Morgunblaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Yfirlýsingar George W. Bush,forseta Bandaríkjanna, umað ekkert verði til sparað við
að byggja upp New Orleans og önn-
ur hamfarasvæði við Mexíkófló hafa
mælst vel fyrir meðal bandarísks al-
mennings. Á Bandaríkjaþingi hafa
menn þó áhyggjur af kostnaðinum,
ekki síst flokksbræður hans, repú-
blikanar, og margir óttast, að ofan á
það stórslys, sem fellibylurinn Katr-
ín var, sé að bætast stórslys í fjár-
málum ríkisins.
Tom Coburn, öldungadeildarþing-
maður fyrir repúblikana í Oklahoma,
sagði í fyrradag, að hann teldi ekki,
að alríkið ætti að axla allan kostn-
aðinn í New Orleans, Louisiana-ríki
hlyti sjálft að verða að bera hann að
einhverju leyti. Og Jim DeMint, öld-
ungadeildarþingmaður repúblikana í
Norður-Karólínu, hvatti til, að menn
gleymdu ekki „heilbrigðri skynsemi“
í þessu máli. Kom þetta fram á
fréttavef New York Times í gær.
Bandaríkjaþing hefur samþykkt
að leggja fram 62 milljarða dollara í
þegar áfallinn kostnað og samþykkt-
ar hafa verið tilhliðranir í skattamál-
um upp á meira en fimm milljarða
dollara auk aðgerða í húsnæðismál-
um upp á 3,5 milljarða dollara. Virð-
ist það liggja í augum uppi, að þetta
sé bara byrjunin.
„Við verðum að koma til hjálpar en
að ausa út fé án þess að fylgjast al-
mennilega með því hvernig því er
varið mun ekki leysa vandann,“ sagði
DeMint.
Erfitt að mótmæla
Þessi ummæli stinga í stúf við yf-
irlýsingar Bush en flestir þingmenn
repúblikana veigra sér við að mæla
gegn þeim vegna þeirrar hörðu
gagnrýni, sem Bush og alríkisstjórn-
in hafa sætt fyrir seinleg viðbrögð.
Þeim óar samt við útlitinu, gífurleg-
um fjárlagahalla, og óttast, að Bush
sé að reyna að bæta sína eigin póli-
tísku stöðu og skilji síðan vandann
eftir í annarra höndum.
„Við erum ekki vissir um, að hann
viti hvað hann er að fara út í,“ hefur
New York Times eftir einum
frammámanna repúblikana í öld-
ungadeildinni, sem ekki vildi láta
nafns síns getið.
Eyðslan aldrei meiri
Mikil og vaxandi fjárútlát Bush-
stjórnarinnar hafa í alllangan tíma
verið að kynda undir vaxandi kurr
meðal repúblikana, sem hafa lengi
sagst vera fulltrúar heilbrigðrar
Óttast stórslys í
fjármálum ríkisins
Bandarískir þingmenn hafa áhyggjur af loforðum Bush
og afleiðingum fellibylsins fyrir ríkissjóð
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
29
44
1
0
9/
20
05
GRILLPARTÝ
GRILLPARTÝ. Glansandi nýir bílar í boði hjá Toyota um helgina.
Toyota
Nýbýlavegi 4
KÓPAVOGUR
Sími 570-5070
Toyota Akureyri
Baldursnesi 1
AKUREYRI
Sími: 460-4300
Toyotasalurinn
Njarðarbraut 19
REYKJANESBÆR
Sími: 421-4888
Toyotasalurinn
Fossnesi 14
SELFOSS
Sími: 480-8000
Þau verða glansandi, Toyota grillin, í skemmtilegu grillpartýi hjá Toyota
á Nýbýlaveginum um helgina. Á staðnum verður allur Toyota flotinn: Avensis,
Corolla, Yaris, RAV4 og Land Cruiser. Eðalvagnar frá Lexus verða líka
á svæðinu og flottustu hjólin frá Yamaha kveikja í mönnum.
Washington, New Orleans. AFP,
AP. | Haldnar voru bænasamkomur
í Bandaríkjunum í gær til að minnast
fórnarlamba fellibylsins Katrínar
sem reið yfir héruð við Mexíkóflóa í
lok ágúst. George W. Bush Banda-
ríkjaforseti, sem hét á fimmtudag að
veita miklu fé til endurreisnar í New
Orleans og víðar á flóðasvæðunum,
sótti samkomu í höfuðborginni
Washington. Forsetinn minnti á að
margir af þeim sem harðast hefðu
orðið úti væru fátækir blökkumenn.
Fátækt þeirra ætti rætur í mismun-
un sem staðið hefði yfir í margar
kynslóðir.
„Um leið og við hreinsum burt
brakið skulum við einnig fjarlægja
arf misréttisins. Færum samfélög-
um sem þjáðust fyrir storminn nýja
von,“ sagði Bush í dómkirkjunni í
Washington.
Tala staðfestra dauðsfalla af völd-
um hamfaranna við Mexíkóflóa var í
gær komin í 792, að sögn BBC. Bush
forseti sagði á fimmtudagskvöld í
sjónvarpsávarpi sem hann flutti í
franska hverfinu í New Orleans að
uppbygging strandhéraðanna við
Mexíkóflóa yrði eitt umfangsmesta
endurreisnarverkefni sem heimur-
inn hefði nokkru sinni séð. Alríkis-
stjórnin myndi greiða stærstan hluta
af kostnaðinum, sem áætlaður er að
minnsta kosti 200 milljarðar Banda-
ríkjadala, um 12.500 milljarðar
króna.
„Það er ekki hægt að ímynda sér
Bandaríkin án New Orleans og þessi
mikla borg mun rísa á ný,“ sagði for-
setinn.
Bandarísk stjórnvöld sættu harðri
gagnrýni fyrir að bregðast seint við
náttúruhamförunum við Mexíkóflóa.
Bush sagði það forgangsmál og
brýnt fyrir þjóðaröryggi að koma á
skilvirku almannavarnakerfi. For-
setinn viðurkenndi að mistök hefðu
átt sér stað við hjálparstarfið og
sagðist sem forseti taka á sig
„Fjarlægjum arf
misréttisins“
Reuters
Flóðvatni dælt af golfvelli í New Orleans í gær. Ray Nagin borgarstjóri
segir að umferð verði leyfð á ný um suma hluta borgarinnar um helgina.