Morgunblaðið - 20.09.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.09.2005, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Fötlunarþjónusta? Hvað er nú það? Jú, með þessu orði er átt við þá þjónustu sem fólk með fatlanir á kost á, til að lifa til- gangsríku og sjálf- stæðu lífi með fötlun sinni og vera virkir þátttakendur í íslensku samfélagi. Hér er fyrst og fremst um að ræða þá þjónustu sem tryggð er með lögum um mál- efni fatlaðra nr. 59/1992 en fólk með fatlanir á eins og aðrir einnig rétt á margháttaðri almennri þjónustu. Ástæða þess að við telj- um rétt og eðlilegt að greina þessa þjónustu sérstaklega og nota um hana orðið fötlunarþjón- usta er sú að þjónustan hefur margháttaða sérstöðu utan þess markhóps sem hún er veitt. Sér- staðan felst meðal annars í sterkri meðvitund þjónustuaðila um þau grunngildi sem höfð eru að við- miði en meðal þeirra eru virðing, ábyrgð og fagmennska. Þjónustan hefur byggst hratt upp hér á landi á síðustu árum og er tilkoma fötl- unarfræða og rannsókna á sviði fötlunar nýr aflvaki í þeirri þróun. Mikil gróska er í fötlunarrann- sóknum hér á landi um þessar mundir. Með tilkomu nýrrar fræðigreinar í Háskóla Íslands, fötlunarfræði, hefur orðið vakning á mikilvægi rannsókna í málefnum fatlaðra. Við Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands eru stundaðar margvíslegar rann- sóknir sem tengjast lífi og lífs- gæðum fatlaðs fólks. Má þar nefna siðferðilegar vangaveltur um helgi mannlegs lífs og lífsrétt fyrirbura, rannsóknir á lífssögum Íslendinga með andlegar fatlanir og hvað af þeim má læra, tengslum kynferðis annars vegar og fötlunar og fötl- unarþjónustu hins vegar. Á ráðstefnu NNDR (Norrænna samtaka um fötlunarrannsóknir) sem haldin var í Noregi í apríl sl. vakti sérstaka athygli hve margir Íslendingar voru að kynna nið- urstöður rannsókna sinna. Þar voru á ferð fræðimenn frá Há- skóla Íslands og Kennaraháskól- anum og nemendur þeirra en einnig kynnti starfsfólk á sviði fötlunarþjónustu rannsóknir sínar. Á ráðstefnunni vaknaði sú hug- mynd að kynna þessar rannsóknir á Íslandi. Svæðisskrifstofur um málefni fatlaðra á landinu hafa um árabil haldið árlegan haustfund þar sem starfsfólk í fötlunarþjónustu hitt- ist, miðlar þekkingu og þróar vinnubrögð. Að þessu sinni er haustfundurinn helgaður þeirri grósku sem einkennir fötl- unarrannsóknir hér á landi í dag. Sú kynning fer fram í ráð- stefnuaðstöðinni í Gullhömrum í Grafarholti 22.–23. september nk. Ráðstefnan er haldin undir yf- irskriftinni Rannsóknir og reynsla og er öllum opin. Með þessu eru svæðisskrifstofurnar að vekja at- hygli á ómetanlegu frumkvæði og framlagi fræðimanna íslenskra há- skóla að sinna þessu mikilvæga rannsóknarsviði. Á haustráðstefn- unni verða kynntar rannsóknir sem hafa ekki áður verið kynntar hérlendis á einum og sama vett- vangi. Hér er því einstakt tæki- færi til að kynnast niðurstöðum umfangsmikilla rannsókna á þessu nýja rannsóknarsviði. Efnistök þeirra rannsókna sem kynntar verða eru afar fjöl- breytileg og á ráðstefnan því er- indi til ólíkra hópa, svo sem fag- manna, fræðimanna, þjónustu- notenda, aðstandenda, stjórnmála- manna og annarra sem áhuga hafa á málefninu. Lykilspurning ráð- stefnunnar er „Hvernig nýtum við rannsóknir og reynslu fólks til þess að bæta gæði í þjónustu við fatlað fólk?“ Það endurspeglar meginmarkmið ráðstefnuhaldara að tengja saman rannsóknir á sviði fötlunarfræða og fötl- unarþjónustu. Auk íslensku fyrirlesaranna mun erlendur fyrirlesari, Christie Lynch, frá Írlandi, kynna fram- sæknar hugmyndir sínar um at- vinnuþátttöku fatlaðra. Af reynslu hans á Írlandi má ráða að til muna er hægt að auka þátttöku fatlaðra í íslensku atvinnulífi. Þá mun þjónustunotandi segja frá upplifun sinni af því að búa á her- bergjasambýli og ræða um vænt- ingar sínar til framtíðarbúsetu. Kynntar verða niðurstöður þjón- ustukönnunar sem gerð var á meðal íbúa á heimilum með sólar- hringsþjónustu í Reykjavík og á Reykjanesi. Er þetta viðamesta þjónustukönnun sem unnin hefur verið hér á landi á þessu sviði. Markmið könnunarinnar er að meta framgang þjónustunnar og ánægju notenda og aðstandenda með aðstæður, fyrirkomulag og framkvæmd þjónustunnar. Nið- urstöðurnar veita mikilsverða inn- sýn í árangur núverandi starfs og vísa á framtíðaráherslur. Félagsmálaráðuneytið hefur undanfarin misseri lagt áherslu á stefnumótun og þróun í málefnum fatlaðra. Á vegum þeirra hafa starfað fjöldamargir hópar við mótun stefnu í ólíkum þáttum þjónustunnar, s.s. atvinnumálum, búsetumálum, starfsmannamálum o.fl. Ráðuneytið hefur einnig lagt í mikla vinnu við að þróa samræmd- an gagnagrunn sem allir þeir sem veita þjónustu samkvæmt lögum um málefni fatlaðra eru að taka í notkun nú á haustmánuðum. Á ráðstefnunni munu fulltrúar ráðu- neytisins kynna afrakstur þeirrar stefnumótunarvinnu sem unnin hefur verið. Af þessu má sjá að mikil gróska er innan þessa málaflokks og að á haustráðstefnunni gefst einstakt tækifæri fyrir notendur, starfs- fólk, aðstandendur, fræðimenn og stjórnmálamenn til að kynnast því nýjasta í rannsóknum og fá upp- lýsingar um framtíðarþróun fötl- unarþjónustunnar. Fötlunarrann- sóknir og fötlun- arþjónusta Halldór Kr. Júlíus- son og Sveina Berglind Jónsdóttir fjalla um fötlunar- rannsóknir og minna á ráðstefnu um sama efni Halldór Kr. Júlíusson ’Mikil gróska er í fötlunarrannsóknum hér á landi um þessar mundir.‘ Halldór er sviðsstjóri þróunar- og greiningarsviðs Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík. Sveina Berglind er sviðsstjóri fræðslu- og þróunarsviðs Svæðisskrifstofu mál- efna fatlaðra á Reykjanesi. Sveina Berglind Jónsdóttir MEÐAL stjórnmálamanna ríkja mjög ólíkar skoðanir á því hvaða er- indi Íslendingar eiga með atkvæð- isrétt inn í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Þessi ágreiningur er að verða bæði meiðandi og neyðarlegur fyrir ímynd okkar sem þjóð- ar bæði inn á við og í al- þjóðlegu samhengi. Vitund okkar sem sjálf- stæðrar þjóðar og framtíð virðist á veik- um grunni ef marka má þessar umræður. Raunar er skoð- anamunurinn með ólík- indum. Annars vegar eru þeir sem telja það hlægilegt að Íslendingar láti sér detta í hug að flækja sér þannig inn í mál sem þeir hafa engar forsendur til að ráða við og hins vegar þeir sem nú telja að Íslendingar séu útvalin þjóð til að koma með trúverðuga rödd til varðveislu friðar og eflingar réttlætis í heiminum. Ágreiningurinn endurspeglar þá staðreynd að við höfum trassað að skoða vandlega stöðu okkar meðal þjóðanna undanfarna áratugi út frá hagsmunum okkar og sérstöðu. Þetta mál er einnig spurning um lífs- sýn, heimsmynd og trú á framtíðina. Klofin og ráðvillt og ósjálfstæð þjóð að þessu leyti verður sennilega ekki annað en leiksoppur harkalegrar hagsmunastreitu í Öryggisráðinu sem fram fer í skjóli fjármagns og hervalds og þá er tilvera Íslands að sjálfsögðu hjákátleg. Erindi okkar inn í Öryggisráðið hlýtur að fara eft- ir því hvort íslensk stjórnvöld geti talað af myndugleika inn í ríkjandi aðstæður tiltölulega óháð hags- munum annarra ríkja, jafnvel hagsmunum stórþjóða sem við vilj- um eiga vinsamleg samskipti við. Vissulega gætu Ís- lendingar talað af myndugleik þannig að fulltrúar stórþjóðanna myndu hlusta á fram- lag Íslendinga og e.t.v. kysu þeir helst að hlusta á fulltrúa lítils en sjálfstæðs velferðaríkis sem stendur á grunni sannfærandi lýðræð- ishefðar og hefur komið ár sinni vel fyrir borð í heiminum án þess að ógna öðrum þjóðum. Sem Evrópu- þjóð á gömlum merg með tengsl austur og vestur hafa Íslendingar e.t.v. einstaka stöðu til að finna nýja fleti í læstri stöðu alþjóðastjórnmála og miðla málum ekki síst vegna þess að slík leiðsögn gæti aldrei byggst á fölsku öryggi vopnavaldsins. Ætli risaveldin Japan og Bandaríkin séu t.d. ekki bara sátt við það að al- þjóðaskákmeistarinn Bobby Fischer hefur fundið frið og ró hér norður í Dumbshafi – situr í ró og spekt ann- ars hugar og bíður eftir strætó eins- og hver annar! Einum milljarði ís- lenskra króna gæti verið vel varið í Öryggisráðinu og vinsamleg tengsl við mesta herveldi heims gætu nýst til að benda á leiðir úr átökum sem allir harma þegar upp er staðið. Að mörgu leyti eru Íslendingar þjóð hinna praktísku lausna en samt eigum við okkar menningarhefð og grundvallargildi sem gera okkur að sérstakri þjóð sem er nokkuð ánægð með sig og örugg samfélagi þjóð- anna. Þetta kann sumum að finnast hlægilegt en sá hlær best sem lifir af enda hlær hann að lokum. Við þurf- um að skilgreina þennan hugmynda- grunn, sjónarmið og sérstöðu þar sem háskólastofnanir sem stunda friðarrannsóknir, Rauði krossinn og þjóðkirkjan kæmu saman með sér- þekkingu, hugsjónir, lífsgildi og hefðir. Þjóðkirkjan með sína Hjálp- arstofnun og þróunaraðstoð er hluti lýðræðishefðar og grundvallargilda Íslendinga og hún á sér sterk ítök meðal þjóðarinnar vegna þess að hún hefur verið og er frjálslynd, umburð- arlynd um leið og hún er þjóðleg. Hún hefur tekið fullan þátt í alþjóða- samtökum kirkna sem um árabil hafa skilgreint og boðað friðarstefnu kristninnar með tilliti til mannhelgis, réttlætis og náttúrugæða – sköp- unarinnar. Erindi inn í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna? Pétur Pétursson fjallar um Ísland og Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ’Þetta mál er einnigspurning um lífssýn, heimsmynd og trú á framtíðina.‘ Pétur Pétursson Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. FELLIBYLURINN Katrín hef- ur þegar verið kallaður tsunami Bandaríkjanna. Það er ýmislegt sameiginlegt með þessum tvennum hamförum, Katrínu og flóðbylgj- unum í Indlandshafi, en augljóslega er einn- ig margt ólíkt. Það sem er þó sameiginlegt er óendanleg sorg þeirra sem misst hafa ástvini sína, þeirra sem hafa misst vonir sínar og drauma með vatns- flaumnum og hugrekki hjálparstarfsmanna og örlæti annarra sem hafa opnað heimili sín og gefa af sér til þeirra sem eru í neyð. Þá hef- ur fólkið sem misst hefur heimili sín, bæði í Bandaríkj- unum og í ríkjum við Indlandshaf, þörf fyrir að halda sjálfsvirðingunni, fyrir áframhaldandi búsetu sem næst fyrri heimkynnum, friðhelgi einkalífsins og að það sé ekki neytt til að lifa við óöryggi og heilsuspill- andi skilyrði þegar það er veikast fyrir. En þjónar það einhverjum til- gangi að bera saman þessar mjög svo sýnilegu náttúruhamfarir? Ef viðkomandi var á röngum stað þeg- ar flóðbylgjan kom eða vatnsborðið hækkaði voru lífslíkur meiri ef við- komandi var fullvaxinn karlmaður. En að því frátöldu felast möguleik- arnir á að ná sér eftir slíkar hamfar- ir einkum í getu fólks til að koma sér aftur á réttan kjöl. Hvort sem maður er frá Banda Aceh eða New Orleans fer það eftir efnalegri stöðu, tryggingum og aðstoð ættingja og vina hversu vel mönnum tekst að komast yfir áfallið. Þrautseigja getur verið jafnmik- ilvægur eiginleiki fyrir samfélag í heild og fyrir einstaklinga, og eins og við getum séð í Aceh og Louis- iana þá er það fólkið sem er veikast fyrir sem fer verst út úr hamförum. Þetta fólk er ekki eins verndað og missir meira. Í Bandaríkjunum voru margir hreinlega á röngum stað og gátu ekki með nokkru móti yfirgefið hættusvæðið. Þess vegna skipta bæði aðgerðir til að draga úr fátækt og hjálparstarf vegna hörmunga jafnmiklu máli og þetta tvennt verður að fara saman ef við viljum tryggja öryggi fyrir alla. Þegar bæði flóð- bylgjan við Indlands- haf og fellibylurinn Katrín dundu yfir urðu náttúruöflin okkar eig- in afli yfirsterkari. Flóðbylgjurnar orsök- uðust af jarðskjálftum sem mannskepnan kom ekki nálægt, en slíkt er ekki hægt að útiloka í til- felli Katrínar. Þó að ómögulegt sé að finna beint orsakasamhengi þá vitum við að afl veðrabrigða á borð við fellibyli er líklegt til að aukast með tilkomu loftslagsbreytinga og gróðurhúsaáhrifa. Þetta þýðir að ein af aðgerðunum til að sporna við hörmungum er að halda niðri eða draga úr losun gróð- urhúsalofttegunda. Engan slíkan valkost er að finna til að draga úr því sem olli flóðbylgjunum. En í báðum tilfellum myndu viðvaranir sem gefnar væru út tímanlega og brugðist væri við á réttan hátt af yf- irvöldum á svæðunum og samfélag- inu í heild hafa gríðarleg áhrif á það hvernig viðkomandi samfélagi reiðir af. Það sama á við um ýmiss konar varnir eins og skurði og varnar- garða. Áætlanir um öruggar borgir geta gert gæfumuninn. Það er verk allra að bregðast skjótt við hamförum og draga úr hættum sem þær geta valdið, hvort sem um er að ræða yfirvöld eða óbreytta borgara. Ábyrgð allra verður að vera ljós en á endanum eru það yfirvöld sem eru ábyrg fyrir öryggi þegna sinna. Þegar þau ráða ekki við verkið verður alþjóða- samfélagið að sýna samhug og vera tilbúið til aðstoðar. Þetta gerðist í flóðbylgjunum og er aftur að gerast núna í kjölfar fellibylsins Katrínar. Nú eru átta mánuðir liðnir frá flóðbylgjunum og þetta er sá tími sem samfélögin við Indlandshaf hafa haft til að jafna sig. Það ferli er rétt að byrja í Bandaríkjunum. Við- fangsefnin eru að mörgu leyti önn- ur. Við Indlandshaf eru auðvitað fleiri flöskuhálsar en í Bandaríkj- unum. Á flóðbylgjusvæðunum þurfa mörg ríki auk þess að finna nýtt landsvæði til að reisa hýbýli á fyrir þá sem misst hafa heimili sín og þar skapast deilur á stöðum þar sem vantar skrár um eignarhald á jarð- næði. Það sem er þó líkt með þessu tvennu er að þeir sem lifa af verða óþreyjufullir eftir því að sjá heimili sín og lífsviðurværi byggð upp að nýju. Við sem komum að hjálp- arstarfi verðum að gera okkar besta til að svo verði en jafnframt verðum við að tryggja að þau samfélög sem byggjast upp séu öruggari og traustari og njóti meiri verndar gegn fellibyljum, flóðbylgjum og öðrum náttúruhamförum sem við getum búist við að verði öflugri og tíðari í framtíðinni. Hamfarir hitta fyrir þá fá- tæku, veiku og varnarlausu Johan Schaar fjallar um afleið- ingar náttúruhamfara ’Ábyrgð allra verður aðvera ljós en á endanum eru það yfirvöld sem eru ábyrg fyrir öryggi þegna sinna.‘ Johan Schaar Höfundur er yfirmaður hjálparstarfs Alþjóða Rauða krossins á flóðasvæð- um við Indlandshaf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.