Morgunblaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 45
Kringlan 7 • 103 Reykjavík • Hús verslunarinnar • Sími 534 4400 HB FASTEIGNIR Erum með öfluga kaupendur að eignum í traustri langtíma útleigu á verðbilinu frá 30-3 þús. milljónir. Fjárfestar athugið: Erum með mikið af spennandi fjárfestingarkostum hérlendis og erlendis fyrir öfluga og trausta aðila. Í gegnum tíðina höfum við náð góðum árangri í sölu og ráðgjöf fyrir okkar viðskiptavini. Vinsamlegast hafið samband. Pétur Kristinsson, löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, löggiltur verðbréfamiðlari. Kristinn R. Kjartansson, sölustjóri, atvinnu- og fyrirtækjasviði, gsm 820 0762. Hrafnhildur Bridde, löggiltur fasteignasali Byggingarlóð í Reykjavík kr. 1,9 milljarðar Byggingarlóð í Reykjavík kr. 65 milljónir Byggingarlóð í Reykjavík kr. 750 milljónir Byggingarlóð í Reykjavík kr. 1 milljarður Hótel í Reykjavík kr. 1,4 milljarðar Hótel í Reykjavík kr. 450 milljónir Hótel í Reykjavík kr. 4,5 milljarðar Hótel á Suðurlandi kr. 1,3 milljarðar Söluturn á Suðurlandi kr. 45 milljónir Húsgagnaverslun ½ hlutur kr. 15 milljónir Glæsilegt húsnæði í útleigu traustir leigjendur kr. 550 milljónir Fyrir fjárfesta MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 45 UMRÆÐAN FÓLK Í FRÉTTUM Ljósmyndasýning Morgunblaðsins á Dalvík Í Ráðhúsinu á Dalvík stendur yfir sýning á verðlaunamyndum úr ljósmyndasamkeppni sem Okkar menn, félag fréttaritara Morgunblaðsins á landsbyggðinni, og Morgunblaðið efndu til í vetur. Á myndunum má sjá fjölbreytt viðfangsefni fréttaritara Morgunblaðsins sem starfa um allt land. Fólk og fréttir eru í brennidepli linsunnar hjá þeim. Myndin hér til hliðar nefnist Lómurinn færir björg í bú og höfundur hennar er Jóhann Óli Hilmarsson á Stokkseyri. Sýningin stendur út mánuðinn. Myndirnar eru til sölu í Myndasafni Morgunblaðsins, www.mbl.is/myndasafn RÉTT fyrir jólin 2003 samþykkti stjórnarmeirihluti framsóknar- og sjálfstæðismanna, auk Guðmundar Árna Stefánssonar, þingmanns Samfylk- ingarinnar, afar um- deilt lagafrumvarp um eftirlaun forseta Ís- lands, ráðherra, al- þingismanna og hæstaréttardómara. Þar þóttu stjórn- arsinnar skera sér heldur stóra og rausn- arlega sneið af al- mannafé, en lögin stórbæta hag þeirra sem sitja á Alþingi og er í rauninni óútfyllt- ur tékki á ríkissjóð. Helstu rök framsóknar- og sjálf- stæðismanna í umræðunum um frumvarpið var að með lögunum væri verið að koma í veg fyrir að pólitíkusar myndu daga uppi í stjórnmálum af því að það ku vera erfitt fyrir fyrrverandi þingmenn og ráðherra að finna sér störf úti á hinum almenna vinnumarkaði. Og síðast en ekki síst þá átti að gefa stjórnmálamönnum færi á að hætta með reisn og koma átti í veg fyrir sókn þeirra í opinber embætti. Pólitískir sendiherrar Um miðjan júní var greint frá því að Markús Örn Antonsson, fyrrverandi borgarstjóri sjálfstæð- ismanna, og Guðmundur Árni Stef- ánsson, þingmaður Samfylking- arinnar, yrðu sendiherrar nú í haust og hafa þeir á þessari stundu tekið formlega við þeim emb- ættum. Ungliðahreyfing Samfylk- ingarinnar sendi þá frá sér harð- orða ályktun og áréttaði fyrri afstöðu sína og harmaði hvernig staðið er að skipun í opinber emb- ætti á Íslandi. Með skipun Guð- mundar Árna var því miður augljóst að samtryggingin milli stjórnmálamanna dagsins í dag liggur í sumum tilfellum þvert á flokkslínur. Í álykt- uninni var næsta kyn- slóð stjórnmálamanna brýnd til þess að gæta þess að taka ekki upp sömu ósiði og hin „óforbetranlega kyn- slóð stjórnmálamanna sem nú stýrir för“ á Alþingi okkar Íslend- inga. Samtrygging Halldórs og Davíðs Allra nýjasta dæmið um sam- tryggingu stjórnmálamannanna er skipun Davíðs Oddssonar, fráfar- andi formanns Sjálfstæðisflokksins, í embætti seðlabankastjóra. Þrisv- ar sinnum hefur verið lagt fram á Alþingi frumvarp þess efnis að auglýsa skuli opinberlega eftir um- sóknum um stöðu bankastjóra við bankann. Seinast var slíkt frum- varp lagt fram á Alþingi fyrir tveimur árum og í framhaldinu var því vísað í nefnd, en ríkis- stjórnarmeirihluti framsóknar- og sjálfstæðismanna hefur ekki ennþá sett málið á frekari dagskrá. Með öðrum orðum þá hafa núverandi stjórnarflokkar ekkert út á málið að setja og hafa ekki hug á að breyta neinu þar um. Auglýsa á störf sendiherra en þannig geta t.d. att kappi umsækj- endur sem hafa langan starfsferil innan utanríkisþjónustunnar, for- kólfar úr atvinnulífinu, mennta- menn og jafnvel fyrrverandi stjórnmálamenn. Hæfustu umsækj- endurnir með slíkan bakgrunn gætu án efa sinnt alþjóða- samskiptum fyrir Íslands hönd með miklum sóma. Þetta sama á við um embætti seðlabankastjóra en þeir sem þangað veljast til starfa eiga að hafa reynslu og víð- tæka þekkingu á peningamálum og öðrum efnahagsmálum. Stjórnmálin þurfa að breytast Það þarf að verða meiri háttar hugarfarsbreyting meðal stjórn- málamanna dagsins í dag og sið- ferði þarf að efla. Núverandi stjórnarherrar sjá ekkert at- hugavert við að samþykkja og skammta eftirlaun sér til handa, útdeila opinberum embættum eins og um væri að ræða þeirra per- sónulegu eign og svæfa frumvörp sem vinna gegn slíkum vinnu- brögðum. Slíkur hugsunarháttur ber ekki vott um visku og framsýni heldur siðleysi og það á háu stigi. Óforbetranleg kynslóð stjórnmálamanna Magnús Már Guðmundsson fjallar um eftirlaun alþing- ismanna ’Það þarf að verðameiri háttar hugarfars- breyting meðal stjórn- málamanna dagsins í dag …‘ Magnús Már Guðmundsson Höfundur er varaformaður Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, ungliða- hreyfingar Samfylkingarinnar. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.