Morgunblaðið - 20.09.2005, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Hörður Ágústs-son fæddist í
Reykjavík 4. febr-
úar 1922. Hann lést
á Landspítalanum
við Hringbraut að-
faranótt 10. septem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Ágúst Markússon
veggfóðrarameist-
ari, f. 1891, d. 1965,
og kona hans, Guð-
rún Guðmundsdótt-
ir, f. 1893, d. 1947.
Systkini Harðar
eru: Kristín, húsfrú í Washington,
f. 1923, d. 2001; Jóhann, fv. aðstoð-
arbankastjóri, f. 1930, og Erla, fv.
flugfreyja, f. 1932.
Hörður kvæntist hinn 21. júní
1952 Sigríði Magnúsdóttur,
menntaskólakennara, f. 23.11.
1924 í Reykjavík. Foreldrar henn-
ar voru Magnús Skaftfjeld Hall-
dórsson, f. 1893, d. 1976, og kona
hans, Steinunn Kristjánsdóttir, f.
1893, d. 1984. Börn Harðar og Sig-
ríðar eru: 1) Gunnar Ágúst, há-
skólakennari, f. 1954, kvæntur
Guðbjörgu E. Benjamínsdóttur,
ráðgjafa, f. 1958; þeirra börn: Sig-
ríður Vala, f. 1980, Katrín, f. 1986,
unum 1949–1976. Tvívegis voru
haldnar yfirlitssýningar á verkum
hans, í Listasafni Íslands 1983 og
Listasafni Reykjavíkur, Kjarvals-
stöðum 2005. Hörður var einn af
stofnendum og ritstjórum tíma-
ritsins Birtings á árunum 1955–68,
sat í stjórn Félags íslenskra mynd-
listarmanna á árunum 1958–62 og
Árbæjarsafns 1963–71. Hann var
einn af frumkvöðlum húsafriðun-
ar hér á landi, átti m.a. þátt í
stofnun Húsafriðunarnefndar árið
1970 og sat í henni til ársins 1995.
Hann sat einnig í stjórn Torfusam-
takanna og safnráði Listasafns Ís-
lands. Formaður Hins íslenska
fornleifafélags var hann 1982–
2001. Hörður stundaði rannsóknir
á sögu íslenskrar húsagerðar og
íslenskum myndlistararfi frá því
snemma á sjöunda áratugnum og
ritaði fjölda greina og bóka um
þau efni. Hann hlaut Íslensku bók-
menntaverðlaunin í flokki fræði-
bóka fyrir tvö verka sinna, Skál-
holt. Kirkjur, 1990 og Íslenska
byggingararfleifð I, 1998. Hörður
hlaut m.a. verðlaun úr verðlauna-
sjóði Ásu Wright 1989, var sæmd-
ur heiðursdoktorsnafnbót frá Há-
skóla Íslands 1991, útnefndur
borgarlistamaður í Reykjavík
1997 og sæmdur riddarakrossi
hinnar íslensku fálkaorðu árið
2001.
Útför Harðar verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Sólveig María, f.
1998. 2) Steinunn, líf-
fræðingur, f. 1956,
gift Magnúsi Ólafs-
syni, hagfræðingi, f.
1954; þeirra börn:
Fjóla Kristín, f. 1987,
Hörður Páll, f. 1992.
3) Guðrún, sagnfræð-
ingur, f. 1966, gift
Árna Svani Daníels-
syni, guðfræðingi;
þeirra barn: Guðrún
María, f. 2002.
Hörður lauk stúd-
entsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1941, stund-
aði nám við verkfræðideild
Háskóla Íslands á árunum 1941–
42, við Handíðaskólann 1941–43
og við konunglega listaháskólann í
Kaupmannahöfn 1945–46. Hann
stundaði myndlistarnám í París á
árunum 1947–52, m.a. við Aca-
démie de la Grande Chaumière.
Hörður kenndi við Myndlista-
skólann í Reykjavík 1953–59, við
Myndlista- og handíðaskóla Ís-
lands 1962–89 og var þar skóla-
stjóri 1968–75. Hann var einn af
helstu fulltrúum abstraktmál-
verksins hér á landi og hélt fjölda
myndlistarsýninga, einkum á ár-
„Við þurfum að ræða saman um
faðirvorið,“ sagði Hörður tengdafað-
ir minn við mig einn eftirmiðdaginn
fyrr á þessu ári. Eins og oft áður
hafði hann blaðað í Biblíunni og
staldrað við eitthvað sem vakti at-
hygli og kallaði á nánari umræðu. Í
þetta skiptið var það fleirtala í fað-
irvorinu. „Faðir vor, þú sem ert á
himnum.“ Hvers vegna stendur ekki
„himni“? Eru margir himnar? Hvaða
hugsun býr að baki? Hefur guðfræð-
ingurinn eitthvað um málið að segja?
Við ræddum svo margt í gegnum ár-
in, frá guðspjöllunum og persónu
Jesú frá Nasaret til trúarlegrar
myndlistar og trúarstefja í myndlist
Harðar sjálfs. „Ég er nefnilega
trúarlegur listamaður,“ sagði hann
við okkur hjónin. Það kom á daginn
þegar nánar var að gáð að trúarleg
tákn hafði hann ofið inn í margar
myndir sínar með mögnuðum hætti.
Hörður kenndi mér að meta mynd-
list og byggingarlist, hann upp-
fræddi mig um mikilvægi réttra hlut-
falla í húsum og á blaðsíðum.
Húsvernd varð að kappsmáli eftir
samræður við hann og mikilvægi
góðrar hönnunar þurfti enginn að
draga í efa. Öðru fremur myndi ég
segja að hann hafi verið mér mikill
innblástur. Ástríðan gagnvart fræð-
unum var smitandi og lét engan
ósnortinn, auðmýkt hans sem fræði-
manns var ekki síður til eftirbreytni.
Fróðleiksfýsnin var ótæmandi.
Himnarnir voru okkur Herði hug-
leiknir í samtölum okkar fyrr á árinu
og þeir eru mér hugleiknir enn í dag.
En tími samtala okkar er nú að baki,
tími minninganna er runninn upp.
Fyrir þær allar, fyrir samtöl, upp-
fræðslu og góðar samverustundir, er
ég óendanlega þakklátur tengdaföð-
urnum sem var mér í raun sem annar
faðir.
Guð blessi minningu Harðar
Ágústssonar.
Árni Svanur Daníelsson.
Það ólgaði og svall í skýjunum og
var sem einhverjir hvítleitir vafur-
logar og óvíst hvað þeir voru að
verja, þar til kom rönd af óðfúsum
mána sem braust í gegnum alla fyr-
irstöðu og lýsti þetta átakasvæði í
loftinu; fullt tungl. Þessi átök í loftinu
komu eftir litaljóma haustsins, sem
var í dag þegar ég var að hugsa um
fornvin minn, Hörð Ágústsson;
hvernig hæfði að kveðja orðum slík-
an mann þegar af svo miklu er að
taka. Liggur við manni finnist tregt
tungu að hræra.
Ég kynntist Herði fyrst þegar ég
var nýkominn til Parísar. Þar sem
manni þótti þá ungum heimalningi
sem manni hefði verið varpað í miðju
heimsins. Og geystu allt í kringum
mann heimsveðrin og stundum fár
erinda. Þá var ómældur styrkur að
því að kynnast Herði og maður undr-
aðist hvað þessi ungi listamaður væri
hátt menntaður og vítt. Hann var sí-
iðjandi og ég undraðist afköstin þeg-
ar ég heimsótti hann vikulega og
fékk að sjá það sem hann hafði unnið
hverju sinni. Það var svo mikill and-
legur styrkur í Herði sem jaðraði við
ófreskt afl og hann var óðfús að
benda mér leiðir að hinni hæstu list
aldanna.
Það kom að því að þau drógust
saman Sigríður Magnúsdóttir og
Hörður, glæsileg hjón og studdi hún
eldhugann til allra dáða af hæversku
og djúphygli og óbilandi tryggð; og
eignuðust væn börn og vel gerð. Þau
Hörður og Sigga voru mínir fyrstu
áheyrendur og hvöttu mig óspart.
Fáum mönnum á ég eins mikið að
þakka eins og Herði sem hollráðum
vini sem aldrei brást og var mestur
þegar mest á reyndi. Aldrei brást
hann æskuhugsjónum sínum og
hvergi, jákvæður og góðviljaður öðr-
um og fljótur að finna þroskaþrá með
fólki og glæða. Hann var drengur
góður.
Það voru margir menn í Herði. Og
hann var svo andlega styrkur að
þessi ólíku öfl áttu frjósama sambúð
innra með honum og í verki hans öllu.
Listamaðurinn, fræðarinn, kenn-
ingasmiður, lærimeistari og uppal-
andi, réttsýnn og hugaður og verks-
ígjarn, umfram líkamshreysti þegar
hún þvarr. Þá var andinn óbugaður.
Hann ruddi brautir í fræðum og
opnaði svið íslenskrar hámenningar
fyrri alda sem aðra óraði ekki fyrir,
og má kalla opinberun. Hann var líka
allra manna næmastur á nýgróður í
myndlist út um veröldina. Ég veit frá
fyrstu hendi að góðvild hans og
strangar kröfur sem lærimeistari
skiptu sköpum fyrir marga þá sem
hlíttu aga Harðar.
Það er eins og það væri nýskeð
þegar við söfnuðumst í húsakynni
Sigríðar og Harðar til þess að ráða
okkar ráðum um Birting. Og Hörður
kom barmafullur af fróðskap og vís-
bendingum sem hann sótti sér um
allt landið til að byggja fræði sín á og
skemmti okkur með frásögnum um
manneskjur sem hann skynjaði svo
djúpt og kærlega, ákaflega næmur á
skopleg tilbrigði.
Hörður Ágústsson var stórmenni
og skildi eftir sig á mörgum sviðum
margra manna verk sem á eftir að
verða mörgum drjúgt, náma, leiðar-
ljós og fyrirmynd.
Thor Vilhjálmsson.
Það var gestkvæmt á heimili for-
eldra okkar, Ólafs Jóhanns Sigurðs-
sonar og Önnu Jónsdóttur, á Suður-
götu 15. Fjölskylduvinirnir voru
margir og litu sem betur fór ósjaldan
inn, stundum um miðjan dag, oftar á
kvöldin. Þótt nokkur aldursmunur sé
á okkur bræðrum eru minningar
okkar svo til eins, Jóns frá fimmta og
sjötta áratuginum og Ólafs Jóhanns
frá sjöunda og áttunda: kaffi og með-
læti á borðum, vindlingareykur í
lofti, talað og hlegið, þótt hin alvar-
legri málefni líðandi stundar bæri
auðvitað líka á góma.
Fjölskylduvinirnir voru margir
hverjir rithöfundar og listamenn og
söng hver með sínu nefi og hafði frá
mörgu fróðlegu og skemmtilegu að
segja. Við hlustuðum og tókum
minningarnar með okkur þegar við
fórum að heiman; þetta fólk var hluti
af heimsmyndinni sem við ólumst
upp við, svipir þess og látbragð, orð
og æði.
Eins og nærri getur hefur heim-
ilisvinunum fækkað eins og lögmálið
segir fyrir um. Nú kveður einn
þeirra, Hörður Ágústsson listmálari
og fræðimaður. Og við bræðurnir
stöldrum við, lítum um öxl, rifjum
upp æskuárin og sjáum Hörð koma
upp stigann á þriðju hæð í Suðurgöt-
unni, brosandi með þessi orð á
vörum: Jæja, lagsi, þorirðu í sjó-
mann? Þeir voru fáir sem voru jafn
alúðlegir við okkur strákana og
Hörður. Upphaf sérhverrar heim-
sóknar, hvort sem hann var einn eða
með eiginkonu sinni, Sigríði Magn-
úsdóttur, var alltaf eins: glens og
gaman – sjómaður eða eitthvert tusk,
klapp á kollinn. En svo settist hann
inn í stofu og við jafnan á stól úti í
horni að hlusta. Hörður lá aldrei á
skoðunum sínum; í okkar minningu
var hann ástríðufullur hugsjónamað-
ur og hafði eindregnar skoðanir á
listum og þjóðmálum. Það fór ekki
framhjá ungviðinu að hugur fylgdi
máli.
Þegar við fengum að fara með for-
eldrum okkar í heimsókn til Harðar
og Siggu var einatt tekið á móti okk-
ur opnum örmum. Þótt við værum
lágir í loftinu var talað við okkur eins
og fullorðna menn og við jafnvel
spurðir álits. Þeim yngri okkar enn
minnisstætt þegar Hörður leyfði
honum að taka í stýri á moldarvegi
við sumarbústað þeirra hjóna á Þing-
völlum, steinsnar frá bústaði for-
eldra okkar. Í minningunni er sól í
heiði og vatnið slétt og Hörður upp-
örvandi með eigin hönd auðvitað líka
á stýrinu.
Það voru margar myndir og mál-
verk eftir Hörð í Suðurgötu. Þær
voru hluti tilverunnar og sumar
drógu að sér athyglina sí og æ. Vangi
þjáðs frelsarans eða einkennilegt hús
sem ber við logandi himin. Lítil
pennateikning ber vitni um vináttu
og ræktarsemi: „Til Ólafs og Önnu
með þakklæti fyrir góðar móttökur.
Hörður 1945.“
Okkur þótti vænt um þessar
myndir í bernsku en það var auðvitað
ekki fyrr en síðar sem við áttuðum
okkur á því hversu mikill listamaður
Hörður var. Þessar teikningar og
myndir eru nú á heimilum okkar
beggja auk margra annarra verka
Harðar sem við höfum sjálfir fært
heim okkur til heilsubótar. Það kem-
ur ekki á óvart og gleður okkur að
þessi verk Harðar hafa nú seitt til sín
athygli næstu kynslóðar. Við erum
ekki listfræðingar og ætlum ekki að
reyna að gera list hans skil en víst er
að verk Harðar Ágústssonar skipa
sérstakan sess í okkar huga. Okkur
grunar líka að þegar nýliðin öld verð-
ur skoðuð úr fjarska tímans munu
þær brautir sem hann ruddi koma
berlega í ljós.
Fjölskylduvinunum forðum fækk-
ar en minningarnar lifa. Hörður er
með pípuna í munnvikinu og segir:
Jæja, lagsi, þorirðu í mig? Við heyr-
um orðin bergmála frá liðinni tíð og
erum þakklátir að hafa fengið að
kynnast öðlingnum Herði Ágústs-
syni.
Sigríði ekkju hans og börnum vott-
um við dýpstu samúð.
Jón Ólafsson,
Ólafur Jóhann Ólafsson.
Hörður Ágústson var forvitinn
maður. Eitt sinn á myndlistar- og
málaraárunum, fór hann til Padúa til
þess að stúdera freskur Giottós í
dómkirkjunni. Þessar freskur eru
svo hátt uppi, að þær sjást illa frá
gólfi, nema í leikhúskíki og þá bjag-
aðar.
Viðgerðir voru í gangi og stillansar
með öllum veggjum upp í rjáfur.
Hörður bauð verkamönnum upp á
rauðvín og þeir veittu honum fúslega
leyfi til að fara upp, og upp fór hann
lofthræddur maðurinn, eins og júng-
maður á 200 ára gömlu seglskipi.
Skoðun hans og mælingar eru hugs-
anlega til einhvers staðar í gömlum
kompum.
Í sömu ferð kom hann við í Flórens
og fékk hugljómun. Hann vildi
kopíera heimsfræga mynd „Fæðing
Venusar“ eftir Botticelli, en myndin
er stór.
Má vera að hann hafi hugsað um
einhverja af hinum fátæklegu
kirkjum á Íslandi.
Hann fékk athvarf í vinnustofunni
hjá Gerði og strengdi þar mátulegan
striga. En hann hófst aldrei handa,
sem betur fer, annars væri hann enn
að.
Hann hefur sett saman megadoðr-
anta um margvísleg efni. Hann
teiknaði upp Brynjólfskirkju í Skál-
holti. Magnús Pálsson smíðaði af
henni model og hefur það vonandi
verið varðveitt.
Vildi ég óska að Brynjólfskirkja
hefði risið á Skólavörðuholti í stað
þeirrar gervi gotíkur og stuðlabergs-
steinsteypu sem nú trónir þar.
Brynjólfur var biskup allra Íslend-
inga, enn mætti reisa kirkju í nafni
hans og skora ég á Norðlendinga og
eða Austfirðinga að reisa hana á ein-
hverjum sögulegum kirkjustað.
Skömmu eftir að Hörður tók við af
Kurt Zier í Myndlista- og handíða-
skóla Íslands, réð hann mig til
kennslu. Þar var fyrir Einar Há-
konarson. Og nú var gósentíð mod-
elteiknunar og hefðbundinnar mynd-
byggingar, að grunni til árþúsunda
gamalt.
Við teiknuðum jafnvel verkfæri
samhliða munúðarfullum formum
konunnar.
Gárungarnir gáfu okkur viður-
nefnið Þvottaklemmurnar. Og svo í
fyllingu tímans skall óveðrið á, pönk,
fönk, konsept. Myndlista- og hand-
íðaskóli Íslands var sleginn af og
dysjaður, og veit nú senn enginn
hvar hann var né hvað hann var.
En forvitni Harðar var ekki fisjað
saman. Hann vildi vita hvað var að
gerast og eitt sinn sameinuðust
gamlir pönk-pönkarar um að koma
upp tveim sýningum á verkum Harð-
ar samtímis – önnur expressíonmál-
verkasýning og hin strangflatasýn-
ing þar sem ekki skeikaði millimetra.
Við Hörður vorum Kiljanistar en ég
er viss um að hann trúði aldrei á hel-
vítið hann Stalín.
Enginn skyldi gráta gamlan mann,
en ég mun sakna Harðar.
Kjartan Guðjónsson.
Í dag kveð ég með söknuði kæran
vin, meistara og samstarfsmann til
margra ára. Mér er í fersku minni er
leiðir okkar Harðar Ágústssonar
lágu fyrst saman snemma á sjöunda
áratug síðustu aldar en þá hafði hann
óbeðinn tekið að sér að leiðbeina
nemendum í húsagerðarlist í vali á
verkefnum sem lutu að uppmælingu
og rannsóknum á íslenskum bygg-
ingararfi. Fullur áhuga miðlaði hann
fróðleik og vísaði jafnframt á mý-
mörg athyglisverð hús, er lágu undir
skemmdum og brýnt var að skjal-
festa, að ekki færu í glatkistuna, þótt
hyrfu. Þessa vinnu Harðar og nem-
enda hans varðveita í dag skjalsöfn
landsins. Fáum árum síðar vorum við
Hörður ráðnir til þess að gera úttekt
á gamla borgarhlutanum í Reykjavík
og meta varðveislugildi einstakra
húsa með vísan í sögu, list og yfir-
bragð nánasta umhverfis. Húsa-
könnun af þessu tagi var þá nýlunda
og tók vinnan full þrjú ár. Með henni
var lagður grundvöllur að vináttu
sem varaði allt til hinsta dags.
Um og eftir 1962 gerðist Hörður
einn skeleggasti málsvari íslenskrar
húsverndar. Það var því í rökréttu
framhaldi af málflutningi hans og
byggingarsögulegum rannsóknum
að hann var skömmu síðar skipaður í
nefnd ásamt þeim Kristjáni Eldjárn
þjóðminjaverði og Þórði Eyjólfssyni
hæstaréttardómara til að endur-
skoða lög um fornminjar og byggða-
söfn. Er skemmst frá því að segja að
vinna þeirra þremenninga skilaði
okkur endurbættum lögum með sér-
stökum kafla um friðun húsa og ann-
arra mannvirkja og nýju stjórnsýslu-
tæki, Húsafriðunarnefnd ríkisins, til
að standa vörð um íslenska bygging-
ararfleifð. Átti Hörður sæti í nefnd-
inni frá stofnun hennar 1970 til árs-
ins 1995 og mótaði þar öðrum fremur
opinbera húsverndarstefnu í landinu.
Frá öndverðu voru tillögur um friðun
húsa rökstuddar með tilvísun í sögu-
legan fróðleik hans, listrænt mat og
greiningu. Þótt áratugur sé liðinn frá
því að Hörður átti sæti í nefndinni er
enn stuðst við hugmyndir hans og
óskir en árið 2000 birti hann á prenti
skrá yfir hús sem æskilegt væri að
friða og flokkaði þau ekki einasta
landfræðilega heldur og eftir bygg-
ingarefni og gerðum. Ég drep á þetta
atriði sem dæmi um forsjálni Harðar
og sjaldgæfa sýn hans á verkefni sem
mörgum hættir til að líta á sem
stundlegt en háð er sífelldri verð-
andi, sé betur að gáð.
Nokkru áður en Húsafriðunar-
nefnd var sett á laggirnar var Hörð-
ur byrjaður að fást við endurgerð
gamalla bygginga, bæði kirkna og
veraldlegra húsa, og er Norska húsið
í Stykkishólmi eitt þekktasta verk
hans á þessu sviði, unnið af fágætri
nákvæmni og alúð. Kom reynsla
hans í hönnun endurbygginga nefnd-
inni að haldi þegar lagðar voru fram
til umsagnar tillögur annarra að
sambærilegum verkefnum. Stjórn-
visku hafði hann til að bera í ríkum
mæli, var af meðfæddu hyggjuviti
naskur á tímasetningar og vissi hve-
nær rétt var að sækja fram, doka við
og sæta lagi eða jafnvel hopa, þótt sá
kostur væri honum sjaldnast að
skapi.
Ritverk Harðar eru mikil að vöxt-
um, eins og kunnugt er, og fjalla öll
um íslenskan menningararf, þjóð-
veldisbæinn og þróun íslenska torf-
bæjarins, dómsdagsmynd á Hólum í
Hjaltadal, horfnar dómkirkjur í
Skálholti og íslenska byggingararf-
leifð frá 1750 til 1940, svo að dæmi
séu tekin. Hvert þessara verka hefði
eitt sér nægt til að halda á lofti nafni
höfundar og í þeim öllum á lesandinn
auðvelt með að finna púðrið, kannski
vegna þess að þau eru ekki samin í
kyrrðinni, heldur við orustugný, þar
sem þeir tókust á listamaðurinn og
fræðimaðurinn, málarinn og húsa-
meistarinn, ekki bara um tíma og
stundir heldur öðru fremur um hug-
myndir og inntak. Síðastnefnda ritið
er afrakstur ævistarfs höfundar og
þegar í flokki grundvallarrita um ís-
lenska menningu.
Hörður var í senn hrifnæmur og
gagnrýninn, lá aldrei á skoðunum
sínum, með afbrigðum vel máli far-
inn og átti auðvelt með að hrífa hlust-
endur þegar hann ræddi hugðarefni
sín. Einn var sá þáttur í fari hans,
sem jafnan fór hljótt en ástæðulaust
HÖRÐUR
ÁGÚSTSSON