Morgunblaðið - 24.09.2005, Síða 39

Morgunblaðið - 24.09.2005, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 39 eru fórnarlömbin og það er stórsigur að vita af því að það sé nú skjalfest.“ Hún segir þá upplifun að ganga í gegnum málaferlin hafa hjálpað sér að vinna sig út úr áfallinu sem nauðgunin olli. „Nú fer maður að lifa lífinu,“ seg- ir hún og brosir. „Þetta tók þrjú löng ár, það er alltof langur tími en svona er kerfið.“ Hún segist ekki lengur hugsa um atburðinn á hverjum degi. „Ég hef um annað að hugsa núna,“ segir hún en játar að hræðslan sé enn til staðar. „Hún kemur alltaf öðru hvoru en þá ýti ég henni frá.“ Þessi langa og stranga barátta hefur verið erfið og segist hún ekki enn búin að melta al- farið niðurstöðu Hæstaréttar. „En ég hef fengið uppreisn æru og sökin hef- ur verið flutt á réttan stað. Nýr kafli í lífi mínu er að hefjast.“ Hún þakkar lögfræðingum sínum, Huldu Rúriksdóttur, sem vann málið í héraði, og Atla Gíslasyni fyrir hjálpina og segir að þeirra stuðningur hafi skipt miklu máli. „Þau breyttu miklu fyrir mig,“ segir konan. „Þau hjálpuðu mér að komast í gegnum þetta.“ Hún segist vona að lok málsins eigi eftir að blása von í brjóst annarra sem eru í sömu sporum og hún. „Ég vona að fólk gefist ekki upp og haldi áfram. Það er það sem skiptir mestu máli.“ lögmanns hennar, sem ákvað að leiða hana inn bakdyramegin, hefði hún þurft að horfa framan í mennina á nýjan leik. „Það var mjög óþægilegt að vita af þeim þarna,“ rifjar hún upp og gerði það skýrslutökuna mun erfiðari fyrir hana og segist hún hafa verið skelf- ingu lostin vegna þessa. „Þetta var aftur nauðgun, að þeir væru þarna frammi.“ „Þeir voru góðu drengirnir“ Konan segist aldrei hafa hugsað sem svo að nauðgunin væri sér að kenna en að það hafi þó verið skilaboð sem hún fékk er ákveðið var að ákæra ekki mennina. „Þá var þetta allt mér að kenna, allt. Þeir voru góðu drengirnir. Það var klappað á bakið á þeim en ekki á mér. Mér var úthýst.“ Þegar hún ræðir frekar um afleið- ingar nauðgunarinnar á líf sitt segist hún þó áfram vera sama manneskjan. Hún haldi enn góðu sambandi við vini sína og telur mikilvægt að geta rætt atburðinn og afleiðingar hans við sína nánustu. „Það var gott að ræða um að þetta hefði ekki verið mér að kenna. Ég á ekkert að þurfa að skammast mín.“ Ber höfuðið hátt Niðurstaða Hæstaréttar er ákveðinn sigur í málinu að sögn konunnar. „Nú ber ég höfuðið hátt og þeir þjást. Þeir en hélt með þeim.“ að svo hafi virst sem all- okaðar eftir að rík- ákvað að ákæra ekki of- a. Fór hún þá sjálf á laráðherra en segir hann angurslausan. yrði ég viðtal við Atla mann] í útvarpinu og n,“ segir konan en Atli og úriksdóttir voru frá þeim n hennar. Óskuðu þau því að málið yrði tekið en allt kom fyrir ekki. ákvörðun um að höfða n mönnunum. Málið ðsdómi í nóvember í festi Hæstiréttur dóminn að gefast upp kki að gefast upp. Ég ð vera neitt fórnarlamb. vera fórnarlömbin, ekki n ákveðin. „Það eru þeir þjást. Það eru þeir sem sig inni, ekki ég. Ég var staðráðin í að gefast ekki st frá upphafi hafa verið ð vinna einkamálið gegn unum. „Ég vonaði alltaf yndi hlusta,“ segir hún ðun að höfða málið. ndi einnig íslenska ríkinu öfu sína á því að rann- u á ofbeldinu hefði verið efði það leitt til þess að rt í málinu og að hún rir bótaskyldum miska af Var ríkið sýknað af kröf- dómi. u í næsta herbergi ferli sem konan hefur um vegna málsins hafa omið upp sem juku á van- en hefði mátt komast hjá. nefna að á sama tíma og aka skýrslu af henni hjá nn eftir nauðgunina var eyra einn ofbeldismann- erbergi. Konan segist að það fyrr en í miðri þegar gert var hlé og t af lögmanni, á þeirri maðurinn væri í næsta tta fannst mér mjög efði átt að sleppa því að á þessu,“ segir konan. unin um að mæta mann- ega var yfirþyrmandi. einmitt atriði sem þetta erir athugasemdir við. At- mati sumra virðast smá- eta haft gríðarleg áhrif á eiga. Annað slíkt dæmi ald sem fram fór í hér- þurfti konan ekki að n á töflu í anddyri dóms- sti yfir mál dagsins og r nafngreind sem og of- nir. Af einskærri tilviljun nnan dag í dómshúsið ðingi sínum og rak þá ð sitt á dagskrá dómsins. ðið bakslag í bataferlið gn. þó versta tímabilið í m hafa verið skýrslutaka ómi sem fram fór tveim- nauðgunina. „Það var þetta upp,“ segir hún en kki verið það versta. átt muna að hún hitti of- a á göngum dómshússins. verið fyrir ráðstafanir er ennþá til staðar“ m lauk í vik- i miskabætur nu. Ástæðan þá einkamál ttardómnum sn æru og nýr til staðar. að Ríkissaksóknari ákvað að ákæra mennina ekki gerir athugasemdir við rannsókn lögreglu sunna@mbl.is Í SKÝRSLU sálfræðingsins frá 19. maí 2003 segir svo um bráðaviðbrögð kon- unnar: „Við fyrstu komu á Neyðarmóttöku var [konan] í miklu tilfinningalegu uppnámi. Hún átti erfitt með að segja sögu sína, skalf og grét. Hún virtist ótta- slegin og í viðbragðsstöðu sem birtist m.a. í óeðlilega sterkum viðbrögðum við lítilsháttar áreitum í umhverfinu. Í frásögn hennar kom fram að hún hafði upp- lifað mikinn ótta og hjálparleysi sem birtist m.a. í líkamsviðbrögðum sem þekkjast við ofsahræðslu, eins og niðurgangi eftir nauðgunina og þurrki á slím- húð í munni og kynfærum, sem hún hafði orð á að hefði valdið líkamlegum sárs- auka við nauðgunina.“ Þá er áhrifum á líðan og hegðan, sálfræðiprófum og meðferð lýst í skýrsl- unni. Niðurstaða sálfræðingsins er eftirfarandi: „Mat mitt er að [konan] hafi orðið fyrir miklu andlegu áfalli hinn 2. ágúst 2002. Líðan hennar og hegðun samsvarar líðan og hegðun sem þekkist hjá fólki sem hefur upplifað alvarleg áföll eins og t.d. nauðgun, stórslys eða hamfarir. Þegar máli [konunnar] var vísað frá endurupptöku lifði hún að miklu leyti sömu tilfinningar og hún hafði upplifað í kjölfar nauðgunarinnar. Það er því mat mitt að meðferð málsins innan réttarkerfisins hafi haft veruleg neikvæð áhrif á líðan hennar.“ Sálfræðingurinn, Þórunn Finnsdóttir, lýsti og hvernig málin stóðu hjá kon- unni með eftirfarandi orðum: „[Henni] hefur tekist vel að vinna úr sínum mál- um. Áfallastreitueinkennin hafa horfið að miklu leyti. Í byrjun apríl tókst henni í fyrsta skipti að fara niður í bæ án þess að finna fyrir kvíða og óþægindum. Ennþá hefur hún þó ekki þorað í sund vegna fyrri upplifunar þar og ákveðnar aðstæður sem minna á atburðinn, t.d. í kvikmyndum og fréttum geta vakið upp óþægilegar tilfinningar. [Konunni] tókst að verulegu leyti að vinna á erfiðum tilfinningum í kjölfar frávísunar máls síns með því að finna nýjar leiðir til að leita réttar síns innan dómskerfisins.“ Sálfræðingurinn kvað konuna hafa lengi átt í erfiðleikum eftir atburðinn. Það hafi liðið dálítill tími þar til hún hafi treyst sér til þess að tala um atburð- inn. Erfitt hafi verið fyrir konuna að mynda tengsl og sagðist sálfræðingurinn því hafa haldið áfram meðferð eftir að hún tók á móti henni á bráðamóttökunni sem annar sálfræðingur hefði annast að öðrum kosti. Skalf og grét HVERS vegna voru ofbeldismennirnir þrír ekki yfirheyrðir fyrr en mörgum dögum eftir nauðgunina? Skýringar lögreglunnar voru þær að málinu hefði verið vísað á almenna vakt sem átti að ná í mennina en að um umrædda helgi hefði komið upp alvarlegt líkamsárásarmál og því var málinu ekki sinnt. Má það túlka sem svo að mati Atla Gíslasonar lögmanns konunnar að lögreglan hafi talið mál hennar léttvægara en líkamsárásina. Segir hann rannsókn málsins hafa misfarist og sérstaklega að tengja nauðgunina við þær sálrænu afleiðingar sem hún hafði. Er það mat Atla að beint orsaka- samband sé milli atburðarins og afleiðinganna. „Það var engum öðrum til að dreifa en þessum mönnum til að valda þessum afleiðingum á sálarlíf henn- ar,“ segir Atli. Þá segist hann mótfallinn slagorðinu „Nei þýðir nei“ sem hamrað hafi ver- ið á undanfarin ár hér á landi. Ein helsta vörn mannanna hafi verið sú að konan hafi ekki sagt „nei“ þegar þeir nauðguðu henni og að það hafi falið í sér samþykki hennar. Einnig telur hann ofuráherslu nauðgunarrannsókna á líkamlega áverka í stað þeirra sálrænu alvarlegt mál sem þurfi að lagfæra. Glóðarauga sé litið alvarlegri augum en sár á sálinni sem taki áratugi að gróa ef þau grói á annað borð. „Afleiðingarnar eru jafn augljósar þó að þær komi ekki fram í marblettum,“ segir hann og bendir á að aðeins um 20% kvenna sem sé nauðgað beri líkamlega áverka. Lögreglan hafði ekki tíma til að rannsaka málið strax Í SKÝRSLU lögreglu sem er tíma- sett kl. 4.37 föstudaginn 2. ágúst 2002, skömmu eftir nauðgunina, segir að tilkynning hafi borist frá fjarskiptamiðstöð um að kona hafi orðið fyrir árás. Lögreglan hafi komið á vettvang 2-3 mínútum seinna. Konan hafi verið í miklu uppnámi og sagt að sér hefði verið nauðgað af þremur mönnum í kjall- araíbúð í nágrenni heimahúss sem hún sótti skjól í. Hefðu þeir hótað að drepa sig færi hún til lögreglu. Segir m.a. eftirfarandi í lögreglu- skýrslunni: „Var frásögn hennar sannfærandi eins og hennar fas en hún var í miklu uppnámi og virtist ekki vita hvað hún ætti að gera. Þá var hún mjög hrædd. Hún virtist ekki vera mjög ölvuð. Tókum við hana strax trúanlega.“ Í dómi héraðsdóms kemur fram að mennirnir viðurkenni allir að hafa átt kynmök við konuna en haldi því fram að það hafi verið með samþykki hennar, ekki beinu heldur í verki. Konan hélt því hins vegar fram að öll kynmök sem fram fóru hefðu verið án samþykkis síns og gegn vilja sínum. Segir ennfremur í dómnum að af hálfu mannanna þriggja (B, D og C) sé því haldið fram að þeir hafi ekki þröngvað konunni til kynmaka heldur hafi þau farið fram með fullu samþykki hennar. Konan hafi ekki „á nokkurn hátt streist á móti heldur sýnt fullt samþykki til kyn- makanna í vilja og verki.“ Sögðust mennirnir aldrei orðið varir við neinn ótta hjá henni. Þá segjast þeir halda því fram að konan „hefði með auðveldum hætti getað neitað kyn- mökunum sýndist henni svo. Það hafi hún og gert þegar stefndi B hafi viljað hafa frekari mök við hana og þótt stefndi reiddist því hafi hann virt þá ákvörðun stefn- anda.“ Var eitthvað feimin í fyrstu Í skýrslu lögreglu sem tekin var af einum ofbeldismannanna (B) segir m.a. eftirfarandi: „Hún [konan] var eitthvað feimin í fyrstu og sagði við mig að vera ekki að þessu, ég hélt áfram að kyssa hana og síðan byrja ég að taka hana úr buxunum og þá gefur hún eftir og þegar ég er bú- inn að taka buxurnar hennar niður fyrir hné þá klárar hún sjálf að fara úr buxunum og nærbuxum.“ B lýsti því einnig fyrir dóminum að þar sem hann var í samförum við konuna hafi hann kallað á D í því skyni að hann tæki þátt í þeim. B lýsti því einnig að hann hefði ekki spurt konuna að því hvort hún væri samþykk því að þau þrjú hefðu kyn- mök saman og sýnist þannig að eig- in frumkvæði, án atbeina konunnar, hafa stofnað til þeirra kynmaka sem á eftir fóru. D lýsti því einnig að hann hefði ekki leitað eftir sam- þykki konunnar en litið svo á að hún væri samþykk kynmökum. Það sama sagði C fyrir dómi. Í dómnum kemur fram að B hafi gert hlé á kynmökum og farið út úr herberginu. Þá segir: „[B] kvaðst á þessum tíma hafa viljað halda kyn- mökum áfram við [konuna] og hafi ætlað að gera sig kláran til þess en það hafi hann ekki mátt. [Konan] hafi þá hafnað sér. [B] kvaðst hafa brugðist fúll við.“ „Konan verði að bera ábyrgð á eigin gerðum“ Varð fyrir andlegu áfalli Í dómnum er vörn mannanna m.a. lýst á þennan veg: „Við rannsókn á líkama og fötum [konunnar] hafi engin merki komið í ljós um það að henni hafi verið þröngvað til kyn- maka. Í niðurstöðu dómsins segir hins vegar: „Ekki er leitt í ljós að [konan] hafi orðið fyrir beinum lík- amlegum meiðingum af hálfu stefndu, B, D og C. [Konan] átti við þunglyndi að stríða fyrir atburðinn. Það breytir ekki því að hún varð fyrir andlegu áfalli við atburðinn sjálfan eins og fram kemur í mati sálfræðings sem ekki hefur verið hnekkt.“ Í vörn mannanna sagði einnig að hafa yrði í huga að „forleikur að kynlífsathöfnum og athafnirnar sjálfar fari fram með líkamlegri tjáningu en án orðræðna og ekki sé með nokkru móti hægt að fallast á að sérstakt samþykki verði að liggja fyrir áður en samræði hefst sé vilji sýndur í verki. Kynlíf fleiri en tveggja sé vel þekkt og hluti af eðlilegu kynlífi. [Konan] verði að bera ábyrgð á eigin gerðum og viðbrögð hennar eftir að hún yfirgaf [mennina] hafi ekki verið í neinu samræmi við það sem fram hafi farið.“ Þorði ekki að mótmæla Konan sagði fyrir dómi að B hefði skipað sér að fækka fötum og byrj- að við sig samfarir sem hún hefði ekki þorað að mótmæla af ótta við að verða fyrir líkamsmeiðingum. B hefur hins vegar borið að samfarir þeirra hafi byrjað með eðlilegum hætti þó þannig að hann viðurkenn- ir að stefnandi hafi verið „eitthvað feimin í fyrstu“ og sagt sér „að vera ekki að þessu.“ Í dómi Hæstaréttar segir m.a. að í framburði B fyrir dómi hafi ítrekað komið fram að hann hafi þurft að beita konuna aga við kynmökin. Þá segir: „Samkvæmt framburði allra aðaláfrýjenda kallaði B þá D og C til, svo að þeir gætu hvor á eftir öðrum einnig haft kynmök við [kon- una] á meðan samfarir þess fyrst- nefnda við hana stóðu yfir, án þess að hún veitti nokkurt tilefni til þess eða léti í ljós að hún væri þessu samþykk. Aðaláfrýjendurnir D og C gátu ekki ætlað að þeir væru kall- aðir til þeirra athafna, sem þar fóru fram, að vilja [konunnar].“ Var niðurstaða héraðsdóms, sem Hæstiréttur hefur nú staðfest sú, að sannað þyki að mennirnir hefðu brotið gegn frelsi og persónu kon- unnar og að þeim bæri að greiða henni miskabætur. ’Hún var eitthvaðfeimin í fyrstu og sagði við mig að vera ekki að þessu, ég hélt áfram að kyssa hana og síðan byrja ég að taka hana úr buxunum og þá gef- ur hún eftir…‘

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.