Morgunblaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF U ndanfarið hafa birst margar fróðlegar nið- urstöður nýrra rann- sókna á sviði hjarta- og æðasjúkdóma í tengslum við Evrópuráðstefnu hjartalækna sem haldin var í Stokk- hólmi, eins og að omega-3-fitusýrur geta haft jafngóð áhrif og kólester- óllækkandi lyf og þunglyndi getur verið jafnhættulegt hjartanu og reyk- ingar. Vilborg Þ. Sigurðardóttir er ein þeirra sem fylgjast vel með nýjustu rannsóknum á þessu sviði en hún hef- ur nýlega fengið sérfræðiréttindi í hjartalyflækningum og mun verja doktorsritgerð sína á sviði forvarna hjarta- og æðasjúkdóma í lok þessa mánaðar við Gautaborgarháskóla. Vilborg hefur stundað vísindarann- sóknir við Wallenberg-rannsókn- arstofuna í Gautaborg í ríflega fjögur ár. Hún starfar því bæði í tengslum við sjúklinga og vísindarannsóknir og segir það afar mikilvægt. „Það að stunda rannsóknir auð- veldar manni einnig að tileinka sér niðurstöður nýjustu rannsókna, sjúk- lingunum til góða,“ segir Vilborg þar sem hún heldur á doktorsritgerðinni sinni nýkominni úr prentun. Kviðfita og æðakölkun Doktorsverkefni Vilborgar var rannsókn á 58–61 árs gömlum körl- um. Ómskoðun var gerð á háls- og náraæðum, en áður hefur verið sýnt fram á að æðakölkun í þessum æðum getur bent til æðakölkunar m.a. í kransæðum. Rannsóknarhópurinn sem Vilborg starfar í stendur fram- arlega í þróun á ómskoðunartækni til að greina útlit áhættumeiri æðakalk- ana. Rannsóknin staðfesti m.a. að kviðfita er einn af stóru áhættuþátt- unum fyrir sykursýki og æðakölkun eins og áður var þekkt. Einnig kom í ljós að þáttur kviðfitu vó mun þyngra með tilliti til þögullar æðakölkunar en vel þekktur bólgumiðill, þ.e. pró- tein sem kallast CRP, sem tengist hjarta og æðasjúkdómum. Af þessu að dæma eiga karlar með ístru frek- ar á hættu að fá t.d. hjartaáfall en þeir sem hafa fituna dreifða um lík- amann. Kviðfitan hefur einnig í för með sér meiri líkur á að æðarnar safni inn á sig „vonda kólesterólinu“, þ.e. LDL, sérstaklega litlum, þéttum blóðfitusameindum sem og oxuðum LDL-sameindum sem Vilborg og fé- lagar hennar hafa rannsakað sér- staklega. Þekkt er að þessar sam- eindir hafa enn meiri tilhneigingu til að setjast inn á æðarnar og mynda óstöðuga æðakölkun sem getur rofn- að og myndað blóðtappa sem aftur getur leitt til hjartaáfalls eða heila- blóðfalls. Æðakölkun, þ.e. fitusöfnun inni í æðum, er langt ferli sem byrjar snemma á ævinni og þar hafa erfðir sitt að segja en einnig áhættuþættir eins og fituríkt mataræði, reykingar, sykursýki, háþrýstingur, kviðfita og of lítil hreyfing, að sögn Vilborgar. Æðakölkunin sem Vilborg skoðaði sérstaklega tengdist „vonda kólest- erólinu“ en þar er ómskoðun ákjós- anleg rannsóknaraðferð og sárs- aukalaus. Helstu niðurstöður Vilborgar og samstarfsmanna gefa því vonir um að unnt sé að finna snemma þá einstaklinga sem eru í hvað mestri áhættu að fá heilablóð- fall eða hjartaáfall með því að greina þessa ákveðnu tegund æðakölkunar, þótt hún sé lítil að umfangi, ásamt blóðmælingu á áhættumeira formi af vonda kólesterólinu, svokölluðu ox- uðu LDL. Vilborg undirstrikar að reglubundin hreyfing getur í vissum tilvikum útrýmt háþrýstingi, aldurs- tengdri sykursýki og lækkað vonda kólesterólið,“ segir Vilborg. Hún bætir við að sumir í áhættuhópnum þurfi þó á lyfjameðferð að halda. „Áður var sjúklingum með svæsinn hjartasjúkdóm ráðlagt að halda kyrru fyrir en rannsóknir síðustu ára svo og nýjustu rannsóknir sýna að hreyfing er ekki einungis fyrirbyggj- andi heldur líka mjög mikilvæg í meðferð sjúklinga með langvinna brjóstverki, svo og í endurhæfingu  HEILSA|Hjartasjúkdómar Ístra er stór áhættuþáttur Morgunblaðið/Steingerður Vilborg Þ. Sigurðardóttir hjartalæknir segir að fitusöfnun inni í æðum byrji snemma á ævinni og þar hafi erfðir sitt að segja en einnig fituríkt mataræði, reykingar, sykursýki, háþrýstingur, kviðfita og lítil hreyfing, Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is þörf sé á frekari staðfestingu með stærri rannsóknum. Hreyfing lífsnauðsynleg Vilborg bendir á að hjartaáföll og heilablóðföll komi oft fyrirvaralaust og að æðasjúkdómurinn hafi verið þögull um árabil. Áhættuþættina þurfi því að greina snemma þannig að fólk nái smám saman að tileinka sér heilsusamlegri lífsstíl með bættu mataræði og hreyfingu. „Og þær ráðleggingar þarf fólk að taka alvar- lega því rannsóknir hafa sýnt að SÍÐUSTU helgi héldu vinkonurnar Katrín Dröfn Guðmundsdóttir og Valý Ágústa Þór- steinsdóttir bílskúrssölu heima hjá Katrínu á Leifsgötunni. Þær vildu losa sig við allskonar dót sem þær hafa sankað að sér í gegnum tíð- ina: Vínilplötur, bækur, fatnað og fleira. Auk þess er Katrín að fara til Barcelona nú í haust og hún vill fækka veraldlegum eigum sínum vegna millilandaflutninganna. „Þetta gekk rosalega vel. Hér fyrir utan var mætt fólk fimm mínútum áður en við opnuðum og beið eftir því að komast inn. Íbúðin fylltist af fólki á laugardeginum og ótrúlegur fjöldi fólks kom hér við, en á sunnudeginum var færra, en þó stöðugt rennsli af fólki,“ segir Katrín sem er alsæl með árangurinn. „Við vorum með rosalega mikið af dóti og þó svo að við höfum ekki selt allt, þá seldum við alveg heilan helling. Vinsælastar voru vínilplöt- urnar og svo líka fötin.“ Frjálsleg verðlagning Þær Katrín og Valý voru ekki með neitt verðlagt fyrirfram, heldur gerði fólk bara tilboð og komist var að sameiginlegri niðurstöðu með verð á hverjum hlut fyrir sig. „Við ætluðum reyndar að fara með allt þetta dót okkar í Kolaportið en okkur fannst skemmtilegra að gera þetta svona og sjáum ekki eftir því. Þetta var mjög gaman og hér var ein- stök stemmning. Við fengum mikið hrós fyrir fram- takið og einhver stakk upp á að við ættum að leggja þetta fyrir okkur. Við bök- uðum vöfflur, buðum upp á kaffi og spiluðum tónlist, til að gera þetta skemmtilegt. Vöffluilmurinn tók á móti fólki og það féll heldur betur vel í kramið. Fólk á öllum aldri gerði sér ferð hingað og sumir sátu hér lengi og spjölluðu. Það var mjög notalegt.“ Þær vinkonurnar Katrín og Valý fóru með það sem ekki seldist til Rauða krossins og í Góða hirðinn. Aðspurð segir Katr- ín ekki ólíklegt að hún eigi eftir að boða aftur til bílskúrssölu þegar hún þarf næst að losa sig við upp- safnað dót. Morgunblaðið/Golli Katrín og Valý á fyrri degi bílskúrssölunnar. Að baki þeim má sjá vínilplöturnar vinsælu. Föt voru uppi um alla veggi og glugga. Alls konar dót stóð kaupendum til boða. Vínilplöturnar höfðu mesta aðdráttaraflið  BÍLSKÚRSSALA Vegvísirinn var heimatilbúinn og litríkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.