Morgunblaðið - 24.09.2005, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 37
DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG
Ódýrari bílaleigubílar fyrir
Íslendinga
Bílar frá dkr. 1.975 vikan
Bílaleigubílar
Sumarhús í
DANMÖRKU
www.fylkir.is sími 456-3745
Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur,
allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð.
(Afgreiðslugjöld á flugvöllum.)
Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna
og minibus, 9 manna og rútur með/
án bílstjóra.
Sumarhús
Útvegum sumarhús í Danmörku af
öllum stærðum, frá 2ja manna og
upp í 30 manna hallir. Valið beint af
heimasíðu minni eða fáið lista.
Sendum sumarhúsaverðlista;
Dancenter sumarhús
Lalandia orlofshverfi
Danskfolkeferie orlofshverfi
Hótel. Heimagisting. Bændagisting.
Ferðaskipulagning.
Vegakort og dönsk gsm-símakort.
Fjölbreyttar upplýsingar á
heimasíðu; www.fylkir.is
www.gisting.dk
sími: 0045 3694 6700
Ódýr og góð gisting
í hjarta Kaupmannahafnar
Þegar haldið er til London vel-ur fólk oft að gista á hóteli,njóta þess að þurfa ekki að
þvo rúmföt og láta dekra við sig en
að sama skapi kostar það alltaf sitt
og sumum líður hreinlega ekkert vel
á hóteli. Til eru ýmsir aðrir gisti-
möguleikar í London sem vert er að
gefa gaum þegar ferð stendur fyrir
dyrum.
Að tjalda í London er ódýrasti
gistimöguleikinn, fyrir utan að sofa
á götunni sem er ekki beint hægt að
mæla með. Helsti kostur þess að
tjalda í London er kostnaðurinn,
þ.e. 600 krónur á nóttina fyrir full-
orðna og 250 krónur fyrir börn.
Einnig er hægt að stunda ýmis
áhugamál á sumum tjaldsvæðunum
eins og golf, veiði og fuglaskoðun.
Helsti ókosturinn er þó að sjálf-
sögðu að fólk þarf að taka með sér
tjöld og útilegubúnað, jafnvel þó
hlífðarfatnaður sé ekki alveg eins
nauðsynlegur og á Íslandi, a.m.k. á
sumrin. Annar ókostur er að tjald-
stæðin eru öll staðsett í úthverfum
London og því tekur tíma að fara
inn í borgina með lest eða stræt-
isvagni. Þó taka öll ferðalög í Lond-
on tíma svo það ætti ekki að skipta
miklu máli. Lee Valley Regional
Park, The Elms og Abbey Wood
Crystal Palace eru tjaldstæði í út-
hverfum London.
Að gista á farfuglaheimili. Það
eru farfuglaheimili á víð og dreif um
London og eru þau frábær kostur
fyrir bakpokatúrista og þá vilja
bara henda sér upp í rúm og eyða
engum tíma á svefnstaðnum. Hægt
er að fá herbergi fyrir fjölskyldur
en fólk þarf oft að deila herbergi
með kannski 5 öðrum. Fyrir suma
er það ávísun á órólegan svefn þar
sem þeir geta ekki sofið fyrir
áhyggjum af því að veskið og vega-
bréfið verði horfin næsta morgun.
Baðherbergi er oftast frammi á
gangi og því deilt með öðrum. En í
raun er þetta mjög hentugur gisti-
möguleiki, oftast er tiltölulega stutt
í miðbæinn og verð á herbergi með
morgunmat er frá 1.300 til 3.000 kr.
á manninn. Fer það mikið eftir því
hversu margir deila herbergi.
Heimagisting eða Bed and
Breakfast er þægilegur gistimögu-
leiki í London og heimilin eru víðs-
vegar um borgina. Nóttinkostar um
5.000 krónur á mann og er morg-
unmatur þá yfirleitt innifalinn. Oft-
ast eru sjónvarp og sími í hverju
herbergi. Gaman er að sjá hvernig
bresk heimili geta verið og er þetta
því yndislega þægilegur gistimögu-
leiki. Maður getur jafnvel búist við
að húsfrúin gefi manni morgunmat
íklædd sloppi og með rúllur í
hárinu. Heimilislegt og huggulegt.
Að leigja íbúð. Kosturinn við það
er að fólk er ekki á hóteli, getur not-
ið þess að vera í fríi og t.d. eldað
sinn eigin mat. Verð á nótt fyrir
tveggja manna herbergi er mismun-
andi og lúxusíbúð í viku getur kost-
að um 250.000 krónur en að með-
altali er verð á tveggja manna íbúð í
kringum 11.000 krónur á nóttina og
vikan á 60.000 krónur. Þessi mögu-
leiki hentar því vel þeim sem vilja
dvelja lengi í London og njóta þess
að sofa í góðu rúmi og á sama tíma
vera sjálfstæðir með mat og þess
háttar. Þessar íbúðir eru flestar í
miðbænum og í vesturhluta London
svo að ef ætlunin er að vera mest í
miðbænum og á söfnum er þetta
fullkominn gistimöguleiki þar sem
ekki þarf að ferðast í klukkutíma
eða svo til að komast í menningu.
Að leiga síkjabát og sigla um sík-
in í London er skemmtilegur gisti-
möguleiki. Í raun eru engir bátar til
leigu í miðri London svo það verður
að fara aðeins út fyrir borgina, t.d.
til Broxbourne Herts, sem tekur um
hálftíma í lest frá miðbænum. Hægt
er að leigja 2-6 manna eða 8-12
manna báta, sigla til London og
leggja að ýmsum síkisbryggjum og
njóta London þannig á allt annan
hátt en fólk gerir vanalega. Hægt er
að fá grill, sjónvarp og hjól, en það
verður að panta það fyrirfram, og
þá er hægt að leggja að og hjóla svo
t.d. í bæinn. En ef ætlunin er að
sigla um í London verður að taka
það inn í myndina að ferðalagið
sjálft á síkjunum tekur sinn tíma
svo ekki er hægt að eyða öllu fríinu
í London sjálfri. Fólk þarf ekki að
hafa síkisbátaskírteini heldur er far-
ið yfir öll öryggisatriði og leiðbein-
ingar þegar báturinn er leigður.
Leiga á litlum bát í viku kostar
55.000–75.000 krónur og leiga á
stærstu bátunum, þ.e. fyrir 12
manns, er 110.000 til 180.000 krón-
ur. Fer verðið mjög mikið eftir því
hvort það er háannatími eða ekki.
LONDON | Gistimöguleikarnir eru margir og mismunandi
Gist um borð í báti?
Hvernig væri að gista á
bresku heimili næst
þegar skroppið er til
London? Nú eða leigja
síkjabát? Laila Sæunn
Pétursdóttir skoðaði
gistimöguleika í heims-
borginni.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Það er ekki nauðsynlegt að dvelja á hóteli og gæti verið skemmtilegt að gista á bresku heimili.
Síkisbátar
http://www.leevalleyboats.co.uk
Tjaldstæði
Lee Valley Park
http://www.leevalleypark.org.uk/
Sími 020 8529 5689
Elms Caravan and Camping Site
020 8803 6900
Chrystal Palace Parade
020 8778 7155
Farfuglaheimili
http://www.yha.org.uk
Gistiheimili
http://www.londonnet.co.uk/ln/
guide/accomm/bandb.html#full
Íbúðir
http://www.accommodationlond-
on.co.uk/apartments.htm
Höfundur er búsettur í Bretlandi.