Morgunblaðið - 24.09.2005, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 24.09.2005, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING EINHVERNTÍMANN var því hald- ið fram að La Traviata eftir Verdi væri í raun grínópera. Aðalsöguper- sónan, vændiskonan Víóletta, er hald- in berklum en syngur samt fullum hálsi fram í andlátið … er ekki eitt- hvað undarlegt við það? Frumflutn- ingur þessarar ástsælu óperu var líka hálfgerður brandari; risavaxin fitu- bolla var í hlutverki Víólettu og að sjá hana leika fagra gleðikonu sem deyr úr tæringu þótti beinlínis fyndið. Ef marka má undirtektir áheyr- enda á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands í Háskólabíói á fimmtudagskvöldið var frammistaða Sigrúnar Hjálmtýsdóttur talsvert meira sannfærandi. Þar söng hún É strano úr La Traviata og gerði það með svo mögnuðum tilþrifum að tón- leikagestir bókstaflega æptu af hrifn- ingu. Skammarlegur hljómburðurinn í Háskólabíói náði ekki að eyðileggja rödd söngkonunnar eins og svo oft vill verða og var útkoman verulega skemmtileg. Svipaða sögu er að segja um margt annað á efnisskránni; arían Glitter and be gay úr óperunni Birtingi eftir Bernstein, þar sem gert er stólpagrín að ýmsum helstu óperuaríum tónbók- menntanna, var kostuleg í meðförum Diddúar og skondin svipbrigði henn- ar á meðan hún söng verða lengi í minnum höfð. Les oiseaux dans la charmille úr Ævintýrum Hoffmanns eftir Offenbach var líka prýðilega flutt; Diddú var þar í hlutverki syngjandi brúðu sem Martial Nardeau flautu- leikari og síðar Kurt Kopecky hljómsveitarstjóri þurftu að trekkja upp og uppskar það verðskulduð hlátrasköll áheyrenda. Því miður var sumt annað ekki eins gott; aría næturdrottningarinnar úr Töfraflautu Mozarts var að vísu flutt af viðeigandi krafti en efstu tónarnir voru ekki alveg hreinir. Og talandi um Mozart þá var hljómsveitarstjórn Kopeckys í forleiknum að óperunni Don Giovanni einkennilega flat- neskjuleg; dramað í upphafi kom máttleysislega út og húmorinn sem síðar tekur völdin missti marks. And- stæður í túlkuninni voru takmark- aðar, ef nokkrar. Hin ægifagra aría Dvoráks, Söngur til mánans úr óp- erunni Rúsölku, hljómaði sömuleiðis eins og í sápuóperu; vissulega var söngurinn hrífandi en stuðningurinn sem Diddú fékk frá hljómsveitinni var enginn, a.m.k. virtist innlifun hljómsveitarstjórans vera af skorn- um skammti. Kopecky má þó eiga það að forleikurinn að Birtingi Bern- steins var glæsilegur; þar voru öll lit- brigði á sínum stað og krafturinn fékk að njóta sín til fulls. Tæknilega séð var hljómsveit- arleikurinn yfirleitt nokkuð góður; helst mátti finna að ósamtaka fiðlu- spili í forleiknum að La Traviata og í Slavneskum dansi eftir Dvorák, en það var dálítið pínlegt, enda staðirnir í tónlistinni fremur viðkvæmir. Ann- að kom betur út; forleikurinn eftir Bernstein var t.d. nákvæmur og for- leikurinn að Don Giovanni var ágæt- lega spilaður í sjálfu sér þó hann væri leiðinlega túlkaður. Eins og fram er komið voru tón- leikarnir kryddaðir með ýmsum uppákomum á borð við upptrekkta brúðu og grínaríu en mest kom á óvart að tenórarnir Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Gunnar Guðbjörns- son skyldu dúkka upp með sína rauða rósina hvor og syngja saman í lokin í É strano úr La Traviata. Þeir færðu svo Diddú rósirnar á eftir og miðað við fagnaðarlætin er ég viss um að margir tónleikagestir hefðu viljað gera slíkt hið sama. TÓNLIST Háskólabíó Tónlist eftir Verdi, Bernstein, Offenbach og fleiri. Einsöngur: Sigrún Hjálmtýsdótt- ir (Diddú). Hljómsveitarstjóri: Kurt Ko- pecky. Fimmtudagur 22. september. Sinfóníutónleikar Æptu af hrifningu Sigrún Hjálmtýsdóttir Jónas Sen F erillinn er orðinn lengri en ég hefði haldið og spannar fleiri ár en mér finnst hann hafa gert,“ segir Þór- dís Zoëga og bætir hálfhissa við að árin séu orðin hvorki fleiri né færri en 25. Hún kom heim frá námi í Kaup- mannahöfn árið 1981 og hefur hannað fjölda gripa og innréttinga, allt frá sófanum Mosa fyrir heimssýninguna í Hannover, til húsgagna í Höfða og vinnuaðstöðu í Íslenskri erfðagrein- ingu og í höfuðstöðvum Olís. Hlýleg móttaka mosaþembu Á yfirlitssýningunni í Gerðubergi verða bæði húsgögn eftir Þórdísi og ljósmyndir af verkum hennar. „Þarna verða líka ljósmyndir sem ég hef sjálf tekið úti í náttúrunni. Ég hef alltaf haft mikinn ljósmyndaáhuga. Á sýning- unni kemur því fram hvaðan ég fæ hug- myndir,“ segir hún. – Þú sækir þínar hugmyndir sem sé í náttúr- una? „Greinilega meira en ég gerði mér grein fyr- ir. Ég hef mikla ánægju af því að vera í nátt- úrunni og horfa á formin og litina. Mér hefur alltaf þótt gott að vera úti og horfa á himininn og fjöllin. Ég hef reyndar líka gaman að því að vera í stórborgum og held að óbeint sé ég alltaf að leita að formum,“ segir hún og bætir einlæg við eftir stutta stund: „Veistu, ég sé form út úr öllu.“ – Húsgögnin þín hafa athyglisverð nöfn, Uggi, Kría, Spói, Tjaldur, Stelkur og svo fram- vegis. Mjög náttúrulegt. „Já, áhuginn á náttúrunni sést í nafnavalinu. Þegar ég hannaði sófann Mosa vildi ég vinna sófa sem væri þægilegt að setjast í og var í mun að hann tæki hlýlega á móti fólki. Og hvað er betra en að setjast í mosaþembu? Sófinn varð hreinlega að heita Mosi,“ segir Þórdís glettin. Hún bætir við að fuglanöfnin komi oft til vegna þess að hún vinni gripina á veturna og klári þá á vorin. Þá séu fuglarnir farnir á stjá og fljúgi frá henni, rétt eins og tilbúin verk hennar sem fái nöfn þeirra. Steinbítur frá stríðsárunum – En hvað fer um huga Þórdísar þegar hún lítur yfir ferilinn? „Kannski fyrst og fremst það að ég hef feng- ist við margt mjög skemmtilegt í gegnum tíð- ina. Þetta hefur verið góður ferill en ekki alltaf auðveldur. Erfiðleikarnir gleymast þó fljótt. Af einstökum viðburðum gæti ég nefnt sam- keppni Reykjavíkurborgar árið 1997 um hönn- un nýrra húsgagna fyrir móttökusal Höfða. Tillögur mínar hlutu aðalverðlaun og voru not- aðar. Borgin á heiður skilinn fyrir framtakið. Það er sjaldan sem húsgagnahönnuðir fá tæki- færi til að vinna með byggingum á þennan hátt. Af einstökum eftirminnilegum verkum gæti ég nefnt stólana Sess og Ugga, sem ég klæddi með steinbítsroði og vöktu töluverða athygli. Ég lenti í mesta basli með að finna steinbítsroð sem ég gat notað því verkun þess hafði lagst af. Ég gróf hins vegar upp lager af steinbíts- roði frá stríðsárunum. Stóllinn Uggi var með langt og mikið bak og nafnið vísaði í langa ugga steinbítsins.“ – Hvað finnst þér annars skemmtilegast að hanna? „Ég hef gaman af því að vinna með efni sem eru nýstárleg. Ég vil láta efnið ráða ferðinni – tala svolítið við það og ná fram það besta í því. Ég vinn í raun fyrst með efnið og síðan sjálft viðfangsefnið. Mér finnst til dæmis gaman að vinna með gler. Það er ögrandi efni, getur brotnað og getur heldur ekki verið hvað sem er. Hins vegar er hægt að nýta það út í ystu æsar.“ – Hvað með muninn á því að hanna einstaka gripi eða til dæmis heilu innréttingarnar? „Ég hef meira gaman af því að hanna ein- staka hluti. Vinni ég einn ákveðinn hlut er hann kominn frá mér sjálfri en í innréttingum eru margir hagsmunir sem taka þarf tillit til. Hönnuðurinn er þá nokkurs konar verkstjóri og tínir til hugmyndir, væntingar og þarfir margra hópa.“ Breytt viðhorf til hönnunar Þórdís bendir á að það fari eftir stöðunni í þjóðfélaginu hversu mikið sé að gera í hönnun. „Í niðursveiflu er lítið að gera hjá hönn- uðum. Fyrirtæki breyta þá ekki hjá sér og allt liggur niðri. Lítið er um nýbyggingar og sér- hannaðar innréttingar. Við sáum slíka nið- ursveiflu til dæmis hefjast í kringum 1992 og standa í fjögur til fimm ár. Niðursveiflan breyttist í uppsveiflu og í dag er góður gangur í hönnun á Íslandi, þótt baráttan við ódýr, inn- flutt húsgögn sé reyndar hörð. Mikið hefur verið um nýbyggingar og eftirspurn eftir inn- réttingum,“ segir hún. – Hvað með viðhorf til hönnunar, hafa þau breyst? „Já, þau hafa breyst mjög mikið. Orðið hönnun hefur í gegnum tíðina ekki verið alveg rétt notað í íslensku máli. Við höfum notað hönnun um allt annað en það sem það átti að standa fyrir og sagt að hlutir séu hannaðir, sem lítið liggur í raun á bak við. Umræðan um hönnun hefur því farið dálítið út af sporinu. Nú þegar 50 ár eru síðan orðið hönnun var skráð sem nýyrði, er þetta hins vegar að breytast. Það er mun auðveldara að koma fram með ákveðnar vörur og hugmyndir í dag. Áður var ég hugsanlega spurð „hvort ég gæti ekki skroppið í kommóðuskúffuna og séð hvort ég ætti ekki eitthvað þar, svona því ég væri nú alltaf að búa eitthvað til“. Engum framleið- anda dytti í hug að segja slíkt í dag. Hönnun er langt og flókið ferli og menn hafa áttað sig á því. Hönnun er agað listform og ein af list- greinunum, þótt hún sé miklu yngri en til dæmis leiklist eða myndlist.“ Íslensk hönnun mjög flott – Hefur hönnun fallið í skuggann af öðrum listgreinum og gerir hugsanlega enn? „Staðan hér á landi er náttúrlega dálítið sér- stök. Hönnun hefur haft miklu hærri sess er- lendis en hér á landi. Hér fóru menn skilj- anlega ekki að óska eftir fallegra útliti húsgagna og heimila, þegar þeir voru enn að brauðfæða sjálfa sig og fjölskylduna. Evrópa var á sama tíma búin að fara í gegnum mörg skeið hönnunar. Hönnun hér á landi fær æ meiri athygli en við verðum að hafa í huga að saga hennar er ekki nema rétt um 50 ára. Íslensk hönnun sker sig að mörgu leyti úr og er mjög flott, hvort sem um er að ræða fata- hönnun eða til dæmis hönnun húsgagna og skartgripa. Íslenskir hönnuðir þora að gera það sem þeim dettur í hug. Engin landamæri virðast vera í hönnuninni,“ segir Þórdís. Sjálf virðist hún óhrædd við að gera hrein- lega það sem henni dettur í hug. Í vetur ákvað hún að taka sér frí frá hefðbundinni hönn- unarvinnu og kennir nú hönnunarsögu við Iðn- skólann í Reykjavík. Hún segir gaman að vera innan um ungt fólk sem sé að hugsa um hönn- un. En hvað tekur síðan við? „Það er alltaf eitthvað í farvatninu en ég tek hverju tímabili eins og það kemur,“ svarar hún brosandi og bætir síðan við: „Hvað sem ég geri verður það hins vegar alltaf tengt hönnun.“ Þórdís Zoëga á að baki langan feril sem hönnuður og í dag verður opnuð yfirlitssýning á verkum hennar í Gerðubergi að undangengnu Sjónþingi þar sem ferill hennar verður í brennidepli. Sigríður Víðis Jónsdóttir ræddi við Þórdísi um ís- lenska hönnun og heyrði af sófanum Mosa, náttúruáhuga og því hvernig Þórdís sér veröldina í formum. Talar við efnin og sér form úr öllu Sjónþing Gerðubergs með Þórdísi Zoëga er frá 13.30–16.00 í dag. Stjórnandi verður Tinna Gunnarsdóttir hönnuður og spyrlar þau Ólafur Óskar Axelsson arkitekt og Ólöf Erla Bjarnadóttir hönnuður. Í dag verður einnig opnuð í Gerðubergi yfirlitssýning á verkum Þórdísar. Hún er haldin í tilefni af 50 ára afmælisári Félags húsgagna- og innan- hússhönnuða og stendur til 13. nóvember. sigridurv@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Þórdís Zoëga ásamt stólnum Hnokka sem fékk aðalverðlaun Hönnunardags árið 1997. ’Áður var ég hugsanlegaspurð „hvort ég gæti ekki skroppið í kommóðuskúffuna og séð hvort ég ætti ekki eitt- hvað þar, svona því ég væri nú alltaf að búa eitthvað til“. Eng- um framleiðanda dytti í hug að segja slíkt í dag. ‘
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.