Morgunblaðið - 24.09.2005, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 29
MINNSTAÐUR
Selfoss | „Það má segja að bókin og
diskurinn séu fræðslu- og skemmti-
efni fyrir börn á öllum aldri til að
kenna þeim um dagana og hvernig
tíminn líður. Einnig til að kenna þeim
að bera virðingu fyrir hvert öðru og
náttúrunni,“ segir Kristín Björk Jó-
hannsdóttir þroskaþjálfi og kennari
sem ásamt Guðrúnu Þórarinsdóttur
sérkennara hefur sent frá sér bókina
og hljóðdiskinn Dagasögur. Þær
starfa báðar við sérdeild Vallaskóla á
Selfossi þar sem Kristín Björk er
deildarstjóri. Efni bókarinnar og
framsetning þess hefur verið að
þróast hjá þeim undanfarin ár í
kennslu og vinnu með börnum. Daga-
sögur eru gerðar til að fræða börnin
um vikudagana og athafnir daglegs
lífs á lifandi og skemmtilegan hátt.
Hver dagur á sinn gest sem kemur í
heimsókn og flytur boðskap í tali og
tónum. Sögurnar eru lesnar á hljóð-
diskinum og umhverfishljóð ýta undir
frjóa hugsun sem og myndirnar í
bókinni. Lög og texta er auðvelt að
læra og hrífa börnin með í söng og
hreyfingu. Þá eru sögurnar hvetjandi
fyrir málvitundina og þær ýta undir
áhuga á lestri. Efni bókarinnar tekur
mið af kenningu Howards Gardners
um fjölgreind þar sem greind er skipt
niður í átta svið. Dagasögur mæta
mismunandi þörfum nemenda með
því að nálgast efnistök á fjölbreyttan
hátt.
Þroskandi efni
„Markmið okkar með þessu er að
efla málþroska, tímaskilning og lífs-
leikni barna og auka vellíðan þeirra
um leið,“ segir Kristín Björk en bókin
er tileinkuð dóttur hennar Hrafnhildi
Guðmundsdóttur 13 ára sem er með
hrörnunarsjúkdóm. Henni nýtist efni
bókarinnar mjög vel þar sem hún er
orðin blind vegna sjúkdómsins. Sem
heilbrigt 5 ára barn tók Hrafnhildur
þátt í að búa til efnið með móður
sinni.„Þegar Hrafnhildur fór að finna
fyrir sínum sjúkdómi þá hjálpuðu
sögurnar henni að skynja hvernig
tíminn líður og þannig veittu daga-
gestirnir henni öryggiskennd. Það
gerist í gegnum það að dagahugtökin
verða hlutbundin í sögunum,“ segir
Kristín Björk.
„Það var okkur gott leiðarljós við
gerð bókarinnar og lokafrágang að
finna hvernig Hrafnhildur gat nýtt
sér efni bókarinnar,“ segir Guðrún en
hún og Kristín Björk hafa unnið að
lokagerð efnisins undanfarin tvö ár.
Afl tveggja fjölskyldna
Sögumaður í bókinni er Sigurgeir
Hilmar Friðþjófsson kennari og leik-
ari og tónlistin er unnin af Ólafi Þór-
arinssyni tónlistarmanni, bróður
Guðrúnar, Björn bróðir þeirra samdi
eitt lag og einnig kona Björns, Sigríð-
ur Birna Guðjónsdóttir. Guðlaug
Ólafsdóttir, dóttir Ólafs, syngur lögin
ásamt Ólafi og Jóhönnu Ýr Jóhanns-
dóttur sem er systir Kristínar Bjark-
ar. Þannig kemur meginsköpun bók-
arinnar frá afli tveggja fjölskyldna en
Kristín Björk og Guðrún hafa verið
mjög samhentar í sinni vinnu. Bókina
og hljómdiskinn er hægt að panta á
netfanginu dagasogur@vallaskoli.is.
Efni fyrir öll börn
Þær Kristín Björk og Guðrún hafa
áður gefið út bókina Mál- og hreyfi-
þjálfun sem mikið er notuð í skólum
og segja þær Dagasögur vera hlið-
arefni sem hafi þróast hjá þeim. Þær
fengu styrk frá Kennarasambandinu
til útgáfunnar og einnig frá Blindra-
vinafélaginu. „Við viljum að þetta efni
sé notað með börnum, bæði í kennslu
og líka á heimilum. Efnið gefur
marga möguleika til að spinna út frá
með börnunum og það geta allir not-
að þetta, bæði skólar og fjölskyldur.
Þetta eru til dæmis góðar kvöldsögur
til að skapa ró fyrir svefninn,“ segir
Kristín Björk og báðar segjast þær
hafa prófað efnið bæði í skólanum og
heima og það virki vel.
„Við höfum auðvitað notað þetta
mest í okkar starfi í sérkennslunni
þar sem það virkar mjög vel við að
efla þroska og færni nemenda. Svo
má nota þetta í almennri kennslu sem
inngang eða kveikju að frekari vinnu í
ýmsar áttir,“ segja þær Kristín Björk
Jóhannsdóttir og Guðrún Þórarins-
dóttir sérkennarar á Selfossi.
Gefa út bókina og
hljómdiskinn Dagasögur
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Hróðugir útgefendur Vinkonurnar Guðrún Þórarinsdóttir og Kristín
Björk Jóhannsdóttir með nýútkomnar Dagasögur, bók og hljómdisk.
ÁRBORG
Miðasölusími: 551 1200
Miðasala á netinu: www.leikhusid.is
Frábær saga!
Sýning í kvöld!