Morgunblaðið - 20.09.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.09.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 15 ERLENT 21 Peking. AFP, AP. | Stjórnvöld í Norður-Kóreu hétu því í gær að afsala sér kjarnavopnum og hætta þróun slíkra vopna. Í staðinn lof- uðu bandarísk stjórnvöld að ráðast ekki á Norður-Kóreu, auk þess sem þau hétu land- inu aðstoð í orkumálum og efnahagslegu samstarfi. Þetta er niðurstaða fjórðu lotu samninga- viðræðna Bandaríkjanna, Norður-Kóreu, Kína, Japans, Rússlands og Suður-Kóreu. Stjórnvöld í grannríkjum Norður-Kóreu fögnuðu þessum árangri en viðbrögð þeirra voru þó varfærnisleg. Þau sögðu að sam- komulagið drægi úr hættunni á vígbúnaðar- kapphlaupi í Austur-Asíu en væri þó aðeins fyrsta skrefið í átt að kjarnorkuafvopnun. Mikilvægasti áfanginn til þessa Kínversk stjórnvöld sögðu að samkomu- lagið væri mikilvægasti áfanginn til þessa í tveggja ára samningaviðræðum við Norður- Kóreu um kjarnorkuáætlun landsins. Stjórn Japans varaði við því að erfitt yrði að koma samkomulaginu í framkvæmd. Mohamed ElBaradei, yfirmaður Alþjóða- kjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA), fagn- aði samkomulaginu og kvaðst vona að sér- fræðingar stofnunarinnar gætu hafið vopnaeftirlit í Norður-Kóreu sem fyrst. „Því fyrr sem við förum þeim mun betra,“ sagði hann. Christopher Hill, aðalsamningamaður Bandaríkjanna, fagnaði einnig samkomulag- inu og sagði að Norður-Kóreustjórn hefði tekið mikilvægt skref í rétta átt. „Velgengni eða hagsæld Norður-Kóreu ræðst ekki af kjarnavopnum, heldur af samskiptunum við önnur ríki. Þetta er þess vegna mjög mik- ilvæg stund í sögu landsins.“ Hill hvatti Norður-Kóreumenn til að standa við loforðin þegar í stað með því að loka umdeildu kjarnorkuveri í Yongbyon. Í samkomulaginu felst að Norður-Kór- eumenn lofuðu að eyða kjarnavopnum sínum og hætta þróun slíkra vopna. Þeir hétu því einnig að gerast á ný aðili að alþjóðlegum samningi um bann við útbreiðslu gereyðing- arvopna og heimila þar með vopnaeftirlit í Norður-Kóreu á vegum Alþjóðakjarnorku- málastofnunarinnar. Hin ríkin fimm lofuðu að „viðurkenna“ kröfu Norður-Kóreumanna um að fá að hag- nýta kjarnorkuna í friðsamlegum tilgangi og sögðu að krafa þeirra um að fá léttvatns- kjarnakljúf til orkuframleiðslu yrði rædd einhvern tíma síðar. Hill sagði að þetta mál yrði ekki rætt fyrr en eftir að Norður- Kóreumenn gerðust aðilar að samningnum um bann við útbreiðslu gereyðingarvopna og hleyptu vopnaeftirlitsmönnum inn í landið. Mörg ágreiningsmál enn óleyst Næsta lota samningaviðræðnanna á að hefjast í nóvember. Aðalsamningamaður Japans, Kenichiro Sasae, sagði að fram- haldið yrði mjög erfitt. „Við höfum fallist á sameiginlegt skjal en það þýðir ekki að lausn hafi fundist á vandamálum okkar,“ sagði hann. Fréttaskýrendur breska ríkisút- varpsins BBC sögðu að mörg ágreiningsmál væru enn óleyst, þótt samkomulagið virtist mikilvægt skref í rétta átt. Til að mynda væri enn ágreiningur um hversu umfangs- mikil kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu væri. Ekki hefði enn verið samið um hvernig standa ætti að vopnaeftirliti í landinu og það mál gæti orðið helsta fyrirstaða endanlegs samkomulags. Áður en samkomulagið náðist í gær virt- ust litlar líkur á því að viðræðurnar bæru árangur. Fréttamenn BBC sögðu að um tíma hefði litið út fyrir að samningamenn Bandaríkjanna myndu slíta viðræðunum og það kynni að hafa orðið til þess að Norður- Kóreumenn gáfu eftir. Segjast eiga kjarnavopn Bandaríkin og Norður-Kórea náðu samn- ingi árið 1994 um að Norður-Kóreumenn hættu við að þróa kjarnavopn gegn því að þeir fengju tvo léttvatnskjarnaofna, en erf- iðara er að nota slíka ofna til að framleiða kjarnavopn. Deilan blossaði upp að nýju fyr- ir þremur árum þegar bandarískir embætt- ismenn sögðu að stjórnvöld í Norður-Kóreu hefðu viðurkennt að þau væru að auðga úr- an í kjarnavopn á laun. Talið er að Norður-Kóreumenn eigi nú þegar nógu mikið af plútoni í um sex kjarn- orkusprengjur. Þeir lýstu því yfir í febrúar að þeir ættu kjarnavopn en ekki er vitað til þess að þeir hafi sprengt kjarnorkusprengju í tilraunaskyni. Blendin viðbrögð við loforðum Norður-Kóreu Norður-Kóreumenn lofuðu því að afsala sér kjarnavopnum en líklegt þykir að erfitt verði að koma samkomulaginu í framkvæmd Basra. AP, AFP. | Breskir hermenn notuðu í gær skriðdreka til að brjótast inn í fangelsi í borg- inni Basra í Suður-Írak og frelsuðu tvo Breta sem íraska lögreglan handtók og sakaði um að hafa skotið tvo íraska lögreglumenn til bana. Sjónarvottar sögðu að um 150 íraskir fangar hefðu einnig sloppið úr fangelsinu. Fyrr um daginn kom til átaka í Basra milli hóps Íraka og breskra hermanna. Var kveikt í tveimur breskum skriðdrekum og hermenn- irnir grýttir. Áður hafði íraska lögreglan handtekið Bret- ana tvo og neitað að láta þá lausa. Fregnir hermdu að þeir væru hermenn en hefðu verið óeinkennisklæddir. Bílsprengjur sprungu við tvær varðstöðvar fyrir sunnan Bagdad í gær en um þær fóru þúsundir íraskra sjíta í pílagrímsgöngu til hinnar helgu borgar Karbala. Að minnsta kosti 10 manns féllu í árásunum. Mikil öryggisgæsla var við alla vegi til Karbala en Abu Musab al-Zarqawi, æðsti mað- ur al-Qaeda-hryðjuverkasamtakanna í Írak, hefur lýst yfir allsherjarstríði gegn sjítum í landinu. Reuters Breskur hermaður stekkur af brennandi skriðdreka eftir átök í írösku borginni Basra. Réðust inn í fangelsi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.