Morgunblaðið - 20.09.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 20.09.2005, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Heilsugæsla hækkar um fjórðung á fjórum árum KOSTNAÐUR vísitölufjölskyldunnar vegna heilsugæslu hefur hækkað um rúm- an fjórðung á síðustu fjórum árum frá því í september 2001 til jafnlengdar í ár. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 14% og helmingi minna eða 7% ef hækkun fasteignaverðs á tímabilinu er undanskilin. Nánar tiltekið nemur hækkun kostnaðar vegna heilsugæslu 27% á ofangreindu tíma- bili, ef marka má mælingar vísitölu neyslu- verðs sem Hagstofa Íslands reiknar út. Þar af er hækkun á lyfjum og lækningavörum 22%. Hækkun hjá heimilislæknum er tæp 27% og hækkun hjá sérfræðingum tæp 34% og 65% ef litið er lengra aftur í tímann, eða um eitt ár í viðbót til septembermánaðar 2000. Hækkun á liðnum önnur heilsugæsla en að ofan greinir er 46%. Hækkun hjá tannlæknum er hins vegar 14,5% á ofan- greindu fjögurra ára tímabili, sem sam- svarar nánast meðalhækkun vísitölu neysluverðs á tímabilinu. FLUGVÉLIN virðist afar smá- gerð umlukt haustlitum fjöllum í Jökulgili í Landmannalaugum, en hún var í aðflugi að gilinu þegar ljósmyndari Morgunblaðs- ins var þar á ferð. Jökulgil er um 30 km langt og liggur í hálfhring frá Land- mannalaugum suður og inn í há- lendið með Barm, Hábarm, Torfajökul og Kaldaklofsfjöll á ytri væng. Að sögn Veðurstofu Íslands má búast við kólnandi veðri í dag og næstu daga. Köld norð- austan átt mun ráða ríkjum á fimmtudag og föstudag og eru líkur á snjókomu á Norðurlandi. Hiti 0–8 stig.Morgunblaðið/RAX Aðflug í haustlituðu Jökulgili DAVÍÐ Oddsson utanríkisráðherra átti í gær fund með starfsbræðrum sínum á Norðurlöndum, sem komnir eru til að sitja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Var hann m.a. spurður um framboð Íslands til setu í ör- yggisráðinu og seg- ist Davíð í samtali við Morgunblaðið hafa sagt þeim að ákvörðunin um framboð myndi að öllum líkindum standa. „Ég sagði þeim að héðan af væri ólík- legt að einhverjar breytingar yrðu gerðar á okkar stefnu. Ég hafði haft mínar efasemdir en aðrir voru annarrar skoðunar og ég tel að ég eigi ekki að ráða þessu,“ sagði Davíð. Ennfremur sagðist hann ekkert hafa haft við það að athuga þótt Halldór Ás- grímsson forsætisráðherra upplýsti leið- togafund Sameinuðu þjóðanna um fram- boð Íslands í öryggisráðið. Fregnuðu af umræðunni á Íslandi Davíð sagði norrænu utanríkisráðherr- ana greinilega hafa fengið spurnir af um- ræðunni á Íslandi síðustu daga um örygg- isráðið. Því hefði hann notað tækifærið og skýrt stöðu mála. „Ég greindi þeim frá því að afstaða okk- ar væri óbreytt og líklega myndu menn herðast í henni þegar ég væri farinn af braut stjórnmálanna,“ sagði Davíð en hann flytur ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Spurður hvort hann myndi víkja að framboði Íslands í þeirri ræðu sagðist Davíð reikna með því og þá með svipuðum hætti og forsætisráðherra gerði. Annað væri óeðlilegt. Á fundinn í gær vantaði reyndar tvo ut- anríkisráðherra af fimm. Sá norski, Jan Petersen, var á ferð með Noregskonungi að afhjúpa minnismerki í Washington og Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finn- lands, hafði orðið að yfirgefa fundarstað vegna skyndilegra veikinda. Sagði af- stöðu til framboðs óbreytta Davíð Oddsson DAVÍÐ Oddsson utanríkis- ráðherra mun í dag gefa forseta allsherjarþings Sameinuðu þjóð- anna nýjan fundarhamar. Ham- arinn var skor- inn haganlega út af listakon- unni Siggu á Grund í Vill- ingaholts- hreppi, Sigríði Kristjáns- dóttur, og er eftirlíking af hamri sem Ás- mundur Sveinsson myndhöggvari gerði upphaflega og var gjöf Íslend- inga til Sameinuðu þjóðanna árið 1952, þegar ný bygging samtak- anna var tekin í notkun. Thor Thors, þá sendiherra Ís- lands, afhenti hamarinn, sem löngum gekk undir nafninu Þórshamar í virðingarskyni við Thor. Á hamarinn var ritað „Með lögum skal land byggja“, bæði á íslensku og latínu. Ham- arinn komst í heimsfréttirnar í október árið 1960 þegar hann brotnaði í reiðikasti þáverandi forseta allsherjarþingsins, Fredericks Bolands, sendiherra Íra. Hafði Írinn hastað á Nikita Krústsjov, aðalritara komm- únistaflokks Sovétríkjanna, sem hafði tekið af sér annan skóinn og barið honum í borð í mót- mælaskyni við ræðu sem honum líkaði ekki á þinginu. Ári síðar afhenti Thor Thors forseta allsherjarþings Samein- uðu þjóðanna nýjan fundar- hamar frá Íslendingum. Var það útskorin eftirlíking af hamri Ás- mundar, gerð af Guðmundi Benediktssyni, myndhöggvara og húsgagnasmið. Nýlega uppgötv- aðist að sá hamar hafði týnst, þannig að íslensk stjórnvöld létu gera nýjan hamar, sem Davíð af- hendir í dag. Langaði að reyna á hamarinn Sigga á Grund sagði við Morg- unblaðið að verkefnið hefði verið sérlega skemmtilegt, en hún hef- ur um árabil fengist við útskurð list- og skrautmuna. Hún fékk þau skilaboð að hamarinn yrði að vera sterklegur og því valdi hún ævagamlan peruvið. Hafði hún hamarinn nákvæmlega eins og fyrirmyndina en fékk að breyta undirlaginu. Spurð hvort hamarinn myndi þola þung högg frá forseta alls- herjarþingsins sagðist Sigga vera fullviss um það, en sig hefði þó langað til að prófa styrkinn með því að henda honum í gólf- ið! Davíð Oddsson afhendir forseta allsherjarþings SÞ nýjan fundarhamar Eftirlíking af hamrinum sem brotnaði undir ræðu Krústsjovs Fundarhamarinn sem Ásmundur Sveinsson gerði upphaflega. Sigga á Grund. Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is ALMANNAVARNANEFND Bolungarvíkur kom saman til fundar síðdegis í gær vegna grjóthrunsins sem varð í Óshlíð- inni um helgina. Einar Péturs- son, bæjarstjóri í Bolungarvík, segir að kynnt hafi verið sú vinna sem hafi farið fram í mál- inu og áformuð er á næstunni í samráði við Vegagerðina og Veð- urstofu Íslands. Eitt af því sem skoða á betur er hættan á jarðfalli úr Óshlíð vegna stórrar sprungu sem er ofarlega í hlíðinni. Að sögn Ein- ars hafa sérfræðingar bent á að hundruð þúsunda rúmmetra af jarðvegi geti fallið úr hlíðinni í sjó fram og kallað fram flóð- bylgju sem geti skollið á Snæ- fjallaströnd og jafnvel til baka aftur, m.a. með hættu á flóði á eyrinni á Ísafirði. Einar segir að þetta verði að skoða betur, en fyrst og fremst sé verið að hugsa um aukið umferðaröryggi um Óshlíðina. „Krafa nefndarinnar og bæj- aryfirvalda er einfaldlega sú að við fáum öruggar samgöngur um Óshlíð og því verði beint til stjórnvalda. Í mínum huga kem- ur ekkert annað til greina en jarðgöng í gegnum hlíðina,“ seg- ir Einar. Hann telur jarðgöng úr Syðri- dal að Vestfjarðagöngum ekki raunhæfan kost og að fara skuli stystu leið með göngum um Ós- hlíð. Sprungan í hlíðinni eigi ekki að hafa áhrif á þá jarð- gangagerð, enda færu göngin það innarlega í fjallið. Almannavarnanefnd Bolungarvíkur krefst öruggra samgangna um Óshlíð Jarðfall getur kallað fram flóðbylgju  Safna | 4 Jarðgöng myndu kosta milljarð KOSTNAÐUR við að gera jarðgöng milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur gæti verið í kringum einn milljarð króna. Kostnaður við að gera 500 metra langan vegskála á þessari leið er áætlaður í kringum 500 milljónir króna. Gísli Eiríksson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði, segir að nokkrar úttektir hafi verið gerð- ir á því hvernig hægt sé að gera veginn um Óshlíð, milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur, öruggari. Skv. síðustu könnun frá 2002 hafi kostn- aður við að byggja 500 metra lang- an vegskála undir Óshlíð verið um hálfur milljarður króna. Kostnaður við að gera 1,2 km löng jarðgöng á þessari leið hafi hins vegar verið áætlaður um einn milljarður króna. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.