Morgunblaðið - 20.09.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.09.2005, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Vatnsmýrin | Verðmæti þess lands sem fer undir bílastæði við Háskóla Íslands gæti verið um 1,2 milljarðar króna og margt sem mælir með því að tekið verði gjald fyrir notkun þeirra, að mati Óskars Dýrmunds- sonar, fulltrúa í stýrihópi Sam- gönguviku. Þetta kom fram í máli hans á umræðufundi í HÍ við upphaf Samgönguviku í gær. Óskar sagði að reikna mætti með því að hvert bílastæði við háskólann tæki um 25 fermetra, sem gerði um 4,25 hektara fyrir þau 1.700 stæði sem nemendur og kennarar gætu nýtt í dag. Þar sem lóðaverð á þess- um stað í Reykjavík væri afar hátt mætti reikna með að andvirði hvers hektara lands þar væri um 280 millj- ónir króna. Því tækju bílastæðin pláss sem væri virði um 1,2 milljarða króna, auk þess sem það hefði verið lagt í kostnað upp á um 850 milljónir króna við að leggja þau. Virði stæð- anna væri því um 2 milljarðar þegar allt væri talið. Gjaldtaka í höndum stúdenta? Ólafur lagði það til að gjald yrði tekið af þeim sem notuðu stæðin við HÍ, og sagði að fram hefði komið sú hugmynd að gjaldtakan yrði alfarið í höndum stúdenta. „Félagsstofnun stúdenta tæki að sér rekstur bíla- stæðanna, greiddi Háskóla Íslands leigu fyrir landið, en hefði svo svig- rúm til að ákveða hvernig afgang- inum [af því fé sem fæst með gjald- töku] verði varið. Honum gæti verið varið til að greiða niður bílastæða- gjöld, eða til ýmissa framfaramála sem snerta velferð og menntun nem- enda, t.d. til leikskólamála og ann- arra slíkra verkefna sem Fé- lagsstofnun stúdenta stæði nú þegar fyrir.“ Um 3% Reykvíkinga nota reiðhjól reglulega sem samgöngutæki, sem er afar lágt hlutfall samanborið við borgir sem liggja á sömu breidd- argráðu, þar sem 10–30% íbúa nota reiðhjól, segir Óskar. Hann nefnir sem dæmi að um 10–15% íbúa í Þrándheimi noti reiðhjólið reglulega til að komast milli staða, og 25% íbúa í Oulu í Finnlandi geri slíkt hið sama. Stúdentar sýni gott fordæmi „Ég vil skora á nemendur við Há- skóla Íslands að sýna okkur hinum í þessu íslenska samfélagi að þeir séu að leiða þetta land áfram með góðu fordæmi, og sýna hvernig við getum tekið það skref sem við þurfum að taka til þess að stunda hér umhverf- isvænar samgöngur,“ sagði Ólafur. Ásdís Hlökk Theódórsdóttir skipulagsfræðingur tók undir orð Ólafs og sagði mikilvægt að gera sér grein fyrir því hvernig fyrirkomulag byggðar hefði áhrif á mannlífið sem þrifist á milli bygginganna. Hún nefndi sem dæmi að eldri byggingar HÍ, Oddi, Lögberg og aðalbyggingin færu vel saman, þar væri auðvelt fyrir fólk að komast á milli og bygg- ingarnar mynduðu eina heild. Askja, nýtt náttúrufræðihús HÍ, og verk- fræðideildin handan Suðurgötu væru hins vegar úr öllu samhengi við eldri húsin og tengslin þar á milli léleg þar sem bílastæði umkringdu byggingarnar. Land sem liggur undir 1.700 bílastæðum við HÍ um 1,2 milljarða króna virði Gjaldtaka á bílastæðunum rædd Morgunblaðið/Ásdís Gjaldskylda? Tekist er á um hvort taka eigi gjald fyrir afnot af bílastæðum við Háskóla Íslands. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is AKUREYRI HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Stúdentar vilja ekki gjaldtöku ELÍAS Jón Guðjónsson, formaður stúdentaráðs HÍ, sagði á umræðu- fundinum að ekki væri rétt að taka upp gjaldtöku á bílastæðum háskólans. Með því væri verið að reyna að þvinga stúdenta til þess að koma ekki á eigin bíl í skólann, og ekki tekið tillit til þeirra sem ekki ættu möguleika á öðru, svo sem þeirra sem kæmu langt að. Kynning á leiðakerfi Strætó Í stað þess að beita þvingunar- aðferðum af þessu tagi væri rétt- ara að bjóða upp á aðra valkosti sem stúdentar og starfsfólk gætu valið í stað þess að koma á einka- bílnum, svo sem betri og ódýrari strætisvagnasamgöngur, sagði Elías. Bent var á það á fundinum að stúdentaráð hefði óskað eftir því að fá ýtarlega kynningu á nýju leiðakerfi Strætó bs. þegar það var tekið í notkun, og jafnvel væri höfð ein vika þar sem nemendur HÍ fengju ókeypis í vagnana til þess að sem flestir kynntust kerf- inu, en stjórn Strætó hefði ekki sýnt slíku kynningarátaki í HÍ áhuga. Lögfræðitorg | Endurskoð- unarvald dómstóla á Norð- urlöndum er heiti á erindi sem Kári frá Rógvi flytur á Lög- fræðitorgi í dag, þriðjudaginn 20. september kl. 12 í stofu L203 á Sólborg. Í erindi sínu fjallar hann um endurskoðunarvald dómstóla á Norðurlöndum. Kári gerir grein fyrir rannsóknum sínum á þessu sviði og ber saman þróun á Norð- urlöndunum. Þótt hugtakið endurskoð- unarvald skírskoti venjulega til úrskurðarvalds dómstóla um stjórnskipulegt gildi laga fjallar Kári um hugtakið í víðara sam- hengi og lýsir því hvernig ýmsar stofnanir í þjóðfélaginu meti hvort æðri reglur í lagakerfinu gangi framar öðrum lögum og reglum.    Akureyrarflugvöllur | Þrjú til- boð bárust í framkvæmdir á Ak- ureyrarflugvelli en tilboð voru opn- uð hjá Ríkiskaupum í vikunni. Um er að ræða vinnu við akbrautir og hlöð. Eitt tilboðanna var undir kost- naðaráætlun en það kom frá GV gröfum ehf. og hljóðaði upp á rúm- ar 15,1 milljón króna, sem er rúm- lega 91% af kostnaðaráætlun. Ice- fox ehf. bauð tæpar 18,5 milljónir króna, eða rúmlega 111% af kostn- aðaráætlun og Benedikt Hjaltason bauð tæpar 19,4 milljónir króna eða rúmlega 116% af kostnaðar- áætlun, sem hljóðaði upp á um 16,6 milljónir króna.    Sundlauginni snúið | Fram- kvæmdir við endurnýjun bún- ingsklefa við sundlaug og íþróttahús Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit hófust í byrjun september í kjölfar útboðs. Tvö tilboð bárust í verkið og var samið við B. Hreiðarsson ehf . í framhaldi þess. Búist er við að framkvæmdum við þennan áfanga ljúki um miðjan október. Þá er búið að fjarlægja gamla laugarkarið, sem orðið var bjag- að og lekt eins og þeir vita sem laugina hafa heimsótt segir í frétt á vef sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við byggingu laugarkarsins ásamt aðstöðu utanhúss verði boðnar út á næstunni en áætlað er að þeim verði lokið í maí á næsta ári. Nýja sundlaugin verður 25 m löng eins og sú eldri en henni verður snúið, hún mun liggja í norður og suður vestast á laug- arsvæðinu en austan við laugina er gert ráð fyrir vaðlaug o. fl. RAGNAR Sverrisson forsvarsmað- ur verkefnisins Akureyri í öndvegi segir skynsamlegt af Umhverfis- ráði að vísa umsókn Landflutninga- Samskip um 8000 fermetra lóð á Oddeyri, við Tangabryggju, norðan við núverandi lóð Eimskips, til stýrihóps verkefnisins. Stýrihópur- inn varð til í framhaldi af íbúaþingi um skipulag miðbæjarsvæðisins, sem efnt var til í september í fyrra og um 10% bæjarbúa sóttu. Í kjöl- farið var efnt til alþjóðlegrar arki- tektasamkeppni þar sem hliðsjón var höfð af vilja íbúa bæjarins. Alls barst 151 tillaga í keppninni, en í öllum verðlaunatillögum sem og þeim sem keyptar voru að auki er gert ráð fyrir að á þessu svæði við Oddeyrartanga verði íbúðarbyggð og eða útivistarsvæði. „Ég treysti því að stýrihópurinn muni benda á þá niðurstöðu sem íbúaþingið komst að og lýst er í forskrift sem arkitektarnir fengu,“ segir Ragnar, en í forskrift sem arkitektar fengu segir: „Ljóst er að Akureyringar telja Oddeyrartanga fýsilegan kost fyrir bryggjuhverfi. Þannig myndi Strandgatan tengjast miðbænum frekar, ekki síst eftir að fyrirhugað Menningarhús verður risið.“ Vilji íbúanna að þarna rísi íbúðarbyggð og útivistarsvæði Ragnar segir að arkitektar sem þátt tóku í keppninni hafi kunnað vel að meta þetta veganesti, enda hafi margir þeirra komið með snjallar tillögur um skipulag Odd- eyrar, sunnan Gránufélagsgötu. „Einkenni þeirra flestra er að nýta þetta svæði í samræmi við vilja íbúaþingsins með íbúðabyggð í bland við útivistar- og bryggjuað- stöðu. Nú er það eitt af verkefnum stýrihópsins að nýta þessar góðu tillögur og setja saman í heild- stæða mynd með hliðsjón af öðrum niðurstöðum á því sem ég myndi skilgreina sem stórmiðbæjar- svæði.“ Ragnar segir að það myndi því koma sér verulega á óvart, og sé í raun fráleitt, að taka ákvörðun á þessu stigi um viðbót við athafna- svæði á þessum stað við það sem Eimskip hefur nú. „Nær væri,“ segir Ragnar „að finna þessum ágætu fyrirtækjum stað á strand- lengjunni norðan bæjarins þar sem flutningar frá sjó og landi liggja beint við. Þau þyrftu þá ekki að fara með alla sína gáma í gegnum stórmiðbæjarsvæðið til eða frá með þeirri þungaumferð sem því myndi fylgja.“ Að mati Ragnars væri það næst- um móðgun við bæjarstjóra og bæjarfulltrúa að spyrja hvort hann teldi að tillagan um lóð fyrir Sam- skip niður á tanga verði samþykkt í bæjarkerfinu. „Allt þetta ágæta fólk hefur unnið mjög gott starf með okkur í verkefninu Akureyri í öndvegi og fylgt fast eftir vilja íbúaþingsins í einu og öllu. Ég ætla þeim ekki að óreyndu að sam- þykkja neitt sem fer í bága við vilja bæjarbúa. Þau vita líka mætavel að stjórnmálamenn sem ekki taka mark á niðurstöðum fjölmenns íbúaþings taka þá áhættu að kjós- endur hætti að taka mark á þeim.“ Forsvarsmaður verkefnisins Akureyri í öndvegi um umsókn Samskipa um lóð Fráleitt að taka ákvörðun nú Morgunblaðið/Margrét Þóra Akureyri í öndvegi „Ég ætla þeim ekki að óreyndu að samþykkja neitt sem fer í bága við vilja bæjarbúa,“ segir Ragnar Sverrisson. Hann stendur hér við lóð sem Landflutningar-Samskip hafa sótt um á Oddeyrartanga.  S+&=,/ <,, 9 18  #88)& /&#1 ! "#   $ %&!!  %!'! ?6&%& <+$*G#)$ + "" 3 !' "() *    „Treysti því að stýri- hópurinn muni benda á þá niðurstöðu sem íbúaþingið komst að“ Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is Bættur árangur í rekstri | Íþrótta- og tómstundaráð tók fyrir erindi frá Þresti Guðjónssyni, for- manni ÍBA, á fundi sínum í vikunni en þar kynnti hann áætlanir íþróttafélaga innan vébanda ÍBA um rekstur árið 2006. Forustumenn ÍBA mættu á fundinn. Í bókun ÍTR kemur m.a. fram að mikilvægt sé að fjárhags- áætlanir aðildarfélaga bandalagsins geri almennt ekki ráð fyrir halla- rekstri. Ráðið telur vert að hæla for- svarsmönnum íþróttahreyfing- arinnar á Akureyri fyrir bættan árangur í rekstri félaganna sem þau sýna með góðri afkomu rekstr- arársins 2004.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.