Morgunblaðið - 24.09.2005, Side 6

Morgunblaðið - 24.09.2005, Side 6
6 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S LY F 29 50 6 09 /2 00 5 www.lyfja.is - Lifið heil Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd - Selfossi - Laugarási Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að kynna sér upplýsingar um notkun í fylgi- seðli. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingumumlyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf nema að ráði læknis. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. Nýtt í Lyfju Nicorette Freshmint 210 stk. 20% afsláttur í september LÁTTU REYKLAUSA DRAUMINN RÆTAST AFSLÁTTURINN GILDIR AF FRESHMINT 210 STK. 2 MG og 4 MG. CRAIG A. Davis, forstjóri og stjórnarfor- maður Century Aluminum, móðurfyrirtækis Norðuráls á Grundartanga, segir að þeim hugnist afar vel að standa í viðskiptum hér á landi og bindi vonir við að ráðast í frekari fjár- festingar hér í framtíðinni. Century Aluminum hélt stjórnarfund hér á landi í vikunni og voru framkvæmdirnar við stækkun verksmiðju fyrirtækisins á Grundar- tanga skoðaðar og aðstæður í Helguvík á Suðurnesjum, en fyrirtækið hefur undirritað viljayfirlýsingu með Suðurnesjamönnum um athugun á möguleikum á byggingu álvers þar, eins og kunnugt er. Könnun í Helguvík Davis sagði í samtali við Morgunblaðið að stækkun á verksmiðju fyrirtækisins á Grund- artanga væri í fullum gangi. Verksmiðjan hefði nú 90 þúsund tonna framleiðslugetu og unnið væri að því að stækka hana í 212 þúsund tonna framleiðslugetu á ári. Framkvæmdum við þann áfanga yrði lokið um mitt næsta ár. Síðan reiknuðu þeir með enn frekari stækkun og að þegar upp yrði staðið myndi verk- smiðjan geta afkastað 220 þúsund tonnum á ári og sú framleiðslugeta ætti að nást árið 2007. Að auki hefði verið gengið frá samningi við Orkuveitu Reykjavíkur um frekari stækk- un verksmiðjunnar upp í 260 þúsund tonna framleiðslugetu á ári, en sá samningur væri háður fyrirvara um að Orkuveitan gæti útveg- að viðbótarorku vegna þeirrar stækkunar tím- anlega. Frekari stækkun verksmiðjunnar á Grundartanga hefði ekki verið ákveðin enda þyrfti nýtt mat á umhverfisáhrifum og nýja orkusamninga til að það mætti gerast. Davis bætti því við að þeir hefðu mikinn áhuga á því að færa frekar út kvíarnar í starf- semi fyrirtækisins hér á landi og hefðu því undirritað viljayfirlýsingu með Suðurnesja- mönnum um könnun á byggingu álvers í Helguvík. Það mál væri á frumstigi og mikil vinna framundan hvað varðaði þróun og undir- búning verkefnisins áður en það kæmist á ákvörðunarstig. Ef hins vegar það yrði niður- staðan að ráðast í verkefnið færi eflaust vel á því að framkvæmdir hæfust ekki fyrr en að loknum þeim stórframkvæmdum sem nú stæðu yfir hérlendis. Þannig mætti draga úr þeirri niðursveiflu sem fyrirsjáanlega kæmi að loknum svo miklum framkvæmdum. Davis sagði að þeir hjá Century Aluminum teldu að Ísland hentaði afar vel fyrir frekari umsvif fyrirtækins. Þannig væri Ísland hlut- fallslega lítið land og þeirra fyrirtæki væri einnig lítið í hlutfalli við önnur fyrirtæki á þessum markaði. Þetta færi því vel saman, auk þess sem þeir hefðu mjög góða reynslu af viðskiptum sínum hér á landi. Lykilatriðið væri þó auðvitað að hér væri boðið upp á sam- keppnishæft orkuverð. Síðan væri hér stöðugt og jákvætt viðskiptaumhverfi og vel menntað vinnuafl og að öllu þessu samanlögðu teldu þeir Ísland afar heppilegan vettvang fyrir frekari umsvif fyrirtækisins á sviði álfram- leiðslu. Þar væri um gagnkvæman hag að ræða að þeirra mati. Lítið fyrirtæki Davis benti á að Century Aluminum væri lítið fyrirtæki og hefði ekki möguleika á að leita jafnvíða fyrir sér og stórfyrirtækin á þessum markaði, sem væru að skoða mögu- leika til fjárfestinga út um allan heim. Þeir yrðu hins vegar vegna smæðar fyrirtækisins að einbeita sér að færri möguleikum og hefðu gert það í gegnum tíðina, en reyndu jafnframt að vera fljótir og einbeittir að grípa mögu- leikana þegar þeir gæfust og að ákvarðana- töku kæmi. Þannig hefði það til dæmis verið þegar þeir hefðu keypt Norðurál af Keneth Peterson í apríl í fyrra, en einungis mánuði síðar eða í maímánuði hefði verið búið að ákveða stækkun verksmiðjunnar úr 90 þúsund tonnum í 212 þúsund tonn. Century Alminum var gert að almennings- hlutafélagi og skráð á Nasdaq-hlutabréfa- markaðinn í New York árið 1996. Framan af var fyrirtækið fyrst og fremst í úrvinnslu á áli, en hefur í seinni tíð einbeitt sér að álfram- leiðslu og báxít- og súrálsvinnslu. Rúmlega 700 þúsund tonn Davis sagði aðspurður það alveg rétt að ál- verð á heimsmarkaði væri nú mjög hátt í sögulegu samhengi eða um og yfir 1.900 dalir tonnið á álmarkaðnum í London, eins og borið hefur við að undanförnu. Álframleiðsla sé sveiflukennd starfsemi en menn séu þó al- mennt sammála um að þetta sé verulega yfir jafnvægisverði á áli þegar til langs tíma sé lit- ið. Almennt sé talið að álverð geti verið á bilinu 1.400 dalir tonnið og upp undir 1.650 dalir þegar horft sé yfir lengri tímabil. Davis ítrekar að fyrirtækið sé lítið á mæli- kvarða margra annarra fyrirtækja í áliðnaði. Þannig séu einungis sautján manns starfandi í aðalstöðvum fyrirtækisins og raunar hafi þrír þeirra bæst við á síðasta ári vegna fram- kvæmdanna hér á landi og kaupa á súráls- verksmiðju í Bandaríkjunum og báxítnámu á Jamaíka, en þar sé fyrst og fremst um að ræða bókara og endurskoðendur. Þegar stækkunin hér sé komin í gagnið muni fyrir- tækið framleiða rúmlega 700 þúsund tonn af áli samanlagt í verksmiðjum fyrirtækisins í Bandaríkjunum og hér á landi og þar af séu rúmlega 200 þúsund tonn framleidd hjá Norðuráli á Grundartanga. „Við sjáum Ísland sem mjög góðan stað til að standa í viðskiptum. Við höfum góða reynslu af því að standa í viðskiptum hér og erum áhugasamir um framhaldið,“ sagði hann og bætir við að Norðurál hafi í raun verið ávöxtur af frumkvöðulsstarfi Kenneths Peter- sons, fyrrverandi eiganda fyrirtækisins. Þeir hafi ákveðið að starfa áfram í sama anda og hann og vilji að fyrirækið sé sem mest ís- lenskt. Þannig sé bankafyrirgreiðsla vegna stækkunarinnar fengin hjá íslenskum bönk- um, notast sé við íslenska verkfræðinga og hönnuði vegna stækkunarinnar og þannig megi áfram telja. Þá sé nánast allt starfsfólk fyrirtækisins íslenskt eða einungis tveir starfsmenn af erlendum uppruna, sem fengnir hafi verið vegna sérþekkingar og reynslu af álframleiðslu. Fram kom að hjá Norðuráli störfuðu um 200 manns áður en til stækkunarinnar kom. Nú er búið að bæta við um 80 manns vegna stækkunarinnar og á eftir að ráða 60–70 manns til viðbótar að fyrirtækinu. Stjórn álfyrirtækisins Century Aluminum, eiganda Norðuráls, fundaði hér í vikunni Áhugi á frekari fjárfestingum hér á landi í framtíðinni Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls, var með stjórnarfund hér á landi í vikunni og voru aðstæður á Grundartanga og í Helguvík skoðaðar. Craig A. Davis, forstjóri og stjórnarformaður fyrirtækisins, segir að þeir séu áhugasamir um frekari fjárfestingar hér á landi. Craig A. Davis, stjórnarformaður og forstjóri Century Aluminum, með Árna Sigfússyni, bæjar- stjóra í Reykjanesbæ, á vettvangi í Helguvík í vikunni þegar kannaðar voru aðstæður þar. Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is LANDSVIRKJUN hyggst efna til samkeppni um orkumál í grunnskól- um landsins og í kjölfarið verður fulltrúum grunnskólanema boðið að taka þátt í að leggja hornstein að Kárahnjúkavirkjun í vor. Í bréfi til skólastjórnenda kemur fram að Landsvirkjun hafi á undan- förnum árum stutt vinnu við eflingu á fræðslu um orku og orkumál í grunnskólum. Í því sambandi er minnst á námskeið fyrir kennara, svonefnt Nordlab-verkefni, orkuvef, orkuþing skóla og fræðsluvef Lands- virkjunar. Hornsteinn verði lagður að stærstu virkjun Íslandssögunnar, Kárahnjúkavirkjun, í vor og bjóði Landsvirkjun fulltrúum ungu kyn- slóðarinnar að taka þátt í að leggja hann. Til að velja þessa fulltrúa verði efnt til samkeppni eftir áramót þar sem nemendum verði boðið að vinna verkefni tengd orkumálum og verði þau sniðin að mismunandi aldurs- stigum grunnskólans. Nemendum í 1.–4. bekk verður boðið að myndskreyta sögu eftir Yrsu Sigurðardóttur, barnabókarit- höfund og verkfræðing við Kára- hnjúkavirkjun. Sagan leitast við að svara spurningunni: Hvað er raf- magn? Nemendum í 5.–7. bekk verður boðið að fjalla um raforkuvinnslu þar sem ýmsir valkostir bjóðast. Nemendum í 8.–10. bekk verður boðið að gera kynningu um Kára- hnjúkavirkjun og má nálgast verk- efnið á ýmsan hátt. Segir að um áróður sé að ræða Ögmundur Jónasson alþingismað- ur gagnrýnir þessa fyrirætlun á heimasíðu sinni, segir að um áróður sé að ræða og Landsvirkjun beri að draga bréfið til baka. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að norræna ráðherranefndin hafi átt frumkvæði að Nordlab-hópnum þeg- ar í ljós hafi komið að kennsla í raun- greinum væri ekki nógu góð í sam- anburði við gang mála í Singapúr. Íslenski hópurinn hafi fengið það verkefni að skoða hvernig orka og orkumál ættu að koma betur inn í raungreinakennslu. Þessi hópur hafi haft frumkvæði að því að hafa sam- band við Landsvirkjun, samstarfið hafi staðið yfir í nokkur ár og sam- keppnin á næsta ári sé í beinu fram- haldi af því. Verkefnin séu enda í mótun í samráði við skólafólk sem hafi sinnt fræðslu um orkumál. „Við viljum leggja upp efni sem skólarnir geta nýtt sér og síðan er það hvers og eins hvort þeir vilja taka þátt í þessari samkeppni eða ekki,“ segir hann. Undirbýr samkeppni um orkumál í skólum HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fimmtugs- aldri, Trausta Finnbogason, í tveggja ára fangelsi fyrir ránstilraun og líkamsárás, þjófnaði og fíkniefna- brot. Þá var 18 ára gamall piltur dæmdur í 5 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir aðild að ránstilraun- inni. Þeir voru einnig dæmdir til að greiða manni, sem þeir réðust á, 600 þúsund krónur í bætur. Fram kemur í dómi héraðsdóms, að Trausti hafi viðurkennt að hafa ráðist á karlmann á sextugsaldri og reynt að ræna hann peningum. Ját- aði hann að hafa barið manninn með kylfu í höfuðið en ekki oftar en einu sinni eða tvisvar. Á höfði mannsins, sem ráðist var á, voru sex skurðir eftir högg og þótti dómnum ekki var- hugavert að telja sannað að ákærði hefði slegið hann sex sinnum í höf- uðið með kylfunni. Ákærði á að baki nokkurn sakaferil og hefur frá árinu 2000 hlotið fjóra refsidóma fyrir hegningar- og fíkniefnalagabrot. Í niðurstöðu dómsins segir m.a. að ránsbrot ákærða hafi verið bæði fruntalegt og hættulegt. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari dæmdi málið. Verjandi Trausta var Örn Clausen hrl. og verjandi með- ákærða Magnús B. Brynjólfsson hdl. 2 ára fang- elsi fyrir ránstilraun og árás

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.