Morgunblaðið - 24.09.2005, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 24.09.2005, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 47 KIRKJUSTARF Æðruleysismessa í Fríkirkjunni í Hafnarfirði FYRSTA æðruleysismessan á þessu hausti verður í Fríkirkjunni í Hafnarfirði sunnudagskvöld kl. 20. Æðruleysismessur voru haldnar í kirkjunni einu sinni í mánuði all- an síðasta vetur og viðbrögðin voru vonum framar því það voru að jafnaði 100 manns í hverri messu. Í æðruleysismessum er byggt á reynslusporunum 12 sem liggja til grundvallar í öllu starfi AA- samtakanna og eins er byggt á reynslusporunum 12 í andlegu ferðalagi sem Fríkirkjan í Hafn- arfirði hefur staðið fyrir síðustu 4 árin. Það er hópur áhugafólks um æðruleysismessur sem stendur á bak við þetta helgihald ásamt prestum Fríkirkjunnar í Hafn- arfirði og er von okkar að þessu framtaki verði vel tekið eins og síðasta vetur. Að lokinni messu munu þau sem standa á bak við þetta góða framtak bjóða upp á kaffisopa í safnaðarheimili Frí- kirkjunnar. Alfa 2 í húsi KFUM og KFUK ALFA 2 námskeið verður haldið í húsi KFUM og KFUK, Holtavegi 28 og fjallar um Filippíbréfið. Kennsla hefst þriðjudaginn 27. september og stendur fram undir lok nóvember. Hún byggist á bók- inni Líf á nýjum nótum eftir Nicky Gumbel og tengir boðskap bréfsins við lifað líf á okkar tímum. Sam- verurnar hefjast með mat kl. 19, síðan er kennsla, þá kvöldhressing og að lokum umræður. Öllu er lok- ið kl. 22. Skráning fer fram á skrifstofunni hér á Holtaveginum í síma 588 8899. Kirkjuleg sveifla í Bústaðakirkju NÆSTKOMANDI sunnudag, 25. sept. kl. 14, verður Kirkjuleg sveifla í Bústaðakirkju. Þar kemur fram Kór Bústaðakirkju undir stjórn Aðalheiðar Þorsteinsdóttur og Tríó Jóns Rafnssonar. Tríóið skipa þeir: Jón Rafnsson á kontra- bassa, Eyjólfur Þorleifsson á saxa- fón og Gunnar Þórðarson á gítar. Fjölnisbræður annast ritning- arlestra. Kirkjuleg sveifla hefur um ára- bil verið fastur liður í fjölbreyttu tónlistarstarfi Bústaðakirkju og er það von þeirra sem að henni standa að sem flestir sjái sér fært að njóta hennar á sunnudaginn. Boðið verður upp á molasopa að Sveiflu lokinni. Fyrsta Tómasar- messan á þessu hausti FYRSTA Tómasarmessan á þessu hausti verður í Breiðholtskirkju í Mjódd sunnudagskvöldið 25. sept- ember kl. 20. Tómasarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu átta árin og verður sami háttur hafður á í vetur. Framkvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Kristilega skólahreyfingin, Félag guðfræðinema og hópur presta og djákna. Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist, mikil áhersla er lögð á fyrirbæn- arþjónustu og sömuleiðis á virka þátttöku leikmanna. Stór hópur fólks tekur jafnan þátt í undirbún- ingi og framkvæmd messunnar, bæði leikmenn, djáknar og prestar. Íslandsvinur í Laugarneskirkju VIÐ messu morgundagsins kl. 11 mun Íslandsvinurinn og presturinn dr. Roy Long prédika. Dr. Roy er mörgum að góðu kunnur hér á landi. Hann hefur lengi starfað sem eftirlitsmaður með einkaskólum fyrir hönd bresku krúnunnar, auk þess sem hann er sóknarprestur í lúth- erskum söfnuði í London. Mun dr. Roy flytja mál sitt á ensku en gefa stutta íslenska samantekt. Gefst söfnuðinum þannig tækifæri til að heyra fallega ensku og breskan húmor af prédikunarstóli, en dr. Roy þekkir vel til íslenskra að- stæðna auk þess sem hann er sér- lega glöggur guðfræðingur áhuga- samur rannsakandi mannlífsins. Kór Laugarneskirkju mun syngja en prestur og starfsfólk safnaðar- ins þjónar að venju, ásamt fulltrú- um frá lesarahópi kirkjunnar. Ensk messa í Hallgrímskirkju Á sunnudag, 25. september nk. kl. 14 verður haldin ensk messa í Hallgrímskirkju. Prestur verður sr. Bjarni Þór Bjarnason. Organisti verður Hörður Áskelsson. Guðrún Finnbjarnardóttir mun leiða al- mennan safnaðarsöng. Fjórða árið í röð er boðið upp á enska messu í Hallgrímskirkju síð- asta sunnudag hvers mánaðar. Messukaffi. Service in English Service in English at the Church of Hallgrímur (Hallgrímskirkja) 25th of September, at 2 pm. Holy Communion. The Eighteenth Sunday after Trinity. Celebrant and Preacher: The Revd Bjarni Þór Bjarnason. Organist: Hörður Áskelsson. Leading singer:Guðrún Finnbjarnardóttir. Refreshments after the Service. Kolaportsmessa HELGIHALD þarfnast ekki hús- næðis heldur lifandi fólks. Kirkja Jesú Krists er ekki steypa, heldur lifandi steinar, manneskjur af holdi og blóði. Þess vegna er hægt að fara út úr kirkjubyggingum með helgihald og fagnaðarerindið og mæta fólki í dagsins önn. Í til- efni af því bjóðum við til guðsþjón- ustu í Kolaportinu næsta sunnudag 25. september kl. 14. Jóna Hrönn Bolladóttir miðborg- arprestur flytur hugleiðingu og þjónar ásamt Bjarna Karlssyni presti í Laugarneskirkju. Tónlistarmaðurinn Þorvaldur Halldórsson mun leiða lofgjörðina, en hann mætir kl. 13.30 til að gleðja fólk með söng og spjalli. Þá er hægt að leggja inn fyrirbæn- arefni til þeirra sem þjóna í guðs- þjónustunni áður en stundin hefst, en í lok stundarinnar verður bless- un með olíu. Laufey Geirlaugs- dóttir söngkona mun syngja í guðsþjónustunni og kynna í leið- inni ný útkominn geisladisk sinn með lofgjörðartónlist. Guðsþjónustan fer fram í kaffi- stofunni Kaffiport í Kolaportinu, þar er hægt að kaupa sér kaffi og dýrindis meðlæti og eiga gott sam- félag við Guð og menn. Það eru allir velkomnir. Miðborgarstarf KFUM/KFUK og þjóðkirkjunnar. Hver er Job? – Fræðslukvöld í Bústaðakirkju HVER er Job? Á hann erindi við þig? Hvað segir hann um sársauk- ann? Á hann vini eða er hann einn? Á Biblían svarið fyrir nútíma- manninn í erli lífsins? Fjögurra kvölda námskeið í Bú- staðakirkju á þriðjudögum kl. 19. Samverurnar byrja með léttri mál- tíð. Síðan mun dr. Kristinn Ólason, sem sérstaklega hefur kynnt sér Job, leiða okkur inn í undraheima ritningarinnar og fræða okkur um Jobsbók. Gefið verður yfirlit yfir uppbyggingu Jobsbókar og nið- urröðun efnisins sem þar er fjallað um. Fjallað verður um spurn- inguna um tengsl réttlætis og þján- ingar í heiminum út frá Jobsbók. Þá verður fjallað um áhrif þessa bókmenntaverks í lista- og heim- spekisögunni. Farið verður nokkuð nákvæmlega í valda kafla og til- raun gerð til að skýra þá á að- gengilegan hátt. Námskeiðið verður í tveimur áföngum, sá fyrri 4. og 11. október og sá síðari yrði 25. október og 1. nóvember. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku í Bústaðakirkju í síma 553 8500 eða með tölvupósti hreid- ar@kirkja.is eða palmi@kirkja.is . Trompetleikur í Hallgrímskirkju Á morgun sunnudaginn 25. sept- ember verður messa og barnastarf kl. 11 í Hallgrímskirkju. Messan verður með hátíðlegu sniði. Barn verður borið til skírnar. Tromp- etleikararnir Ásgeir H. Stein- grímsson og Eiríkur Örn Pálsson munu leika ásamt Herði Áskels- syni, organista. Þeir spila svítu í C eftir P.M. Dubois. Í forspil leika þeir Prélude en canon, Aríu eftir predikun og Cortege í eftirspil. Er þetta liður í undirbúningi þeirra félaga að tónleikaferð til Rúss- lands. Sr. Sigurður Pálsson þjónar fyr- ir altari og sr. Bára Friðriksdóttir predikar. Sjálfboðaliðar lesa ritn- ingarlestra og aðstoða við messu- gjörðina. Barnastarfið er í umsjón Magneu Sverrisdóttur. Hópur úr Mótettukór Hallgrímskirkju syng- ur. Allir eru hjartanlega velkomn- ir. Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar. Org- anisti Hörður Áskelsson. For- söngvari Guðrún Finnbjarn- ardóttir. Messukaffi. Fyrirlestur í Landakoti SÍÐASTLIÐNA fjóra vetur flutti sr. Jürgen Jamin mánaðarlega er- indi um helgisiði kirkjunnar. Þess- um fyrirlestraröðum var ætlað að dýpka fyrst og fremst skilninginn á heilagri messu. Í framhaldi af þessu efni býður sr. Jürgen einnig næsta vetur frá september til mars upp á fund sem hann kallar eins og undanfarin þrjú ár: „Í votta viðurvist – Heilög messa í vitnisburði helgra manna.“ Í þessari fyrirlestraröð heldur sr. Jürgen áfram að útskýra hvern einasta hluta heilagrar messu (að þessu sinni berginguna og messu- lok: frá Faðirvorinu til blessunar) með sérstökum kafla úr ævisögu eins dýrlings, m.a. Teresu frá Li- sieux, Frans Xaver, Péturs Claver og Filippusar Neri. Fyrsti fund- urinn verður mánudaginn 26. sept- ember kl. 20 í safnaðarheimilinu á Hávallagötu 16. Þar með lýkur þessari fyr- irlestraröð um heilaga messu og áætlað er að safna öllum erindum undanfarna fjögurra vetra og gefa þau út í einu riti næsta vor. Vetrarstarf Akureyr- arkirkju að hefjast Vetrarstarfið í Akureyrarkirkju hefst formlega sunnudaginn 25. september með fjölskylduguðs- þjónustu klukkan 11, þar sem Stúlknakór Akureyrarkirkju syng- ur undir stjórn Eyþórs Inga Jóns- sonar og börn fá afhenta kirkjubók sunnudagaskólans. Prestar eru sr. Svavar A. Jónsson og sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir. Í hádeginu verður opið hús í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Þar verður starf vetrarins kynnt og boðið upp á léttar veitingar. Meðal þess starfs sem í boði verður í vetur eru mömmumorgnar, sem þrátt fyrir nafnið eru ætlaðir öll- um foreldrum, barna- og unglinga- starf, tónlistarstarf af ýmsu tagi, vinaheimsóknir, opið hús fyrir eldri borgara og fullorðinsfræðsla, sem er nýjung. Allir eru velkomnir í guðsþjónustuna og á kynninguna, þar sem Stúlknakórinn mun einnig taka lagið. Klukkan 13 er svo fundur í kirkjunni með foreldrum vænt- anlegra fermingarbarna. Æðruleysismessa í Árbæjarkirkju MÁNUDAGINN 26. september verður æðruleysismessa í Árbæj- arkirkju kl. 20. Sr. Þór Hauksson og sr. Karl Matthíasson þjóna fyrir altari. Fjölbreytt tónlist, reynslu- saga, hugvekja. Allir eru boðnir velkomnir á þessa guðsþjónustu sem verður á mánudögum ársfjórðungslega í Ár- bæjarkirkju. Nýbreytni hjá Frí- kirkjunni í Reykjavík SÚ nýbreytni hefur verið tekin upp hjá okkur í Fríkirkjunni í Reykjavík að bjóða kirkjugestum að mæta klukkustund áður en guðsþjónustan hefst og æfa sálm- ana sem sungnir verða í guðsþjón- ustunni. Þetta þýðir að fólki er boðið að mæta kl. 13 í kirkjuna og æfa. Síðan hefst guðsþjónustan kl. 14. Með þessu viljum við hvetja til frekari safnaðarsöngs og fólk get- ur þannig tekið meiri og virkari þátt í guðsþjónustunni. Kyrrðar- og bæna- stundir í Fríkirkjunni við Tjörnina NÚ eru kyrrðar- og bænastundir að hefjast í Fríkirkjunni í Reykja- vík. Stundirnar verða á fimmtu- dögum kl. 12.15 í kirkjunni og hefjast 29. september. Staldrið við í amstri daglegs lífs, takið and- artak frá til þess að eiga stund með Guði. Tónlistin er vel fallin til að leiða mann í íhugun og bæn. Allir velkomnir. Íslenski söfnuðurinn í Lundúnum FYRSTA guðsþjónusta vetrarins hjá Íslenska söfnuðinum í Lund- únum verður sunnudaginn 25. september klukkan 15 í Þýsku kirkjunni við Montpelier Place, SW1. Næsta neðanjarðarlestarstöð er Knightsbridge. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir, prestur í Grafarvogskirkju þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Arn- arsyni, presti í Lundúnum sem prédikar. Íslenski kórinn í London syngur undir stjórn Margrétar Sigurð- ardóttir en einsöng syngur Elín Huld Árnadóttir. Sunnudagaskólinn verður eins og síðastliðinn vetur í umsjón Haf- dísar Huldar Þrastardóttur og Henrys Ragnarssonar og bætast fleiri sunnudagaskólakennarar fljótlega í þann hóp. Skólinn verður aldursskiptur fyrir börn annars vegar 1–4 ára og 5–10 ára. Þau sem hafa tækifæri til eru hvött til að koma með eitthvað meðlæti á kaffihlaðborð eftir mess- una. Fermingarfræðsla Fermingarfræðslan hefst sunnu- daginn 25. september næstkom- andi. Nánari upplýsingar veitir sr. Sigurður Arnarson. Íslenski kórinn í Lundúnum Íslenski kórinn í Lundúnum hóf aftur æfingar, síðastliðið þriðju- dagskvöld 21. september í íslenska sendiráðinu, 2A Hans Street, SW1X 0JE og æfir vikulega frá klukkan 19–21. Næstu neðanjarð- arlestarstöðvar eru Knightsbridge og Sloane Square. Kórstjóri er Margrét Sigurðardóttir. Stofnun Íslenska barnakórsins í Lundúnum Stofnaður hefur verið íslenskur barnakór í Lundúnum og stjórn- andi kórsins verður Hafdís Huld Þrastardóttir, nemi í tónsmíðum og tónlistarmaður. Fyrsta æfing kórsins verður í Þýsku kirkjunni á Montpelier Place, næstkomandi sunnudag, 25. september klukkan 16.. Kórinn er fyrir hressa og káta krakka og unglinga á aldrinum 5– 14 ára. Nánari upplýsingar veitir sr. Sigurður í síma 0207 259 3999 eða chaplain@mfa.is Íslenskur djákni vígður Mánudaginn 26. september næstkomandi klukkan 19. mun Sig- urlín Huld Ívarsdóttir, guðfræð- ingur verða vígð sem djákni í St. Johns-söfnuðinn í Notting Hill á Ladbroke Grove W11 2NN. Biskup Íslands dr. Karl Sigurbjörnsson mun prédika og annast vígsluna ásamt dr. Richard Chartres, bisk- upnum af Lundúnum. Allir eru hjartanlega velkomnir. Morgunblaðið/ÓmarFríkirkjan Í Hafnarfirði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.