Morgunblaðið - 20.09.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.09.2005, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI KEFLAVÍK HANN ER RÖNG HESTATEGUND... EN MEÐ RÉTTU SAMBÖNDIN! ... I ! Með Cole Hauser úr 2 FAST 2 FURIOUS. l . bönnuð innan 16 ára Kalli og sælgætisgerðin  TOPP5.IS  KVIKMYNDIR.COM  KVIKMYNDIR.IS  H.J. / Mbl.  Ó.H.T. / RÁS 2  DV LANG VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG Búið ykkur undir bragðbestu skemmtun ársins. Sat tvær vikur á toppnum í USA. JOHNNY DEEP Charlie and the Chocolate .. kl. 5.40 - 8 og 10.20 The Cave kl. 6 - 8 og 10 b.i. 14 Strákarnir Okkar kl. 6 - 8 og 10 b.i. 14 The Dukes of Hazzard kl. 5.50 - 8 og 10.10 The Skeleton Key kl. 5.55 og 8 b.i. 16 The Island kl. 10 b.i. 16 CHARLIE AND THE CHOCOLATE kl. 8 - 10.15 SKY HIGH kl. 8 - 10 CHARLIE AND THE CHOCOLATE FACTORY kl. 6 - 8 THE CAVE kl. 10 B.i. 16 ára SKY HIGH kl. 6 - 8 STRÁKARNIR OKKAR kl. 10 B.i. 14 ára NÝ GAMANMYND FRÁ LEIKSTJÓRA ÍSLENSKA DRAUMSINS OG MAÐUR EINS OG ÉG Það eru til staðir sem manninum var aldrei ætlað að fara á Eitthvað banvænt hefur vaknað. Magnaður spennutryllir út í gegn.  Þ.G. / Sirkus HIÐ góða sigraði hið illa í kvik- myndahúsum í Norður-Ameríku. Rómantíska gamanmyndin Just Like Heaven, með Reese With- erspoon í aðalhlutverki, fór beint í efsta sæti aðsóknarlistans og ýtti hryllingsmyndinni The Exorcism of Emily Rose niður í annað sæti. Has- armyndin Lord of War, með Nicolas Cage og Ethan Hawke í aðal- hlutverkum, fór beint í 3. sætið. Gamanmyndin The 40 Year-Old Virgin nýtur enn vinsælda og var í 4. sæti. Í fimmta sæti fór ný spennu- mynd, Cry Wolf. Heimildarmyndin March of the Penguins var í 9. sæti og hefur nú verið í efstu sætum aðsóknarlistans í 12 vikur. Tekjur af myndinni nema nú 70,4 milljónum dala og nálgast hún nú óðfluga Fahrenheit 9/11, sem er best sótta heimild- armynd sögunnar. Kvikmyndir | Just Like Heaven á toppnum vestra Hið góða sigraði hið illa Reuters Reese Witherspoon er á toppnum vestanhafs þessa vikuna. ÍRANSKI leikstjórinn Abbas Kiarostami sem verður viðstaddur Evrópufrumsýningu myndar sinn- ar Vegirnir, á Alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Reykjavík mun einnig halda námskeið þar sem hann miðlar reynslu sinni af kvik- myndagerð. Kiarostami er af mörgum talinn einn besti kvikmyndagerðarmaður samtímans. Hann vann Gull- pálmann í Cannes árið 1997 fyrir myndina Keimur af kirsuberjum og breska dagblaðið The Guardian útnefndi Kiarostami sjötta besta núlifandi kvikmyndagerðarmann heimsins. Ljósmyndasýning Heimildarmynd Kiarostamis 10 on Ten frá árinu 2004 verður sýnd í upphafi námskeiðsins og síðan rædd. 10 on Ten fjallar um sögu og gerð kvikmyndarinnar Tíu frá árinu 2002. Námskeiðið fer fram mánudag- inn, 3. október í hátíðarsal Há- skóla Íslands frá kl. 13–18. Skrán- ingargjald er 5.000 krónur og hefst skráning í dag á heimasíðu hátíðarinnar: www.filmfest.is, með tölvupósti: info@filmfest.is og gegnum síma: 55 22 555. Þeir sem hafa tryggt sér passa á hátíðina fá 1.000 kr. afslátt af skráning- argjaldinu. Passar verða til sölu í Iðu, Lækjargötu frá og með næsta fimmtudegi. Auk þess að standa fyrir nám- skeiðinu mun Alþjóðlega kvik- myndahátíðin í Reykjavík opna ljósmyndasýningu með verkum Kiarostamis í húsakynnum Orku- veitu Reykjavíkur 1. október en sýningin mun standa fram yfir há- tíðina. Umdeildur Kiarostami hefur verið mjög umdeildur í Íran enda hafa um- fjöllunarefni hans hafa verið bæði róttæk og gagnrýnin á pólitískt ástand í Íran. Þar að auki má segja að hann hafi brúað bilið milli íranskrar og vestrænnar kvik- myndagerðar en hann átti þátt í mótun nýbylgjunnar í íranskri kvikmyndagerð á 7. og 8. áratugn- um. Kiarostami hefur leikstýrt á fjórða tug kvikmynda á sínum ferli, en í mörgum mynda sinna skrifar hann handrit, klippir og annast kvikmyndatöku. Fyrsta mynd Kiarostamis sem vakti at- hygli var Gozaresh (Report, 1977) en tuttugu árum síðar hlaut hann Gullpálmann fyrir Tám e guilass (Taste of Cherry, 1997). Meist- araverkin Nema-ye Nazdik (Close- Up, 1990) og hin ljóðræna Zendegi va digar hich (Life and Nothing More…, 1992) áttu stóran þátt í að vekja athygli umheimsins á Kiarostami. Farandsýning Kiarostami nam myndlist við háskólann í Teheran og síðan þá hefur hann reynt fyrir sér á ýms- um sviðum. Ljósmyndun hefur verið honum hugleikin og Kiar- ostami hefur haldið ljósmyndasýn- ingar víða um heim. Þar af hefur ein slík sýning verið á ferðalagi um heiminn í nokkurn tíma og verður hún sett upp hér á landi í tengslum við Alþjóðlega kvik- myndahátíð í Reykjavík. Ljós- myndirnar tilheyra Torino Museum of Cinema. Sýning hefur nýlega verið í the Albert Museum í London og ferðast til San Paolo, Vínar og víðar. Sýningin hefur ekki verið sýnd á Norðurlöndum til þessa en hún er bókuð í Ósló snemma næsta ár. Auk ljósmynd- anna, sem eru allar landslags- myndir, fylgir myndbands- innsetning. Kvikmyndir | Abbas Kiarostami heldur námskeið hér á landi Einn besti leikstjóri samtímans www.filmfest.is Reuters Íranski leikstjórinn Abbas Kiar- ostami verður gestur Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík.TÍU kvikmyndir frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð hafa verið tilnefndar til Kvikmynda- verðlauna Norðurlandaráðs árið 2005. Verðlaunin verða nú veitt reglu- lega og fer næsta afhending fram í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Reykjavík miðvikudaginn 26. októ- ber. Verðlaunahafinn verður hins vegar tilkynntur á fréttamannafundi hjá Dönsku kvikmyndastofnuninni í Kaupmannahöfn miðvikudaginn 12. október. Verðlaununum fylgja 350.000 danskar krónur en sú upphæð skipt- ist síðan á milli leikstjóra, handrita- höfundar og framleiðanda. Kvik- myndaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt einu sinni áður á hálfrar aldar afmæli Norðurlanda- ráðs í Helsinki 2002. Þá hlaut Aki Kaurismäki verðlaunin fyrir kvik- myndina Maður án fortíðar (Mies vailla menneisyyttä), sem hann bæði skrifaði, leikstýrði og framleiddi. Tilnefning krefst þess meðal ann- ars að kvikmyndirnar séu í fullri lengd og hafi verið sýndar í heima- landi sínu á tímabilinu 1. september 2004 til 31. ágúst 2005. Á meðal til- nefndra mynda eru tvær heim- ildamyndir og þrjár leiknar myndir sem eru fyrstu verk leikstjóra. Myndirnar eru: Danmörk Drabet (Morðið) Leikstjórn: Per Fly. Handrit: Kim Leona, Per Fly, Dorte Høgh og Mog- ens Rukow. Framleiðandi: Ib Tardini fyrir hönd Zentropa Entertainments. Pusher II (Pusher II – með blóð á höndunum) Leikstjórn og handrit: Nicolas Winding Refn. Framleiðandi: Henrik Danstrup, NWR Productions. Finnland Melancholian 3 huonetta (Þrjú her- bergi depurðar) heimildarmynd. Leikstjórn og handrit: Pirjo Honkasalo. Framleiðandi: Kristiina Pervilä, Millennium Film. Paha maa (Eyðilönd) Leikstjórn: Aku Louhimies. Hand- rit: Paavo Westerberg. Framleiðandi: Markus Selin, Solar Films. Ísland Dís Leikstjórn: Silja Hauksdóttir. Handrit: Birna Anna Björnsdóttir, Oddný Sturludóttir og Silja Hauks- dóttir. Framleiðandi: Baltasar Kor- mákur fyrir Blue eyes Productions. Gargandi snilld (heimildamynd) Leikstjórn og handrit: Ari Alex- ander Ergis Magnússon. Framleið- andi: Sigurjón Sighvatsson, Palomar Pictures og Ari Alexander Ergis Magnússon, Ergis Filmproductions, Zik Zak Filmworks. Noregur Hawaii, Osló Leikstjórn: Erik Poppe. Handrit: Harald Rosenlöw-Eeg. Framleið- endur: Finn Gjerdrum og Torleif Hauge, Paradox Film Vinterkyss (Vetrarkoss) Leikstjórn: Sara Johnsen. Handrit: Ståle Stein Berg og Sara Johnsen. Framleiðendur: Christian Fredrik Martin og Asle Vatn, Friland. Svíþjóð Ett Hål i mitt Hjärta (Gat í hjarta mínu) Leikstjórn og handrit: Lukas Moodysson. Framleiðandi: Lars Jönsson, Memfis Film. Gitarrmongot (Gítarmongólinn) Leikstjórn og handrit: Ruben Öst- lund. Framleiðendur: Anna Sohl- mann, Hinden og Kalle Boman, Länna-Ateljéerna. Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Tónlistarmaðurinn Mugison í kvik- myndinni Gargandi snilld. Dís og Gargandi snilld tilnefndar www.norden.org/nr/pris Í DAG hefst miðasala á tónleika Ant- ony and the Johnsons í Fríkirkjunni í Reykjavík hinn 10. desember. Miðasala fer fram á midi.is og í versl- unum Skífunnar um allt land. Fríkirkj- unni verður skipt upp í þrjú verðsvæði og fjögur miðasvæði. Neðri hæðin er tvö svæði en eitt verðsvæði: 5.500 kr. Þeir sem koma fyrstir fá miða næst sviðinu. Uppi eru tvö svæði og tvö verðsvæði: 4200 kr. og 4900 kr. Grímur Atlason tónleikahaldari segir að Antony og félagar séu um þessar mundir að hefja síðari helm- ing hljómleikaferðar sinnar í tengslum við útkomu hljómplöt- unnar I am a Bird Now sem hlaut Mercury-tónlistarverðlaunin á dög- unum og að hljómsveitin hafi bætt við sig trommuleikara. Antony and the Johnsons héldu tónleika á Nasa í Reykjavík hinn 11. júlí síðastliðinn og komust færri að en vildu. Miðasala á Antony hefst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.