Morgunblaðið - 20.09.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.09.2005, Blaðsíða 1
Ert þú viðbúinn ... eða eru dagar þínir taldir? 22. og 23. sept. Upplýsingar og skráning á www.si.is Bernskulok í Reykjavík Rithöfundurinn Siri Hustvedt las og las við Hávallagötu | 45 Íþróttir í dag Ólöf María Jónsdóttir reynslunni ríkari  Ronaldinho bestur  Fylkir hefur augastað á Leifi Sigfinni ÞÆR Silja Sif Kristinsdóttir, Eyrún Anna Tryggva- dóttir og Hafrún Hafliðadóttir eru aðeins fjórtán ára gamlar en drýgðu engu að síður hetjudáð í síðustu viku og björguðu lífi Þórhalls Ólafssonar. Hann hafði ætlað að skipta um peru í eldhúsljósi en kúpull datt á hann svo hann skarst illa á hendi og slagæð og taugar fóru í sundur. Stúlkurnar voru að fara inn í lyftu í blokk í Ár- bænum, þegar þær heyrðu hrópað á hjálp og í sömu andrá hljóp maður upp úr kjallaranum, útataður í blóði, og bað þær að hjálpa sér. Aðkoma á slysstað var slæm en stúlkurnar hringdu í Neyðarlínuna og fylgdu leiðbeiningum þar til sjúkra- bíll kom á vettvang. Þær héldu hendi Þórhalls uppi og þrýstu á sárið með handklæðum þar til hjálp barst. „Þegar sjúkrabíllinn kom var hann alveg að missa með- vitund,“ sagði Eyrún. Stelpurnar segja það skrítna tilfinningu að hafa bjargað mannslífi en leggja áherslu á að eftir uppá- komuna finnist þeim læknisstarfið ekki heillandi. Þeim finnst þó að kenna ætti skyndihjálp í skólum. „Þær voru eins og hetjur og eiga allan heiður skil- inn,“ segir Þórhallur. „Ef þær hefðu ekki verið þarna einmitt á þessari stundu væri ég ekki á lífi.“ | 6 Fjórtán ára vinkonur björguðu mannslífi Morgunblaðið/Sverrir Silja Sif Kristinsdóttir, Eyrún Anna Tryggvadóttir og Hafrún Hafliðadóttir komu Þórhalli til aðstoðar. Slagæð fór í sundur í hendi Þórhalls Ólafssonar. „Þær voru eins og hetjur,“ segir Þórhallur Ólafsson Berlín. AP, AFP. | Angela Merkel, leiðtogi kristilegra demókrata, og Gerhard Schröder kanslari hófu í gær að þreifa fyrir sér um myndun nýrrar stjórnar en leiðtogar flokk- anna keppast við að sverja fyrir samstarf við hinn eða þennan þann- ig að í raun virðist enginn möguleiki vera fyrir hendi. Hvorki kristilegir demókratar né jafnaðarmenn fengu fylgi til að mynda stjórn með fyrri samstarfs- flokkum sínum og bæði gera þau Merkel og Schröder tilkall til kansl- araembættisins. Hafa þýskir hag- fræðingar og frammámenn í at- vinnulífinu þungar áhyggjur af þráteflinu og óttast, að það geti staðið lengi með slæmum afleiðing- um fyrir efnahagslífið. Stóra samsteypan eini möguleikinn? Merkel sagði í gær, að hún stefndi að stjórnarmyndun „sem fyrst“ og minnti á, að hún væri leið- togi stærsta þingflokksins og stjórnin væri fallin. Franz Münte- fering, einn helsti frammámaður jafnaðarmanna, sagði hins vegar, að Schröder ætti að vera kanslari áfram. „Niðurstaða kosninganna var skýr: Þjóðverjar vilja ekki Merkel sem kanslara,“ sagði hann. Talsmaður Vinstriflokksins, fyrr- verandi kommúnista og óánægðra jafnaðarmanna, sagði í gær, að flokkurinn myndi ekki styðja minni- hlutastjórn jafnaðarmanna og Græningja og talsmaður frjálsra demókrata sagði, að flokkurinn myndi hvorki taka þátt í stjórn með jafnaðarmönnum og Græningjum né með kristilegum demókrötum ef Græningjar yrðu þar innanborðs. Enginn ætlar að ræða við Vinstri- flokkinn og þá er það „Stóra sam- steypan“, samstarf kristilegra demókrata og jafnaðarmanna. Líst mörgum illa á hana og segja, að landið þurfi samhenta stjórn, sem geti tekið óvinsælar en óhjákvæmi- legar ákvarðanir í efnahagsmálun- um. Fáir kostir í stöðunni Þýsku stjórnmálaflokkarnir keppast við að hafna samstarfi hver við annan Gerhard Schröder Angela Merkel  Staða Angelu | 14 „Á SÍÐUSTU 20 árum hefur Íslend- ingum tekist að lokka til sín suma af bestu rithöfundum í heimi og í eina viku líkist Reykjavík helst útibúi frá alþjóðlegum rithöfundasamtökum. Hvers vegna getum við ekki gert það sama hér?“ Þannig er spurt í grein í danska blaðinu Politiken í fyrradag en þar fjallar höfundurinn, Carsten And- ersen, um sjöundu Bókmenntahátíð- ina í Reykjavík. Segir hann, að um- fang hennar sé í öfugu hlutfalli við getu hennar til að laða að sér marga af bestu rithöfundunum. Andersen segir, að danska rithöf- undinum Hanne-Vibeke Holst hafi verið boðið á Bókmenntahátíðina. „Þegar hún fékk dagskrána brá henni heldur betur í brún. Þarna var nafnið hennar við hliðina á nafni Margaret Atwood, Annie Proulx, Siri Hustvedt, DBC Pierre, Nick Hornby, Antonio Tabucchi, Kari Hotakainen, Lars Saabye Christensen, Thomas Brussig og annarra. Vá.“ Andersen spyr hvort það sé hægt að soga til sín rjómann af alþjóð- legum og norrænum rithöfundum og hylla bókmenntirnar í heila viku? Já, segir hann. Það er hægt. Aftur og aft- ur. Annað hvert ár. Ekki króna í þóknun Andersen kemur víða við. Nefnir til marga aðra rithöfunda, segir frá ferð til Þingvalla og Gullfoss, frá upp- lestri í Norræna húsinu og segir, að þessi upplifun sé umbunin, sem rit- höfundarnir fái. Fyrir þá sé greidd gisting, ferðir og matur en ekki króna í þóknun. Hátíðin sé síðan notuð til að kynna og semja um útgáfu íslenskra bóka erlendis og með þessu öllu sé vel fylgst í íslenskum fjölmiðlum. Andersen spyr hvort ekki sé unnt að leika þetta eftir í Danmörku en er dálítið efins um svarið. Nefnir til bókasýningar þar sem alls konar húllumhæ skyggi á sjálfar bókmennt- irnar og þar sem jafnvel er selt inn dýrum dómum. Á Íslandi séu það ekki bara Reykjavíkurborg og Al- þingi, sem styðji framtakið, heldur líka einkafyrirtæki! „Sigurvegararnir eru hinir bók- elsku Íslendingar. Þeir fá hinn al- þjóðlega bókmenntaheim í heimsókn í sjö daga. Allt, sem þeir vilja. Allt ókeypis. Nei, það kostar ekki krónu að hitta Paul Auster, Annie Proulx eða Nick Hornby.“ | 22 Eins og alþjóðlegt útibú SANDRÆKJA hefur í sumar fundizt við strend- ur landsins í fyrsta sinn. Rækjan er algeng við strendur meginlands Evrópu og finnst allt frá nyrztu ströndum Noregs og suður eftir, inn í Miðjarðarhaf og Svartahaf. Rækjan er smá en hefur verið veidd til manneldis í Norðursjó. Talið er að hlýnun sjávar hafi skapað sand- rækjunni lífsskilyrði við landið, en Björn Gunn- arsson fiskifræðingur telur líklegt að hún hafi borizt hingað til lands í kjölvatni skipa. Sand- rækjan er einn helzti afræningi skarkolaseiða og hafa fiskifræðingar merkt fylgni milli stofn- stærðar sandrækju og skarkola. Björn segir ljóst að rækjan sé búin að taka sér bólfestu hér því þeir hafi fundið tvær kynslóðir hennar nú í sumar. Flest bendi til þess að hún geti dreift sér allt umhverfis landið. | 12 Nýr „landnemi“ við Ísland Sandrækjan er smá og gráleit og étur helzt smá skarkolaseiði. STOFNAÐ 1913 254. TBL. 93. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Satín, silki og taft áberandi á Emmy-hátíðinni | 47 Hlýralausar eiginkonur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.