Morgunblaðið - 24.09.2005, Page 1

Morgunblaðið - 24.09.2005, Page 1
STOFNAÐ 1913 258. TBL. 93. ÁRG. LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Sér veröldina í formum Þórdís Zoëga hönnuður talar við efnin sem hún notar | 32 Lesbók | Svarta herbergið  Eros  Nútímahúsgögn Börn | Í réttum Gátur  Teiknimyndir  Verðlaunaleikur Íþróttir | Bikarúrslitaleikurinn í dag Enski | „Er rosalega mikið efni“  Ekki fyrir hjartveika „ÉG ÆTLAÐI ekki að gefast upp. Ég ætlaði ekki að vera neitt fórnarlamb. Þeir eiga að vera fórnarlömbin, ekki ég,“ segir kona sem vann í vikunni einkamál í Hæstarétti gegn þremur mönnum sem nauðguðu henni í ágúst árið 2002. Voru mennirnir dæmdir til að greiða henni 1,1 milljón króna í miskabætur. „Það eru þeir sem eiga að þjást. Það eru þeir sem eiga að loka sig inni, ekki ég.“ Ríkissaksóknari ákvað að ákæra mennina ekki á sínum tíma og var það mikið áfall fyrir konuna sem segist þá hafa upplifað gríðarlega höfnun. Ástæða þess að mennirnir voru ekki ákærðir var sú að rannsókn lögreglu á málinu var ábótavant. Mennirnir þrír voru ekki færð- ir til yfirheyrslu strax og ekki á sama tíma og segir lögreglan ástæðuna þá að hún hafi verið upptekin af rannsókn líkamsárásar sem fram- in var um sömu helgi. Atli Gíslason, lögmaður konunnar, segir það bera vott um að lög- reglan hafi talið mál konunnar léttvægara en líkamsárásina. Segir hann rannsókn málsins hafa misfarist og sérstaklega að tengja nauðg- unina við þær miklu sálrænu afleiðingar sem hún hafði. Telur hann ofuráherslu nauðgunar- rannsókna á líkamlega áverka í stað þeirra sálrænu alvarlegt mál sem þurfi að lagfæra. Glóðarauga sé litið alvarlegri augum en sár á sálinni sem taki áratugi að gróa ef þau grói á annað borð. „Afleiðingarnar eru jafn aug- ljósar þó að þær komi ekki fram í mar- blettum,“ segir hann og bendir á að aðeins um 20% kvenna sem sé nauðgað beri líkamlega áverka. Þá segist hann mótfallinn boðskap slagorðs- ins „nei þýðir nei“ sem hamrað hafi verið á undanfarin ár hér á landi, en ein helsta vörn ofbeldismannanna hafi verið sú að konan hafi ekki sagt „nei“ þegar þeir nauðguðu henni og að það hafi falið í sér samþykki hennar. Til bóta að sækja málið Konan segir þá upplifun að ganga í gegnum málaferlin hafa hjálpað sér að vinna sig út úr áfallinu sem nauðgunin olli. „Nú fer maður að lifa lífinu,“ segir hún. „Þetta tók þrjú löng ár, það er alltof langur tími, en svona er kerfið.“ Konan segist frá upphafi hafa verið vongóð um að vinna einkamálið gegn ofbeldismönn- unum. „Ég vonaði alltaf að einhver myndi hlusta,“ segir hún um þá ákvörðun að höfða málið. Lögreglan of upptekin af líkamsárás til að sinna nauðgunarmáli „Þeir eiga að vera fórnarlömbin – ekki ég“ Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is  Hræðslan | Miðopna HELDUR dró úr styrk fellibylsins Rítu í gærkvöldi, en búist var við að hann tæki land við strendur Texas í morgun. Var Ríta þá metin sem þriðja stigs fellibylur á Saffir- Simpson-mælikvarðanum og náði vindhraðinn í hviðum hennar 201 km/klst. Þrjár milljónir manna höfðu flúið heimili sín í Texas og Louisiana og 24 eldri borgarar létu lífið er kviknaði í rútu, sem flytja átti þá frá hjúkrunarheimili í öruggt skjól fyrir fellibylnum. Er talið víst að kviknað hafi í út frá súrefniskútum. „Við munum komast í gegnum þetta,“ sagði ríkisstjóri Texas, Rick Perry. „Verið róleg, verið sterk og biðjið fyrir Texas.“ Varnargarðar bresta Aðeins örfáum dögum eftir að náðst hafði að dæla öllu vatni burt úr New Orleans brustu varnar- garðar á 30 metra kafla við Pontch- artrain-stöðuvatnið í New Orleans með þeim afleiðingum að vatn rennur á ný eftir götum borgarinn- ar. Nýlega hafði verið bætt í sprungur á görðunum, sem felli- bylurinn Katrín olli í ágúst. Verkfræðingar á vegum banda- ríska hersins sögðu ekki víst að öll borgin færi á kaf á ný. Ítrekuðu þeir þó að varnargarðarnir réðu aðeins við 15 cm hækkun á vatni. Búist var við að Ríta myndi eyði- leggja allt að 5.700 heimili og að eyðileggingin yrði metin á rúma 500 milljarða króna. George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, sem er frá Texas, hafði áformað að sækja ríkið heim í gær en hætti við á síðustu stundu. Ástæðan sem hann gaf fyrir ákvörðun sinni var sú að hann vildi ekki vera fyrir björgunarmönnum sem væru í óða önn að búa ríkið undir komu Rítu. Þá höfðu þrjár milljónir manna flúið heimili sín og langar bílaraðir myndast. Sóttist umferðin seint og fjöldi bíla ofhitnaði og varð bens- ínlaus. Neyddust því margir til að skilja bifreiðirnar eftir en snúa sjálfir heim á ný. Aðrir ýttu bílum á undan sér til að spara bensínið. Reuters Maður reynir að fjarlægja rusl af varnargarði við New Orleans, sem vatnið flæðir yfir. Gera átti tilraun til að hlaða sandpokum ofan á garðinn. Flóðvarnargarðar að bresta við New Orleans Aukin bjartsýni eftir því sem dró úr krafti Rítu undan strönd Texas Eftir Jóhönnu Sesselju Erludóttur jse@mbl.is Jabaliya á Gaza. AP, AFP. | Fimmtán manns, hið minnsta, þar á meðal tvö börn, létu lífið og 83 særðust er pallbíll með heimagerðum flugskeytum sprakk á fundi Hamasliða í Je- baliya-flóttamannabúðunum á Gaza-svæð- inu í gær. Á palli bílsins voru grímuklæddir Hamasliðar sem voru að fagna brottflutn- ingi Ísraela frá Gaza-svæðinu og vekja máls á því að frá og með kvöldinu í kvöld stæði til að þeir hættu að bera vopn á almannafæri. Talið er að sprenginguna megi rekja til þess að ekki hafi verið rétt farið með sprengiefni á bílnum og því hafi flugskeytin sprungið. Vitni sagðist hafa séð mikinn reyk og sundurtætt lík. Enginn hefði í fyrstu áttað sig á því, hvað hefði gerst. Hamasliðar sök- uðu í fyrstu stjórnvöld í Ísrael um að bera ábyrgð á sprengingunni. Ísraelar neituðu því og hafa palestínskar öryggissveitir stað- fest, að um slys hafi verið að ræða. Það var Mahmoud Abbas, leiðtogi Palest- ínumanna, sem hvatti herskáa Palestínu- menn til að bera ekki vopn á almannafæri, til að slá á ringulreið í landinu. Reuters Palestínumenn bera særðan ungling inn á sjúkrahús eftir sprenginguna. Fimmtán far- ast í spreng- ingu á Gaza Tallinn. AFP. | Opinberar tölur í Eistlandi benda til þess að einn af hverjum 100 Eist- um á aldrinum 15–49 ára sé smitaður af HIV-veirunni. Utan Afríku er útbreiðsla veirunnar mest í þessu smáa ríki við Eystrasalt. Skráð tilfelli HIV-smits voru 4.910 árið 2004 og 468 nýsmitaðir hafa bæst í hópinn í ár. Um 1,4 milljónir manna búa í landinu. „Margir HIV-jákvæðir eru ekki skráðir í Eistlandi, svo raunverulegur fjöldi smit- aðra getur verið tvöfalt eða þrefalt meiri en opinberar tölur gefa til kynna,“ segir Jaak Aab, félagsmálaráðherra landsins. Hnattrænu samtökin gegn alnæmi út- hlutuðu Eistum í gær tæplega 385 millj- ónum íslenskra króna til að berjast gegn útbreiðslu HIV-veirunnar á næstu þremur árum. Er þetta til viðbótar 250 milljónum króna sem samtökin veittu Eistum til bar- áttu við veiruna fyrir árin 2003 til 2005. Er stefnt að því að komið verði í veg fyrir frekari útbreiðslu hennar fyrir lok ársins 2007. Útbreiðsla HIV er mest meðal ungs fólks í Tallinn, höfuðborg landsins, og í austur- hluta landsins, sem er að mestu byggður Rússum. Um 65% þeirra sem smitaðir eru af veirunni eru yngri en 25 ára og í hópi nýskráðra tilfella á árinu var þriðjungur konur, en þær voru í meirihluta meðal smitaðra á aldrinum 15–19 ára. Útbreiðsla HIV mest í Eistlandi ♦♦♦ Lesbók, Börn og Íþróttir í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.