Morgunblaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 21
ERLENT
Kaupmannahöfn. AFP. | Lög-
reglan í Kaupmannahöfn lagði á
fimmtudagskvöld hald á málverk
eftir hollenska málarann Rem-
brandt, sem rænt var frá þjóð-
minjasafninu í Stokkhólmi fyrir
fimm árum. Verkið er sjálfsmynd
af listamanninum frá árinu 1630,
það er talið vera rúmlega 2,5
milljarða króna virði. Fjórir
menn eru í haldi vegna málsins.
Tveir mannanna eru frá Írak,
einn frá Gambíu og sá fjórði frá
Svíþjóð. Þegar lögreglan í Kaup-
mannahöfn braust inn á hótelher-
bergi þeirra á fimmtudag voru
þeir að sýna væntanlegum kaup-
endum verkið. Var ætlunin að
færa þá fyrir dómara í gær og
ákærða þá fyrir að ætla að versla
með þýfi.
„Við höfum lengi haft grun um
að það hafi átt að selja málverkið
í Kaupmannahöfn. Það er nú í
okkar höndum,“ sagði Per Lar-
sen, yfirmaður lögreglunnar, í
gær.
Ránið í þjóðminjasafninu í
Stokkhólmi þykir með sögulegri
ránum í Svíþjóð. Þrír menn með
byssur og grímur fyrir andlitinu
hlupu inn í safnið árið 2000 og
stálu þremur málverkum, tveimur
eftir Renoir og einu eftir Rem-
brandt. Komust þeir undan á
báti.
Fyrsta handtakan í málinu var
árið 2001 en þá tók sænska lög-
reglan 13 menn vegna gruns um
aðild að málinu. Átta þeirra voru
dæmdir í fangelsi fyrir rán,
nokkrir þeirra til meira en sex
ára vistar.
Fimm mannanna þurftu að
greiða safninu andvirði 2,6 millj-
arða íslenskra króna í skaðabæt-
ur vegna ránsins. Annað verk-
anna eftir Renoir fannst
óskaddað í apríl árið 2001 og var
það afhent safninu á nýjan leik.
Endurheimtu verk
eftir Rembrandt
AP
Sjálfsmynd hollenska málarans
Rembrandts, myndinni var rænt
fyrir fimm árum.
skynsemi og ábyrgðar í meðferð op-
inbers fjár, öfugt við það, sem þeir
segja um demókrata.
Þegar Bush tók við af Clinton, tók
hann um leið við miklum fjárlagaaf-
gangi en nú er fjárlagahallinn meiri
en nokkru sinni fyrr. Hernaðurinn í
Afganistan og einkum í Írak hefur
verið þungur baggi en auk þess er
stjórnin sökuð um að sóa gífurlegu fé
í gæluverkefni í einstökum ríkjum og
þá aðallega í pólitísku skyni.
„Stjórnvöld í Washington hafa
aldrei eytt og sóað jafnmiklu fé og
nú,“ sagði Pat Toomey, fyrrverandi
þingmaður repúblikana í Pennsylv-
aníu og formaður íhaldssamra sam-
taka, Club for Growth. „Við verðum
að finna leið til að bæta úr því. Ann-
ars sitjum við ekki aðeins uppi með
náttúruhamfarir, heldur líka stór-
slys í fjármálum ríkisins.“
www.toyota.is
Grilluð dagskrá: Tilboð og veitingar.
• Öllum seldum bílum þessa helgi fylgir handfrjáls búnaður
• Þeir sem reynsluaka um helgina eiga möguleika á að vinna
Playstation Portable
• Í boði er 90% lán í nýjum bílum og 50% afsláttur af lántökugjaldi hjá Glitni
• Sérlegir grillmeistarar Toyota grilla fyrir gesti
Opið laugardag frá kl. 12-16 og sunnudag frá kl. 13-16
Komdu, sjáðu, reynsluaktu og njóttu!
ábyrgðina á þeim. Menn hefðu ekki
verið vel á verði. „Kerfið, á öllum
stigum stjórnsýslunnar, var ekki vel
samhæft og fyrstu dagana réð það
ekki við ástandið. Fjórum árum eftir
atburðina hræðilegu 11. september
hafa Bandaríkjamenn fullan rétt á
því að gera ráð fyrir markvissari við-
brögðum á neyðarstundu,“ sagði
hann.
Flestar verslanir í New Orleans
eru enn lokaðar en í sumum var í
gær byrjað að undirbúa að opna á
ný. Var byrjað að fjarlægja krossvið-
arplötur sem negldar höfðu verið
fyrir glugga og þrífa gólfin í veit-
ingahúsum og verslunum í franska
hverfinu sem liggur hærra en aðrir
borgarhlutar og slapp að mestu við
skemmdir. Víðast hvar er þó ekki
búið að koma aftur á rafmagni eða
gasi.
ÖKUMENN vöruflutningabíla og landbún-
aðartækja ollu nokkrum truflunum þegar
þeir óku hægt á nokkrum af helstu hrað-
brautum Bretlands í gærmorgun í mótmæla-
skyni vegna mikilla verðhækkana á elds-
neyti.
Breska lögreglan í Wales brást fljótt við
og skipaði öllum ökumönnum vöruflutn-
ingabílanna að auka hraða sinn í 64 kíló-
metra á klukkustund á M-4 hraðbrautinni og
halda sig á ystu akrein.
„Þetta breytir mótmælunum í farsa,“
sagði Alan Greene, talsmaður mótmælenda.
Um 70 flutningabílar, 30 rútur, nokkur
fjöldi leigubíla og ökumenn á einkabílum
óku 145 kílómetra leið frá Llanelli til New-
port í Bretlandi.
Til greina kom að hætta aðgerðum á
hraðbrautum og hefja þess í stað umsátur við
olíuhreinsistöðvar í gærkvöldi. Fyrir réttum
fimm árum tókst mótmælendum að lama að
miklu leyti samfélagið með því að loka umferð
til og frá olíuhreinsistöðvum.
Mótmælendur krefjast þess að bresk stjórn-
völd lækki álögur hins opinbera á eldsneyti en
þær nema um helmingi verðsins til neytenda.
Lítrinn af bensíni kostar um eitt pund, eða
um 114 íslenskar krónur.
Esso og fleiri fyrirtæki hafa þegar lækkað
bensínverð nokkuð og er talið líklegt að BP
fylgi í kjölfarið.
Ekki voru allir sammála mótmælunum.
Við M-4-hraðbrautina höfðu umhverf-
issinnar hengt upp borða með áletrununum
„Ódýrt eldsneyti er dýrt fyrir jörðina“ og „Ek-
ið á vit loftslagsbreytinga“.
Mótmæla eldsneytishækkunum
Reuters
Bílaröð mótmælenda tafði fyrir umferðinni á M-4 hrað-
brautinni í sunnanverðu Wales í gær. Þrjú fyrirtæki
lækkuðu í gær bensínverð.