Morgunblaðið - 24.09.2005, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 24.09.2005, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 41 UMRÆÐAN KÆRI Bolli. Sumarið 2004 boðaðir þú opnari og lýðræðislegri Heimdall þar sem allir vinnandi félagar sætu við sama borð. Þú gagnrýndir harðlega fyrr- um stjórnir fyrir ólýðræðisleg vinnubrögð og svertir mannorð þeirra með hörðum yfirlýsingum í fjölmiðlum. Sigurinn var þinn þetta árið enda myndu áreiðanlega margir segja að þú ættir það skilið. Þú veist mína sögu hjá Heimdalli þar sem ég kom inn í starfið árið áður án þess að þekkja eina manneskju í ungliða- hreyfingunni. Ég bauð mig fram með Helgu Árnadóttir árið 2004 vegna þess að mér var boðin þátt- taka af hennar hálfu. Ég stóð fast á því að vinna með Heimdalli hvort sem þú værir við stjórnvölinn eða einhver annar. Mín sannfæring var sú að ef Bolli Thoroddsen byði opn- ari og lýðræðislegri Heimdall yrði það hagur allra þó svo að ég hefði ekki upplifað annað. Málefnastarfið hófst vel fyrstu dagana og aðsókn á fundi með því betra sem ég hafði séð á liðnu ári. Meðframbjóðendur mínir voru með opinn huga gagnvart því sem var að gerast og vildu vinna með þér. Þú studdir frjálshyggju- og jafnrétt- isdeild fyrri stjórnar og sagðist ætla að halda áfram þeirri vinnu sem unnin hafði verið. En nokkrum dög- um eftir að þín fögur orð féllu lagð- irðu niður deildirnar án þess að ræða við formenn þeirra. Þetta at- vik varð til þess að við misstum eð- alfólk úr starfinu og þú veist ná- kvæmlega um hvern ég er að tala. Ég spyr þig, Bolli, af hverju lagð- irðu deildirnar niður? Þegar leið á stjórnarsetu þína minnkaði mætingin allverulega og þú hringdir sveittur í stjórn- armeðlimi þína til að fá þá til að mæta á fundi. Þegar þú sást að Heimdallur væri nú ekki eins lok- aður og þú hélst leitaðir þú hjálpar ýmissa félaga sem voru í mótfram- boði til að sættast. Eins og þú veist sjálfur var mikill hugur í fólki til að sættast og gleyma því sem gamalt var. Sáttaviðræðurnar gengu ágæt- lega í byrjun en á vissum tímapunkti varst þú, félagi, farinn að tefja og var ég farin að sjá endalok á slíkri umræðu en vonaði samt að þið mynduð klára málin. Það kom mér þó hinsvegar á óvart að heyra í þér þegar þú hringdir í mig og sagðir mér frá því að þú vissir af framboði Borgars Þórs Borgarssonar í miðjum sáttaviðræðunum. Ég hugsa með mér ef þú vissir af því og það var enn í myndinni að sættast hvort ásetningur þinn hefur verið sannur. Aftur komstu mér á óvart þegar fé- lagið Heimdallur lýsti yfir stuðningi Borgars sem formaður SUS. Hvern- ig er hægt að lýsa yfir stuðningi eins manns í nafni félagsins þar sem mörg þúsund félagar eru skráðir í. Samkvæmt mínum heimildum er ekki hefð fyrir því að félag innan flokksins lýsi yfir stuðningi sér- stakra einstaklinga og þykir mér þetta ósmekklegt þar sem ekki eru allir Heimdellingar sem styðja Borgar. En alltaf hélt ég í trúna að þú værir sá sem að þú segist vera og vitna ég í símtal okkar í sumar þeg- ar þú fullvissaðir mig um að þú sæir um fulltrúarval á SUS-þingið en ekki Borgar. Ég sagðist ekki vilja taka þátt ef ungliðahreyfingarnar myndu koma að þessu með sóðaleg- um hætti. „Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því af því að ég vel full- trúana á þingið en ekki Borgar“ sagðir þú við mig og allir sem hafa staðið sig vel í vetur komast inn. Í dag stöndum við frammi fyrir ágreiningi vegna fulltrúavals þíns þar sem formaður utanríkisnefnd- arinnar fær ekki sæti. Maður sem hefur af þvílíkum dugnaði skrifað greinar, mætt á fundi og stjórnað nefndinni fyrir fráfarandi for- mann. Hann var í beinu sambandi við þig, Bolli, vegna þings- ins og þú sagðir við hann að þér þætti þetta leitt en of margir sóttu um. Kæri Bolli minn, ég hef ekki séð 150 manns á málefna- fundum hjá Heimdalli hvorki nú né árið áður. Ég hef heldur ekki séð marga sem hafa unnið jafnvel og Hjörtur félagi okkar og segðu mér ekki heldur að þetta hafi verið mistök. Ástæðan fyrir því að ég gagnrýni þig, Bolli, er að þú lofaðir í kosn- ingabaráttu þinni að breytingar yrðu á Heimdalli. Það gaf fólki eins og mér von um að þurfa ekki að skipa sér í fylkingar sem það vildi ekki. Ég hef verið í tvö ár í Heimdalli án þess að þurfa að velja á milli hópa og unnið með öll- um. Eftir alla mína trú á þér og stjórn þinni í von um breytingar veldur þú mér von- brigðum. Ég hef íhug- að næsta skref mjög vandlega síðustu daga og tel mig eiga engra kosta völ nema að bjóða mig fram til stjórnar Heim- dallar í von um það að ég geti breytt því sem breyta þarf. Brotin loforð Bolla Camilla Ósk Hákonardóttir fjallar um meintar ávirðingar á hendur Bolla Thoroddsen ’Ástæðan fyrir því aðég gagnrýni þig, Bolli, er að þú lofaðir í kosn- ingabaráttu þinni að breytingar yrðu á Heimdalli.‘ Camilla Ósk Hákonardóttir Höfundur er ung sjálfstæðiskona. Fréttir í tölvupósti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.