Morgunblaðið - 20.09.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.09.2005, Blaðsíða 46
ALLIR elska Raymond var útnefnd besta gamanþáttaröðin og hafði þar bet- ur en Aðþrengdar eiginkonur, sem vænst hafði verið að ynnu þann titil þegar Emmy-verðlaunin voru afhent í Bandaríkjunum í fyrrinótt, að íslenskum tíma. Þættirnir Lost voru valdir bestu dramatísku sjónvarpsþættirnir. Þættirnir um Raymond eru ekki lengur framleiddir, en voru sýndir í níu ár og hafa frá 1997 fengið alls 12 Emmyverðlaun. Núna hrepptu leikarar í auka- hlutverkum í þættinum einnig verðlaun. Aðþrengdar eiginkonur höfðu fengið 15 tilnefningar og Felicity Huffman var útnefnd besta gamanleikkonan í aðalhlutverki. Patricia Arquette, sem leikur miðil í þáttunum Medium, var valin besta leikkonan í dramaþáttum. Spader vann annað árið í röð Tony Shalhoub var valinn besti gamanleikarinn fyrir þættina Monk og James Spader var valinn besti leikarinn í dramaþáttum fyr- ir Boston Legal. Þetta var annað árið í röð sem hann hlaut þessi verðlaun. Brad Garrett og Doris Robert, sem leika í Every- body Loves Raymond og William Shatner, sem leikur í Boston Legal, fengu verðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki. Blythe Danner fékk einnig verðlaun fyrir leik í þáttunum Huff. Geoffrey Rush fékk verðlaun fyrir leik í kvikmynd- inni The Life and Death of Peter Sellers, og leikstjóri og handritshöfundur þeirrar myndar fengu einnig verðlaun. S. Epatha Merkerson var valin besta leikkonan í þessum flokki fyrir Lackawanna Blues. Paul Newman fékk verðlaun fyrir bestan leik í auka- hlutverki í sjónvarpsmynd fyrir Empire Falls og Jane Alex- ander fékk verðlaun fyrir Warm Springs. HBO fékk flest verðlaun Hugh Jackman fékk verðlaun fyrir bestu frammistöðuna í tónlistar- eða skemmti- þætti en hann var kynnir þegar Tony- verðlaunin voru afhent. The Daily Show With Jon Stewart var valinn besti skemmti- þátturinn. Þá fengu þættirnir The Amazing Race verðlaun í sínum flokki og höfðu þar betur en m.a. The Apprentice. Kapalstöðin HBO fékk flest Emmy-verðlaun þetta árið eða 27 talsins. ABC fékk 16 og CBS 11. NBC og PBS fengu 10 hvor stöð og Fox fékk 6. Sjónvarp | Emmy-verðlaunin afhent í 57. skiptið Lost hrósaði sigri í dramaþáttaflokki: Emilie de Ravin, Dominic Monaghan, Maggie Grace, Naveen Andrews og Josh Holloway. REUTERS William Shatner var með magn- olíublóm í hnappagatinu til stuðn- ings fórnarlömbum Katrínar, en hann var valinn besti aukaleikarinn í dramaþáttaröð fyrir frammistöðu sína í Boston Legal. Patricia Arquette var ánægð með verðlaunin fyrir besta leik í aðal- hlutverki, sem hún fékk fyrir frammistöðu sína í Medium. Felicity Huffman var valin besta gamanleikkonan fyrir hlutverk sitt sem aðþrengd eiginkona. Blythe Danner hlaut Emmy- verðlaunin sem besta leikkona í aukahlutverki dramaþáttaraðar, fyrir leik sinn í Huff. Brad Garrett, himinlifandi með verðlaunin fyrir besta gamanleik í aukahlutverki, í þáttunum Every- body Loves Raymond. Tony Shalhoub var valinn besti að- alleikari í gamanþáttaröð, fyrir leik sinn í Monk. James Spader hlaut Emmy- verðlaunin annað árið í röð, fyrir túlk- un sína á frem- ur vafasömum lögfræðingi í Boston Legal. Raymond og Lost hrósuðu sigri Raymond Romano og félagar skákuðu Aðþrengdum eiginkonum og hlutu Emmy-verðlaunin í flokki gamanþátta. 46 ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ kl. 4 og 6 Í þrívíddkl. 3.45 B.i 10 ára Sýnd kl. 8 og 10.20 Sýnd kl. 3.50 ísl tal Verðið á karlhórum hefur lækkað töluvert fyrir evrópskar konur! Sprenghlægileg gamanmynd! Verðið á karlhórum hefur lækkað töluvert fyrir evrópskar konur! Sprenghlægileg gamanmynd! Sýnd kl. 6 og 8 b.i. 14 ára     Night Watch is F***ING COOL! Quentin Tarantino i t t i I ! ti r ti Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 b.i. 16 ára Sími 564 0000 Miðasala opnar kl. 15.15 í i i l l. . Sýnd kl. 6, 8 og 10 Harðasta löggan í bænum er þann mund að fá stórskrýtinn félaga! FRÁBÆR GRÍN OG SPENNUMYND Harðasta löggan í bænum er þann mund að fá stórskrýtinn félaga! Sýnd kl. 10 b.i. 16 ára MEISTARI HROLLVEKJUNNAR SNÝR AFTUR TIL AÐ HRÆÐA ÚR OKKUR LÍFTÓRUNA Sýnd kl. 6, 8 og 10 FRÁBÆR GRÍN OG SPENNUMYND kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 b.i. 14 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.