Morgunblaðið - 20.09.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.09.2005, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Eva Bjarnadóttir hefurverið að gera eitthvað íhöndunum alveg frá þvíhún man eftir sér. „Ég held þetta sé ákveðin tegund af fíkn. Ég er friðlaus án hannyrða og það ágerist með aldrinum ef eitt- hvað er,“ segir Eva sem er þó ekki mjög gömul, hefur aðeins tvo fram yfir tvítugt. „Þetta er sennilega bæði áunnið og arfgengt, einhvers- konar samspil, því að mér stendur mikið hannyrðafólk, þannig að ég ólst upp við þetta. En áhuginn hef- ur alla tíð verið fyrir hendi. Ég saumaði til dæmis alveg heilan hell- ing frá fjórtán ára aldri fram til átján ára. Þá saumaði ég aðallega ýmislegt á sjálfa mig bara svona út í loftið. Ég kunni náttúrulega ekki neitt, en ég lét samt vaða. Svo saumaði ég mikið út þegar ég var lítil, en það var aðallega kross- saumur og hálfspor, sem amma mín Ingibjörg lét mig gera, en hún er mikil hannyrðakona.“ Eva gerði hlé á útsaum síðast- liðin tíu ár, en í vor skellti hún sér á námskeið hjá Heimilisiðn- aðarskólanum og þá gaus fíknin heldur betur upp að nýju. „Þetta var námskeið í allskonar útsaumi og það var rosalega skemmtilegt. Ég lærði svo margt nýtt eins og til dæmis gamla íslenska krosssaum- inn sem er mjög merkilegt út- saumsspor. Ég saumaði einmitt öræfarós með þessum gamla kross- saum út í pils sem ég á. Mér fannst það vel við hæfi, því ég er ættuð úr Öræfunum, frá Fagurhólsmýri. Á þessu námskeiði lærði ég líka ref- ilsaum og augnsaum og fékk auk þess nasaþef af ýmsu öðru, eins og blómstursaum, sem meðal annars er notaður til að sauma út í ís- lenska þjóðbúninga.“ Eva er ákveðin í að læra líka harðangur og klaustur þegar tími gefst til, en hún er þó nokkuð upp- tekin, í fullu námi á fataiðnbraut í Iðnaskólanum og auk þess í fjar- námi í íslensku í Háskóla Íslands. „Ég tek fram að ég er ekki að læra fatahönnun, heldur fyrst og fremst handverkið í saumaskap. Ég komst að því þegar ég byrjaði í skólanum að ég kann varla nokkuð í þessu, þó svo ég hafi bögglast í gegnum það að sauma mér einhverjar flík- ur. Nú læri ég allt upp á nýtt,“ segir Eva sem stefnir á meist- aranám eftir útskrift á fataiðn- braut. „Ég hef engan sérstakan áhuga á að sauma galakjóla, það höfðar ekki til mín. Mér finnst meira spennandi að tengja einhvern veginn saman sauma- kunnáttuna og íslensk- una sem ég er að læra í Háskólanum. Ég gæti vel hugsað mér að vinna í framtíðinni við þjóðbúningasaum eða eitthvað annað þjóðlegt, þar sem út- saumskunnátta mín fær notið sín.“ Kápa úr leðri og önnur úr striga Eva saumar sín föt mikið sjálf og nýlega saumaði hún forláta kápu úr striga. „Þetta var nú bara einhver hugdetta og þessi kápa á bara að vera hversdagsflík. Ég er miklu stoltari af skósíðu leðurkáp- unni sem ég saumaði mér úr ótal leðurbútum. Hún er reyndar svo þung að ég get eiginlega bara skartað henni stutta stund í einu. Ég var talsvert lengi að koma þessari kápu saman og hversu ótrúlega sem það hljómar þá saumaði ég hana með gömlu Husgvarna vélinni minni, braut reyndar ótal nálar en allt hafðist það að lokum,“ segir Eva sem hefur undanfarið verið að sauma út augnsaum í sessu sem hún ætlar að setja á gamlan koll sem hún á. Vill ekki sjónvarp „Augnsaumur er ofboðs- lega seinlegur og í honum liggur mikil vinna. Ég er búin að vera rosalega lengi með þessa sessu. Ég gríp í þetta í hverjum einustu frímínútum í skólanum og öllum öðrum stundum sem gefast. Og ég tók þetta með mér til Fær- eyja í sumar þegar ég fór þangað með stórfjölskyldunni í tilefni af sjötugsafmæli afa míns, og þó pabbi minn og aðrir hafi gripið í þetta þar, þá hafðist ekki að klára þetta. Reyndar eiga ansi margir í þessari sessu, því margir hafa feng- ið að grípa í og sauma. Til dæmis voru franskir strákar að vinna með mér í sumar á Hótel Skaftafelli í Freysnesi, og þeir voru mjög sólgn- ir í að grípa í og sauma. Þeir höfðu alist upp við að mömmur þeirra og ömmur höfðu látið þá hjálpa sér við ísaum,“ segir Eva sem býr í her- bergi í nágrenni Iðnskólans, umvaf- in gömlum húsgögnum og hlutum með sál og rúmfatageymslan henn- ar er full af garni og saumadóti. Og hún vill ekki hafa sjónvarp hjá sér, af því henni finnst miklu skemmti- legra að hlusta á útvarpið og sauma út á meðan.  HANDVERK | Eva Bjarnadóttir saumar út á síðkvöldum og hlustar á gömlu góðu gufuna Fallegur púði sem Eva saumaði út með gamla íslenska krosssauminum. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Sessan með augnsaumi sem margir hafa laumast í og tekið eitt spor í.Eva lætur fara vel um sig heima í herbergi í áttræðum sófa og með hannyrðir í höndunum. BÖRN allt niður í þriggja ára njóta góðs af tölvunotkun að því er ný dönsk könnun leiðir í ljós. Í Berlingske Tidende er greint frá því að niðurstöðurnar hafi vakið alþjóðlega athygli. Á þessum aldri þegar börnin hafa ekki náð valdi á ritmáli, geta ýmis myndaforrit hjálpað þeim að tjá sig í nýjan máta. Tölvunotkunin virðist bæta getu þeirra til að tjá sig og þau læra fljótt að nota tölvuna, að sögn Lis Jørgensen, eins af for- svarsmönnum könnunarinnar. Þrír leikskólar og frístunda- heimili í Esbjerg tóku þátt í könn- uninni og börnin lærðu á forrit eins og Paint Shop Pro sem m.a. er notað við flókna myndvinnslu. Reynslan sýndi að börnin prófuðu sig áfram og hjálpuðust að við að finna réttar lausnir. Að mati Car- sten Jessen, vísindamanns við danska Kennaraháskólann, benda niðurstöður könnunarinnar til þess að tölvur geti hjálpað þeim nemendum sem sýna slakan ár- angur í bóknámi. Tölvur ættu auk þess að vera til í öllum leikskólum að hans mati.  MENNTUN | Tölvur Myndaforrit þroskandi fyrir börn frá 3 ára aldri Morgunblaðið/Kristján Þegar börnin hafa ekki náð valdi á ritmáli geta ýmis myndaforrit hjálpað þeim að tjá sig á nýjan hátt. Sjúk í saumaskap

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.