Morgunblaðið - 20.09.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.09.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 35 MINNINGAR ar. Fyrir hérað sitt hafði hann mörgu máli lagt lið, þegar hann var valinn til setu á Alþingi, og reyndist þar traustur í hvívetna, hvort sem fjallað var um landbúnaðarmál, mál byggðanna eða önnur efni. Steinþór kom snemma að búnað- armálum í sveit og héraði en kærust mun honum hafa alltaf verið hrossa- ræktin og svo hestamennskan. Þar tók hann forystu með því að vinna að stofnun Landssambands hesta- mannafélaga árið 1951 og var síðan formaður þess í meira en áratug. Er Steinþór Gestsson var kosinn í stjórn Búnaðarfélags Íslands árið 1979, hafði hann setið á Alþingi í meira en áratug og var þrautreynd- ur á öllum sviðum mála er komu til kasta stjórnar BÍ. Hið góða viðmót Steinþórs, gamansemi, með ein- skærri prúðmennsku, aflaði honum mikilla vinsælda alls starfsfólks Búnaðarfélags Íslands. Áður en Steinþór settist í stjórn BÍ hafði hann verið formaður Vélanefndar sem rak Vélasjóð með aðsetri hjá Búnaðarfélagi Íslands. Hann hafði einnig starfað fyrir Stéttarsamband bænda og var því öllum vel kunn- ugur í hópi starfsmanna bænda í Bændahöll. Steinþór vildi veg allra samtaka bænda sem mestan og var sem aðrir bændaforingjar stoltur af stétt sinni. Hann var strax við stofnun valinn í stjórn Stóðhestastöðvarinnar í Gunnarsholti sem Búnaðarfélagið rak. Þar naut sín vel áhugi hans á hrossarækt og ást á góðum hestum. Hann var því öflugur talsmaður stöðvarinnar og lagði sig eftir því að hún yrði byggð myndarlega upp. Steinþór var vel ritfær og fékkst við skriftir, einkum hin síðari ár. Frá honum kom bókin Ættir og athafnir Hælsbænda árið 2000. Áður hafði hann ritað sögu Landsambands hestamannafélaga fyrstu 35 árin og í 150 ára sögu bændasamtaka á Ís- landi ritaði hann sögu hrossarækt- arinnar. Frá góðum stundum, þegar bændafulltrúar og starfsfólk tók saman lagið, minnumst við enn frá- bærra söngradda þeirra Hæls- bræðra, Steinþórs og Hjalta, þær brugðu sérstökum ljóma yfir sam- sönginn því að röddum sínum héldu þeir svo undrum sætti. Steinþór Gestsson er nú kvaddur síðastur MA-kvartettsmanna, aðeins örfáum mánuðum eftir fráfall Þor- geirs bróður síns. Varla hafa aðrir skólapiltar en þeir MA-félagarnir fjórir gefið þjóð sinni jafn ljúfa tóna, sem enn munu lengi eiga eftir að heyrast og halda á lofti nöfnum þeirra. Steinþórs Gestssonar minnumst við sem með honum störfuðum fyrir Búnaðarfélag Íslands eða önnur samtök bænda sem góðs og drengi- legs félaga. Hann var hófsamur í hverju máli, ætíð gerhugull og glöggur. Hann bar svipmót hinnar fjölþættu bændamenningar sem þróaðist í íslenskum sveitum, eink- um framan af síðustu öld, og ekki síst bar hann ættmennum sínum, yngri sem eldri Hælismönnum í Gnúpverjahreppi, gott vitni. Ég var beðinn að láta þessum fáu kveðjuorðum fylgja þakklætiskveðj- ur frá stjórn og starfsfólki Bænda- samtaka Íslands. Allir sem með Steinþóri unnu minnast hans af miklum hlýhug og senda aðstand- endum samúðarkveðjur. Jónas Jónsson. Látinn er á tíræðisaldri mikill ágætismaður, Steinþór Gestsson. Ég mun hér fyrst og fremst minnast hans fyrir störf hans í þágu íslenska hestsins. Steinþór var einn af stofn- endum Landsambands hestamanna- félaga og í fyrstu stjórn þess. Alls átti hann sæti í stjórninni í 25 ár og þar af formaður í 12 ár. Stofnun Landsambandsins var mikið happa- spor og sameinaði þann hóp manna um allt land sem áhuga hafði á því að rækta íslenska reiðhestinn og auka veg hans og frama. Á stofnfundi voru mættir fulltrúar frá 11 hesta- mannafélögum en hvað mestur hvatamaður að stofnuninni var Gunnar Bjarnason, þá ráðunautur Búnaðarfélags Íslands í hrossarækt. Á þriðja ári sambandsins tók Stein- þór við formennsku og gegndi því starfi í 12 ár sem fyrr segir. Það sýndi sig fljótlega hve það það var mikil gæfa fyrir samtökin að fá svo farsælan leiðtoga. Skoðanir hesta- manna eru breytilegar og ekki alltaf allir á sama máli. Þar gátu oft verið hagsmunaárekstrar milli hesta- mannafélaganna og samtökunum þá mikil nauðsyn á að hafa formann sem mikið traust var borið til og sem gott lag hafði á því að setja niður mál og stilla menn saman til átaka. Þessa kosti hafði Steinþór í ríkum mæli eins og löng seta hans í stjórn LH ber vott um. Steinþór stundaði bæði hrossa- rækt og reiðmennsku með öðrum bústörfum og ekki voru það fáir gæðingarnir sem fóru um hendur hans, bæði þeir sem hann átti sjálfur og tamdi fyrir aðra. En hann eyddi líka miklum tíma í félagsstörf. Hann var mjög áhugasamur um útgáfumál LH enda hafði hann mikinn metnað fyrir hönd sambandsins. Ég kynntist Steinþóri fyrst að ein- hverju marki þegar saga Landsam- bandsins var skráð en hann stýrði því verki. Við vorum þrír í ritnefnd- inni en auk okkar Steinþórs var Kristján Guðmundsson. Við vinnu að þessu verki sem var 35 ára saga LH kynntist ég því hve Steinþór var vandvirkur og nákvæmur í sinni vinnu og sanngjarn. Það var auðvit- að einstakt lán fyrir hestamenn að sá maður sem stýrði þessu verki væri svo gagnkunnugur Landsamband- inu. Ég er afskaplega þakklátur fyr- ir að hafa fengið þetta tækifæri til að vinna með honum og læra af honum, enda hefur góð vinátta haldist með okkur alla tíð síðan. Nú við fráfall hans vil ég þakka honum fyrir hans farsæla og merka starf í þágu hestsins og hesta- mennskunnar. Ég veit að aðrir munu minnast hans vegna þeirra fjölmörgu starfa sem hann innti af hendi sem bóndi og alþingismaður. Steinþór var héraðshöfðingi og starfa hans mun lengi minnst með virðingu og þökk. Kári Arnórsson. Steinþór Gestsson, fyrrverandi al- þingismaður Sunnlendinga og bóndi, er látinn níutíu og tveggja ára að aldri. Steinþór var fæddur á Hæli í Gnúpverjahreppi í Árnessýslu 31. maí 1913. Í rúmlega hálfa þriðju öld hefur sama ættin setið jörðina Hæl í Gnúp- verjahreppi. Hæll hefur alltaf verið annálað menningarheimili og þaðan komið margir sem hafa látið sig fjöl- breytt félagsmál skipta ásamt því að reka stórbýli. Steinþór var mjög virkur í stjórn- málum sem sveitarstjórnarmaður og alþingismaður og einnig starfaði hann ötullega að félagsmálum og rit- störfum. Hann var oddviti sinnar sveitar í þrjátíu ár, þá var hann einn- ig í sýslunefnd Árnessýslu, formaður Landssambands hestamanna og í stjórn Búnaðarfélags Íslands. Hann var góður fulltrúi bænda hvar sem hann fór og var umhugað um afkomu þeirra og hafði mikinn áhuga á framförum í landbúnaði. Það var ævinlega uppörvandi að hitta Steinþór, hann var vel máli far- inn, skemmtilegur og glæsilegur maður sem hafði einstaklega góða nærveru. Steinþór hafði mikla og góða söngrödd og heima á Hæli var tón- listin í hávegum höfð. Steinþór var einn af stofnendum MA-kvartetts 1932 og fagur söngur þeirra félaga hljómar enn þann dag í dag á öldum ljósvakans okkur til yndisauka. Sjálfstæðismenn á Suðurlandi þakka Steinþóri Gestssyni af heilum hug störf hans í þágu flokksins og störf hans fyrir Sunnlendinga alla. Blessuð sé minning Steinþórs Gestssonar frá Hæli. Drífa Hjartardóttir, alþingismaður.  Fleiri minningargreinar um Steinþór Gestsson bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Helgi Ívars- son, Jón Albert Sigurbjörnsson, Ari Einarsson og Kristinn Hugason. ✝ Sæmundur Jóns-son fæddist á Guðnabakka í Staf- holtstungum 7. sept- ember 1904. Hann andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 13. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jón Gunnars- son, f. 3. ágúst 1877, d. 30. júlí 1960, og kona hans Ingigerð- ur Kristjánsdóttir, f. 27. ágúst 1877, d. 12. janúar 1969. Fjög- urra nátta fluttist hann í fóstur að Signýjarstöðum í Hálsasveit til Guðna Ísleifssonar, bónda þar, f. 1867, d. 1937, og eiginkonu hans, Halldóru Ólafsdóttur, f. 1854, d. 1931. Sæmundur átti fimm systkin sem komust til fullorðinsára. Einn bróðir lifir Sæmund: Gunnar, f. 2. apríl 1913, maki Dallilja Jónsdóttir, Keflavík, f. 1863, d. 1952, og eig- inkona hans, Margrét Þorfinnsdótt- ir, f. 1870, d. 1953. Sæmundur naut skólagöngu í farskóla Reykholtsdalshrepps 1914-1918 og veturinn 1922-1923 í Lýðskóla Ásgríms Magnússonar í Bergstaðastræti 3 í Reykjavík. Í desember 1919 fluttist hann til Reykjavíkur með fósturforeldrum sínum og hóf þá sendilstörf í Lauga- vegsapóteki. Þar starfaði hann um skeið uns hann hóf störf hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar við að aka út öli á hestvagni. Í október 1924 stofnaði hann ásamt uppeldisbróð- ur sínum, Ólafi Guðnasyni, mat- vöruverslunina Þórsmörk á Laufás- vegi 41 í Reykjavík. Frá ársbyrjun 1926 og til ársins 1947 rak hann verslunina einn. Eftir að hann hætti verslunarrekstri gerðist hann skrifstofustjóri og gjaldkeri hjá Trésmiðjunni Víði. Þar starfaði hann á árunum 1947-1954. Þá hóf hann störf á Skattstofunni í Reykja- vík, en lét af störfum þar 1974 fyrir aldurs sakir. Útför Sæmundar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. f. 15. janúar 1921. Látin eru: Kristján, f. 1901, d. 1978, maki Fjóla Guðmundsdótt- ir, f. 12. október 1912; Guðleif, f. 1908, d. 1999, maki Ólafur Þórðarson, f. 1898, d. 1963; Páll, f. 1909, d. 1985, ókvæntur; og Gunnhildur Sesselja, f. 1918, d. 2003, maki Guðmundur Péturs- son, f. 1917, d. 2001. Sæmundur kvænt- ist 14. apríl 1962 Kristbjörgu Tryggvadóttur, starfs- manni Borgarbókasafnsins í Reykjavík, f. 1. október 1911, d. 22. nóvember 1987. Foreldrar Krist- bjargar voru Tryggvi Valdimars- son, f. 1885, d. 1958, og Henrietta Gissurardóttir, f. 1892, d. 1972. Fósturforeldrar hennar voru Árni Geir Þóroddsson, útvegsbóndi í Það var komið fram í október fyrir hartnær þrjátíu og tveimur árum. Ég og ung snót, sem ég hafði verið að gera hosur mínar grænar fyrir um skeið, höfðum dvalist á Þingvöllum um helgi í fegursta haustveðri. Skóg- arkjarrið skartaði fegurstu haustlit- um og Hrafnabjörg með sínum dul- úðuga bláma settu mark sitt á umgjörð helgistaðarins. Þegar heim kom á sunnudagssíðdegi tjáði snótin unga mér að Begga og Sæmundur ætluðu að koma í heimsókn til for- eldra hennar um kvöldið og hvort ég myndi ekki einnig koma. Því er ekki að leyna að ég hrökk lítið eitt við. Um þessi hjón hafði ég heyrt fjölmargt og það ár, sem við snótin höfðum verið að stinga saman nefjum, hafði hún horfið helgi og helgi til Beggu og Sæ- mundar og gist hjá þeim. Þau voru hennar og samband okkar skyldi ekki hafa áhrif á fastar heimsóknir hennar til þeirra hjóna. Það var ekkert víst hvernig þeim líkaði að hún væri í tygj- um við einhvern strákhvolp. En þetta sunnudagskvöld í október 1973 kynntist ég Sæmundi Jónssyni og Kristbjörgu, konu hans, sem í mín eyru var ætíð kölluð Begga. Hann var grannholda og hárið farið að þynnast. Andlitssvipurinn var sterkur. Í aug- um hans mátti þó skynja mikla hlýju. Hann sagði ekki mikið, en hafði þeim mun meiri gætur á drengnum unga sem hugsanlega ætlaði að hrifsa frá þeim snótina. Þegar leið á kvöldið og talið barst að fegurð Þingvalla og ís- lenskrar náttúru, náðum við saman. Bylgjulengdin var sú hin sama. Frá upphafi tókst með okkur rík vinátta og tryggð sem aldrei bar skugga á. Snótin, Margrét kona mín, hafði komið inn í líf þeirra Beggu og Sæ- mundar sem nýfætt barn, en foreldr- ar hennar bjuggu þá á hæðinni fyrir neðan þau á Laufásvegi 41 hér í Reykjavík. Þeim Beggu og Sæmundi varð ekki barna auðið og lögðu strax mikið ástfóstur við barnið, sem fljótt komst upp á lagið með að skríða upp stigann til þeirra og láta dekra við sig eilítið. Fór svo að frá fyrstu tíð og allt til fullorðinsára átti Margrét sinn samastað á heimili þeirra Beggu og Sæmundar og tengdist þeim hjónum nánum vináttuböndum. Ekkert þeirra vildi rjúfa þau bönd og ég held að það hafi því verið þeim Beggu og Sæmundi nokkur léttir að vináttan mátti haldast þótt piltur kæmi í spilið. Það hefur verið mér mikil gæfa að fá að kynnast Sæmundi. Kynni mín af honum hafa sannarlega veitt mér gleði og ekki síður verið til þroska. Í allri framkomu var hann hæglátur og fágaður. Ekki er ofmælt að hann hafi verið hlédrægur og hann hafði sig ekki mikið í frammi af fyrra bragði. Eflaust hefur hann þótt seintekinn, en þeim sem kynntust honum var hann góður vinur, hugulsamur og trygglyndur. Hann var ljúfur í skapi, en var engu að síður ákveðinn og hafði sínar meiningar. Hann gat auð- veldlega látið skoðanir sínar í ljósi. Var það þá ætíð gert af hógværð og yfirvegun. Þá var hann búinn þeim góða hæfileika að geta hlustað á aðra. Hann fylgdist vel með, bæði á vett- vangi þjóðmála og því sem var að ger- ast hjá þeim sem stóðu honum næst. Begga var honum einstakur lífs- förunautur. Hjónaband þeirra var farsælt og einkenndist af miklu ást- ríki. Það var á Laufásvegi 41 sem þau fyrst rugluðu saman reytum. Þar hafði Sæmundur stofnað verslunina Þórsmörk ásamt uppeldisbróður sín- um, Ólafi Guðnasyni, auk þess sem hann og Páll bróðir hans leigðu þar herbergi, þegar fósturforeldrar Beggu keyptu húsið árið 1929. Þegar þau létust hófu þau að búa saman. Begga var um margt ólík Sæmundi. Hún var opnari og meiri glettni í hennar dagfari. Þrátt fyrir það voru þau samhent og milli þeirra ríkti gagnkvæm tryggð og vinátta. Alla tíð unni Sæmundur íslenskri náttúru. Ófáum stundum eyddi hann með Páli bróður sínum í ferðalög um hálendi Íslands. Þeir voru á sínum yngri árum mjög virkir í Ferðafélagi Íslands og átti Sæmundur margar góðar minningar úr ferðum með því. Einnig ferðuðust þeir bræður á eigin spýtur og það sem ekki var gengið var fararskjótinn jafnan Willys jeppi Páls. Begga tók líka þátt í ferðalögum með þeim bræðrum. Hin síðari ár nutu þau þess að fara norður í Fljót og vera þar við silungsveiðar á Hraunamöl. Páll og Begga stunduðu þá veiðiskapinn, en Sæmundur hafði á hinn bóginn meiri áhuga á að ganga um nágrennið. Í fáein skipti vorum við Margrét svo lánsöm að fá að dvelj- ast með þeim á Hraunamöl. Vildi þá svo til að ég sýndi gönguferðum Sæ- mundar ekki síður áhuga en veiði- skapnum. Eru það ógleymanlegar gönguferðir sem við áttum bæði með ströndinni í næstu vík og einnig um fjöllin milli Fljóta og Siglufjarðar. Á kvöldin var oft glatt á hjalla í góðra vina hópi og lét þá Sæmundur ekki sitt eftir liggja. Á ferðum þeirra Beggu, Sæmund- ar og Páls um Norðurland var ósjald- an komið við hjá Sigrúnu, frænku Sæ- mundar og Páls, á Blönduósi, og Árna Geir, frænda Beggu, á Húsavík. Þau bæði áttu eftir að endurgjalda heim- sóknirnar, er þau fluttu hingað suður yfir heiðar. Síðustu árin og allt til dánardægurs voru þau Sigrún, Árni Geir og fjölskyldur þeirra Sæmundi hinir tryggustu vinir. Sæmundur var víðlesinn og átti af- ar gott bókasafn þar sem í öndvegi voru íslenskar fagurbókmenntir, ferðasögur og náttúrufræði, einkum um íslenska náttúru. Ljóð voru einnig í miklu uppáhaldi hjá honum. Hann las ljóð af mikilli næmi og hafði oft gaman af að lesa þau upphátt. Þá naut sín mild rödd hans og hið hóf- stillta fas. Fyrir rúmum 18 árum tóku Begga og Sæmundur upp heimili sitt og fluttu á Hrafnistu í Hafnarfirði. Begga var þá orðin alvarlega veik og lést þar eftir nokkurra mánaða dvöl. Söknuður Sæmundar var mikill við fráfall hennar. Engu að síður hélt hann góðri heilsu, andlegri og líkam- legri, uns kraftar fóru að þverra síð- ustu mánuði. Þann tíma sem hann dvaldist á Hrafnistu naut hann í hví- vetna einstakrar umhyggju og hlýju starfsfólks heimilisins sem seint verð- ur fullþakkað. Nú, þegar komið er að leiðarlokum, þakka ég Sæmundi fyrir samfylgdina í rúma þrjá áratugi og allt það góða sem hann hefur gefið mér. Megi hann hvíla í Guðs friði. Valgeir Pálsson. Elsku frændi, loksins fékkst þú hvíldina, sem þú varst búinn að þrá svo lengi. Það er löng ævi að lifa í 101 ár, og margs að minnast á okkar löngu samleið. Þú varst svo náinn fjöl- skyldu minni og tókst ætíð þátt í bæði gleði og sorg með okkur. Mínar fyrstu minningar eru tengdar þér og þannig er allt mitt líf. Síðast sat ég hjá þér á afmælisdaginn hinn 7. sept. sl. Alltaf var tilhlökkun að fá þig í heim- sókn, fyrst ykkur Pál frænda og svo seinna ykkur Beggu. Þá var ógleym- anlegt fríið sem við fórum saman sumarið 1961. Minningarnar eru óteljandi. Fyrir ári fagnaðir þú 100 árunum með frændfólki og vinum. Það var ánægjuleg stund. Ég vil þakka þér fyrir einstaka tryggð við móður mína. Eftir að hún varð ekkja leið varla sá sunnudags- morgunn að þið töluðuð ekki saman í síma. Elsku frændi, hjartans þakkir fyrir allar samverustundirnar og alla þá tryggð sem þú hefur sýnt mér og fjöl- skyldu minni. Við Kristján sendum þér hinstu kveðju. Guð blessi þig. Ása Ólafsdóttir. SÆMUNDUR JÓNSSON Þökkum hlýhug og samúð við andlát og útför GUÐJÓNS JÓHANNS JÓHANNSSONAR, Reitarvegi 6, Stykkishólmi. Hrefna Þorvarðardóttir, Hannes K. Gunnarsson, Þór Jóhannsson, Erna Arnórsdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.