Morgunblaðið - 24.09.2005, Page 34

Morgunblaðið - 24.09.2005, Page 34
34 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Átt þú réttu græjurnar? Láttu áhugasama vita! Glæsilegur blaðauki um atvinnubíla og vinnuvélar fylgir Morgunblaðinu miðvikudaginn 5. október. Meðal efnis er: Vinnuvélar - það nýjasta á markaðnum Pallbílar - Græjur í bílana - Varahlutir Dekk - Vinnufatnaður fyrir veturinn og margt fleira Auglýsendur, pantið fyrir kl. 16:00 föstudaginn 30. september. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is GLUGGARNIR í gamla húsinu hennar Berg- ljótar Gunnarsdóttur eru sumir hverjir lista- verk, sprottin úr hugarheimi eigandans. Þeir eru í öllum regnbogans litum og munstrið fjölbreytt. Bergljót er heilluð af gleri og mós- aiki og innandyra hjá henni bera fjölmargir hlutir listasmíð hennar vitni. Þau eru mörg handtökin hennar í húsinu öllu, því hún gerði það sjálf upp nánast frá grunni, þegar hún keypti það í niðurníðslu fyrir þrjátíu árum. „Þetta var vissulega brjáluð vinna en húsið gjörbreytti um karakter og varð að mínu fyr- ir vikið. Hér er yndislegt að búa.“ Gerði við gamla kirkjuglugga í Sevilla á Spáni Bergljót hefur í áraraðir unnið með gler og mósaik. „Gleráhugann hef ég haft alveg frá því ég var barn og ég veit ekkert hvaðan hann kemur. Steindir gluggar fönguðu alltaf athygli mína þegar ég var lítil stúlka. List- ræna taugin er vissulega til staðar í fjölskyld- unni minni, því afi minn Magnús Jónsson guðfræðiprófessor var þekktur frístundamál- ari, Hanna systir mín hefur málað töluvert og Anna Jóa dóttir hennar er líka málari,“ segir Bergljót sem var lengst af sjálfmenntuð í list- inni. „Ég var orðin sextug þegar ég fór í fyrsta skipti til Ravenna á Ítalíu og lærði þar mósaikgerð. Ég er búin að fara tvisvar síðan, því mér finnst Ravenna æðisleg, enda er hún mósaikborg og þar er ótrúlega gaman að skoða sig um. Ég lærði blýglersgerð með Tiffanýs aðferð hjá Björgu Hauksdóttur þ.e. að gera þrívíð verk svo sem lampaskerma og fleira fyrir um fimmtán árum. Ég bjó um tíma í Sevilla á Spáni og þá fékk ég að hjálpa til á verkstæði hjá indælum karli sem var að gera við gamla kirkjuglugga og hann kenndi mér margt um glerið. Á sínum tíma lærði ég glerbræðslu og ég vann við það í nokkur ár en seldi ofninn minn og hef þar af leiðandi ekki sinnt því neitt síðan.“ Gaman að skera og brjóta Bergljót er með vinnustofu í kjallaranum heima hjá sér og þar heldur hún námskeið bæði í blýgleri og mósaiki og eins gerir hún verk eftir pöntun. En henni finnst ekki síður gaman að sitja úti á verönd og búa til listaverk, hvort sem það eru myndir, klukkur, borð eða spegl- ar, en hún ætl- ar að halda sölusýningu á mósaikspeglum í október. „Mósaikið er svo skemmtilegt að því leyti að möguleikarnir með efnivið eru endalausir. Hægt er að nota nánast hvað sem er, grjót, gler, grús, perlur, skeljar, brotið leirtau, þörunga og hvað eina sem fólki dettur í hug. Og mér finnst ekki síð- ur gaman að brjóta, skera og móta efnið sem ég ætla að nota hverju sinni.“ Bergljót vinnur líka mörg verka sinna á Bíldudal, en þar á hún hús í fjörunni sem hún gerði upp frá grunni, rétt eins og húsið sitt heima í Reykjavík. „Húsinu á Bíldudal fylgdi stór skúr sem við breyttum í vinnustofu og gestahús. Þessi skúr heitir Bláa skúrin, því þeir kvenkenna skúra á Bíldudal. Þarna hef ég átt margar góðar stundir,“ segir Bergljót og bætir við að hugmyndir að verkum komi stundum til hennar á nóttunni. „Þá vakna ég upp og stekk fram til að rissa þær niður svo þær hverfi ekki, eða hleyp til niður í vinnu- stofu og byrja strax að vinna.“ Hugmyndirnar vekja hana á nóttunni Bergljót Gunnarsdóttir horfir í einn af fjölmörgum mósaíkspeglum sínum. Eldhúsgardínurnar eru óvenjulegar, gerðar úr gleri og blýi með Tiffany-aðferð. Morgunblaðið/Kristinn Í mósaíki þessa spegils eru íslenskir steinar og í baksýn er litrík hurðin út á verönd.  HANDVERK Bergljót opnar sölusýningu á mósaíkspeglum hinn 1. október í versluninni Húfur sem hlæja á Lauga- vegi 70. Síminn hennar er: 551–3223. FATAVERSLUNIN Dress- mann í Noregi hefur tekið bol úr sölu eftir mótmæli frá umhverfissamtökunum Grønn Ungdom, að því er m.a. kemur fram á nett- avisen.no. Á bolnum sem um ræðir er mynd af sex nöktum konum og texti þar sem stendur: „Man’s essential guide to woman: Yes=No. No=Yes.“ Í opnu bréfi til stjórnar Dressmann spurði talsmaður Grønn Ungdom hvort þetta þýddi að Dressmann væri að hvetja karlmenn til að hlusta ekki á konur og jafnvel til nauðgana. Stjórnin við- urkenndi að bolurinn væri ekki æskilegur á markaðnum og tók hann í framhaldi úr sölu. Upplýsingafulltrúi Dressmann í Noregi segir að ákvörðunin byggist aðallega á gagnrýni Grønn Ungdom. Bolir teknir úr sölu  DRESSMANN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.