Morgunblaðið - 20.09.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.09.2005, Blaðsíða 12
Síðastliðinn laugardag var svo gengið upp í Straumsel og skoðað allt það sem selin hafa að bjóða. Göngurnar taka þrjár til fjórar klukkustundir. ÁLFÉLAGIÐ Alcan í samstarfi við útivistarfélagið Ferli hefur und- anfarna tvo laugardaga boðið upp á haustgöngur í nágrenni álversins í Straumsvík en að sögn Hrannars Péturssonar, upplýsingafulltrúa Alcan, er þetta svæði sem kemur skemmtilega á óvart. Næstkomandi laugardag verður lagt upp í þriðju og síðustu göngu haustsins en Hrannar útilokar ekki að bætt verði við göngu ef nægilegur áhugi er fyrir hendi. Um tuttugu manns mættu í fyrstu gönguna og setti veðrið strik í reikninginn, helgina á eftir hafði fjöldinn tvöfaldast og vonast Hrannar til að enn fjölgi í gönguhópnum á laugardaginn kemur. Ómar Smári Ármannsson sér um leiðsögn fyrir hönd Ferlis og segir nágrenni álversins hafa upp á fjöl- margt að bjóða. „Flestir þeir sem keyra Reykjanesbrautina sjá aðeins eitt hús sem er Straumur en það er aðeins minnisvarði um allt annað sem svæðið hefur upp á bjóða. Þó svo menn væru þarna dögum sam- an að skoða myndi ekki vera tími til að komast yfir allt sem áhugavert er,“ segir Ómar Smári en hann fer yfir sögu svæðisins, upphaf og endi búsetu og byggðar og lífsskilyrði og afkomu fólks. Í fyrstu göngunni var gengið á milli Hraunbæjanna en þar eru minjar sem endurspegla bæði bú- setu- og atvinnusögu kotbændanna, nánast frá upphafi landnáms á Ís- landi. Síðast liðinn laugardag var svo gengið upp í Straumsel og skoð- að allt það góða sem selin hafa að bjóða. Göngurnar taka þrjár til fjórar klukkustundir og ræðst af veðri og vindum, sem og fjölda göngufólks. Alcan og Ferlir standa fyrir haustgöngum í umhverfi Straumsvíkur Farið yfir sögu svæðisins Ljósmynd/Ómar Smári Ljósmynd/Ómar Smári Straumur er einn þeirra staða sem skoða má á Straumsvíkursvæðinu. 12 ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÚR VERINU Smábátaflotinn á Íslandi sá tæknivæddasti í heimi Úr verinu á morgun SANDRÆKJA (Crangon crangon) greindist í fyrsta sinn hér við land í vor. Tegundin fannst við sýnatöku á skarkolaseiðum við Álftanes, en Hafrannsóknastofnunin hóf nýlega viðamiklar rannsóknir á líffræði skarkolaungviðis. Við frekari rannsóknir fannst tegundin víðar á Faxaflóasvæðinu, m.a. við Löngufjörur á Snæfellsnesi. Sandrækja er af hrossarækjuætt (Crangonidae) og er hún algeng með allri strönd meginlands Evrópu, meðfram strönd- um Noregs og Bretlandseyja, að strönd Finn- lands í Eystrasalti og inn í Miðjarðarhaf og Svartahaf. Hún er botnlæg og búsvæði henn- ar er aðallega á grunnsævi (0–50 m) með sendnum eða leirkenndum botni. Hún er grá- leit með svörtum eða dökkbrúnum þverrönd- um en hún breytir auðveldlega um lit og lagar sig að botngerðinni. Tegundin hefur lengi verið veidd til manneldis og er nafnið „hrossarækjuætt“ rakið til þess að hér áður fyrr fóru veiðarnar fram þannig að hestum var beitt fyrir trollið og það dregið í grunn- um sjó þar sem ekki var hægt að koma við báti. Sandrækja er mikilvæg fæða fyrir ýmsar tegundir þorskfiska og flatfiska auk margra fuglategunda. Sjálf er rækjan mikilvirkur af- ræningi og sækist aðallega eftir fisklirfum/ seiðum og hryggleysingjum. Því hefur sam- spil hennar og bráðar mikið verið rannsakað og sýna margar rannsóknir sterkt samband á milli afráns sandrækju og nýliðunar á skar- kolaseiðum. Ættingi sandrækjunnar, hrossa- rækjan (Crangon allman), hefur fundist hér við land en hún lifir á dýpra vatni (20–250 m). Undanfarin ár hefur afli sandrækju aukist í Norðursjó en minnkað að sama skapi sunnar, eða við strendur Frakklands og Belgíu. Jafn- framt veiðist sandrækjan nokkru dýpra en áður og eru þessar breytingar raktar til hærri sjávarhita. Síðastliðin 7–8 ár hafa orðið töluverðar breytingar á hita og seltu í Atl- antssjónum vestan við Ísland og hefur hita- stig hækkað um tæplega eina gráðu. Á sama tíma hefur orðið vart við breytingar á út- breiðslu fisktegunda hér við land. Það er því freistandi að draga þá ályktun að fundur sandrækjunnar hér við land sé tengdur þess- um breytingum í sjónum en nánari rann- sókna er þörf á líffræði og útbreiðslu hennar til að hægt sé að fullyrða um slíkt. Fiskifræðingar Hafrannsóknastofnunar hafa vaktað fjöruna við Álftanes frá því í vor og kannað á hálfs mánaðar fresti hver gengd rækjunnar er. Björn Gunnarsson og Þór Ás- geirsson hafa brugðið sér á rækjuveiðar reglulega. Björn segir að ljóst sé að rækjan hafi numið hér „land“ því þeir hafi fundið tvær kynslóðir og þéttleiki sé að aukast. Í Norðursjó sé þéttleikinn á bilinu 500 til 1.000 rækjur á hverja hundrað fermetra, en við Álftanesið hafi hann í gær verið um 250 rækjur, en að meðaltali um 120. Björn segir að í vor hafi engin rækja fund- izt í Breiðafirðinum en að áliðnu sumri hafi þeir fundið nokkrar rækjur. Sandrækjan er nýtt í Norðursjó og árið 2003 veiddust um 32.000 tonn. Björn útilokar ekki að rækjuna mætti veiða hér við land, en þá þurfi þéttleiki að vera mikill og aðstæður góðar, eða miklir sandflákar í fjörunni. „Þetta er mjög sérstakt tækifæri til að fylgjast með landnámi rækjunnar og sambúð hennar við skarkolann. Það er þó ekkert hægt að segja til um það á þessu stigi hvaða áhrif hún kunni að hafa á vöxt og viðgang skarkolastofnsins, því það er margt annað sem hefur þar áhrif. Svo virðist hins vegar að sandrækjan geti dreift sér allt umhverfis landið því hún lifir víða við svipaðar aðstæður,“ segir Björn. Hann segir ennfremur að líklegast sé að rækjan hafi borizt hingað til lands með kjöl- vatni skipa. Sandrækja finnst við Ísland í fyrsta sinn Morgunblaðið/Ásdís Landnám Fiskifræðingarnir Björn Gunn- arsson og Þór Ásgeirsson drógu sand- rækjutroll í fjörunni við Álftanes í gær. Ljóst er að þessi landnemi hefur tekið sér bólfestu hér við land. HEIMIR Már Pétursson hefur verið ráðinn fréttastjóri nýrrar Fréttavakt- ar hjá 365 ljósvakamiðlum. Frétta- vaktin mun sjá um fréttir á nýrri fréttastöð auk þess að stórefla frétta- flutning á vísir.is. Ráðning Heimis er liður í endurskipulagningu á fréttum 365 ljósvakamiðla sem miðar að auk- inni fréttaþjónustu við almenning. Heimir Már lauk BA-prófi í stjórn- málafræði og fjölmiðlafræði frá Há- skóla Íslands 1989 og námi í Nordisk Journalist Center í Árósum í Dan- mörku 1995 og hefur starfað á fjölmörgum miðl- um frá árinu 1988. Hann var frétta- maður á Stöð 2 og Bylgjunni á árun- um 1991 til 1996 og aftur árið 2000 áður en Landa- fundanefnd réð hann sem framkvæmdastjóra sigling- ar víkingaskipsins Íslendings frá Ís- landi til Ameríku það sama ár. Þá hafði hann verið framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins í þrjú ár. Heimir hefur undanfarin ár verið upplýs- ingafulltrúi Flugmálastjórnar Ís- lands jafnframt því að sinna fram- kvæmdastjórn Hinsegin daga frá árinu 2000. Heimir hefur störf nú þegar við undirbúning og þjálfun Fréttavakt- arinnar. Áætlað er að fréttastöðin hefji útsendingar í lok næsta mán- aðar. Ráðinn fréttastjóri Fréttavaktar hjá 365 ljósvakamiðlum Útsendingar hefjast í októberlok Heimir Már Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.