Morgunblaðið - 24.09.2005, Síða 38

Morgunblaðið - 24.09.2005, Síða 38
38 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. R eiði. Ég upplifði mikla reiði.“ Þannig lýsir kona, sem á fimmtudag var dæmd 1,1 milljón króna í miskabætur í Hæstarétti úr hendi þriggja karlmanna sem nauðguðu henni í ágúst árið 2002, til- finningum sínum fyrst eftir að ofbeld- isverkið átti sér stað. Er hún kom á bráðamóttökuna á Landspítalanum í Fossvogi um nóttina var hún sam- kvæmt skýrslu læknis mjög óttaslegin, fékk grátköst og var eirðarlaus. Lík- amleg viðbrögð voru m.a. ör hjart- sláttur og niðurgangur sem eru al- geng viðbrögð við ofsahræðslu og hjá þeim sem upplifað hafa mikið áfall. Síðar fóru langtímaafleiðingar nauðg- unarinnar að koma í ljós. „Ég þorði ekki að vera heima fyrstu dagana á eftir. Þegar ég fór loks heim var ég með hnífa úti um allt og dregið fyrir alla glugga. Ég hafði ekki kveikt á neinum ljósum nema einum lampa inni í stofu. Mér fannst óþægilegt að vera ein og svaraði ekki dyrabjöllunni á kvöldin. Ég treysti mér ekki til þess.“ Á kvöldin fór hún ekki einu sinni út í búð af hræðslu við að rekast á of- beldismennina. „Ég fór ekkert út úr sveitarfélaginu. Ég þorði ekki að fara í bæinn eða upp í Breiðholt að heim- sækja mömmu mína,“ en í þeim bæj- arhluta átti nauðgunin sér stað. „Ég þori ekki ennþá til hennar.“ Í marga mánuði þorði hún ekki að fara í bæinn. Sálfræðingur sem hún var og er í meðferð hjá fylgdi henni þangað síðar og gekk það ágætlega. Er hún átti síðan að fara ein kom hræðslan aftur fram. „Ég var alltaf að finna einhverja afsökun fyrir að fara ekki en svo lét ég vaða. Það var ákveðinn léttir.“ Konan segist alltaf hafa verið hrædd um að mæta ofbeldismönn- unum óvænt og því hélt hún sig til hlés. Þorir ekki í sund Afleiðingar nauðgunarinnar hafa birst á margskonar hátt og atburðurinn haft gríðarleg áhrif á daglegt líf kon- unnar. Lýsandi dæmi um þann ótta sem hún bar í brjósti er sundferð sem mun seint líða henni úr minni. „Ég fór reglulega í sund en eftir [nauðgunina] þorði ég því ekki. Nema einu sinni, þá fóru kunningjahjón mín með mér í sund. Og þá komu þrír menn, bara einhverjir þrír menn, það var alveg nóg. Ég hef ekki farið í sund síðan.“ Konan segist því hafa verið mikið ein heima fyrst í stað ásamt dóttur sinni sem í dag er sextán ára gömul. „Maður verndar hana náttúrlega,“ svarar konan aðspurð um hvaða áhrif nauðgunin hafi haft á samband hennar við dóttur sína. „En síðan var það hún sem passaði mig.“ Fréttir af öðrum nauðgunum vöktu einnig miklar tilfinningar í brjósti konunnar og hún treysti sér ekki til að fylgjast með fréttatímum í sjón- varpi. Sá ótti er þó horfinn að mestu. Þá hefur hún ekki getað stundað fulla vinnu undanfarin ár. Þórunn Finnsdóttir sálfræðingur, sem tók á móti henni við komuna á bráðamóttökuna nóttina er nauðgunin átti sér stað, fylgdi henni eftir með sálfræðiviðtölum sem í dag eru orðin yfir fjörutíu talsins. Konan segir meðferðina hafa borið vissan árangur og að hún telji sig vera hafnaði mér e Hún segir a ar dyr væru l issaksóknari á beldismennina fund dómsmá hafa verið ára „En svo hey [Gíslason lögm hringdi í hann Hulda Rós Rú tíma lögmenn ítrekað eftir þ upp að nýju e Var þá tekin á einkamál gegn vannst í hérað fyrra og staðf nú í vikunni. Ætlaði ekki „Ég ætlaði ek ætlaði ekki að Þeir eiga að v ég,“ segir hún sem eiga að þ eiga að loka s allan tímann s upp.“ Konan segi vongóð um að ofbeldismönnu að einhver my um þá ákvörð Konan stefn og byggði krö sókn lögreglu ábótavant. He ekki var ákær hefði orðið fyr þeim sökum. V unni í héraðsd Í yfirheyrslu Í því baráttuf gengið í gegn ýmis atriði ko líðan hennar e Fyrst ber að verið var að t lögreglu dagin verið að yfirh inn í næsta he ekki hafa vita skýrslutöku þ henni fylgt út forsendu að m herbergi. „Þe skrítið. Það h segja mér frá Bara tilhugsu inum hugsanl En það eru sem konan ge riði sem að m vægileg en ge þá sem í hlut er milliþingha aðsdómi. Þá þ mæta sjálf en hússins var lis var konan þar beldismennirn fór konan þen ásamt sálfræð augun í nafnið Kom þá ákveð að hennar sög Hún segir þ málaferlunum fyrir héraðsdó ur árum eftir erfitt að rifja það hafi þó ek Litlu hefði má beldismennina Ef ekki hefði á batavegi þó enn sé langt í land. Og þó hún segi dóm Hæstaréttar ákveð- inn sigur ýfði hann einnig upp sárin. „Núna er ég ofsalega hrædd um að þeir hafi samband.“ Nú hafi því hræðslan, sem hún hefur verið að vinna sig frá undanfarin þrjú ár, blossað upp aftur. „Þegar síminn hringdi [eftir dóminn] og ég sá að það var leyninúmer, þorði ég ekki að svara.“ Hún segir því ákveðna afturför hafa orðið á batanum eftir að dóm- urinn féll. „Hræðslan er ennþá til staðar.“ Þrír á móti einum Nauðgunin átti sér stað í kjallaraíbúð í Breiðholti. Konan var gestkomandi í íbúðinni og í skýrslu sem tekin var af henni og mönnunum þremur kemur fram að þeir hafi allir tekið þátt í verknaðinum. Óttaslegin konan hreyfði ekki mótbárum og notuðu mennirnir þrír það m.a. sér til varnar fyrir dómstólum síðar. Sú staðreynd að hún hafi ekki brotist um eða mót- mælt með orðum þegar þeir nauðguðu henni töldu þeir til marks um sam- þykki hennar. Í dómi héraðsdóms frá því í nóvember á síðasta ári sem Hæstiréttur hefur nú staðfest, kemur hins vegar fram að miðað við lýsingu konunnar sem og ofbeldismannanna sjálfra af atburðinum sé ljóst að þeir hafi framið ólögmæta meingerð gegn henni og æru hennar. Klúður lögreglunnar Mennirnir þrír voru ekki yfirheyrðir á sama tíma og ekki strax eftir að nauðgunin átti sér stað en konan kærði nauðgunina um leið og hún slapp frá gerendunum. Nokkrir dagar liðu frá nauðguninni þar til tveir þeirra voru yfirheyrðir og var þá sá þriðji, sem færður var til yfirheyrslu daginn eftir atburðinn, laus úr haldi. Höfðu ofbeldismennirnir því langan tíma til að bera saman bækur sínar. „Honum var einfaldlega sleppt en það hefði átt að setja hann í gæslu- varðhald svo þeir gætu ekki borið sig saman,“ segir konan. Hinir tveir voru ekki yfirheyrðir fyrr en eftir átta daga „og þeir fengu bara boðskort,“ segir konan og á þar við að mennirnir hafi verið boðaðir til yfirheyrslu en ekki handteknir. Þetta þykja henni al- gjörlega óásættanleg vinnubrögð. „Þeir klúðruðu málinu,“ segir hún um rannsókn lögreglunnar. Lögreglan hafi einbeitt sér að verknaðarlýsing- unni en ekki afleiðingum nauðgunar- innar á sálarlíf hennar. Ekki sást lík- amlega á henni eftir árásina og það virðist hafa haft mikið að segja við rannsókn málsins. „En ég er ekki manneskja til að ráða við þrjá menn,“ segir konan. Hugsunin hjá sér hefði verið sú að streitast ekki á móti og fyrir dómi sagðist hún hafa verið nýbúin að sjá þátt þar sem það hefði komið fram. Hún hafi verið dofin og hrædd og hugsað um það eitt að halda lífi og að komast aftur til dóttur sinn- ar. Ekki ákært Ríkissaksóknari ákvað í janúar 2003 að fella niður saksókn vegna málsins þar sem rannsókn lögreglu hafi verið ábótavant og sönnunarbyrði ekki næg. „Ég upplifði þá mikla höfnun og var reið út í réttarkerfið,“ segir konan og getur þess að ákvörðun saksóknarans hafi komið sér mjög á óvart. Leið hún miklar sálarkvalir í kjölfarið. „Kerfið „Hræðslan e Hetjulegri baráttu konu sem nauðgað var af þremur mönnum unni þegar þeir voru í Hæstarétti dæmdir til að greiða henni en ríkissaksóknari ákvað á sínum tíma að ákæra ekki í málin var sú að rannsókn lögreglu væri ábótavant. Konan höfðaði þ og segir í viðtali við Sunnu Ósk Logadóttur að með hæstarét hafi brot mannanna verið viðurkennt. „Ég hef fengið uppreis kafli í lífinu er að hefjast,“ segir konan. En hræðslan er enn t Kona sem fór í einkamál við ofbeldismenn eftir „KERFIÐ HAFNAÐI MÉR EN HÉLT MEÐ ÞEIM“ Staðfesting Hæstaréttar á dómiHéraðsdóms Reykjavíkur umað þrír karlmenn skuli greiða konu 1,1 milljón króna í miskabætur fyrir að hafa nauðgað henni vekur margar spurningar og athyglisvert er að dómurinn féll í einkamáli eftir að saksóknari hafi fellt málið niður. Konan hafði einnig krafist bóta frá ríkinu vegna þess að rannsókn lög- reglu á ofbeldinu gegn henni hefði verið ábótavant, sem hefði leitt til þess að ekki hefði verið kært í mál- inu, en þeirri kröfu var hafnað. Bent hefur verið á fordæmisgildi þessa máls, en ljóst er að það yrði mjög undarleg staða í íslensku réttarkerfi ef nauðgunarmál yrðu í auknum mæli útkljáð sem einkamál í stað þess að vera til lykta leidd sem op- inber mál. Konan lýsir reynslu sinni í viðtali við Sunnu Ósk Logadóttur í Morg- unblaðinu í dag. Augljóst er af frá- sögn hennar að hún ber mikil ör á sál sinni eftir nauðgunina. Það sem áður var sjálfsagt verður óbærilegt, jafnvel einfaldir hlutir eins og að fara í sund. „Ég fór reglulega í sund en eftir [nauðgunina] þorði ég það ekki. Nema einu sinni þá fóru kunn- ingjahjón mín með mér í sund. Og þá komu þrír menn, bara einhverjir þrír menn, það var alveg nóg. Ég hef ekki farið í sund síðan,“ segir konan. Í viðtalinu við konuna kemur fram hörð gagnrýni á vinnubrögð lögregl- unnar. Til dæmis hafi mennirnir þrír ekki verið yfirheyrðir á sama tíma og ekki strax eftir nauðgunina, sem konan kærði um leið og hún slapp frá gerendunum. Nokkrir dagar liðu þar til tveir þeirra voru yfirheyrðir og sá þriðji, sem hafði verið færður til yfirheyrslu daginn eftir atburðinn, hafði verið látinn laus þannig að mennirnir þrír höfðu haft mikinn tíma til að bera saman bækur sínar. Hún lýsir því að eitt sinn er hún var í yfirheyrslu hafi henni verið sagt að verið væri að yfirheyra einn nauðgaranna í næsta herbergi og skilur ekki hvers vegna var ástæða til að segja henni frá því. Í annað skipti mætti hún til milliþinghalds í héraðsdómi og var þá nafn hennar og ofbeldismannanna á töflu með lista yfir mál dagsins í anddyri dómshússins. Tveimur árum eftir að konunni var nauðgað þurfti hún að bera vitni í skýrslutöku fyrir héraðsdómi og munaði þá minnstu að hún hitti mennina. „Þetta var aftur nauðgun, að þeir væru þarna frammi,“ segir konan. Þessi atvik í málinu bera vitni miklu tillitsleysi og má kannski í þeim finna rótina að því hversu fá nauðgunarmál fara alla leið í ís- lensku dómskerfi. Atli Gíslason, lögmaður konunn- ar, segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að hann telji að ofuráhersla nauðgunarrannsókna á líkamlega áverka í stað þeirra sálrænu sé al- varlegt mál sem þurfi að lagfæra. „Afleiðingarnar eru jafn augljósar þó að þær komi ekki fram í mar- blettum,“ segir Atli. Hann kveðst mótfallinn slagorðinu „nei þýðir nei“ og bendir á að ein helsta vörn mannanna hafi verið að konan hafi ekki sagt „nei“ þegar þeir nauðguðu henni og það hafi falið í sér sam- þykki hennar. Allt annað kemur í ljós í frásögn konunnar eins og kem- ur fram í viðtalinu: „Lögreglan hafi einbeitt sér að verknaðarlýsingunni en ekki afleiðingum nauðgunarinnar á sálarlíf sitt. Ekki sást líkamlega á henni eftir árásina og það virðist hafa haft mikið að segja við rann- sókn málsins. „En ég er ekki mann- eskja til að ráða við þrjá menn,“ seg- ir hún. Hugsunin hjá sér hefði verið sú að streitast ekki á móti og fyrir dómi sagðist hún hafa verið nýbúin að sjá þátt þar sem það hefði komið fram. Hún hafi verið dofin og hrædd og hugsað um það eitt að halda lífi og að komast aftur til dóttur sinn- ar.“ Ofbeldi gegn konum er meinsemd í íslensku þjóðfélagi. Saga konunn- ar, sem sýnir mikið hugrekki að greina frá sinni skelfilegu reynslu í viðtali við Morgunblaðið, á að vera tilefni til að endurskoða stöðu þess- ara mála. Í upphafi þessa árs skrif- aði Halla Gunnarsdóttir blaðamaður grein í Morgunblaðið þar sem hún komst að þeirri niðurstöðu að var- lega áætlað hefðu 400–500 manns, fullorðnir og börn, greint frá kyn- ferðislegu ofbeldi á árinu 2003 hvort sem það voru brot sem áttu sér stað á því ári eða áður. Þá er annars veg- ar átt við þau brot sem í daglegu tali eru kölluð nauðgun og hins vegar kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Ofbeldistilvikin sem þetta fólk greindi frá eru þó öllu fleiri þar sem ein manneskja segir oft frá fleiri en einu broti. Að hámarki tuttugu mál af þeim 125 sem bárust ríkissak- sóknara á þessu sama ári leiddu til dóms yfir sakborningi. Vitaskuld er ekki hægt að fullyrða að í öllum þessum málum hafi í raun verið um nauðgun að ræða og vissulega getur verið erfitt að sanna að nauðgun hafi átt sér stað. Engu að síður er full ástæða til að spyrja hvernig standi á því að fæstir kynferðisof- beldismenn þurfi að gjalda fyrir brot sín. Konan, sem lýsir reynslu sinni í Morgunblaðinu í dag, þurfti ekki að- eins að þola nauðgun. Hún þurfti í málarekstri sínum hvað eftir annað að ganga í gegnum erfiða reynslu, sem hægt hefði verið að létta henni. Það er óþolandi að kerfið vinni gegn því að nauðgunarmál verði leidd til lykta fyrir dómstólum. Hér verður að taka rækilega til hendinni. En baráttan gegn ofbeldi á hendur kon- um fer ekki bara fram hjá löggæsl- unni og í dómssölum. Hún fer fram í þjóðfélaginu öllu og snýst um að hafna því hugarfari, sem gerir að verkum að einstaklingar stíga út fyrir öll siðferðismörk og fremja glæp, sem setur mark sitt á fórn- arlambið fyrir lífstíð. „Kerfið hafn- aði mér en hélt með þeim,“ segir konan í viðtalinu. Það er alvarlegur áfellisdómur í réttarríki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.