Morgunblaðið - 24.09.2005, Side 49

Morgunblaðið - 24.09.2005, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 49 MINNINGAR ✝ Guðrún Einars-dóttir fæddist í Selhaga hinn 8. októ- ber 1918. Hún lést á sjúkrahúsi Akraness 17. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Helga Jónsdóttir hús- freyja, f. 1885, d. 1959, fædd á Brekku í Norðurárdal, en al- in upp í Hvammi í Hvítársíðu, og Einar Helgason, bóndi og verkamaður, f. 1887, d 1960, fæddur og alinn upp á Ás- bjarnarstöðum í Stafholtstungum til 1930. Systkini hennar eru: Karl, f. 10.1. 1913, d. 1963, Helgi, f. 19.11. 1914, d. 1946, Helga. f. 27.12. 1915, d. 2001, Ragnhildur, f. 14.3. 1924, Jón Eyjólfur, f. 9.2. 1926, d. 2002. Guðrún fluttist í Borgarnes með foreldrum sínum 1930. Hún var á sínum yngri árum við ýmis störf, í sláturhúsi á haustin, í húsmennsku og öðru sem til féll. Hún fór í Hús- mæðraskólann að Staðarfelli, vann í vegavinnu við matseld og slíkt. Þar kynntist hún Hannesi, manninum sínum, og fluttist að Gilsstreymi 1944 og giftist Hannesi sama ár. Hannes var fædd- ur 13. ágúst 1916, d. 12. júlí 1964. Þau eignuðust sex börn. Þau eru: 1) Sesselja, f. 14. okt. 1945, maki Helgi Hilmarsson. Þau eiga fjögur börn, sjö barnabörn og eitt barnabarna- barn. 2) Helgi, f. 19. sept. 1946, maki Margrét Kristjáns- dóttir. Þau eiga tvö börn, eitt barnabarn. 3) Torfi, f. 15. mars 1949. 4) Einar, maki Sigríður Rafnsdóttir. Þau eiga fjögur börn og sex barnabörn. 5) Sigríður, f. 26. jan. 1952. Hún á þrjú börn og eitt barnabarn. 6) Helga, f. 15. nóv. 1954, maki Einar Ole Pedersen. Þau eiga fimm börn, fjögur á lífi og eitt barnabarn. Guðrún fluttist í Borgarnes 1974, vann í kjötvinnslu K.B. á meðan aldur leyfði. Hún dvaldist tvö síðustu ár ævi sinnar á Dval- arheimili Borganess. Útför Guðrúnar verður gerð frá Lundi í Lundarreykjadal í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku mamma. Þá ertu farin yfir móðuna miklu södd lífdaga. Þú varst orðin lasburða undir það síðasta. Margs er að minnast sem verður ekki allt rakið hér. Ekki er þín öðruvísi minnst en með eitthvað á milli handanna, alltaf eitt- hvað að skapa. Og þegar við vorum lítil þá var alltaf saumað og prjónað og ekki var hlaupið út í búðina eftir efnum. Heldur tókst þú til ráða og fannst einhverjar flíkur sem ekki voru í notkun og breyttir þeim í ein- hverjar minni flíkur sem nýttust okk- ur. Þú áttir prjónavél sem þú notaðir til að búa til peysur, nærföt og fleira. Nóg að gera á stóru heimili, það var bakað á föstudögum, þrifið á laugar- dögum og þvegið á mánudögum. Árið 1962 fluttum við inn í nýtt hús á Gilstreymi sem varð mikill léttir og mikil breyting. Þú varst ung þegar þú varðst ekkja, ekki nema 45 ára þegar faðir okkar lést 12. júlí 1964 tæplega 48 ára gamall. Þótt minni þitt væri farið að gefa sig á köflum þá varstu óspör á að spyrja um fólkið þitt, hvað þessi og hinn hefði fyrir stafni. Þú vildir fylgjast með ungunum þínum enda fjölskyldan stór. Afkom- endur komir yfir 40 og fleiri á leiðinni. Það hefur örugglega verið vel tekið á móti þér. Við munum minnast þín með þakk- læti og trega. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stef.) Kveðja. Börnin. Guðrún Einarsdóttir fæddist í Sel- haga í Stafholtstungum 8. október 1918 og var fjórða í röð sex systkina. Fyrstu árin ólst hún upp í Selhaga og síðar í Grísatungu. Þegar hún var um tíu ára gömul fluttist fjölskyldan í Borgarnes sem þá var að byggjast upp. Hún stundaði nám við hús- mæðraskólann á Staðarfelli 1939–40. Ung að árum fór Guðrún í vinnu- mennsku var við þjónustustörf og í kaupamennsku, m.a. á Hreðavatni. Einnig var hún í vegavinnu. Og þar réðust örlög hennar er hún kynntist Hannesi Torfasyni. Þau giftust 11. nóvember 1944 og hún flutti í Gils- streymi. Og þar bjuggu þau saman þar til Hannes varð bráðkvaddur við Skógarhóla 12. júlí 1964. Gunna tók þá við búinu með börnin sex á aldr- inum 9 til 18 ára. Hún hóf störf við mötuneyti Kleppjárnsreykjaskóla 1972 en var við búskapinn á sumrin. Hún hætti búskap 1974 og það sumar vann hún við barnaheimili RKÍ á Sil- ungapolli. Hún fluttist í Borgarnes um haustið og hóf þá störf í kjöt- vinnslu Kaupfélags Borgfirðinga og vann þar uns hún hætti sökum aldurs og bjó þar alla tíð síðan. Leiðir okkar Gunnu lágu saman fyrir rúmum þrjátíu árum er ég tengdist inn í fjölskylduna. Gunna var harðdugleg kjarnakona sem vílaði ekki hlutina fyrir sér, hún tók því sem að höndum bar. Féll aldrei verk úr hendi, verðugur fulltrúi þeirrar kyn- slóðar sem komið hefur þjóðinni úr örbirgð til allsnægta. Hún var ljóð- elsk og kunni fjöldann allan af vísum og var afar vel hagmælt en flíkaði því ekki frekar en öðru er hún tók sér fyr- ir hendur. Mjög minnug og ættfróð og gat rakið ættir sinna skyldmenna og annarra vítt og breitt. Á stóru heimili er í mörg horn að líta. Í Gilsstreymi hefur verið gest- kvæmt og börn og unglingar komu til sveitadvalar, áttu þar góðar stundir og hafa haldið tryggð við fjölskylduna síðan og mörg þeirra kölluðu hana Gunnu ömmu. Gunna var mjög nýtin og aðhalds- söm. Hún saumaði á börn sín og prjónaði. Margar eru lopapeysurnar sem hún hefur látið frá sér fara, allur útsaumurinn, heklið, perlusaumur og önnur handavinna sem hún vann í stórum stíl og eru hreinustu listaverk. Allt fram á síðasta dag var hún með á prjónunum og er ég kom til hennar á dvalarheimilið í Borgarnesi tveimur dögum fyrir andlát hennar og spurði hvað hún væri að prjóna mundi hún það ekki en við vorum sammála um að það kæmi í ljós áður en verkinu lyki. Gunna var afar hreinskiptin, sagði sínar skoðanir umbúðalaust á mönn- um og málefnum og hennar meiningu varð ekki breytt, viljasterk, greiðvik- in og hjálpsöm. Áföllum lífsins var tekið með æðruleysi og festu og þeirri vissu að svona hefði þetta átt að fara og jarðnesk máttarvöld hefðu ekki getað breytt atburðarás lífsins. Aldrei kvartaði hún yfir sínu hlutskipti þótt hún yrði fyrir áföllum, sjónin dapr- aðist og þrótturinn minnkaði. Öll jól hefur Gunna farið í Gils- streymi síðan hún flutti þaðan og ver- ið hjá Torfa syni sínum og síðustu ár verið farin að skipuleggja ferðina löngu áður. Naut hún þess tíma ríku- lega. Eftir síðustu jól hafði hún á orði að einkennilegt væri hvað lítið væri að gera hjá húsfreyjum í Lundarreykja- dal nú orðið þar sem nágrannakonur Torfa komu í heimsókn á ólíklegustu tímum og voru hjá henni, en á meðan gat Torfi sinnt útistöfum. Gunna hafði gaman af að ferðast en tækifæri til þess voru takmörkuð fyrr en hún hætti búskap. Fór hún þá til útlanda auk ferðalaga innanlands. Margar ferðir með henni eru eftir- minnilegar. Hún var fróð um örnefni og ýmislegt sem tengdist hinum ýmsu stöðum, meðal annars fórum við ferð á æskuslóðirnar í Selhaga og margar ferðir fyrir Hafnarfjall. Þá tjáði Gunna sig vanalega um væntanlega skógrækt sem byrgja myndi fjallasýn. Margs er að minnast og mörg gull- korn hefur hún sagt sem ekki verða rakin hér við leiðarlok. Gætir bús í Gilsstreymi góður verkamaður. Hefur búmanns hyggindi Hannes lyndisglaður. Um Guðrúnu ég get þess hér, ef grúskari um það spyrði. Hún af skálda ættum er efst úr Borgarfirði. (Þorsteinn Kristleifsson.) Í vikunni sem hún lést hringdi hún og sagði að það væri ekkert sérstakt, ætlaði bara að heyra í einhverjum sem hún þekkti, sagðist vera að fara í ferðalag suður fyrir fjall, hún væri bú- in að vera svo lengi hérna, talaði um fjóra daga í þessu sambandi. Fjórum dögum síðar lést hún. Nú þegar þú hefur kvatt þennan heim og heldur á fund Hannesar og annarra ástvina sem kvatt hafa á und- an þér, þakka ég og mínir fyrir sam- fylgd gegnum súrt og sætt. Blessuð sé minning þín. Einar Ole. Elsku litla amma, ég kveð þig með söknuði, en samt létti, því þetta var ósk þín, vildir fara að hvíla þig, búin að lifa löngu góðu lífi, eiga sex yndisleg börn og helling af barnabörnum. Ég er svo heppin að vera eitt þeirra því betri ömmu er ekki hægt að hugsa sér. Þú varst alltaf svo blíð og góð, það var alltaf svo skemmtilegt að vera með þér, alltaf nóg að gera, spila, leggja kapal, perla, skoða gamlar myndir, fara í göngutúra í sveitinni, kíkja á Bjössa róló. Þú fórst með vísur fyrir mig og sagðir mér sögur frá því í gamla daga. Það var svo gaman þegar þú komst til okkar í heimsókn, ég fór alltaf og sótti þig niðrá rútu og labbaði með þér heim. Þú komst með smá- gjafir handa okkur Braga, prjónadót- ið þitt og auðvitað litlu skrýtnu pyls- urnar, sem þú fékkst í sláturhúsinu. Svo áttum við saman nokkra góða daga í Grindó. Þegar þú þurftir að fara saknaði ég þín svo mikið að ég tímdi ekki einu sinni að þvo lyktina þína af koddaverinu sem þú svafst með, heldur svaf ég á því í margar vik- ur á eftir, það var einhver sérstök ömmulykt af þér sem mér þótti svo vænt um. Þegar ég var leið sem lítil stelpa hugsaði ég oft til jólanna, þá er alltaf svo gaman. Ég hugsaði til þín, Torfa frænda og Gilsteymis, hvað yrði gam- an að koma þangað næst, góðar minn- ingar. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Elsku litla amma mín, ég elska þig af öllu mínu hjarta, þakka guði fyrir allar þær stundir sem við áttum sam- an. Hafðu það gott í himnaríki. Þar tekur afi á móti þér. Þín Hanna Rún. Elsku amma. Nú ertu farin frá okk- ur og komin á betri stað þar sem þér líður vel. Þú varst fullorðin kona en eftir að þú lærbrotnaðir þá fór heilsan að gefa sig. Síðast þegar þú varst mik- ið lasin þá kom ég til þín til að kveðja þig og sagði við þig að vonandi sæj- umst við fljótlega og þá sagðir þú: „Ég nenni nú ekki að vera hér lengi“. Þú varst hálfpartinn að bíða eftir því að guð kæmi að ná í þig. Þú varst mikil hannyrðakona. Í hvert skipti sem ég heimsótti þig þá varstu með einhverja handavinnu í höndunum eða leggjandi kapal. Þú varst mjög dugleg kona og varst prjónandi allt fram í það síðasta. Við eigum margar minningar sam- an, t.d. þegar þú varst að kenna mér að prjóna, þá sagðir þú að ég væri með spýtuputta, en þeir hafa lagast. Þú kenndir mér líka að spila lönguvit- leysu og að leggja kapal þegar ég kom upp í sveit. Ég á margar minningar um þig uppi í Gilstreymi, þar þótti þér best að vera. Þú gafst mér mína fyrstu skóla- tösku og hún er enn til og ég er enn í skóla. Taskan verður forngripur, ég mun varðveita hana vel. Þegar ég var yngri og átti afmæli þá beið ég spennt eftir póstinum því hann færði mér alltaf afmæliskort frá þér og í því var peningur. Og þú hélst þessum sið áfram þegar sonur minn átti afmæli. Þá fékk hann afmæliskortið. Þegar ég fæddi son minn þá vildir þú koma strax í heimsókn til að skoða litla drenginn. Þú tókst næstu rútu alla leið suður til að sjá hann. Ég gleymi því aldrei og met það mikils. Og þegar litli drengurinn minn grét þá sagðir þú að það væri nú allt í lagi, hann væri bara að styrkja lungun. Ég mun sakna ömmudagsins sem var á 17. júní því þá komum við flest öll til þín og það var eins og lítið ætt- armót. Og það var allaf eitthvað gott með kaffinu. Elsku amma, nú ertu farin og það er erfitt að kveðja þig. Mér þykir vænt um þig og ég á eftir að sakna þín sárt. Minningarnar sem ég á um þig munu lifa með mér og ég mun aldrei gleyma þér. Vonandi líður þér vel. Megi guð og englarnir vaka yfir þér. Kveðja. Auður Eyberg. Elsku amma, nú er komið að kveðjustund, með trega og ákveðinni eftirsjá. Við eigum alltaf eftir að muna eftir þeim stundum sem við áttum með þér.Ýmislegt er ofarlega í minni frá æskuárum okkar. Þegar við vor- um lítil og fengum að koma í heim- sókn til þín, fyrst á Skúlagötuna og síðar í Ánahlíð í Borgarnesi, þá varst þú alltaf búin að undirbúa komu okk- ar, kaupa snúða og tilheyrandi handa okkur grislingunum. Einnig sú hefð sem þú komst á, að á 17. júní komu börnin og barnabörnin til þín eftir að hafa farið niður í Skallagrímsgarð. Síðan var kaffi hjá þér, pönnukökur og kleinur og fleira bakkelsi. Einnig var fastur liður að þið Torfi komuð á jólunum til okkar og þið spiluðuð við okkur. Þá var oft kátt í kotinu. Þessar minningar og margar fleiri eigum við nú um þig og eigum við eftir að varðveita þær vel. Einar Bjarni minnist áranna sem hann kom til þín í hádeginu og borðaði hádegismatinn. Margar þrætur tókuð þið um ýmis- legt og hafið ábyggilega bæði staðið fast á ykkar. Við þökkum þér fyrir allt sem þú varst okkur og gerðir fyrir okkur. Guð veri með þér. Einar Bjarni, Henný Birna og Helga Björk. Jæja, nú er hún Guðrún Einars- dóttir, eða Gunna amma, eins og hún var oftast kölluð, öll. Gunna amma var beinskeytt og mjög hreinskilin. Stundum fannst manni nóg um. Hún hafði skoðanir á flestum málum og lét þá sem í kringum hana voru heyra þær hverju sinni. Má þar nefna að hún vildi ekki sjá grænmeti, það fannst henni ekki mannamatur. Handavinna var henni mjög kær og saumaði hún og föndraði ógrynni af munum. Við höfum fengið að njóta þess og munum hafa hjá okkur til minningar um hana um ókomna tíð. Okkur finnst við ótrúlega lánsöm að hafa fengið að kynnast Gunnu ömmu og enn þá lánsamari að dóttir okkar fékk að kynnast henni líka. Öll eigum við góðar minningar sem við geymum í hjarta okkar. Halldór Torfi, Rúna og Helga Karen. GUÐRÚN EINARSDÓTTIR Lillýar í Öxarfirðinum. Sjö ára snáð- inn sem kom fljúgandi til Kópaskers vorið 1958 var ekki upplitsdjarfur á leiðinni. Það breyttist þó fljótt og í Gilhaga átti ég mitt annað heimili næstu sex árin. Mættur í sauðburð- inn og farið heim eftir réttir. Fékk sæmdartitilinn bústjóri og undi glað- ur við mitt. Á þessum árum var mikið líf og fjör í Gilhaga. Börn Laufeyjar og Halldórs þau Lillý og Binni ásamt mökum sínum Einari og Hildi og þeim börnum sem þá voru fædd bjuggu ásamt mér í gamla húsinu á Gilhaga. Þegar maður kom síðar og sá hversu lítið húsið í raun er er óskiljanlegt hvernig allir komust fyr- ir en í minningunni var alltaf rúmt um alla. Sennilega hefur hið þægi- lega andrúmsloft sem þar ríkti stækkað húsið. Þó hefur mér á ein- hverjum tíma fundist vera orðið þröngt um okkur því ég kom víst að máli við Laufeyju hvort ekki væri ráð að byggja upp gamla bæinn að Gils- bakka sem myndi henta vel fyrir gömul hjón með einn strák. Þessu gleymdi Laufey aldrei og minnti mig á í hvert skipti sem við hittumst. Þegar ég kom með stelpurnar mín- ar litlar tók hún þannig á móti þeim að eftir það var hún allaf kölluð góða konan í sveitinni eða góða pönnu- kökukonan. Börnin finna hvernig á móti þeim er tekið og held ég að þetta lýsi Laufeyju vel þar sem gestrisnin og góðsemin var í fyrirrúmi. Ég og fjölskylda mín sendum Binna, Hildi, Einari og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur og veit að minningin um góða konu mun lifa með okkur. Þorvaldur K. Þorsteinsson. að skreppa til Reykjavíkur, fara í leikhús og stundum lagði hún land undir fót og fór í sólarlandaferðir. Þegar heilsan fór að bila óskaði hún eftir því að fá að dvelja á sjúkrahús- inu, þar sem hún fékk frábæra umönnun fagfólks sem seint verður þakkað. Ríkisútvarpið sá um að stytta Ósk stundir. Hún hafði unun af því efni sem þar var boðið upp á, taldi það vandað og vel valið. Ósk nefndi í vor að nú væri hún orðin þreytt og tilbúin að kveðja þetta líf sem hún og gerði hinn 13. september sl. Ég og fjölskylda mín þökkum Ósk fyrir vel unnin störf í þágu Hrað- frystistöðvar Vestmannaeyja og kveðjum hana með virðingu. Guð blessi minningu hennar. Ættingjum hennar sendum við samúðarkveðjur. Guðbjörg Matthíasdóttir. Ósk mín. Ég minnist þín sem góðr- ar og glaðlyndrar konu. Enda þótt sorgin hafi oft drepið á dyr hjá þinni fjölskyldu. Þú eignaðist ekki sjálf börn en þau komu til þín og Ágústu systur þinn- ar. Þið óluð upp og hlúðuð að þremur systkinabörnum ykkar, vegna and- láts móður eða föður þeirra. Þið reyndust þeim sem bestu mæður. Ósk vann alltaf á skrifstofu hjá Einari Sigurðssyni „ríka“ sem átti Hraðfrystistöð Vestmannaeyja, þar sem fjölmargir bátar lögðu upp afla sinn og voru oft mikil umsvif er mikill fiskur veiddist. Ég vann þarna með henni í mörg ár; oft var mikið að gera en hún var alltaf eins og klettur úr hafinu, dug- leg og úrræðagóð. Ósk var fróð og víðlesin og hafði gaman af því að ferðast og fór ég einu sinni með henni í utanlandsferð til Rínarlanda og var það mjög skemmtileg ferð og eftirminnileg. Hún unni líka eyjunni sinni kæru. Yndislega eyjan mín, ó, hve þú ert morgunfögur. Úðaslæða óðum dvín eins og spegill hafið skín. Yfir blessuð björgin þín breiðir sólin geislakögur. Yndislega eyjan mín, ó, hve þú ert morgunfögur. (Sigurbj. Sveinsson.) Guð blessi þig og þakkir fyrir allt gott. Hvíl í friði. Innilegar samúðar- kveðjur til allra þinna. Lára Þórðardóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.