Morgunblaðið - 17.09.2005, Síða 45
Kringlan 7 • 103 Reykjavík • Hús verslunarinnar • Sími 534 4400
HB FASTEIGNIR
Erum með öfluga kaupendur að eignum í traustri
langtíma útleigu á verðbilinu frá 30-3 þús. milljónir.
Fjárfestar athugið:
Erum með mikið af spennandi fjárfestingarkostum hérlendis
og erlendis fyrir öfluga og trausta aðila.
Í gegnum tíðina höfum við náð góðum árangri
í sölu og ráðgjöf fyrir okkar viðskiptavini.
Vinsamlegast hafið samband.
Pétur Kristinsson,
löggiltur fasteigna-,
fyrirtækja- og skipasali,
löggiltur verðbréfamiðlari.
Kristinn R. Kjartansson,
sölustjóri, atvinnu- og
fyrirtækjasviði,
gsm 820 0762.
Hrafnhildur Bridde, löggiltur fasteignasali
Byggingarlóð í Reykjavík kr. 1,9 milljarðar
Byggingarlóð í Reykjavík kr. 65 milljónir
Byggingarlóð í Reykjavík kr. 750 milljónir
Byggingarlóð í Reykjavík kr. 1 milljarður
Hótel í Reykjavík kr. 1,4 milljarðar
Hótel í Reykjavík kr. 450 milljónir
Hótel í Reykjavík kr. 4,5 milljarðar
Hótel á Suðurlandi kr. 1,3 milljarðar
Söluturn á Suðurlandi kr. 45 milljónir
Húsgagnaverslun ½ hlutur kr. 15 milljónir
Glæsilegt húsnæði í útleigu
traustir leigjendur kr. 550 milljónir
Fyrir fjárfesta
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 45
UMRÆÐAN
FÓLK Í FRÉTTUM
Ljósmyndasýning Morgunblaðsins á Dalvík
Í Ráðhúsinu á Dalvík stendur yfir sýning á
verðlaunamyndum úr ljósmyndasamkeppni sem
Okkar menn, félag fréttaritara Morgunblaðsins á
landsbyggðinni, og Morgunblaðið efndu til í vetur.
Á myndunum má sjá fjölbreytt viðfangsefni
fréttaritara Morgunblaðsins sem starfa um allt land.
Fólk og fréttir eru í brennidepli linsunnar hjá þeim.
Myndin hér til hliðar nefnist Lómurinn færir björg í
bú og höfundur hennar er Jóhann Óli Hilmarsson á
Stokkseyri.
Sýningin stendur út mánuðinn.
Myndirnar eru til sölu í Myndasafni Morgunblaðsins,
www.mbl.is/myndasafn
RÉTT fyrir jólin 2003 samþykkti
stjórnarmeirihluti framsóknar- og
sjálfstæðismanna, auk Guðmundar
Árna Stefánssonar,
þingmanns Samfylk-
ingarinnar, afar um-
deilt lagafrumvarp um
eftirlaun forseta Ís-
lands, ráðherra, al-
þingismanna og
hæstaréttardómara.
Þar þóttu stjórn-
arsinnar skera sér
heldur stóra og rausn-
arlega sneið af al-
mannafé, en lögin
stórbæta hag þeirra
sem sitja á Alþingi og
er í rauninni óútfyllt-
ur tékki á ríkissjóð.
Helstu rök framsóknar- og sjálf-
stæðismanna í umræðunum um
frumvarpið var að með lögunum
væri verið að koma í veg fyrir að
pólitíkusar myndu daga uppi í
stjórnmálum af því að það ku vera
erfitt fyrir fyrrverandi þingmenn
og ráðherra að finna sér störf úti á
hinum almenna vinnumarkaði. Og
síðast en ekki síst þá átti að gefa
stjórnmálamönnum færi á að hætta
með reisn og koma átti í veg fyrir
sókn þeirra í opinber embætti.
Pólitískir sendiherrar
Um miðjan júní var greint frá
því að Markús Örn Antonsson,
fyrrverandi borgarstjóri sjálfstæð-
ismanna, og Guðmundur Árni Stef-
ánsson, þingmaður Samfylking-
arinnar, yrðu sendiherrar nú í
haust og hafa þeir á þessari stundu
tekið formlega við þeim emb-
ættum. Ungliðahreyfing Samfylk-
ingarinnar sendi þá frá sér harð-
orða ályktun og áréttaði fyrri
afstöðu sína og harmaði hvernig
staðið er að skipun í opinber emb-
ætti á Íslandi. Með skipun Guð-
mundar Árna var því
miður augljóst að
samtryggingin milli
stjórnmálamanna
dagsins í dag liggur í
sumum tilfellum þvert
á flokkslínur. Í álykt-
uninni var næsta kyn-
slóð stjórnmálamanna
brýnd til þess að gæta
þess að taka ekki upp
sömu ósiði og hin
„óforbetranlega kyn-
slóð stjórnmálamanna
sem nú stýrir för“ á
Alþingi okkar Íslend-
inga.
Samtrygging
Halldórs og Davíðs
Allra nýjasta dæmið um sam-
tryggingu stjórnmálamannanna er
skipun Davíðs Oddssonar, fráfar-
andi formanns Sjálfstæðisflokksins,
í embætti seðlabankastjóra. Þrisv-
ar sinnum hefur verið lagt fram á
Alþingi frumvarp þess efnis að
auglýsa skuli opinberlega eftir um-
sóknum um stöðu bankastjóra við
bankann. Seinast var slíkt frum-
varp lagt fram á Alþingi fyrir
tveimur árum og í framhaldinu var
því vísað í nefnd, en ríkis-
stjórnarmeirihluti framsóknar- og
sjálfstæðismanna hefur ekki ennþá
sett málið á frekari dagskrá.
Með öðrum orðum þá hafa
núverandi stjórnarflokkar ekkert
út á málið að setja og hafa ekki
hug á að breyta neinu þar um.
Auglýsa á störf sendiherra en
þannig geta t.d. att kappi umsækj-
endur sem hafa langan starfsferil
innan utanríkisþjónustunnar, for-
kólfar úr atvinnulífinu, mennta-
menn og jafnvel fyrrverandi
stjórnmálamenn. Hæfustu umsækj-
endurnir með slíkan bakgrunn
gætu án efa sinnt alþjóða-
samskiptum fyrir Íslands hönd
með miklum sóma. Þetta sama á
við um embætti seðlabankastjóra
en þeir sem þangað veljast til
starfa eiga að hafa reynslu og víð-
tæka þekkingu á peningamálum og
öðrum efnahagsmálum.
Stjórnmálin þurfa að breytast
Það þarf að verða meiri háttar
hugarfarsbreyting meðal stjórn-
málamanna dagsins í dag og sið-
ferði þarf að efla. Núverandi
stjórnarherrar sjá ekkert at-
hugavert við að samþykkja og
skammta eftirlaun sér til handa,
útdeila opinberum embættum eins
og um væri að ræða þeirra per-
sónulegu eign og svæfa frumvörp
sem vinna gegn slíkum vinnu-
brögðum. Slíkur hugsunarháttur
ber ekki vott um visku og framsýni
heldur siðleysi og það á háu stigi.
Óforbetranleg kynslóð
stjórnmálamanna
Magnús Már Guðmundsson
fjallar um eftirlaun alþing-
ismanna ’Það þarf að verðameiri háttar hugarfars-
breyting meðal stjórn-
málamanna dagsins í
dag …‘
Magnús Már
Guðmundsson
Höfundur er varaformaður Ungra
jafnaðarmanna í Reykjavík, ungliða-
hreyfingar Samfylkingarinnar.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111