Morgunblaðið - 20.09.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.09.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 23 UMRÆÐAN ÚTSÖLUMARKAÐUR Verðlistans opnar í Fákafeni 9, 2. hæð í dag kl. 12.00 Sólarlandafarar gerið góð kaup á sumarfatnaði Opið kl. 12-18 mán.-föstud. KONUR í forystu- og stjórn- unarstöðum eru hlutfallslega fáar enda þótt hlutur þeirra hafi vaxið. Margar bíða nú eftir að fá tæki- færi til að nýta sér langa mennt- un sína og hæfni til að geta látið að sér kveða á öllum stig- um þjóðfélagsins hvort sem það er á pólitískum vettvangi eða í atvinnulífinu. Grunnurinn að metnaðinum til að láta að sér kveða er einna helst lagður í bernskunni. Foreldr- arnir og ekki hvað síst mæðurnar eru mikilvægustu fyr- irmyndir dætra sinna að öðrum ólöstuðum. Ekki skal heldur vanmeta áhrifamátt mæðra sem mikilvægar fyr- irmyndir sona sinna. Þó virðist það hafa sýnt sig leynt og ljóst að drengir horfa gjarnan til feðra sinna og stúlk- ur til mæðra sinna hvað varðar margt sem tengist spurningum eins og hver er ég, hvernig á ég að hegða mér og hverjar eru mínar væntingar til lífsins? Barnið safnar upplýsingum um lífið með því að horfa á foreldr- ana, hvernig þeir lifa sínu lífi og hvernig þeir leysa vandamál. Þetta er hráefni sem barnið notar til að móta sína eigin framtíð. Sjái barnið foreldra sína sátta segir það því að þeir hafa tekið farsæl- ar ákvarðanir í lífinu og því sé óhætt að gera eins eða svipað. Ef þessir sömu foreldrar huga síðan að því að gera ekki meiri kröfur til barns síns en sem samsvarar getu þess og þroska á hverjum tíma, hvetja það og styðja, hafa þeir með því lagt góðan grunn að jákvæðu sjálfsmati þess. Þeir sem ólust upp á þeim tíma þegar sjaldgæft var að konur fylltu ábyrgðarstöður eða væru í forystuhlutverkum máttu dýpka sitt innsæi og tileinka sér nýja hugsun til að geta miðlað til barnanna breyttu viðhorfi til jafn- réttis. Ef við viljum sjá dætur okkar upplifa sig færar í flestan sjó þegar út í lífið kemur þarf að hefja ferlið þegar þær eru barn- ungar. Fyrirmyndir í bernsku skipta sköp- um hvað varðar upp- byggingu á góðu sjálfsmati og sjálfs- öryggi. Í þessu þjóðfélagi þarf að auka hlutfall kvenna á þeim stöðum þar sem þær eru eng- ar fyrir eða í miklum minnihluta. Það er ekki vegna þess að þær eru konur heldur vegna þess að þær hafa metnaðinn, áræð- ið og hafa auk þess aflað sér tilheyrandi menntunar og færni. Margar metnaðar- fullar konur, fullar af vilja og löngun, eru nú þegar að bíða eftir að fá tækifæri til að tak- ast á við krefjandi verkefni. Þeir sem eru í aðstöðu til að hafa áhrif á, eða eru í hópi þeirra sem taka ákvörðun um að veita hæfum konum brautargengi, ættu að nota það tækifæri sitt vel. Eitt af okkar stærstu skrefum í átt til jöfnunar á stöðu kynjanna í þjóðfélaginu var þegar Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti. Síðan þá hafa æ fleiri konur verið ráðnar í stöður sem karlar áður sátu einir að. En betur má ef duga skal. Nú nýlega var það op- inbert að Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir hyggst bjóða sig fram í embætti varaformanns á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins í haust. Þessu ber að fagna. Konur í Sjálf- stæðisflokknum fá þar tækifæri til að jafna hlutfall kynjanna í for- ystu flokksins. Aukum hlutfall kvenna í forystu- og stjórnunarstöðum Kolbrún Baldursdóttir segir að jákvæðar fyrirmyndir í bernsku geti skipt sköpum Kolbrún Baldursdóttir ’Konur í Sjálf-stæðisflokknum fá þar tækifæri til að jafna hlut- fall kynjanna í forystu flokks- ins.‘ Höfundur er sálfræðingur og varaformaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Jónína Benediktsdóttir: Sem dæmi um kalrifjaðan siðblindan mann fyrri tíma má nefna Rockefeller sem Hare telur einn spilltasta mógúl spilltustu tíma… Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyr- irmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líffræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar FÖSTUDAGINN 23. september mun Talþjálfun Reykjavíkur standa fyrir ráðstefnu um tal- og málörvun á Grand Hótel Reykja- vík, þar sem sértæk úrræði og ár- angur verða í brenni- depli. Fjallað verður um ýmsar hliðar á mál- og talvanda barna og miðlað af reynslu tal- meinafræðinga um ár- angursríkar aðferðir til að ná sem mestum ár- angri í málörvun. Meðal þess sem kynnt verður á ráð- stefnunni er snemm- tæk íhlutun samkvæmt Hanen-málþjálfunar- kerfinu. Hanen-kerfið er upprunnið í Kanada og grundvallast á að þjálfa tal- meinafræðinga í að leiðbeina for- eldrum og fagfólki leikskóla við að átta sig á boðskiptum ungra barna með frávik í málþroska og hvernig nýta má einfaldar og árangursrík- ar aðferðir við að efla málþroska þeirra. Það er mikilvægt að gefa börnunum færi á að eiga frum- kvæðið í boðskiptum og þeim þarf að standa til boða gnægð tækifæra til að æfa sig og efla. Þau þurfa m.a. að fá tækifæri til að tjá sig á sinn hátt og vera þess fullviss að við hlustum með eftirvæntingu allt til enda. Ekki er deilt um að gott vald á móðurmáli sé lykillinn að mörgum tækifærum í lífinu. Þegar grunur vaknar um frávik í málþroska er því mikilvægt að leita eftir mati talmeinafræðings hið fyrsta. Reynt er að hraða málþroskamati eins og kostur er og geta foreldrar leitað beint eftir slíku mati. Þá er vitað hver stað- an er og unnt að veita nokkra ráðgjöf og leiðsögn eftir eðli mála. Langir biðlistar Eins og staðan er í dag þurfa börn með málþroskafrávik því miður að bíða allt of lengi eftir reglubund- inni talþjálfun á stofu. Starfandi tal- meinafræðingar eru einfaldlega of fáir miðað við þann fjölda barna sem þarf á sérfræði- legri talþjálfun að halda. Hér skal þó bent á að hafin er langþráð upp- bygging náms í talmeinafræði hér á landi sem mun innan tíðar færa þessi mál í betra horf. Bein eða óbein íhlutun Foreldrum barna með mál- þroskaröskun er eðlilega umhugað um beina íhlutun talmeinafræðings og telja barnið að öðrum kosti ekki fá tilskilda þjónustu. Í þessu sam- bandi má þó benda á að óbein íhlut- un talmeinafræðings, þ.e. málörv- un undir handleiðslu talmeina- fræðings án þess að um beina þjálfun sé að ræða nema e.t.v. að litlu leyti, getur oft gagnast vel. Rannsóknir þar að lútandi benda til þess að óbein íhlutun talmeina- fræðings, einkum fræðsla og leið- sögn til foreldra ungra barna, sé ekki síður áhrifarík en bein íhlutun í formi hefðbundinnar talþjálfunar. Frávik í framburði og málþroska- raskanir af sértækum toga kalla hins vegar ótvírætt á beina íhlutun talmeinafræðings. Reikna má með að börnin séu þá alla jafna orðin aðeins eldri og geti betur nýtt sér beina þjálfun. Góður kostur að mínu mati er samspil beinnar íhlut- unar og ráðgjafar eftir því sem við á í hverju tilviki. Efni ráðstefnunnar ætti að vera uppspretta fræðslu og hagnýtra vinnubragða sem nýta má á fjöl- breyttan hátt í málörvun yngri og eldri barna, í leik- og grunnskólum. Boðskipti, mál og tal – lyk- illinn að tækifærum lífsins Eyrún Ísfold Gísladóttir fjallar um málþroskaröskun ’Eins og staðan er í dagþurfa börn með mál- þroskafrávik því miður að bíða allt of lengi eftir reglubundinni tal- þjálfun á stofu.‘ Eyrún Ísfold Gísladóttir Höfundur er talmeinafræðingur hjá Talþjálfun Reykjavíkur. VORIÐ 2004 var eins og hvert ann- að vor í lífi fjölskyldunnar, sumarið á næsta leiti, daginn tekið að lengja og allt á uppleið. Okkar beið líka skemmtilegur tími. Pabbinn, mamm- an og strákarnir tveir væntu fjölgunar, mamman var ansi búst- in, gengin átta mánuði með prinsessublómið, tilhlökkunin var ekta og blómálfurinn kúrði hjá friðarliljunni. Ekkert gat búið þessa fjölskyldu undir það sem í vændum var. Dag einn í mars fór pabbinn í rannsókn, hafði fundið til óþæg- inda og vildi vita hvers eðlis þau væru. Úrskurður læknisins var krabbamein sem fjarlægja þurfti með stórri aðgerð sem framkvæma átti í apríl. Niðurstaðan var eins og hvirf- ilbylur, fjölskyldan var í miðju bylsins og engin vissi rétta útgönguleið, eyði- leggingin verður annaðhvort mikil eða lítil. Nei, bíddu nú aðeins: Ykkur er boðið í sumarferð til Síberíu og allir sem vettlingi geta valdið verða að koma með. Pabbinn og mamman héldust í hendur og mamman fór að gráta, hátt og lengi. Hvað eigum við að gera? Og hvernig eigum við að gera það? Og á hverju eigum við að byrja? Hvort kæmi á undan, prinsessublómið eða krabbameinsaðgerðin? Og hvað með prinsana tvo, fimm og níu ára, hvernig segir maður þeim af svona breyttum háttum? Framtíðin var komin á furðulegan stað. Í dag lítum við til baka. Mikið gekk á á stuttum tíma, stuttan kom í heiminn og pabb- inn fór í aðgerð og eft- irmeðferð sem enn er í gangi. Ham- ingjan lifir og fjölskyldan hefur aðlagast Síberíuferðalaginu. Aðlög- unin kom ekki af sjálfu sér, að segja strákunum fréttir af veikindum pabba þeirra kostaði mikið hugar- angur, óttinn við að misstíga sig og hræða litlar sálir var yfirþyrmandi, helsta leiðbeiningin sem við fengum var að segja sannleikann og nota heil- brigða skynsemi. Oft er það erfitt í miðju auga hvirf- ilbyls, en þá er gott að leita vars, eitt slíkt var er Kraftur, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein. Innan þess félags er að finna mikla reynslu sem miðlað er af örlæti og kærleika. En hjálpin sem aldrei verð- ur metin að verðleikum kemur frá fjölskyldu og vinum. Mig langar að minna á sameig- inlegan fund stuðningshópa krabba- meinssjúklinga í Ými, Skógarhlíð 20, miðvikudaginn 21. september kl. 20. Þar verður rætt um krabbamein sem fjölskyldumein og áhrif þess á börn og aðra aðstandendur sjúklinga. Sumarferð til Síberíu Margrét Th. Friðriksdóttir fjallar um hjálp þeirra, sem greinst hafa með krabbamein ’Oft er það erfitt í miðjuauga hvirfilbyls, en þá er gott að leita vars, eitt slíkt var er Kraftur, fé- lag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein.‘ Margrét Th. Friðriksdóttir Höfundur er félagi í Krafti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.