Morgunblaðið - 20.09.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 29
MINNINGAR
Hann var mikill áhugamaður um
tónlist og söng með kór aðventista-
kirkjunnar í nokkur ár, líka hafði
hann gaman af harmonikkutónlist og
eignaðist tvær nikkur en fötlun hans
kom í veg fyrir mikla iðkun á því sviði.
En hann lagði ekki árar í bát heldur
sneri sér að tónlistarupptökum á
hljóðsnældur og síðar videóupptök-
um úr sjónvarpi, stofan var hans
studíó. Steingrímur var í félögum
sem styrktu hann í veikindum hans,
meðal annars Sjálfsbjörg, og var
hann duglegur að ferðast bæði utan-
lands og innan.
Hinn 17. maí 1975 gerði Steingrím-
ur sáttmála við Guð og var skírður
niðurdýfingarskírn, sem er hin eina
sanna skírn samkvæmt ritningunni.
Athöfnina framkvæmdi góður vinur
okkar, Steinþór Þórðarson, en Stein-
grímur hefur tilheyrt Boðunarkirkj-
unni nokkur síðustu árin. Þar var
okkar síðasta samvera. Þá dreif hann
mig með sér til heilagrar kveldmál-
tíðar á skírdagskveldi 24. mars síðast-
liðinn. Þar áttum við góða stund með
Steinþóri og Lilju konu hans ásamt
söfnuði þeirra. Ég sendi móður Stein-
gríms, Guðbjörgu Jóhannesdóttur,
systkinum hans og þeirra fjölskyld-
um samúðarkveðjur. Steingrím kveð
ég með opinberunarbókinni 3:14-22,
sem þeir geta lesið er hafa aðgang að
Biblíunni. Hann hvíli í friði til upp-
risudagsins.
Guðjón Finndal Finnbogason.
Hetja er farin yfir móðuna miklu. Í
mínum huga var Steingrímur Krist-
jónsson mikil hetja. Hann barðist við
dyntóttan sjúkdóm af slíkri hetjudáð
að ekki fór framhjá neinum sem til
hans þekkti – og gafst ekki upp þó á
móti blési. Hann hjólaði á hjólinu sínu
og bar út blöðin á sínum tíma í slíkri
bjartsýni og trú að mig setti oft
hljóða. Hann kenndi mér margar lex-
íur. Steingrímur hringdi stundum til
mín þegar hann fékk góðar hug-
myndir og við bárum saman bækur
okkar. Við áttum það sameiginlegt að
leita á stundum óhefðbundinna leiða
til betri heilsu og áttum saman trúna
á Jesú Krist og endurkomu hans.
Við munum sjást aftur þegar Krist-
ur kemur, eins og hann lofaði þeim
sem á hann trúa, þangað til séum við
bæði Guði falin.
Ég votta aðstandendum Stein-
gríms innilega samúð mína og bið
Guð að vera með þeim um alla tíma.
Ég lifi í Jesú mafni,
í Jesú nafni eg dey,
þó heilsa og líf mér hafni
hræðist ég dauðann ei.
Dauði, ég óttast eigi
afl þitt né valdið gilt,
í Kristí kraft eg segi:
Kom þú sæll, þá þú vilt.
(Hallgr. Pét.)
Blessuð sé minningin um Stein-
grím Kristjónsson.
Hulda Jensdóttir.
Ég kveð Steingrím Kristjónsson og
þakka áratuga vinfengi. Hann var
stefnufastur, trúaður, hjartahlýr og
vildi öllum gott gera. Sjúkdóm sinn
bar hann með karlmennsku og kvart-
aði aldrei. Sem slíkur hefði hann
reyndar átt að dvelja á stofnun, sem
hefði annazt hann á viðhlítandi hátt,
en það vildi Steingrímur ekki. Hann
vildi öllum stöðum fremur vera
heima. Þá ósk fékk hann uppfyllta
með því að þar lézt hann 12. septem-
ber síðastliðinn.
Við hjónin sendum ástvinum hans
hlýjar vina- og samúðarkveðjur. Guð
veri með ykkur öllum. Blessuð sé
minning Steingríms.
Sólveig og Jón
Hjörleifur Jónsson.
Þú fæddist veikur, mjúkur og meyr,
en harður, stirður og hrjúfur deyr.
Teinungar klökkir tánast úr jörð,
en stóru trén falla stinn og hörð.
Því dauðanum hentar hrjúfur máttur,
en léttvæg mýktin er lífsins háttur.
Svo klökkvi hins veika er vegsemd hærri
en harka þess sem er sterkari stærri.
(Lao Tse.)
Rúna, Einar og börn.
HINSTA KVEÐJA
Okkar ástkæru
MATTHILDUR VICTORÍA HARÐARDÓTTIR
og
FRIÐRIK ÁSGEIR HERMANNSSON,
verða jarðsungin frá Hallgrímskirkju föstudaginn 23. september
kl. 15.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast
þeirra, er bent á reikning 1175-05-411509 hjá Sparisjóði vélstjóra.
Minningarsjóður verður stofnaður í þeirra nafni sem mun stuðla að auknu
öryggi til sjós.
Vigfús Daði Vigfússon, Arnar Freyr Vigfússon,
María Jóhannsdóttir,
Hörður G. Albertsson,
Guðný, Auður og Erla Ruth Harðardætur.
Hermann Stuart Crosbie,
Agnes Helga Einarsdóttir,
Halldóra Málfríður, Einar Már og Baldur Hermannsbörn,
Halldóra Margrét Hermannsdóttir,
Filippia Kristjánsdóttir
og aðrir elskandi ástvinir.
Maðurinn minn og bróðir,
KRISTJÁN S. KRISTJÁNSSON
frv. fjárhagsáætlunarfulltrúi,
Efstaleiti 10,
Reykjavík,
sem lést laugardaginn 10. september verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn
22. september kl. 13:00.
Ólöf Steingrímsdóttir,
Hulda Kristjánsdóttir.
✝ Sverrir Karls-son fæddist á
Akranesi 4. septem-
ber 1935. Hann lést
á Sjúkrahúsi Akra-
ness 9. september
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Karl Auð-
unsson, f. 13. sept.
1907, d. 3. febr.
1981, og Guðrún
Sigurðardóttir, f. 6.
september 1908, d.
20. nóv. 1973.
Systkini Sverris
eru: Kristín, f. 27.
sept. 1932, d. 26. febr. 1989; tví-
burar fæddir 17. febr. 1940,
drengur dó sama dag, Unnur, d.
5. mars 1940; Sigurður, f. 14.
febr. 1943; Birgir, f. 19. des
1945. Sambýliskona
Sverris síðustu
fimm ár Björg Her-
mannsdóttir, f. 28.
ágúst 1935. Dætur
Bjargar eru Sigríð-
ur Ragnhildur
Valsdóttir og Ingi-
björg Kristín Vals-
dóttir.
Sverrir starfaði
hjá Vélasjóði ríkis-
ins í 20 ár á skurð-
gröfum og við við-
gerðir. Hann
starfaði við Sig-
ölduvirkjun í fjögur
ár og hjá Íslenskum aðalverktök-
um til starfsloka.
Útför Sverris verður gerð frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Elsku vinur hafðu þökk fyrir allt.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Björg.
Örfá orð í minningu Sverris í þökk
fyrir yndislega kynningu og þau góðu
ár sem hann gaf systur minni Björgu.
Sverrir var mikið ljúfmenni, hann
hafði hlýlegt bros, leiftrandi augu og
hátt enni. Sverrir var hávaxinn og auð-
velt var að koma auga á hann í mann-
fjölda þar sem hann gnæfði yfir flesta.
Sverrir var stór að flestu leyti. Hafði
stóran og mjúkan faðm, sem smáfólk-
inu í fjölskyldunni þótti gott að skríða í,
það var fljótt að taka í hönd hans við
fyrstu kynni og hélt sig svo í námunda
við hann eins og það hefði þekkt hann
alla sína stuttu ævi.
Sverrir var góður heim að sækja,
tók á móti með breiðu brosi og út-
breiddan faðminn. Gestum fannst þeir
meira en velkomnir.
Sverrir hafði yndi af bókmenntum
og ljóðum, hann kunni flest ljóð Davíðs
Stefánssonar, sem hann hafði sérstakt
dálæti á. Sjálfur var Sverrir vel hag-
mæltur.
Það kennir ýmissa grasa þegar litið
er yfir bókaskápana á heimilinu. Þar
má sjá fagurbókmenntir, ljóðabækur,
listaverkabækur, ferðabækur, orða-
bækur og tæknibækur.
Sverrir var góður ljósmyndari og
hin síðari ár eignaðist hann videotöku-
vél sem hann notaði óspart. Hann tók
upp myndir af ferðalögum þeirra
Bjargar, fjölskyldum og vinum og eru
þeir ófáir sem hann hefur glatt með
videoupptökum sínum.
Sverrir hætti störfum þegar hann
varð 67 ára og ákváðu þau Björg að
njóta lífsins meðan þau gætu notið
þess og ekki var eftir neinu að bíða. Og
það má segja að þau hafi gert það.
Þau ferðuðust mikið síðastliðin ár til
nálægra og fjarlægra staða, síðasta
stórferðalag þeirra var ferð til Argent-
ínu, Chile og Bólivíu.
En lífið er hverfult og enginn veit
sína ævi fyrr en öll er. Í lok júlí fór
Sverrir til læknis og gekkst undir ít-
arlegar rannsóknir sem leiddu í ljós að
lífi hans væri að ljúka.
Á 70. afmælisdegi Bjargar var
Sverrir keyrður fárveikur með sjúkra-
bíl til Reykjavíkur. Fimm dögum
seinna var hann fluttur til Akraness og
lést þar hinn 9. september.
Genginn er góður maður. Guð blessi
minningu hans.
Elsa.
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er jörðin.
(Tómas Guðm.)
Góður vinur og samferðamaður,
Sverrir Karlsson, hefur nú tekist á
hendur sína hinstu ferð, allavega í
þessari tilveru okkar á hótel jörð.
Hann unni ferðalögum mjög og var
reyndar nýkominn með vinum sínum
úr ferð um Suður-Ameríku, lönd sem
hann hafði lengi dreymt um að heim-
sækja.
Með honum í þeirri ferð eins og svo
mörgum áður var sambýliskona hans
og vinur til margra ára, Björg Her-
mannsdóttir, ásamt systur hennar
Elsu, sem var þar syðra við nám og
setti hún ferðina saman fyrir hópinn.
Þessi ferð var mikil upplifun fyrir
Sverri og þau öll, og var farið að und-
irbúa aðra ferð til Lanzarote á Kan-
aríeyjum, þegar slæmar fréttir um ill-
vígan sjúkdóm bárust. Allt bar nú
brátt að, sjúkdómurinn hafði herjað
nokkuð lengi, þó einkennin kæmu ekki
í ljós fyrr en nú fyrir nokkrum vikum.
Sverrir lést síðan á Sjúkrahúsi Akra-
ness nokkrum dögum eftir 70 ára af-
mæli sitt.
Ég kynntist Sverri vini mínum upp
úr 1960, en leiðir okkar á þeim árum
lágu oftast saman þar sem græsku-
laust gaman og gleði sátu við völd.
Hann var margfróður og vel lesinn í
bókmenntum, en mikla ánægju hafði
hann af vel ortum ljóðum, og var Einar
Ben. í sérstöku uppáhaldi hjá honum.
Fór hann oft með heilu bálkana með
viðeigandi áherslum sem ekki gleym-
ast. Hann var einnig prýðilega að sér
um lönd og lýði, og las mikið um þá
hluti sér til ánægju og fróðleiks. Það
var unun að dvelja á Jaðarsbrautinni
og hlusta á hann segja frá og fór hug-
urinn á flug og í ferðalög yfir fjarlæg
lönd og álfur. Einnig las hann mikið
um tækni og vísindi og fylgdist vel með
öllum framförum í þeim efnum. Hann
var ávallt glaður og kátur; einnig var
hann gæddur ágætis leikhæfileikum,
en sem ekki var flíkað nema við sér-
stakar kringumstæður, og fór hann þá
á kostum. Allt var þetta græskulaust
gaman, sem engan meiddi, enda var
maðurinn einstaklega mikill mannvin-
ur að eðlisfari. Hann átti sér stóran
hóp vina og kunningja sem mátu mikils
þessa kosti hans, og voru m.a. farnar
margar skemmtiferðir í góðra vina
hópi, þar sem hann bauð upp á farkost-
inn, oftast eðalbíl af nýjustu gerð,
ásamt magnaðri fararstjórn. Minnast
margir óborganlegra skemmtiferða
með honum vítt og breitt um landið.
Sverrir starfaði í mörg ár á þunga-
vinnuvélum og þá víða um land, m.a.
við skurðgröft fyrir bændur. Þá vann
hann við Sigölduvirkjun og síðustu ár-
in á Keflavíkurflugvelli. Hann var eft-
irsóttur starfskraftur, enda samvisku-
samur og fær starfsmaður á flestum
sviðum, ekki síður við viðhald og eftirlit
þessara stóru verkfæra, heldur en
vinnu á þeim við misjafnar aðstæður.
Ávallt fékk maður góðar móttökur
hjá foreldrum hans á Mánabrautinni,
en þau voru Guðrún Sigurðardóttir frá
Hjarðarbóli og Karl Auðunsson, véla-
eftirlitsmaður frá Jaðri á Akranesi,
bæði öndvegismanneskjur í hvívetna.
Síðar byggði Karl hús með sonum sín-
um Sverri, Sigurði og Birgi og var allt-
af gott að heimsækja þá feðga á Jað-
arsbrautinni.
Sverrir var ókvæntur, en eins og áð-
ur sagði bjó hann síðastliðin fimm ár
með Björgu Hermannsdóttur. Þessi ár
voru Sverri mikils virði og lét Björg
marga drauma hans um ferðalög um
heiminn rætast, en hún naut þess einn-
ig að ferðast, og fóru þau víða. Það birti
mikið í lífi Sverris við komu Bjargar,
þau byggðu í raun hvort annað upp svo
að úr varð slíkt samband að á betra
varð ekki kosið. Missir Bjargar er því
mikill við fráfall Sverris.
Við Jónína sendum Björgu, bræðr-
um Sverris, öðrum ættingjum og vin-
um, okkar innilegustu samúðarkveðjur
við andláts góðs vinar og félaga.
Ásmundur Ólafsson.
Fyrstu minningar mínar um Sverri
frænda minn tengjast loðnum leik-
fangahundi sem hann gaf mér þegar
hann kom frá Sviss. Hann færði mér
fleira fallegt frá útlöndum. Ég man eft-
ir kápu sem var hægt að nota á bæði
borð. Líka hatti og tösku sem var
skreytt Baldursbrárblómum. Þegar ég
rifja upp hve ung ég var, sé ég að hann
hefur ekki verið nema rétt um tvítugt
þegar hann var svona hugsunarsamur
að kaupa gjafir í útlöndum handa lítilli
systurdóttur sinni. En Sverrir var allt-
af rausnarlegur. Jóla- og afmælisgjafir
sem við systkinin fengum frá honum
voru aldeilis ekki skornar við nögl.
Ég man líka eftir bílunum hans.
Alltaf flottir bílar. Alltaf hreinir og ný-
bónaðir. Við stríddum honum stundum
á því að hann bónaði bílana svo oft að
lakkið nuddaðist af brúnum og horn-
um. Hann hló bara að okkur og hélt
áfram að bóna.
Sverrir var dálítill tækjakarl. Hann
átti góðar myndavélar og síðar vídeó-
tökuvélar. Fannst það svo ekkert
nema sjálfsagt að hlaupa í skarðið og
taka upp brúðkaup þegar tökumað-
urinn forfallaðist á síðustu stundu.
Hann fékk sér líka snemma tölvu.
Keypti sér svo bara bækur, enskar og
íslenskar og lærði af þeim. Endurnýj-
aði svo auðvitað tölvuna eftir þörfum
og notaði mikið.
Á árum áður teiknaði Sverrir og
málaði heilmikið en hætti því svo alveg
fyrir mörgum árum. Margar þessara
mynda hafa glatast en nokkrar eru
ennþá til. Við sérstök tækifæri
skemmti hann okkur með eftirherm-
um og tókst oftast ótrúlega vel upp.
Hann kunni líka ógrynnin öll af vísum
sem hann fór með þegar þannig stóð á.
Mennirnir áætla en Guð ræður.
Ferðin sem Sverrir og Björg ætluðu
að fara til að fagna sjötugsafmælum
sínum var aldrei farin. Þess í stað háði
hann stutta en harða baráttu við
krabbameinið sem uppgötvaðist fyrir
fáum vikum.
Blessuð sé minning Sverris frænda
míns. Hans verður sárt saknað.
Rúna.
Elsku Sverrir.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri trega tárin stríð.
Héðan skal halda,
heimili sitt kveður
heimilisprýði í hinsta sinn.
Síðasta sinni
sárt er að skilja,
en heimvon góð í himininn.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þökkum allar góðu samverustund-
irnar.
Hvíl í friði.
Sigríður Valsdóttir
og fjölskylda.
SVERRIR
KARLSSON