Morgunblaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðrún Jóns-dóttir fæddist á Birnustöðum 30. júlí 1916. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði 6. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Jón Jónasson bóndi á Birnustöðum, f. 18. maí 1882, á Hrafnabjörgum í Ögursveit, d. 27. nóvember 1967, og kona hans Guð- mundína Hermannsdóttir, f. 14. nóvember 1889, á Krossnesi í Árneshreppi, d. 6. september 1979. Systkini Guðrúnar voru Þorsteina, f. 1914, d. 2004; Rebekka, f. 1920; Hermann Jón- as, f. 1922, d. 1954; Guðmundur Bjarni, f. 1922, d. 1960; og Guð- ríður, f. 1926, d. 1991. Árið 1939 giftist Guðrún Ásm- ari Karli Gunnlaugssyni frá Meiri Hattardal, f. 1909, d. 1982. Foreldrar hans voru Gunnlaugur Jón Torfason, f. 29. janúar 1879 í Efstadal í Laug- ardal N-Ís., d. 25. desember 1937, og kona hans Þuríður Ólafsdóttir, f. 10. júlí 1881 í Hattardal, d. 23. september 1930. Guðrún og Ásmar eign- uðust fimm börn. Þau eru: 1) Gunnlaugur Jón, f. 1940, d. 1990, maki Ásdís Sæmunds- dóttir. 2) Margrét Guðríður, f. 1943. 3) Guðrún Vilborg, f. 1945, maki Sig- urður Skarphéðins- son. 4) Jón Helgi, f. 1948, maki Oddný B. Helgadóttir. 5) Þóra Guðmunda, f. 1952. Barnabörnin eru 14 og barna- barnabörnin 30. Guðrún ólst upp á Birnustöðum, en sextán ára fer hún að vinna á Ísafirði á vet- urna en var á Birnustöðum á sumrin. Þá stundaði Guðrún einnig nám og garðyrkjustörf í Reykjanesi, þar sem hún kynnt- ist eiginmanni sínum. Um haustið 1939 flytja þau suður og hefja búskap í Hraun- prýði í Grafningi. Árið 1941 flytja þau að Birnustöðum þar sem þau bjuggu síðan allan sinn búskap. Guðrún tók þátt í fé- lagsmálum og var m.a. ein af stofnendum kvenfélagsins Bjarkar í Ögursveit, einnig starfaði hún í Líknarfélagi Ög- urhrepps o.fl. Útför Guðrúnar verður gerð frá Ögurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Það var kyrrlátur morgunn hinn 6. sept sl. og í framhaldi af honum einn bjartasti sólskinsdagurinn í lengri tíma. Veðurguðirnir gátu ekki verið betri við okkur. Þennan morgun þegar hún móðir mín kvaddi þetta jarðneska líf og hvarf á braut til þeirrar æðri til- veru sem hún kom frá. Við sem þekkt- um hana móður mína, hana Rúnu á Birnustöðum, best, efuðumst aldrei um að hennar besta bernskuminning væri heilög og hrein og að þar fór ein yndislegasta vera sem komið hefur á þessa jörð. Eða er til betri bernsku- minning frá fyrra tilverustigi en muna eftir að hafa verið eitt af börnunum sem Jesú blessaði? Hún var mjög trúuð kona og sá allt- af eitthvað gott í öllu og öllum að lok- um, þótt hlutirnir væru kannski ekki alltaf alveg eins og hún hefði kosið að þeir væru. Á Birnustöðum bjó hún og dvaldi mestan hluta ævinnar, það var hennar sælureitur. Þar bjó hún með föður mínum, honum Kalla á Birnustöðum, börnunum sínum fimm og eins bjuggu afi og amma þar fyrstu árin. Alltaf hafði hún nægan tíma fyrir börnin sín og alla sem til hennar leituðu en þeir voru ófáir. Stór hluti af barnaskóla- námi okkar systkinanna fór fram við eldhúsborðið hennar. Hún var víðlesin og vel að sér um alla hluti. Fylgdist vel með í heimsmál- unum og eins naut hún þess hin síðari ár að fylgjast með alþingismönnunum í sjónvarpinu. Þekkti þá auðvitað alla og hafði sínar skoðanir á því sem fram fór. Hún hafði mikinn áhuga á öllu sem börnin hennar og barnabörnin tóku sér fyrir hendur í lífinu og vissi um alla afmælisdaga afkomenda sinna og systrabarna og þeirra barna. Hún fylgdist jafnt með hvað barna- börnin hennar erlendis voru að bjástra við eins og hin sem búsett eru hér- lendis. Hún var okkar alfræðiorðabók sem var með svör við öllu er hennar ættmenni snerti, bæði forfeðra og samtímamanna. Hin síðari ár dvaldi hún hjá mér á veturna en ekki kom annað til greina en vera á Birnustöðum á sumrin, jafn- vel þótt hún væri þar oft ein síns liðs. Hún átti líka góða nágranna á næstu bæjum sem fylgdust með henni og fyr- ir það ber að þakka. Á þessum árum áttum við margar ferðir um Djúpið vestanvert, ýmist að koma eða fara til Ísafjarðar eða inn að Birnustöðum, að eða frá Reykjanesi eða Ísafirði. Elsku mamma mín. Margs er að minnast og margs er að sakna. Og ennþá fleira sem þér ber að þakka. Allan þinn áhuga og fyrirbænir okkur öllum til handa, allar gleðistund- irnar sem þú gafst okkur börnunum þínum, barnabörnunum og langömmu- börnunum, ættingjum og vinum. Og fyrir öll gullkornin sem þú skildir eftir og fyrst í sumar voru tekin saman af henni Þóru dóttur þinni. Þau eiga eftir að ylja okkur öllum í framtíðinni. Fyrir allt þetta hafðu hjartans þakkir, elsku mamma mín. Læknum og starfsfólki á Sjúkrahús- inu á Ísafirði ber að þakka frábæra að- hlynningu alla tíð bæði nú síðast og önnur skipti sem móðir mín þurfti að dvelja þar. Þar leið henni vel og var öll- um þakklát og þótti vænt um alla sem henni hjúkruðu. Í dag er einlæg óskin mín til almættisins þessi: Guð á himnum gæti þín, geymi þig og blessi. Elsku mamma og pabbi, Rúna og Kalli á Birnustöðum. Hafið hjartans þakkir fyrir allt. Guð veri með ykkur. Gréta. Við morgunljósan, lygnan fjörð, leiðir skildu að sinni. Í hljóðum friði hér á jörð, lauk heiðursgöngu þinni. Djúpið var þín bernskubyggð, -þú bjóst á ættarreit. Enda hélstu ævitryggð af alhug við þá sveit. Þú áttir trú á æðri mátt sem ekkert bugað fær. Á björtum degi, dimmri nátt, var Drottinn æ þér nær. Af visku þinni vaktir gjarna von hjá þreyttri sál. Velferð þinna vina og barna var þér hjartans mál. Þú dáðir bæði lyng í laut og lóukvak í hlíð. Þú leiddir mig á lífsins braut, svo ljúf og undurblíð. Langur dagur liggur nú að baki, liðnar stundir geymast minni í. Yfir þér og okkur hinum vaki almættið. Við hittumst svo á ný. Hjartans þakkir fyrir allt og allt. Þóra Guðmunda. Hljóð í dalsins djúpu ró dreymin líður áin. Húms við átök dagur dó döggin þekur stráin. Lauf á jörðu létt og hljótt leggur reyniviður. Stjörnuljósið stillt og rótt streymir til mín niður. Eftir dagsins ys og stríð andinn griða biður. Leggst nú yfir laut og hlíð ljúfur næturfriður. (Guðrún Jónsdóttir.) Það hefur enn fækkað í dalnum. Nú er hún Rúna á Birnustöðum, elskulega amman okkar, horfin á braut. Þótt hún amma hafi ekki gert víð- reist um heiminn var hún samt heims- borgari hinn mesti. Hún fylgdist vel með öllum fréttum hvort sem var inn- lendum sem erlendum. Dalurinn var ekki afskekktari en svo að amma vissi um allt sem var að gerast, allt frá Ísa- firði til Reykjavíkur. Jafnvel til Banda- ríkjanna eða Kína ef því var að skipta. Hún amma var ekki mikil vexti en persónuleikinn var stærri en orð fá lýst. Með lágværu röddinni sinni náði hún alltaf eyrum manns, því ávallt hafði hún af einhverjum fróðleik að miðla eða skemmtilegum sögum og vísum. Hún var ekki langskólagengin en góður kennari var hún og lagði mikla áherslu á að við krakkarnir lærðum vísur, sálma og bænir. Sér- staklega var henni umhugað að kenna okkur Guðsorð því amma var afskap- lega trúuð kona. Bæði hún og Kalli afi voru miklar manneskjur sem sinntu ævistarfi sínu af mikilli alúð og virðingu fyrir mönn- um, dýrum og öllu umhverfi sínu. Þau voru t.d. bæði með einstaklega græna fingur sem sterklega erfðust til barnanna. Það er ótrúlegt hvað þeim tekst að koma hvaða plöntutítlu til þannig að úr verði heill frumskógur. Þannig voru alltaf blómin hennar ömmu, þau fylltu alla glugga eins og skógur. Eins var með skrúðgarðinn bak við bæinn í gamla daga, hann var sann- kallað listaverk. Þangað var farið með gesti eftir kaffið og kleinurnar og mik- ið dáðst að blómunum og trjánum í beðum við smágötur lagðar skelja- sandi. Okkur krökkunum fannst þessi litli reitur algjört ævintýri og elskuð- um að fá að rölta þar um með fullorðna fólkinu. Laugardalurinn átti hug og hjarta ömmu. Ættjarðarástina sá maður sjaldan jafnsterka og þegar hún amma talaði um dalinn og sveitina sína. Hún átti líka góða granna sem alltaf voru tilbúnir að leggja fram hjálparhönd ef á þurfti að halda. Sérstaklega nú seinni árin hafa Sigurjón á Hrafnabjörgum, Ragna á Laugabóli, Aðalsteinn á Strandseljum og fleiri góðir sveitungar að auki gegnt hlutverki verndarengla sem pössuðu vel upp á gömlu konuna enda var hún oft á tíðum ein í kotinu. Það var góð tilfinning að vita af þeim í nágrenninu því það gerði henni kleift að vera sem mest heima eftir að heils- unni fór að hraka. En nú er bærinn mannlaus, því Guð hefur kallað enn eitt barnið sitt heim. Við sem eftir stöndum getum einungis þakkað fyrir allar góðu minningarnar og þekkinguna sem þessi hjartahlýja og merkilega kona skildi eftir handa okkur að varðveita. Varðveita og miðla áfram til þeirra sem á eftir koma. Upp til hárra himinsala horfi ég í bæn og trú. Litla bæinn lengst til dala, ljúfi Drottinn, blessa þú. Höndin titrar, hún er þreytt hugurinn þó vaki. Húmið geislum hefur eytt, þeir hurfu að fjallabaki. Styrk mig til að starfa og iðja, styrk mig, Drottinn, Jesú minn. Veit mér náð að vaka og biðja og viljann ætíð gera þinn. Styrk þú mína aumu önd, öll það græðir meinin vönd. Styrk þú mig í stríði nauða, styrk þú mig í lífi og dauða. (Guðrún Jónsdóttir.) Berglind, Bergvin og fjölskyldur. Mig langar til að minnast í nokkrum orðum móðurömmu minnar Guðrúnar Jónsdóttur eða Rúnu ömmu. Amma var einhver sú besta manneskja sem ég hef kynnst. Hún var hjartahrein og trúuð og miðlaði góðmennsku sinni óspart til þeirra sem til hennar komu, hvort sem það voru ættingjar hennar, vinir, kunningjar eða bara þeir sem á vegi hennar urðu. Amma talaði aldrei illa um nokkurn mann og hún átti ótal vini og kunningja og allir gátu til henn- ar leitað, í blíðu og stríðu. Það voru allir alltaf velkomnir til hennar og öllum bauð hún inn í kaffi, hvort sem hún þekkti til þeirra eða ekki. Þegar maður eldist lærir maður að meta það og finnur hvað það skiptir miklu máli að hafa fengið að alast upp við jafn mikla ást, umhyggju og þol- inmæði og Rúna amma veitti. Hún kenndi mér svo margt gott sem verður seint fullþakkað. Ég held að það hafi ekki liðið sumar án þess að ég heimsækti ömmu á Birnustaði og alltaf var það jafnmikið tilhlökkunarefni að fara vestur. Marg- ar af mínum bestu minningum eru að vestan, í búleik eða í heyskap með bræðrum mínum, frænkum og frænd- um eða baksandi eitthvað inni í eldhúsi hjá ömmu að spjalla um lífið og til- veruna. Það var yndislegt og gott að amma skyldi fá að vera heima á Birnustöðum í sumar, hún naut sín hvergi betur en heima í sveitinni sinni. Birnustaðir og Laugardalurinn verða ekki eins án Rúnu ömmu, en þeir verða engu að síð- ur alltaf sérstakir í mínum huga. Ég læt fylgja með litla bæn sem amma kenndi mér og ég held mikið upp á: Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Þakka þér, elsku amma mín, fyrir allt og allar góðu stundirnar. Guð geymi þig um alla eilífð. Minning þín lifir í hjörtum okkar. Hvíl í friði. Þín Sigríður (Systa) og fjölskylda. Ungur má en gamall skal. Þessi hugsun fór í gegnum huga minn þegar ég sat við rúmið sem Rúna lá í á sjúkrahúsinu á Ísafirði síðast þeg- ar ég sá hana. Ég á erfitt með að trúa því að Rúna sé ekki lengur á Birnu- stöðum, hún er búin að vera fastur punktur hér í Laugardalnum svo lengi sem ég man. Þau hjón Karl Gunn- laugsson og Guðrún Jónsdóttir eða Rúna eins hún var ævinlega kölluð bjuggu á Birnustöðum öll sín búskap- arár og þar ólu þau upp sín börn, öll myndar- og dugnaðarfólk. Þau tóku við búi af foreldrum hennar, bjuggu fyrst á hluta af jörðinni á móti Jóni Jónassyni og Guðmundínu Her- mannsdóttur. Þar áður bjuggu á Birnustöðum Rebekka Egilsdóttir og Jónas Bjarnason, afi og amma Rúnu. Þessi jörð er búin að vera lengi í sömu ætt. Þarna ólust upp Þorbjörg í Haga- koti, Aðalsteinn faðir minn og Jón á Birnustöðum en þau systkinin fluttu ekki langt í burtu. Óhætt er að segja að snyrtimennska hafi verið þessu fólki í blóð borin, það hafa Birnustaðir sýnt alla tíð svo lengi sem ég man og þannig vil ég muna það. Ég man að Kalli, mað- ur Rúnu, tíndi upp sígarettustubba og annað þvíumlíkt þegar einhver hafði hent þeim í kæruleysi. Allt vildu þessi hjón hafa í röð og reglu svo til fyr- irmyndar var og þannig var á Birnu- stöðum. Rúna var mjög vel gefin þótt hún nyti ekki mikillar skólagöngu, hún var einnig vel hagmælt og minnið einstakt hjá svona fullorðinni manneskju. Á heimili Rúnu var mikið af myndum og hún talaði alltaf um ættingja sína með mikilli lotningu. Rúna var einstaklega trúuð kona og við vorum nú ekki alltaf sammála þegar þau mál bar á góma. Nú á síðari árum hefur hún oft verið veik og dvalið á sjúkrahúsum, bæði hér á Ísafirði og fyrir sunnan. Ég kom til hennar á sjúkrahúsið á Ísafirði 31. ágúst og þá vissi ég að ég mundi ekki sjá hana aftur og sú varð raunin. Ég þakka Rúnu fyrir samfylgdina og votta aðstandendum samúð mína og bið Guð að blessa þau öll. Ragna Aðalsteinsdóttir, Laugabóli. Þeim fækkar á meðal okkar alþýðu- hetjunum sem fæddust á fyrstu tugum síðustu aldar. Ein þessara hetja yfirgaf okkur hér á „Hótel jörð“ þegar dagur rann hinn 6. sept. sl. Engum átti að koma á óvart að Guðrún Jónsdóttir á Birnustöðum væri að kveðja sína sam- ferðamenn en það er samt þannig að þegar góður vinur kveður rifjast upp minningar liðinna ára, tilfinningar titra og tárakirtlar verða oft barmafullir. Rúna á Birnustöðum eða Rúna frænka eins og hún var kölluð í okkar fjölskyldu var ein þessara alþýðuhetja, sjálfmenntuð og skarpgreind. Hennar starfsvettvangur var stórt heimili þar sem ekki var skotist út í búð ef eitthvað vantaði. Á slíku heimili reynir mikið á hagstjórn búenda að allt sé til staðar á hverjum tíma. Það var ekki lítil vinna að vera húsmóðir á slíku heimili þar sem koma þurfti „mjólk í mat og ull í fat“. Rúna hélt vel utan um sína fjöl- skyldu, fylgdist vel með frændfólkinu í önn dagsins, tók á móti gestum og gangandi með opnum örmum og mett- aði alla í mat og nærgætni. Öllum þótti gott að koma í Birnustaði enda þar jafnan gestkvæmt. Hún var einn af þessum fjöllista- mönnum sem erjaði jörðina, bakaði, eldaði, prjónaði, saumaði, huggaði, læknaði, ráðlagði, hvatti, gaf, bað öll- um blessunar. Hæg en örugg var hún sívinnandi og kom ótrúlega miklu í verk. Rúna var víðlesin og stálminnug, fylgdist vel með þjóðmálunum og hafði ríka réttlætiskennd. Með þessum fátæklegu orðum vilj- um við þakka Rúnu frænku samfylgd- ina, alla hennar hugulsemi, hjálpsemi, nærgætni og bænir okkur til handa á erfiðum stundum. Þessar ljóðlínur segja allt sem segja þarf um slíka konu: Og hver á nú að blessa blóm og dýr og bera fuglum gjafir út á hjarnið og vera svo í máli mild og skýr, að minni í senn á spekinginn og barnið, og gefa þeim, sem götu rétta flýr, hið góða hnoða – spinna töfragarnið? Svo þekki hver sem þiggur hennar beina, að þar er konan mikla, hjartahreina. (Davíð Stef.) Fjölskyldu hennar og öðrum syrgj- endum vottum við okkar dýpstu sam- úð. Blessuð sé minning Guðrúnar Jóns- dóttur á Birnustöðum. Sigurbjörg og Haukur Hannibalsson. Það haustar og húmar að. Litir sum- arsins fölna og gróðurinn býr sig vetr- ardvalar. Náttúrubarnið hún Rúna frá Birnustöðum hefur horfið til annarrar dvalar. Það er römm sú taug sem batt Guðrúnu við ættjörð sína og fjölskyldu og kvaddi hún þessa jarðvist á dán- ardægri móður sinnar. Haustið áður hafði systir hennar Þorsteina og tengdamóðir mín kvatt þessa jarðvist á dánardægri föður þeirra en mikil tryggð var á milli þeirra systra. Báðar undu þær sér best inn til dala í vest- firskri sveit, umvafðar tilkomumiklum fjallahring. Rúna var afar kær fjöl- skyldunni á Hanhóli. Á Birnustöðum voru börn og tengdabörn Steinu ávallt kærkomin og einkar ljúft að sækja heim þessa æðrulausu og elskulegu frænku. Þar var maður umvafinn mild- um höndum og ómældri hlýju og vel- vilja. Rúna var afar hugulsöm um ætt- ingja sína. Á hverjum jólum máttu dætur mínar á Hanhóli búast við flík úr hlýrri og mjúkri ullinni frá frænku sinni í hinni sveitinni. Gjarnan mátti þá finna aur eða góðgæti í sokk eða vett- ling til að gleðja litlar barnssálir. Rúna var búkona. Á Birnustöðum hafði hún vaxið og upp og síðan búið allt sitt líf fyrst með eiginmanni sínum, Karli, og síðar ásamt syni og tengdadóttur. Þar hlúði hún að skepnum og gróðri innan dyra sem utan. Ósjaldan fór maður út frá henni á Birnustöðum án þess að hafa í fórum sér afleggjara eða plöntu sem hún hafði hlúð að og komið til. Heimsóknirnar verða ekki fleiri í bili. Fjölskyldan á Hanhóli vottar börnum Rúnu þeim Gógó, Grétu, Jóni Helga og Þóru og öðrum aðstandendum samúð sína. Gæska Guðrúnar frá Birnustöð- um lifir með okkur áfram. Guðrún Stella Gissurardóttir, Hanhóli. GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.