gróa Þorgeirsd. 234 A/V Sófus Berthelsen - Haukur Guðmunds. 243 Knútur Björnsson - Elín Björnsdóttir 237 Jón Sævaldsson - Þorvarður S. Guðmss. 236 37–37 í Keflavík Það var góðmennt á fyrsta spila- kvöldi vetrarins hjá Bridsfélagi Suð- urnesja. Brugðið var á það ráð að spila sveitakeppni sem endaði með bræðrabyltu, 37 gegn 37. Spilað verður nk. mánudagskvöld og þá væntanlega Howell tvímenn- ingur. Spilað er í félagsheimilinu á Mánagrund og hefst spilamennskan kl. 19.30. Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK Gullsmára spil- aði tvímenning á 11 borðum mánu- daginn 12. september. Miðlungur 220. Beztum árangri náðu: NS Páll Ólason - Elís Kristjánsson 279 Kristinn Guðm.s. - Guðmundur Pálss. 254 Guðm. Tryggvason - Hinrik Lárusson 245 AV Guðjón Ottósson - Guðm. Guðveigss. 277 Þorgerður Sigurgeirsd.- Stefán Friðbj.s. 259 Sigríður Gunnarsd. - Björn Björnsson 257 Leiðrétting: Eysteinn Einarsson og Jón Stefánsson, sem efstir vóru í tvímenningi fimmtudaginn 8. sept- ember, náðu 315 í skor. Bridsfélag Hafnarfjarðar Spilamennska byrjar mánudaginn 19. sept. Í vetur munum við spila í glæsilegum sal að Flatahrauni 3 í Hafnarfirði (sami staður og áður en nýr salur). Dagskrá fyrri hluta vetrar er þessi: 19. september Eins kvölds tvímenningur 26. sept. - 10. okt. Minningarmót um Borgþór Pét- ursson - hraðsveit 17. október Eins kvölds tvímenningur 24. okt. - 7. nóvember A. Hansen mótið – tvímenningur 14. nóv. - 12. desember Aðalsveitakeppnin Keppnisgjald er 800 kr kvöldið. 500 kr. fyrir eldri borgara og ör- yrkja og ókeypis fyrir 25 ára og yngri. Keppnisstjóri verður Ásgeir P. Ásbjörnsson. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson BRESKA tískuverslunin Oasis opnar í dag, laugardaginn 17. september, nýja verslun í Smáralind. Verslunin er á 2. hæð í verslunarmiðstöðinni við hliðina á Benetton. Þessi verslun verður með öðru sniði þar sem á boðstólum er úrval af skarti, fylgihlutum ásamt tískufatnaði. Einnig verður boðið upp á Odille nærfatalínuna sem er sérstaklega hönnuð fyrir Oas- is. Síðar í haust opnar breska tískuverslunin Coast verslun í Smáralind sem verður við hliðina á hinni nýju verslun Oasis. Fyrirsæta í fötum frá Oasis. Tvær nýjar tískuversl- anir opnaðar í Smáralind Aukaársfundur Samvinnulífeyrissjóðsins Stjórn Samvinnulífeyrissjóðsins boðar til aukaársfundar á Grand hóteli í Reykjavík mánudaginn 3. október 2005 kl. 17:15. Dagskrá: 1. Tillaga stjórnar um að breyta samþykktum Sam- vinnulífeyrissjóðsins í þá veru að stigadeild hans (jafnávinnslukerfi) verði lokað um áramótin 2005/2006. 2. Önnur mál. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.sls.is og í bæklingi sem sendur verður greiðandi sjóðfélögum í stigadeild, enda varðar áformuð breyting eingöngu greiðandi sjóðfélaga. Þá verður sérstakur kynningarfundur um tillöguna á Grand hóteli mánudag- inn 26. september 2005 kl. 17:15. Starfsmenn Sam- vinnulífeyrissjóðsins veita ennfremur upplýsingar í síma 520 5500. Stjórn Samvinnulífeyrissjóðsins Miðasölusími: 551 1200 Miðasala á netinu: www.leikhusid.is Barnaleiksýning ársins 2005 Sýnd á morgun kl. 14:00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.