Morgunblaðið - 20.09.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.09.2005, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LÍKLEGT þykir að staða Angelu Merkel veikist innan flokks kristi- legra demókrata (CDU) og að hún verði veikur kanslari fari svo að hún verði fyrsta konan til að gegna því embætti í Þýskalandi. Þýskir fjölmiðlar spáðu því í gær að keppinautar Merkel myndu notfæra sér veika stöðu hennar og reyna að koma henni á kné eftir að kristilegum demókrötum mistókst að tryggja sér meirihluta á þinginu með systurflokknum í Bæjaralandi og frjálsum demókrötum. Fyrir kosningarnar var lengi útlit fyrir öruggan sigur kristilegra demó- krata en þegar upp var staðið var kjörfylgi þeirra aðeins prósenti meira en jafnaðarmanna. Er þetta önnur versta útkoma kristilegra demókrata í sögu flokksins. Frammámenn í flokknum eru þegar farnir að leita að sökudólg- um og ólíklegt þykir að Merkel verði hlíft. „Sigraði og tapaði“ Margir stjórnmálaskýrendur í Þýskalandi telja líklegt að Merkel verði næsti kanslari landsins en þeir eru þó allir þeirrar hyggju að óvissa ríki um pólitíska framtíð hennar. „Merkel verður líklegast kansl- ari þrátt fyrir allt,“ sagði dag- blaðið Berliner Zeitung. „Þetta er þó ekki sigurstundin hennar. Staða hennar hefur þegar veikst.“ Bild, söluhæsta dagblað Þýska- lands, sagði að Merkel hefði beðið „beiskan ósigur“ þar sem hægri- flokkunum tókst ekki að fá meiri- hluta á þinginu. Dagblaðið Financial Times Deutschland sagði að Merkel hefði „sigrað og tapað“ en komst að þeirri niðurstöðu að úrslitin leiddu til „pólitískra endaloka hennar í fyrirsjáanlegri framtíð“ vegna þess að kristilegu flokkarnir fengu færri atkvæði en í kosningunum árið 2002 þegar Edmund Stoiber var kanslaraefni þeirra. Merkel kvaðst ætla að óska eftir því að hún yrði endurkjörin leið- togi þingflokks kristilegra demó- krata í dag til að styrkja stöðu hennar fyrir komandi stjórn- armyndunarviðræður. Beiðnin þyk- ir skýrt merki um að hún hafi sjálf áhyggjur af veikri stöðu sinni eftir kosningarnar. „Hefði aldrei gerst undir forystu Wulff“ Margir kristilegir demókratar vildu fyrir kosningarnar að Christian Wulff, leiðtogi flokksins í Neðra-Saxlandi, yrði kanslaraefni kristilegu flokkanna. Dagblaðið Handelsblatt velti því fyrir sér hvort Wulff myndi nú sækja í sig veðrið og sagði að þegar úrslit kosninganna lágu fyrir hefði einn kristilegu demókratanna í höf- uðstöðvum flokksins tautað að „þetta hefði aldrei gerst undir for- ystu Wulff“. Wulff neitaði í gær að svara spurningum fjölmiðlamanna um stöðu Merkel. Wichard Woyke, stjórnmála- fræðingur við Münster-háskóla, sagði að kristilegir demókratar kynnu að þurfa að fórna Merkel ef þeir vildu mynda samsteypustjórn með þýskum jafnaðarmönnum. „Jafnaðarmenn þyrftu að ger- breyta afstöðu sinni til að geta set- ið í stjórn undir forystu Merkel,“ bætti Woyke við og sagði flest benda til þess að Merkel viki fyrir Wulff. Skiptar skoðanir um viðbrögð Schröders Gerhard Schröder kanslari fagn- aði úrslitum kosninganna ákaft meðal stuðningsmanna sinna í fyrrakvöld og engu var líkara en flokkur hans hefði sigrað með yf- irburðum. Hann tók þátt í sjón- varpsumræðum og sagði að hann myndi aldrei ljá máls á því að jafn- aðarmenn sætu í stjórn undir for- ystu Merkel. „Mér finnst að við höfum fengið samþykki fyrir traustri stjórn næstu fjögur árin undir forystu minni,“ sagði Schröder. Þýsku blöðin voru ekki á einu máli um hvort þetta væri pólitískt kænskubragð af hálfu Schröders, sem vildi fá kristilega demókrata til að koma Merkel frá, eða hvort hann tryði því í raun og veru að hann myndi gegna kanslaraemb- ættinu þriðja kjörtímabilið í röð. Tímabili Schröders lokið? Bild sagði að Schröder verð- skuldaði virðingu fyrir að hafa næstum unnið upp forskot kristi- legra demókrata á lokasprettinum eftir að þeim hafði verið spáð auð- veldum sigri. Berliner Zeitung sagði hins veg- ar að Schröder og formaður Jafn- aðarmannaflokksins, Franz Münte- fering, þyrftu að sætta sig við að þeim hefði ekki tekist að fá umboð kjósenda til að koma á efnahags- legum umbótum með því að knýja fram þingrof og kosningar. „Þeir vakna bráðlega af sjálfsdá- leiðslunni og neyðast til að við- urkenna staðreyndirnar: frá og með gærdeginum varð Schröder fráfarandi kanslari,“ sagði í for- ystugrein Berliner Zeitung. „Tímabili Schröders er lokið. Hann hefur verið afhjúpaður sem loddari,“ sagði Frankfurter Allge- meine Zeitung um viðbrögð kansl- arans við úrslitunum. Franz Walter, stjórnmálafræð- ingur við Göttingen-háskóla, sagði hins vegar að of snemmt væri að afskrifa Schröder vegna þess að nú skipti ekki mestu máli hver hefði stærsta þingflokkinn á bak við sig, heldur hver gæti myndað traustustu samsteypustjórnina. „Nú er brautin greið fyrir hinn slægvitra stjórnmálamann,“ sagði Walter. „Sá sem hefur sterkustu taugarnar á næstu dögum, bestu brellurnar og nógu sterk tök á eig- in flokki hrósar sigri í þessum leik.“ Staða Angelu Merkel veik Reuters Angela Merkel stígur niður af ræðupalli eftir blaðamannafund í Berlín í gærmorgun. Franz Müntefering, formaður þýskra jafnaðarmanna (t.h.), afhendir Ger- hard Schröder kanslara blóm í höfuðstöðvum flokksins í Berlín í gær. ) ,  -./01 2  3 4!  , -.501 3 34 !     2 , 6 $ ! 2 2  3 4 +   /,        7 78 - 41 *& JD K  7 8 - 41 A#" 61E A#6(# @"& JH QEHQK  9 8 - 41 "#R <!5 9 :8 - 41 7*#/11$ 98 -; 41 5+# " 61 ;7 ! !"!#$!%$&'! Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is ’Sá sem hefur sterk-ustu taugarnar á næstu dögum, bestu brellurnar og nógu sterk tök á eig- in flokki hrósar sigri.‘ FRAMMÁMENN í atvinnulífinu í Þýskalandi létu í ljósi miklar áhyggjur af pólitísku pattstöð- unni eftir þingkosningarnar í fyrradag. Þeir vör- uðu við því að yrði ekki mynduð traust ríkis- stjórn, sem gæti komið á nauðsynlegum umbótum, væru litlar líkur á skjótum efnahags- bata í Þýskalandi, stærsta hagkerfi Evrópu. Fjárfestar og forystumenn samtaka þýskra vinnuveitenda sögðust hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með úrslit kosninganna. Þeir sögðu að þar sem enginn flokkanna hefði fengið skýrt umboð til að koma á efnahagsumbótum benti flest til þess að Þýskaland yrði áfram fast í hægum hagvexti og miklu atvinnuleysi í náinni framtíð. „Það verður erfiðara að stjórna Þýskalandi,“ sagði Jürgen Thumann, formaður BDI, samtaka iðnfyrirtækja í Þýskalandi. Hann kvaðst einkum óttast að stærstu flokkarnir, kristilegir demó- kratar og jafnaðarmenn, mynduðu samsteypu- stjórn en kæmu sér ekki saman um efnahags- umbætur. Nokkrir frammámenn í viðskiptalífinu tóku í sama streng en aðrir sögðust ekki telja að sam- steypustjórn stærstu flokkanna myndi óhjá- kvæmilega leiða til stöðnunar. Vinstrisinnaðir stjórnmálamenn í Evrópu sögðu að sókn Gerhards Schröders kanslara og fylgistap kristilegra demókrata á lokasprettinum endurspeglaði mikinn stuðning meðal kjósenda við velferðarkerfið sem byggt hefur verið upp í Þýskalandi og fleiri Evrópulöndum. Kjósendurnir hefðu meðal annars óttast skattabreytingar sem bættu hag efnamanna en kæmu niður á þeim sem minna mega sín. „Lamast á versta tíma“ Nokkrir fréttaskýrendur sögðust hafa áhyggj- ur af því að pólitíska pattstaðan leiddi ekki aðeins til stöðnunar í Þýskalandi, heldur einnig í Evr- ópusambandinu. „Þýskaland lamast á versta tíma fyrir Evrópu- sambandið,“ sagði Dominique Moisi, franskur sérfræðingur í alþjóðamálum. Hann bætti við að leiðtogar Frakklands og Ítalíu stæðu einnig höll- um fæti um þessar mundir þegar Evrópusam- bandið stæði frammi fyrir ýmsum erfiðum úr- lausnarefnum, svo sem miklu atvinnuleysi og efnahagslegri stöðnun. Talsmaður Tony Blairs, forsætisráðherra Bret- lands, vildi ekki ræða úrslit kosninganna í Þýska- landi, en nokkrir stjórnmálaskýrendur sögðu að þau hlytu að vera mikil vonbrigði fyrir hann. Bretar fara fyrir Evrópusambandinu þetta miss- erið og talið er að Blair hafi litið á Merkel sem lík- legan bandamann í baráttunni fyrir efnahags- legum umbótum innan Evrópusambandsins. „Ég tel að Tony Blair hafi vonast eftir sannfær- andi sigri Merkel af þremur ástæðum,“ sagði Mark Leonard, sérfræðingur við hugveituna Centre for European Reform í London. „Fyrst og fremst af persónulegum ástæðum vegna þess að samband hans við Gerhard Schröder hefur aldrei verið verra en nú. Í öðru lagi af pólitískum ástæð- um vegna þess að breska forsætisráðuneytið vill fá öfluga bandamenn í baráttunni fyrir umbótum í Evrópusambandinu – og pólitíska staðan í þeim efnum hefði gerbreyst ef Merkel hefði fengið skýrt umboð kjósenda. Og í þriðja lagi vildi ráðu- neytið trausta stjórn í Þýskalandi.“ Óttast efnahagsleg áhrif pattstöðunnar SKÆÐUR heilabólgufaraldur hef- ur kostað næstum 1.000 manns, að- allega börn, lífið á Indlandi og í Nepal. Í einu saman Uttar Pradesh- ríki á Indlandi var tala látinna kom- in í 767 í gær og hafði hækkað um 27 yfir nóttina. Til sjúkrahússins í Gorakhpur streymir fólk hvaðan- æva af landsbyggðinni með veik börn og mörg meðvitundarlaus. Þegar svo er komið er yfirleitt ekk- ert til ráða. Er álagið mikið á allt of fáa lækna á þessum slóðum en þeir benda á, að auðvelt væri að koma í veg fyrir faraldur af þessu tagi. Til er bóluefni við heilabólgunni, sem moskítóflugur bera í menn úr svín- um, en hins vegar skortir fé eða öllu heldur pólitískan vilja til að ráðast í verkið. Biðja um afsökun í Íraksstríði HÓPUR biskupa innan ensku bisk- upakirkjunnar hefur lagt til, að hún beiti sér fyrir fundi með múslímsk- um klerkum og biðjist þar afsök- unar á innrásinni í Írak. Einn þeirra, Richard Harris, sagði ekki líklegt, að breska stjórnin myndi biðjast afsökunar á Íraksstríðinu og því ætti kirkjan að taka af skarið um það. Biskuparnir taka raunar fram, að úr því, sem komið er, geti Bretar ekki kallað heim herinn áð- ur en írösk stjórnvöld eru fær um að taka málin í eigin hendur en til að vera áfram verði vestræn ríki að játa ábyrgð sína á ástandinu. Benda þeir á, að vestræn ríki hafi stutt Saddam Hussein, fyrrverandi for- seta Íraks, árum saman og selt hon- um vopn en síðan valdið íröskum al- menningi ómældum þjáningum með viðskiptabanni. Segja þeir, að svo virðist sem innrásin hafi ekki síður verið gerð vegna hagsmuna Bandaríkjanna en velferðar Íraka sjálfra. Báðir flugmenn voru hjartveikir FLUGSTJÓRI og aðstoðarflug- stjóri kýpversku farþegaþotunnar, sem hrapaði í Grikklandi með 121 mann um borð, voru báðir hjart- veikir. Gríski læknirinn Philippos Koutsaftis, sem annaðist rannsókn- ina, skýrði frá því í gær en hann vildi ekkert um það segja hvort lík- amlegt ástand þeirra hefði ráðið einhverju um viðbrögðin. Rann- sóknin sýnir, að kransæðar í að- stoðarflugstjóranum Pambos Haralambous, sem var 51 árs, voru stíflaðar „að 90%“ en í fimmtugum flugstjóranum, Hans Jürgen Merten, að 45%. Flest bendir til, að flugvélin hafi hrapað eftir að áhöfnin missti meðvitund sökum bilunar í þrýstibúnaði. Kjörsókn um 50% í Afganistan LÍKLEGT þykir, að kjörsókn í þingkosningunum í Afganistan í fyrradag hafi verið rúmlega 50%, öllu minni en í forsetakosningunum í október í fyrra en þá var hún um 70%. Afganskir embættismenn og talsmenn alþjóðlegra stofnana hafa fagnað kosningunum sem merkum áfanga en skýra fremur dræma kjörsókn með ótta margra við árás- ir talibana. Þá olli það líka gremju, að víða voru alræmdir stríðsherrar í framboði. Ekki er búist við nein- um tölum úr kosningunum fyrr en snemma í næsta mánuði. Um 1.000 látnir úr heilabólgu Afganskar konur á kjörstað. Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.