Morgunblaðið - 24.09.2005, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 21
ERLENT
VERA Oskina fæddist
inn í stóra fjölskyldu í
Krasnojarsk-héraði í
Síberíu og var ein sex
systkina. Aðeins Osk-
ina, ásamt einum
bróður, komst til
menntunar en hún er
með kandídatsgráðu í
félagsfræðum. Segist
hún hafa tekið þátt í
félagsstarfi af ýmsum
toga frá því hún muni
eftir sér. Hafi skírnar-
nafn hennar, Vera,
sem merkir trú, ætíð
knúið hana áfram í leit
að lausnum til handa
þeim, sem höllum fæti standa og
þurfa aðstoðar við.
Með þessi baráttumál komst hún
inn á rússneska þingið, dúmuna,
þar sem hún berst nú fyrir aukinni
þátttöku kvenna í stjórnmálum
landsins. Hún segist fljótlega hafa
áttað sig á því, eftir að hún hóf störf
í dúmunni, að til þess að finna lausn
við fjölmörgum vandamálum sam-
félagsins þurfi kvenlegt innsæi. Því
hafi hún séð sig knúna til að vinna
markvisst að því að fá fleiri konur
til starfa í stjórnmálum.
Oskina segir konur aðeins vera
einn tíunda hluta af stjórnmála-
mönnum Rússlands, á meðan þær
eru um þriðjungur hér á landi.
,,Í Suður-Kákasusfjöllum er hlut-
fallið jafnvel enn minna, allt niður í
5%,“ segir hún. ,,Ég veit ekki ná-
kvæmlega hvernig
þessu er háttað um
allt Rússland en ég
veit hver staðan er í
Krasnojarsk-héraði
sem ég er fulltrúi fyr-
ir. Þar er stjórnmála-
þátttaka kvenna mjög
lítil. Af 57 borgar-
stjórum í héraðinu er
til að mynda aðeins ein
kona.“
Oskina upplýsir
blaðamann um það, að
Krasnojarsk sé ekki
neitt smáhérað, það sé
meira en 20-sinnum
stærra en Ísland og
þar búi þrjár milljónir manna.
,,Það hefur samt myndast hefð
fyrir því í rússneskum stjórnmálum
að konur fari með félagsmál. Það er
í raun litið svo á, að málefni fjöl-
skyldu, heilbrigðis-, menntunar og
menningar séu kvenna en ekki
karlmanna að sjá um. Viðskipti og
fjármál eru hins vegar í höndum
karlanna. Af 29 sérnefndum dúm-
unnar eru fjórar þar sem konur
stjórna; heilbrigðis-, æskulýðs-,
fjölskyldu- og umhverfisnefnd.
Oskina segir karlmenn vera í flest-
um ráðandi stöðum í ríkisstjórn
Rússlands en líklega séu konur í
einhverjum tilfellum varamenn.
Segist hún fyrst og fremst vinna
að því að fá konur í landinu til að
kjósa konur og treysta konum til að
taka pólitískar ákvarðanir. Vanda-
málið sé ekki það að í Rússlandi
finnist ekki konur til að sinna
stjórnmálum, vandinn sé hins vegar
að fá þær kosnar inn á þing.
Liggur vandinn hugsanlega í því
að kjörsókn sé minni meðal kvenna
en karla?
,,Nei, ég tel víst að konur séu
meirihluti kjósenda. Vandinn liggur
hreinlega í hefðinni. Í Rússlandi er
mjög sterk fjölskylduhefð og það er
viðtekin skoðun, að konan eigi að
vera heimavinnandi og sjá um
börnin. Það er líka mikill ótti við
femínisma í landinu, því þar er
þetta tiltölulega nýtt fyrirbæri.
Margir setja enn samasemmerki á
milli þess að vera femínisti og að
hata karlmenn. Nei, vandinn er að
fá konur í landinu til að brjóta
þessa fjölskylduhefð og leyfa kon-
um að taka þátt í stjórnmálum
landsins, annars breytist ekki neitt.
Við þurfum að fá konur til að kjósa
konur.“
Oskina segist halda námskeið,
fundi og erindi fyrir konur vítt og
breitt um Rússland þar sem hún
hvetji þær til að styðja aðrar konur
í stjórnmálum. Markmið sé að sýna
þeim fram á, að karlmenn geti ekki
leyst öll mál einir, konur þurfi líka
að taka þátt og láta sína rödd heyr-
ast.
,,Kynin hafa einfaldlega misjöfn
áhugamál og innsæi og við verðum
að láta báðar raddirnar heyrast,
annars stöðnum við,“ sagði Vera
Oskina að lokum.
Jafnréttisnefnd Evrópuráðsins hélt fund hér á landi fyrr í mánuðinum.
Vera Oskina, þingkona frá Rússlandi, var ein þeirra, sem hann sátu.
Jóhanna Sesselja Erludóttir ræddi við hana og fékk að vita hvernig
unnið er að því að fá konur til að taka þátt í rússneskum stjórnmálum.
Konur þurfa að kjósa konur
Vera Oskina
London. AP. | Ekkja eins mannanna
fjögurra, sem frömdu hryðjuverkin í
London 7. júlí síðastliðinn, sagði í
gær í viðtali við breska dagblaðið
Sun, að róttækum múslímum hefði
tekist að eitra hug hans.
Samantha Lewthwaite sagði, að
maður hennar, Jermaine Lindsay,
hefði verið tíður gestur í moskum
víða á Englandi en bæði höfðu þau
snúist til íslamstrúar.
„Það er skelfilegt að hugsa til
þess, að þessum mönnum skyldi hafa
tekist að eitra allt hans sálarlíf.
Hann, sem var svo saklaus, allt að
því barnalegur. Líklega hefur hann
verið auðveld bráð,“ sagði Lewth-
waite. Talið er, að Lindsay hafi
sprengt sprengju sem varð 26 manns
að bana.
Aðeins hálfum mánuði eftir
hryðjuverkin ól Lewthwaite manni
sínum dóttur en fyrir áttu þau son á
öðru ári. „Að því kemur, að ég verð
að segja þeim hvað hann gerði,“
sagði Lewthwaite.
AP
Kona með dagblaðið The Sun en á
forsíðunni er mynd af Samönthu
Lewthwaite með unga dóttur sína.
„Líklega
hefur hann
verið auð-
veld bráð“
HOLLENSKI sólarbíllinn Nuna 3 er talinn sigurstranglegastur í keppni
sólarbíla sem hefst í Ástralíu um helgina. Hollenska keppnisliðið sigraði í
tveimur síðustu keppnum, á árunum 2001 og 2003. Í síðari keppninni setti
liðið met, ók um 3.000 leið þvert yfir Ástralíu á 30 klst. og 54 mínútum.
&
!
' ! ('$ )
!&
$ $
*! ( + ,
-
. /
'
'- !
$)-4 ",- /5<,B-4 "0' $7 'C>-= /3''-'
,I
40",4-= ", ;" )) ) 6
4 7",
;@6 '' " ' 6G))
'
$7 6$0)* 4'5= 4 " ' 6@) 4 $7 =37-6"7) ",
36*-0$,, ) ", '$)
4 ) 6
4 5!*"4
/,
4
;@6 '
"= *",4-, = = ! 66 "0) , ,
0/6"46- )E,!
B6
,6>B ' !C>
0
, ;,
-) $7 061 <5))-=
B6/6
4
", '$)-4 ) 6
4 ;,"E)
B67" 6-' @
,
0=
7' $7 !'C>
; 0," 4 '
010 9$66"'!-, B6
,;@661
7,
4 @ !"..' '' 5
5,-'-= $7 23*0.456
7 !
"8*9:0*
;<!
.10499
=!
*000>9**"
?<@!
3:>*AB9:02A
;7<?!
B69121A
@;?!
.*3:.*
49"
;!
>.0*C864*A*.
!
.9D:0
9,A49"
+ 9E!
,!= 4 4 ="4 !"..' '' ",
4 /
''
$7
=@4
;@6
"= /A7) ",
4
!
<*",) E0 ,
O),
6@- ="4 B6
,$,!-'' " ''
: ;E,>-' ="7
;@6
,' , "!! *",
="4 =" ,
"' !@6B*3))
0 $,!- @ ,
0/634-'-=
"..' ' /"0) !61
01/1 5 -''-
7
4
)
4
,)@=
J!61 1 5 6
-7
,
7
4 @61K
?!-="'' <-,0
4 '"=
)
4
, 5 >3
)34-= $7 ="7
"!!
!
6"'7-, "'
) 6 !61 "1/1
4 )
4
,)@=
Hollenskum sólarbíl spáð sigri