Morgunblaðið - 20.09.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.09.2005, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Há tilboð í sérleyfi áReykjanesi hafavakið athygli, jafnt Vegagerðarinnar, sem er verkkaupi, og til- boðsgjafa. Vegagerðin reiknaði með að borga 1,3 milljónir króna með leyf- inu til næstu þriggja ára en veltir nú fyrir sér til- boðum upp á 0 krónur frá Þingvallaleið hf., 23 millj- ónir króna frá Hópbíla- leigunni ehf., 27 milljónir frá Kynnisferðum ehf., 103 milljónir frá Iceland Excursion og Allrahanda, 439 milljónir frá Bílum og fólki ehf. og 469 milljónir króna frá Hópferða- miðstöðinni – Vestfjarðaleið. Vegagerðin undrandi „Ég verð að viðurkenna að ég varð dálítið undrandi á þessu,“ sagði Gunnar Gunnarsson, aðstoð- arvegamálastjóri, um tilboðin í samtali við Morgunblaðið fyrir helgi og aðrir hafa tekið í sama streng. Kynnisferðir hafa haft sérleyfi, eða sérleyfisígildi, til áætlunarakst- urs milli Reykjavíkur og Keflavík- urflugvallar frá árinu 1979. Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að hægt sé að reka flugrútuna og sérleyfi í Bláa lónið með einhverjum hagnaði án styrkja en til að dæmið gangi upp varðandi allan pakkann þurfi að hagræða miklu og nýta bílana sem best. Flugrútan flytji um 225 þús- und farþega á ári og fullt verð sé 1.150 krónur fyrir fullorðna. Frítt sé fyrir börn og 50% afsláttur fyrir unglinga. Ekki þurfi mikinn reikni- meistara til að finna út að veltan sé um 200 milljónir króna á ári eða um 600 milljónir á þremur árum. Að bjóða 470 milljónir í pakkann bendi greinilega til mikillar skekkju í út- reikningum. 103 milljóna króna til- boð sé líka óskiljanlegt. Kynnis- ferðir treysti sér til að borga 27 milljónir á þremur árum með ýtr- ustu aðhaldssemi. „Það yrði dauða- dómur fyrir fyrirtækin sem buðu hæst að fá sérleyfið,“ segir Þráinn og botnar ekki í hvernig menn halda að þeir geti hagnast um 150 til 170 milljónir króna á ári á þessu sérleyfi. Hann áréttar að mánaðar- lega þurfi að gefa upp farþega- fjölda, ferðatíðni og annað til Vega- gerðarinnar og því sé starfsemin mjög gegnsæ. Óraunhæf tilboð „Ég get tekið undir það með Vegagerðinni að þessi tilboð komu á óvart,“ bætir Þráinn við. „Það er alveg ljóst að miðað við núverandi farþegafjölda og 1.144 króna há- marksfargjald þá eru tvö hæstu tilboðin, upp á tæpan hálfan millj- arð króna, fullkomlega óraunhæf og ég tel útilokað að Vegagerðin taki mark á þeim.“ Leita að vitleysum Reynir Jóhannsson, stjórnarfor- maður Hópferðamiðstöðvarinnar – Vestfjarðaleiðar, vill lítið tjá sig um málið en segir að forráðamenn fyr- irtækisins séu að fara yfir eigið til- boð. „Við erum að fara yfir þetta og vita hvort við höfum gert einhverja vitleysu,“ segir hann. „Það er ekk- ert hægt að segja fyrr en það er bú- ið.“ Að hluta til eiga sömu eigendur fyrirtækin sem eiga tvö hæstu til- boðin. Þau skera sig úr og lítið ber á milli en Reynir segist ekki hafa haft neitt samráð við Bíla og fólk við gerð tilboðsins. Gunnar Gunnarsson segir að málið sé ekki einfalt og verið sé að skoða hvort þeir sem hafi boðið í aksturinn uppfylli öll sett skilyrði. „Við og samgönguráðuneytið vilj- um tryggja það að allt flug fái þjónustu,“ segir hann um ástæðu sérleyfisins á flugrútunni og vísar til þess að væri ekki sérleyfi væri hætta á að næturflugi yrði ekki sinnt. Kærumál Kynnisferðir fluttu reksturinn frá Hótel Loftleiðum í Umferðar- miðstöðina 1. apríl í fyrra, leigja húsnæðið af Burðarási og sjá um starfsemina þar. Félag hópferðaleyfishafa telur það ekki samrýmast eðlilegum samkeppnisreglum að kröfur séu um það í útboðslýsingu að keypt sé aðstaða af Kynnisferðum í Um- ferðarmiðstöðinni, og Kynnisferð- ir sjái alfarið um afgreiðslu, farmiðasölu, símsvörun o.fl. FH hefur kært til kærunefndar út- boðsmála meinta ólöglega útboðs- skilmála í útboði Ríkiskaupa fyrir hönd Vegagerðarinnar vegna áætlunaraksturs á sérleyfisbílum á Íslandi, og skólaaksturs á Suður- landi, Snæfellsnesi og Suðurnesj- um og krefst þess að útboðið verði fellt niður og boðið út að nýju, eða að útboðslýsingu verði ella breytt. Niðurstöður eftir helgi Vegagerðin tók við sérleyfis- málum 2002 og segir Gunnar Gunnarsson að þá hafi verið gerðir þjónustusamningar við þáverandi sérleyfishafa. Lögin frá 2001 hafi hins vegar kveðið á um að leyfin yrðu boðin út eigi síðar en 2005. Hann gerir ráð fyrir að búið verði að fara yfir tilboð í sérleyfisakstur á Reykjanesi og þar með talið í flugrútuna milli Leifsstöðvar og Reykjavíkur í næstu eða þar næstu viku. Fréttaskýring | Þrjú hæstu tilboðin í flug- rútuna vekja athygli Hæsta tilboð endurskoðað Flugrútan til Leifsstöðvar er eftirsótt. Vilja greiða allt að 470 milljónir fyrir sérleyfið  Hæsta tilboðið í sérleyfis- akstur á Reykjanesi er nær 470 milljónir króna. Í pakkanum eru fjórar leiðir eða akstur milli Reykjavíkur og Leifsstöðvar, milli Reykjavíkur og Reykjanes- bæjar (upphringikerfi varðandi Voga), milli Reykjanesbæjar, Sandgerðis og Garðs og milli Reykjavíkur, Bláa lónsins og Grindavíkur. Tilboðsgjafar þurftu einnig að bjóða samhliða í akstur fyrir Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Eftir Steinþór Guðbjartsson steg@mbl.is Flugrútan flytur um 225 þúsund far- þega á ári og veltir um 200 milljónum SIÐANEFND Blaðamannafélags Íslands hefur úrskurðað að Stöð 2 hafi ekki brotið siðareglur félagsins þegar hún birti mynd með frétt um slagsmál við Hverfisgötu 19. apríl sl. Foreldrar unglingspilts kærðu birt- ingu myndarinnar í fréttinni fyrir hönd sonar síns, en í fréttinni var greint frá átökum sem urðu fyrir ut- an skemmtistað á Hverfisgötu. Í úrskurði siðanefndar segir að pilturinn sé í hópi 15–20 ungra manna sem haldi úti bloggsíðu þar sem m.a. megi finna myndir af fé- lögum hópsins við mismunandi tæki- færi. Einn þeirra sem lenti í átökunum við skemmtistaðinn á Hverfisgötu fjallaði um þau á bloggsíðunni og birti Stöð 2 mynd af síðunni með frétt sinni af átökunum. Á umræddri vefsíðu má sjá mynd af nokkrum fé- lögum hópsins þar á meðal af syni fólksins sem kærði myndbirtinguna til siðanefndar BÍ. Kom ekki nálægt átökunum Í kærunni segir að pilturinn hafi ekki verið nálægur þegar fyrrgreind átök áttu sér stað og hann hafi því að ósekju verið bendlaður við slagsmál- in. Telja kærendur að með þessu hafi mátt álykta að hann væri höfuðpaur í ofbeldisklíku. Þetta hafi valdið hon- um margvíslegum óþægindum og verið meiðandi. Kærendur leituðu strax til Stöðv- ar 2, kvörtuðu yfir myndbirtingunni og óskuðu eftir því að ef til frekari umfjöllunar kæmi yrði sagt að þeir sem voru á fyrrgreindri mynd tengd- ust ekki málinu. Fréttin hafi þrátt fyrir þetta verið áfram óbreytt á vis- ir.is, að því er segir í úrskurði siða- nefndar. Þar segir að í svari Þórs Jónsson- ar, f.h. fréttastofu Stöðvar 2, komi fram að myndbirtingin hafi verið óheppileg, beðist hafi verið afsökun- ar á henni og því heitið að myndin yrði ekki notuð. Í úrskurði siðanefndar segir að myndskeiðið sem sýni piltinn sé mjög stutt, varla lengra en 2 sek- úndur. Myndin sé tekin af heimasíðu hópsins þar sem finna megi frásögn eins úr hópnum um umrædd slags- mál. Þessi heimasíða sé opinber og geti kærandi átt von á því að þeir sem skoði síðuna tengi saman texta og myndir. „Siðanefnd er sammála því mati Þórs Jónssonar að mynd- birtingin hafi verið óheppileg þar sem hún tengdist ekki þeim átökum sem til umræðu voru. Þór segir að beðist hafi verið afsökunar á mynd- birtingunni og því heitið að hún yrði ekki notuð aftur. Siðanefnd telur það nægja,“ segir m.a. í úrskurðinum. Stöð 2 braut ekki siðareglur STANGVEIÐI „HÉR er fínasta veiði, 1.060 laxar hafa náðst á laxasvæðinu. Við höf- um aldrei náð að fylla heila veiði- bók hér áður og erum afar sáttir,“ sagði Pétur Pétursson, leigutaki Vatnsdalsár, í gær en veitt er í ánni til 26. þessa mánaðar. Hann segir septemberveiðina samt hafa verið heldur tregari að þessu sinni en síð- ustu ár og kennir helst um sífelld- um veðrabreytingum síðustu vikur. „Hollin hafa þó verið að veiða frá 22 upp í 30 laxa, sem er rosalega fínt, og menn hafa náð fiskum sem eru 85 til 97 cm. Þá veiddist 14 punda lúsug hrygna fyrir nokkrum dögum, það er afar gaman að svo stór fiskur skuli vera að ganga á þessum tíma. Ég er afar ánægður með veiðina í sumar, ég hafði vonast til að við næðum svona 950 löxum og nú hafa veiðst rúmlega 100 umfram það.“ Pétur segir að erlendir veiði- menn eigi síðustu dagana. „Ég býð þeim bara í snjókast ef það verður óveiðandi, en spáin er skelfileg fyr- ir lok vikunnar hér fyrir norðan – þótt veðurspáin gangi ekki alltaf eftir hér í dalnum.“ Metveiði í Breiðdalsá Að sögn Þrastar Elliðasonar hafa nú veiðst um 750 laxar í Breiðdalsá en veitt er út mánuðinn. „Lúsugur fiskur kom í land nú síðast í morg- un. Laxinn er ennþá að ganga.“ Í fyrra veiddust 700 laxar í ánni og var það met, sem þegar hefur því verið slegið. Þá sagði Þröstur um 500 laxa hafa veiðst í Hrútafjarð- ará, sem er heldur minna en í fyrra en þá endaði áin í 631 laxi. Þess ber að geta að árið 2003 veiddust 164 laxar og 168 árið 2002. Um 2.500 laxar hafa veiðst í Ytri- Rangá og að sögn Stefáns Sigurðs- sonar, sölustjóra hjá Lax-á, er veið- in nokkuð jöfn. „Þá fór efra svæðið, fyrir ofan Árbæjarfoss, að gefa nokkuð af laxi þegar líða fór á sum- arið. Menn fengu allt að sjö laxa á dag.“ Vesturbakki Hólsár hefur líka gefið talsvert af fiski í sumar, einkum laxi. Líklega hafa um 200 fiskar veiðst þar, að sögn Stefáns. Þá veiðist jafnt og þétt í Miðfjarð- ará en veiðin er nú um 1.500 laxar. „Hollin eru að fá 30 til 40 laxa. Vesturáin er öflug, efsta svæðið, en Austurá er líka góð og þá veiðist einnig nokkuð í Núpsá, en síðustu vikur hefur verið gott vatn. Upp á síðkastið hefur verið frost svo að segja á hverjum morgni og því gef- ur helst þegar líður á daginn.“ Bleikjuveisla í Norðurá Veiðimenn þekkja vel Norðurá í Skagafirði, hafa eflaust horft á hana þegar þeir aka þjóðveg númer eitt, en færi hafa veitt í henni, þótt sögur fari af góðri bleikjuveiði í ánni. Stefán veiddi ásamt félögum sínum í Norðurá á dögunum og var hrifinn, enda fengu þeir hátt í 60 bleikjur og allt að tuttugu fiska úr sama hylnum. „Þá eru ármótin við Héraðsvötn krökk af laxi,“ sagði Stefán. „Veiðimaður sem ætlaði að veiða bleikju þar um daginn kastaði Mýslu andstreymis og í þriðja kasti setti hann í lax. Þá skipti hann í laxaflugu, Black Brahan, og setti í tvo í viðbót.“ Sögur halda áfram að berast af hreint ágætri sjóbirtingsveiði á Suðurlandi. Tvö holl í röð náðu 22 birtingum í Geirlandsá, fallegum fiskum að sögn veiðimanna. Þá hafa vænir fiskar veiðst í Eldvatn- inu, og býsna góð veiði hefur verið í Varmá og talsvert af sjóbirtingi að ganga. Að sögn Þórarins Kristinssonar, eiganda Tungulækjar í Landbroti, hefur fullt af birtingi gengið í læk- inn. „Fyrir viku náði ég tíu punda hæng, nýgengnum. Svo er mikið af fiski á bilinu fimm til átta pund. Þá sást til risa á Breiðunni, þeir eru alltaf innan um.“ Ljósmynd/Gísli Ásgeirs Veiðimaður glímir við lax í Kjarrá, en glæsilegt Íslandsmet var slegið þar í sumar er hátt í 4.100 laxar veiddust. Laxveiðimönnum boðið í snjókast veidar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.