Morgunblaðið - 20.09.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.09.2005, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ www.leikhusid.is Sala á netinu allan sólarhringinn. Afgreiðsla í húsinu frá kl. 12.30 Sími 55 11 200 - opinn frá 10:00 StórA Sviðið kl. 20.00 LitLA Sviðið kl. 20.00 KODDAMAÐURINN Fös. 23/9 örfá sæti laus, lau. 24/9 örfá sæti laus, fös. 30/9 nokkur sæti laus, lau. 1/10. Takmarkaður sýningafjöldi. EDITH PIAF Fim. 22/9 , fös. 23/9 örfá sæti laus, lau. 24/9 örfá sæti laus, fim. 29/9 nokkur sæti laus, fös. 30/9 örfá sæti laus. Sýningum lýkur í október. KLAUFAR OG KÓNGSDÆTUR Sun. 25/9 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 2/10 kl. 14:0, sun. 9/10 kl. 14:00 KORTASALAN STENDUR YFIR TIL 30. SEPTEMBER! BELGÍSKA KONGÓ - Örfáar aukasýningar í haust Su 16/10 kl. 20 Su 23/10 kl. 20 Su 30/10 kl. 20 Stóra svið Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is ÞAÐ BORGAR SIG AÐ GERAST ÁSKRIFANDI Nýja svið KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Su 25/9 kl. 14 Lau 1/10 kl. 14 Su 2/10 kl. 14 Su 9/10 kl. 14 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fi 22/9 kl. 20 - UPPSELT Fö 23/9 kl. 20 - UPPSELT Lau 24/9 kl. 20 - UPPSELT Má 26/9 kl. 20 - Aukasýning Fim 29/9 kl. 20- UPPSELT Sala áskriftarkorta stendur yfir Ef þú gerist áskrifandi fyrir 20. september færðu að auki gjafakort á leiksýningu að eigin vali - Það borgar sig að vera áskrifandi - MANNTAFL Su 25/9 kl. 20 Su 2/10 kl. 20 Fö 7/10 kl. 20 WOYZECK: Í samstarfi við Vesturport. – 5 FORSÝNINGAR Í SEPTEMBER Frumsýnt í London 12. okt. og á Íslandi 28. okt Miðaverð á forsýningar aðeins kr. 2.000 Fö 23/9 kl. 20 Fi 29/9 kl. 20 - UPPSELT Fö 30/9 kl. 20 Lau 1/10 kl. 20 (Sýning á ensku) HÍBÝLI VINDANNA Örfáar aukasýningar í haust Lau 24/9 kl. 20 Su 2/10 kl. 20 Fö 7/10 kl. 20 LÍFSINS TRÉ Fö 21/10 kl. 20 - FRUMSÝNING - UPPSELT Lau 22/10 kl. 20 Fö 28/10 kl. 20 Lau 29/10 kl. 20 Fö 4/11 kl. 20 Lau 5/11 kl. 20 Fö 30/9 kl. 20- UPPSELT Lau 1/10 kl. 16 - Aukasýning Lau 1/10 kl. 20 - UPPSELT Fi 6/10 kl. 20 - Aukasýning Tvennu tilboð Ef keyptur er miði á Híbýli vindanna og Lífsins tré fæst sérstakur afsláttur Pakkið á móti fös. 23. sept. 12. kortasýning kl. 20 - Síðasta sýning Belgíska kongó - gestasýning fös. 30. sept. 1. kortasýning kl. 20 - Örfá sæti laus lau. 1. okt. 2. kortasýning kl. 20 - Örfá sæti laus Áskriftar- kortasala stendur yfir 3. SÝN FÖS 23. kl. 20.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS 4. SÝN LAU 24. kl. 20.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS 5. SÝN FÖS 30. kl. 20.00 6. SÝN LAU 1. OKT kl. 20.00 7. SÝN FÖS 7. OKT kl. 20.00 16. sýn. sun. 2/10 kl. 14 Annie; Sólveig 17. sýn. sun. 16/10 kl. 14 Annie; Thelma Lind 18. sýn. lau. 22/10 kl. 15 Annie; Sólveig -DV-- - Kabarett í Íslensku óperunni Miðar í síma 511 4200, og á www.kabarett.is Leikhópurinn Á senunni í samstarfi við SPRON “Söngur Þórunnar er í einu orði sagt stórfenglegur...” SH, Mbl. föstudaginn 23. september kl. 20 föstudaginn 30. september kl. 20 laugardaginn 1. október kl. 20 laugardaginn 8. október kl. 20 Næstu sýningar UPPSELT BÆKUR Guðmundar Páls Ólafs- sonar um náttúru Íslands hafa notið mikilla vinsælda meðal almennings og verið rómaðar fyrir einstakar ljósmyndir. Fyrir nokkru kom enn ein bókin út, Fuglar í náttúru Ís- lands, en hún er að stórum hluta unnin upp úr samnefndri bók, sem kom út 1987. Útlit bókarinnar hefur þó tekið miklum stakkaskiptum og megináherzla er nú lögð á vernd og umhyggju fyrir búsvæðum tegund- anna. Bókinni er skipt í þrjá megin- hluta. Í hinum fyrsta er rætt um til- urð fugla, flug og fjaðrir, fæðuöflun, varp og uppeldi unga. Í öðrum hluta er greint frá fuglum í náttúru Ís- lands, gerð grein fyrir lífsháttum allra íslenzkra tegunda, fargesta og flækinga. Að lokum er fjallað um umhverfi fugla, búsvæði þeirra og vernd. Að stofni til eru lýsingar á ein- stökum tegundum hinar sömu og í fyrri bók, að viðbættum nokkrum nýjum tegundum. Á hinn bóginn eru allar ljósmyndir nýjar af nálinni og af hverri tegund er málverk, sem sýnir bæði kynin og mikilvægustu einkenni til að greina fuglinn. Hér er þó ekki um að ræða greiningarbók í hefðbundnum skilningi. Þá eru birt- ar þrjár gerðir af kortum, sem hafa ekki sést áður, en þau sýna út- breiðslu tegundar á jörðinni, varp- stöðvar á Íslandi og vetrarstöðvar íslenzkra stofna. Síðan er stórt egg, þar sem árstíðabundið atferli í lífi tegundar er sýnt með ýmsum tákn- um, eins og farflug, fellitími fjaðra, pörunartími svo að nokkuð sé nefnt. Í egginu er einnig að finna gagn- legar upplýsingar um útung- unartíma, vænghaf, lengd, þyngd, ævitíma, stofnstærð og frið- unartíma. Þá er og lítið egg sem sýn- ir varptíma, fjölda eggja, þyngd, stærð og útlit. Það er engum vafa undirorpið, að þetta er mikil og vegleg bók á sinn hátt. Ljósmyndirnar (og málverkin líka) eru einstök bókarprýði og mun leitun á glæsilegri bók í þessu efni. Mikill fróðleikur er hér saman kom- inn, sem flestir munu hafa gaman af að kynnast. Guðmundur hefur sýni- lega lagt alúð við að afla sér upplýs- inga, og honum er umhugað um að koma þeim á framfæri. Enginn efast um ræktarsemi höfundar við ís- lenzka náttúru en hins vegar er erf- itt að átta sig á afstöðu hans sjálfs til gangverks náttúrunnar. Alloft miðar hann atferli fugla við manninn (og talar jafnvel um suma sem Amerík- ana) eða skýrir hluti út frá því, að hitt og þetta sé skráð í genin, sem segir næsta lítið, sé því ekki gerð frekari skil. Þrátt fyrir, að hann greini frá ýmsu í lifnaðarháttum fugla, tekst honum ekki að skapa heildstæða mynd af því, hvernig fuglar falla inn í vistkerfi lífheims ásamt öðrum lífverum; á einum stað segir þó »sem heild eru fuglar ákaf- lega mikilvægir í allri endurnýjun lífheimsins«. Ýmsar brotalamir eru í samningu lesmáls. Tæplega er unnt að taka undir það, að sú orka, sem fuglar nota til þess að leita sér ætis, verpa og athafna sig sé sóun eða eyðsla á orku (bls. 22). Miklu heldur er hér dæmi um, hvern- ig þeir nýta sér orku til þessara verka á listilegan hátt. Og það er meðal annars það, sem skilur á milli tegunda, hvernig fuglarnir fara að því. Sums staðar er orðalag fremur ómarkvisst og jafnvel illskiljanlegt. Sérstaklega er þetta áberandi í kafl- anum Far og farflug. Fáein dæmi skulu hér tínd til af handahófi: »Fuglar hafa meðfædda eiginleika og skynfæri sem gera þeim kleift að virkja þá; fuglar sem alast upp í búr- um hafa stefnuna mynstraða í genin; áttun og rötun dýra verða að hafa líf- fræðilega samsvörun; lykt er ekki talin með áttavitum fugla.« Ekki hefði veitt af að gera harða hríð að texta í þessum kafla, og vissulega hefði þurft að skýra út teikningu, sem á að sýna »samanlagða tækni fugla í ratvísi« (bls. 53). Meginhluti bókarinnar fjallar um einstakar tegundir fugla. Þeim er raðað í ættir (eða skyldleikahópa) og síðan í stafrófsröð innan þeirra. Þar er ekki verið að tíunda tegund- areinkenni, enda koma þau helztu fram á einstökum myndum og mál- verkum. Þess í stað er fremur greint frá búsvæðum þeirra, fæðuöflun, varpi, uppeldi unga, tilhugalífi og hjúskap. Margt, sem hér kemur fram, vekur bæði forvitni og undrun. Á stundum þykir manni samt full- djúpt í árinni tekið, þegar dómur er lagður á félagsþroska fuglanna og draga má þá fullyrðingu í efa, að máfar hafi lært afrán af kjóum. Oft er fjallað ítarlegar um tilhugalíf og hjúskap en gengur og gerist í bókum af þessu tagi, en um gulönd segir, að verkaskipting hjúa sé dæmigerð meðal anda, þar sem blikinn frjóvgi eggin. Helzt munu menn sakna þess, að hvergi er mynd af eggjum teg- unda. Í annan stað þá eru skýring- artákn við eggin fremur óglögg og oft erfitt að átta sig á árstíðabundn- um lífsháttum. Auk tegunda, sem hér verpa, er stuttlega minnzt á far- gesti og flækinga. Þar er sú mis- sögn, að greipar tilheyri Empidonax ætt, en Empidonax er ekki ætt held- ur ættkvísl. Í síðasta hluta bókar er fjallað um umhverfi fuglanna. Þar er að mörgu leyti greinargott yfirlit yfir búsvæði þeirra og kjörlendi. Einnig er rætt um skyldur þjóða gagnvart samn- ingum þeirra í milli um vernd nátt- úrunnar. Höfundur er ómyrkur í máli um atgang stjórnvalda gagn- vart lífríki landsins. Flest er það satt og rétt, sem þarna kemur fram. Unnt er að taka undir með höfundi, að náttúruverndarmál hér hafa ein- kennzt af fimbulfambi og ráðleysi. Ráðamenn þjóðarinnar hafa hvað eftir annað gengið gegn ígrunduðum athugasemdum,enda hefur enginn flokkur náð að semja heildstæða áætlun um þennan málaflokk. Ef stjórnmálamaður segist hafa gaman af gönguferðum, er hann gjald- gengur sem umhverfisráðherra. Meira þarf ekki til hér á landi. Meginmál er allvíða fleygað af innskotsgreinum af ýmsum toga. Þetta eru ljóð og frásagnir eftir ýmsa höfunda og lífgar verulega upp á bókina. Nokkrir pistlar eru eftir höfund sjálfan, en þar er heimilda hvergi getið (sjá t.d. bls. 365). Prent- un og hönnun bókar er vel af hendi leyst. Myndum er haganlega fyrir komið, nema á stöku stað þar sem þær eru látnar ná að jaðri síðu. Prentvillur eru sárafáar, og óþarft að tíunda þær í vel gerðri bók, nema viðurnafn »þjóðarblóms« er octopetala en ekki octopelata. Af kvaki bezt má kenna fugl BÆKUR Náttúrufræðirit Höfundur: Guðmundur Páll Ólafsson. 384 bls. Útgefandi er Mál og menning. – Reykjavík 2005. Fuglar í náttúru Íslands Ágúst H. Bjarnason Guðmundur Páll Ólafsson ÞETTA verk eftir Pablo Picasso, „Buste de femme“, var um helgina slegið hæstbjóðanda á uppboði í Tókýó, höfuðborg Japans. Kaup- verð verksins var ríflega 99 millj- ónir íslenskra króna. Reuters 99 milljónir fyrir Picasso Á DÖGUNUM fór fram myndlist- arsýningin International artist- plenary í La Minoterie, NAY-ART, listamiðstöðinni í Nay í Béarn við rætur Píreneafjalla. Tóku þátt tíu myndlistarmenn frá sex löndum. Tveir íslenskir listamenn voru þátttakendur í sýningunni: þær Kristín Geirsdóttir og Hlíf Ás- grímsdóttir og unnu þær eins og aðrir sem þátt tóku í verkefninu að listsköpun á vinnustofu lista- miðstöðvarinnar auk þess að koma með verk að heiman. Um er að ræða hóp listamanna sem þróast hefur og vaxið í 9 ár og hittist og starfar saman á mismun- andi stöðum við ólíkar aðstæður og fær til liðs við sig listamenn sem búa á staðnum. Hefur hópurinn tekið þátt í sjö svipuðum verk- efnum í sex löndum, fyrst árið 1997 í Varena, Litháen. Einnig hefur hópurinn starfað á Íslandi í tvígang, í Hollandi, Danmörku og Írlandi. Verkefnið var styrkt af menn- ingarsjóðnum „Muggi“ og Minn- ingarsjóði Margrétar Björgólfs- dóttur. Íslenskir listamenn á sýningu í Nay

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.