Morgunblaðið - 20.09.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.09.2005, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ SteingrímurKristjónsson fæddist í Reykjavík 14. maí 1950. Hann lést á heimili sínu hinn 12. september síðastliðinn. For- eldrar hans eru Guðbjörg Jóhanns- dóttir, f. 29.4. 1927, og Kristjón Trom- berg, f. 12.10. 1922, d. 28.11. 1969. Fóst- urforeldrar Stein- gríms voru Laufey Grímsdóttir, f. 16.11. 1887, d. 21.8. 1972, og Steingrímur Guðmundsson, f. 10.11. 1893, d. 2.2. 1981. Systkini Steingríms eru: 1) Guðrún Krist- jónsdóttir, f. 1945, maki Gylfi Knudsen. 2) Laufey Kristjóns- dóttir, f. 1946, maki Sverrir Þór- ólfsson. 3) Linda Rós Kristjóns- dóttir, f. 1948, maki Sigurður Gunnarsson. 4) Jóhann S. Krist- jónsson, f. 1952, maki Kristín Eg- ilsdóttir. 5) Arnrún Kristinsdóttir, f. 1958, maki Einar Þorvarðarson. 6) Finnbogi E. Krist- insson, f. 1960, maki Sólveig Birgisdótt- ir. 7) Hjörtur Krist- insson, f. 1961, maki Dagný Emma Magnúsdóttir. 8) Anna Kristinsdóttir, f. 1963, maki Gunn- ar Örn Harðarson. 9) Árni Hannes Kristinsson, f. 1970, maki Ingibjörg Jónsdóttir. Steingrímur lauk gagnfræða- prófi frá Gagnfræðaskóla Austur- bæjar. Hann starfaði sem lager- maður hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga á annan áratug. Síðar starfaði hann sem blaðberi og við blaðasölu hjá DV. Steingrímur verður jarðsung- inn frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Sæll bróðir. Svona heilsaði Steingi mér alltaf, vinaleg röddin, erindið bor- ið upp, alltaf komið beint að efninu. Hispurslaus og hreinskilinn, trú- fastur og góður drengur. Alltaf góður við okkur krakkana þegar við vorum yngri. Gamansamur með húmorinn á næsta leiti og með eftirhermur. Göngulagið var einkennandi, Steingi bar þess merki frá fyrstu tíð að hafa fengið lömunarveiki sem barn en heyrðist aldrei kvarta eða bera sig illa. Þrekið var ótrúlegt, hann fór um allt á hjólinu, í öllum veðrum. Hjólaði til Hveragerðis ef eitthvað þurfti að sækja þangað eða renndi í Hafnar- fjörðinn til að heimsækja vini eða kunningja. Steingi var oftast með poka í farteskinu að safna einhverju handa einhverjum, yfirleitt að hjálpa öðrum eða láta gott af sér leiða eða í sendiferðum. Hann fylgdist vel með fréttum, átti marga vini og kunningja, var trúræk- inn og og tók virkan þátt í starfi kirkj- unnar, Geðverndar, Hjálpræðishers- ins og fleiri hópa. Hann hélt alltaf hvíldardaginn heil- agan og lifði fábrotnu lífi. Við bræður áttum mörg samtöl, sum tilefnislaus, önnur með tilgang, stundum fylgdi vísukorn eða limra með, Steingi var ágætur penni og gat sett saman skemmtilegar vísur og ljóð. Hann gat verið fastur fyrir, var með sínar skoðanir á hlutunum það þýddi ekki að reyna að þvinga hann til einhvers sem hann hafði tekið í sig og sagði hann þá gjarnan: Ég er ekki naut fyrir ekki neitt. Það var alltaf stutt í hláturinn, hann var greiðvikinn og vinur vina sinna. Ég á bara góðar minningar um Steinga, hann hafði stórt hjarta en barðist alla sína ævi við sjúkdóma og fötlun, hann var skemmtilegur félagi á ferðalagi og minnist ég ættarmóts- ins að Laugum í Sælingsdal sérstak- lega, þar sem hann fór á kostum og lék á als oddi, steig á svið og fór með ljóð svo unun var á að hlýða. Að leiðarlokum vil ég þakka sam- fylgdina, bróðir sæll, þú varst ekki upptekinn af purpura eða prjáli og komst til dyranna eins og þú varst klæddur. Þannig mun ég minnast þín. Kveðja. Finnbogi (Fimbó). Steingrímur bróðir minn kvaddi þetta jarðlíf án nokkurs fyrirvara. Við systkinin sitjum hnípin eftir og syrgj- um góðan vin og bróður, en vitum jafnframt að nú hefur hann fengið hvíld frá þeim erfiðleikum sem settu mark á líf hans allt. Við sjáum á eftir manni sem ekki hnýtti bagga sína sömu hnútum og aðrir, en sýndi samt ótrúlegan dugnað og þrautseigju í líf- inu öllu. Ósjaldan sást hann á hjólinu sínu, með hjálminn, í hvaða veðri sem var, stundum í öðrum bæjarfélögum, til þess að heilsa upp á vini eða kunn- ingja. Hann taldi það ekki eftir sér að nota þennan ferðamáta þótt önnur hendin væri kreppt og þrekið minna en hjá mörgum. Steingrímur fékk ekki sömu tæki- færi og við hin í lífinu. Hann var spastískt lamaður frá fæðingu og var ekki með fullt starfsþrek. Auk þessa var hann flogaveikur. Þessi fötlun hans dró þó ekki úr vilja hans til að hafa eitthvað fyrir stafni.„Þetta er Steingi, eitt mál sem ég verð að ræða við þig.“ Eitthvað þessu líkt byrjuðu oftast samtöl okkar Steingríms. Hann hafði skoðun á þjóðmálunum og sérstaklega málum sem tengdust kjörum öryrkja. Hann bjó allt sitt líf á Laugaveginum og átti þar sínar ræt- ur. Hann bar út og seldi dagblöð um árabil á þessu svæði og þekkti þar hvern þumlung. Á vissan hátt er hann í huga mér órjúfanlegur hluti af mið- borginni og svæðinu kringum Hlemm. Hann skapaði sér líf sem var ólíkt okkar hinna. Hann var alla tíð mjög trúaður og trúrækinn og laugardag- arnir voru honum heilagir. Hann var líka söngelskur og hreifst mjög af harmónikuleik. Hann var líka frétta- þyrstur og mátti helst ekki missa af einum einasta fréttatíma. En hann var líka óborganlegur húmoristi og við sem þekktum hann munum alla skemmtilegu atburðina sem tengjast því. Hann var ekki naut fyrir ekki neitt. Og þótt hans líf væri ólíkt okkar hinna var þetta hans líf og hann var oftast nær sáttur við það. Eftir situr minning um góðan dreng sem aldrei hverfur úr huga okkar. Hafðu þökk fyrir samfylgdina, við hin erum ríkari eftir. Anna Kristinsdóttir og fjölsk. Með nokkrum orðum vil ég minn- ast mágs míns og vinar Steingríms Kristjónssonar. Steingi var hann yf- irleitt nefndur í fjölskyldunni og kynntist ég honum þegar heimsóknir mínar á æskuheimili hans hófust eftir að ég hafði kynnst systur hans sem síðar varð eiginkona mín. Líf Steingríms markaðist af fötlun frá fæðingu og sjúkdómi sem ágerðist með árununum. Þrátt fyrir hamlanir var Steingi virkur í ýmsu, vann um tíma, tók þátt í félagsskap fólks svo sem trúfélögum og öðrum félögum enda var hann félagslyndur, hann kunni að gleðjast með öðrum og á ættarmóti síðastliðið sumar var hann hrókur alls fagnaðar, hann unni tón- list og hefði eflaust getað orðið ágætis tónlistarmaður. Hann átti marga vini og kunningja víðs vegar um borgina og var oft fljótur í förum á hjólinu sínu í heimsóknir og vitjanir og lét ekki veður og vinda aftra sér, oftar en ekki var hann að huga að einhverjum sem aðstoðar þurfti, þannig var líf hans, ætíð reiðubúinn þar sem hjálp- ar var þörf, enda umhugað um þá sem minna máttu sín. Eitt sinn fór Steingi ungur í heimsókn til Kaupmanna- hafnar og þegar ég fékk að heyra ferðasöguna undraðist ég hversu vítt hann hafði farið um borgina og svarið kom fljótt: „Nú, ég hjólaði bara.“ Þannig var Steingi, lét fátt aftra því sem hann ætlaði sér, enda hafði hann bæði skapfestu og áræði til að yfir- stíga hindranir og hefði eflaust orkað miklu hefði heilsa verið til staðar og hann trúði stöðugt að hann næði heilsu með réttum aðferðum. Í mínum huga var Steingi hetja sem tókst að mestu að lifa á sínum forsendum þrátt fyrir erfiðleikana, hann var afar trúaður og trúði á mátt bænarinnar. Hann hafði sérstaka kímnigáfu sem ég mun sakna, við ávörpuðum gjarnan hvor annan „merkisbróður“ enda fæddir í sama merki, og oft gátu alvarlegar sam- ræður tekið nýja stefnu þegar gam- ansemin tók völdin og ásjóna mála breyttist og þá var hlegið og það var gott að hlæja með Steinga. Hann var ágætlega skáldmæltur og margar vís- ur liggja eftir hann sem samdar voru við hin ýmsu tækifæri. En sjúkdóm- urinn þyngdist og áföllin urðu fleiri sem að lokum drógu hann til dauða. Að leiðarlokum kveð ég minn kæra vin og þakka samfylgdina. Guð blessi minningu hans. Sverrir Þórólfsson. Það er ekki auðvelt að lýsa Steinga frænda í fáum orðum. Hann var traustur, trúr, tryggur, frændræk- inn, vinamargur, trúaður, ljóðrænn, tónlistarunnandi, húmoristi, greiðvik- inn, góður, alltaf á hjóli og fann sig í Hveragerði. Alla sína tíð barðist hann við erfiða sjúkdóma og fötlun. Sú barátta mark- aði líf hans. Við sem erum heilbrigð eigum okk- ur oft marga drauma en Steingi átti sér aðeins einn draum og það var að ná heilsu. Hann hafði mikla trú á lækningarmætti náttúrunnar og dvaldi löngum í Hveragerði síðustu árin. Þrátt fyrir þessa eilífu baráttu Steinga var hann góður frændi. Hjálpsemi hans var einstök, hann hringdi t.a.m. oft til að spyrja hvort maður hefði séð eitthvað í sjónvarp- inu sem hann taldi að vakið gæti áhuga manns. Ef umræddur þáttur hafði farið framhjá manni, var hann boðinn og búinn til að koma með spólu, sem hafði að geyma upptöku með umræddu efni. Þótti honum þá lítið mál að skjótast á hjólinu þó að um mörg bæjarfélög væri að fara. Þá var trú hans og trúrækni ein- stök. Hann hélt hvíldardaginn heilag- an og um jól og páska gaf hann helgi- haldinu enn meiri hátíðleika en ella með þeirri áherslu sem hann lagði á það um hve sérstaka hátíðir var að ræða. Hjá og með Steinga voru hátíð- ir hátíðlegar. Steingi frændi vildi öllum vel, enda var hann vinamargur. Þá var hann mjög snjall við að leysa úr ýmsum vanda, hvort sem var hans eigin eða annarra. Sem dæmi má nefna að fyrir mörgum árum fékk faðir okkar forláta skjalatösku í jóla- gjöf. Taska þessi var búin talnalás og í barnaskap sínum tókst einni okkar systra að breyta talnaröð lássins þannig að taskan virtist læst að eilífu. Steingi frændi tók málið í sínar hend- ur og með ótrúlegri þrautseigju og eljusemi tókst honum að finna talna- röðina og leysa vandann. Orðheldinn var hann og aldrei tal- aði hann af sér, var trúr því sem hon- um var trúað fyrir. Í dag kveðjum við kæran frænda, sem svo mörgum er harmdauði. Megi minning hans lifa og verða okkur til eftirbreytni. Drottinn minn gefi dauðum ró, hinum líkn, er lifa. (Úr Sólarljóðum.) Sólrún Sverrisdóttir, Sonja Sverrisdóttir. Nú hefur góður vinur minn í rúm- lega 30 ár, Steingrímur Kristjónsson, fullnað skeiðið aðeins 55 ára að aldri. Hann skilur eftir sig góðar minningar frá liðinni tíð. Steingrímur gekk með erfiðan sjúkdóm sem ekki tókst að lækna, en trúlega hefur létt lund ásamt greið- vikni og hjálpsemi við aðra létt hon- um lífið þó nokkuð mikið. STEINGRÍMUR KRISTJÓNSSON Bróðir okkar, VIGFÚS SIGURÐSSON frá Brúnum, Hólavangi 3, Hellu, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands sunnudaginn 18. september. Guðrún Sigurðardóttir, Sigurður Sigmundsson, Guðrún Sigurðardóttir. Elskuleg móðir okkar, GUÐBJÖRG BJÖRGVINSDÓTTIR, elliheimilinu Grund, áður Meðalholti 12, Reykjavík, lést sunnudaginn 18. september. Jarðarförin auglýst síðar. Erla Björg Guðjónsdóttir, Guðbjörg Svala Guðjónsdóttir, Sigurður Viðar Guðjónsson, Jón Kristinn Guðjónsson. Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR, Suðurmýri 8, Seltjarnarnesi, andaðist á Landspítalanum sunnudaginn 18. september. Björn Dagbjartsson, Jóhannes Karlsson, Anna María Karlsdóttir, Friðrik Þór Friðriksson, Guðrún Bragadóttir, Sigurður Böðvarsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN J. WAAGFJÖRÐ frá Garðhúsum, Vestmannaeyjum, Holtsbúð 16, Garðabæ, lést laugardaginn 17. september. Bertha María Grímsdóttir Waagfjörð, Már V. Jónsson, Halldór Waagfjörð, Ásta Þorvaldsdóttir, Kristinn Waagfjörð, Hjördís Sigmundsdóttir, Grímur Rúnar Waagfjörð, Helga Gunnarsdóttir, Þorsteinn Waagfjörð, Sigrún Logadóttir, Rósa María Waagfjörð, Hreiðar H. Hreiðarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Dr. L. ANNE CLYDE prófessor í bókasafns- og upplýsingafræði við félagsvísindadeild Háskóla Íslands, andaðist á heimili sínu sunnudaginn 18. septem- ber sl. Fyrir hönd aðstandenda, Ólafur Þ. Harðarson, forseti félagsvísindadeildar H.Í. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, AÐALSTEINN VALDIMAR JÓNSSON vélstjóri, Stigahlíð 6, Reykjavík, lést á krabbameinslækningadeild Landspítalans við Hringbraut föstudaginn 16. september. Jarðarförin auglýst síðar. Bára Vigfúsdóttir, Guðrún Katrín Aðalsteinsdóttir, Stefán Stephensen, Albrecht Ehman, Birgitta M. Braun og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.