Morgunblaðið - 24.09.2005, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.09.2005, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Helga JónínaSigurðardóttir fæddist á Vatns- enda í Ólafsfirði 22. mars 1917. Hún lést á sjúkradeild dvalarheimilisins Hornbrekku á Ólafsfirði 14. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurð- ur Jónsson verslun- armaður, f. 16. nóv. 1891, d. 23. júlí 1963, og Sigríður Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 19. nóv. 1891, d. 11. nóv. 1965. Þau voru bæði úr Svarfaðardal. Helga Jónína átti eina systur, Kristínu talsímakonu á Ólafsfirði, f. 9. maí 1922, d. 21. okt. 2001, maki Björn Dúason, f. 20. júlí 1916. Börn Kristínar eru: Sigríður Vilhjálms, Helga Björnsdóttir og Sigurður Björnsson. Helga Jónína giftist 23. maí 1937 Ásgrími Hartmannssyni, fv. bæjarstjóra á Ólafsfirði, f. 13. júlí 1911, d. 13. ágúst 2001. Foreldr- ar hans voru Hartmann Ásgríms- son, f. 8. sept. 1874, d. 8. ágúst 1948, kaupmaður og oddviti á Kolkuósi í Skagafirði, og kona hans Kristín Símonardóttir hús- freyja, f. 16. okt. 1866, d. 21. apr- íl 1956. Börn Helgu og Ásgríms eru: 1) Sigríður, f. 4.2. 1938, maki Kristján Sæmundsson, börn þeirra: Ásgrímur, f. 12.10. 1959, maki Sigríður Traustadóttir, börn: Lára Ósk, Sigurður Trausti og Stefán Óli. Sæmundur, f. 13.11. 1960, maki Svanhvít Gísla- 6.6. 1973. 4) Ingibjörg Hart- manns, f. 15.11. 1949, maki Þor- steinn Ásgeirsson, börn þeirra: Ásta, f. 15.8. 1970, maki Stefán Hallgrímsson, börn: Þorsteinn Ingi og Andri Þór. Ásgrímur Smári, f. 15.8. 1974, unnusta Elín Ragnarsdóttir, börn hans: Berg- lind Ósk og Ágúst Orri. Ásgeir Örn, f. 11.3. 1980, maki Halldóra Harðardóttir, barn: Ólafur Örn. 5) Nanna Hartmanns, f. 10.3. 1953, maki Guðmundur Hauks- son, börn þeirra: Haukur, f. 1.12. 1977, maki Jennifer Guðmunds- son. Ásgerður Helga f. 8.12. 1978, maki Árni Olsen, börn Guð- mundur Helgi, Thelma Líf og Kolbrún Rut. Sveinn Þórir, f. 27.1. 1981, maki Dusana Polá- ková, barn: Haukur. Sigurður Valur, f. 18.9. 1984, og Hartmann Kristinn, f. 10.12. 1990. 6) Hart- mann, f. 7.9. 1955, maki Edda Björk, börn þeirra: Ásgrímur, f. 5.2. 1980, Illugi, f. 3.12. 1981, unnusta Sigríður Ármannsdóttir, Kristín f. 10.11. 1983, maki Guðni Grímsson. Guðlaug, f. 13.6. 1985, unnusti Sveinbjörn Óðinsson, Þórgunnur, f. 22.10. 1988, Hólm- fríður, f. 29.6. 1990, Helga Sig- ríður, f. 12.5. 1992, og Björn Virgill, f. 9.12. 1994. Helga Jónína stundaði nám við Barnaskóla Ólafsfjarðar og við Kvennaskólann á Blönduósi árið 1933–1934, var í stjórn Kven- félagsins Æskunnar Ólafsfirði í 30 ár og þar af formaður í átta ár. Var matráðskona við Sjúkra- skýlið á Ólafsfirði þar til hún gerðist húsfreyja á stóru og annasömu heimili sínu á Aðal- götu 24 (Kolku) á Ólafsfirði. Þar ráku þau hjónin um tíma hótel, verslun og bensínafgreiðslu. Helga Jónína verður jarðsung- in frá Ólafsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. dóttir, börn: Ester Helga, Kristján Finnur, Sjöfn, Sandra Sif, og Hlyn- ur Snær. Margrét, f. 21.12. 1961, maki Þröstur Harðarson, börn: Kristján Örn, Einar Helgi, Díana Rós. Sigurður, f. 15.12. 1964, maki Kristín Einarsdóttir, börn: Ragnheiður, Hartmann Helgi, Guðrún Sigríður. Helga Jónína, f. 11.4. 1967, maki Guðmundur Sigurðs- son, barn: Sigmar Atli. 4) Ólafur Kristinn, f. 10.6. 1971, maki Mar- grét Ragnarsdóttir, börn: Hall- dóra Aðalheiður og Hrafnhildur Tinna. 2) Kristín Þorbjörg, f. 10.12. 1941, maki Ólafur Sæ- mundsson, börn þeirra: Helga, f: 3.10. 1960, maki Skarphéðinn Að- albjörnsson, börn: Óli Grétar, Ás- dís, Ómar Björn, Bryndís, Krist- inn Geir og tvö barnabörn. Svava, f. 4.4. 1962, maki Helgi Helgason, börn: Hrafnhildur María, Kristín Ólöf, Sigurrós Inga. Greta Krist- ín, f. 10.12. 1963, maki Anton Konráðsson, börn: Júlí Ósk, Katr- ín Sif, Áslaug Eva og Brynhildur. Hörður, f. 19.12. 1966, maki Sig- rún Aðalsteinsdóttir, börn: Hulda María og Harpa Hrönn. Eva Sig- ríður, f. 26.2. 1970, maki Sig- urður Sigurbjörnsson, börn: Ólöf Edda, Ágúst Örn og nýfædd stúlka. 3) Þórgunnur Guðrún, f. 30.4. 1946, maki Kristján Þór- hallsson, börn þeirra: Lilja Pál- ína, f. 1.1. 1971, Reynir Helgi, f. Nú hefur lokið æviskeiði sínu kven- skörungur mikill sem skilur eftir sig merk spor í sögu Ólafsfjarðar. Fyrir það fyrsta var hún bæjarstjórafrú í tæp tuttugu og níu ár og á þeim tíma stóð heimili hennar opið fyrir gestum og gangandi hvenær sem var og hvernig sem á stóð og alltaf stóð Helga fyrir sínu og vel það. Þá var hún í stjórn Kvenfélagsins Æskunnar frá tvítugs aldri og í þrjátíu ár alls, þar af formaður í átta ár. Ásgrímur vissi að hann átti góða konu og hann var ekkert alltaf að segja henni frá því að von væri á gest- um. Hann bara mætti með þá í mat eða kaffi. Það var ekki alltaf tekið út með sældinni að vera bæjarstjórafrú. Og það var eins og allir rynnu á kaffi- og matarilminn því varla mátti svo maður koma í bæinn að hann liti ekki við á Kolku. Sumargleðin, leikhóp- arnir, sjálfstæðismennirnir og aðrir pólitíkusar, allir komu við. Og síðast en ekki síst lætur hún eft- ir sig 73 afkomendur sem allir eru á lífi. Í fyrsta sinn sem ég hitti Helgu var rétt fyrir verslunarmannhelgi 1969, en þá var ég að sækja Ingu mína til að fara í Húnaver. Þetta var líka mín fyrsta ferð norður yfir heiðar, þannig að taugarnar voru þandar til hins ýtr- asta. En það var engin ástæða til þess að fara á taugum. Tengdamóðir mín, þá tilvonandi, reyndist vera hin vænsta kona og ég held að það hafi bara farið vel á með okkur frá fyrstu kynnum, og lítinn skugga borið á okk- ar samskipti í gegnum öll þessi ár sem við þekktumst. Það er alveg ljóst að skrýtlurnar um tannhvössu og geðstirðu tengdamóðurina áttu ekki við Helgu. Þvílíka öðlingskonu sem engum hallmælti er erfitt að finna. Heimili þeirra Ásgríms stóð alltaf öll- um opið og gestrisnin reið ekki við einteyming. Það var sérstaklega notalegt að kíkja inn og fá sér kaffi- sopa, það var líka alltaf svo gott smurt brauð með og fyrir svona mat- mann eins og mig var svo auðvelt að gera sér eitthvert erindi eða stelast til að kíkja inn til að fá kaffisopa í litla eldhúskróknum. Svo maður haldi sig við matinn þá gerði Helga þær bestu kótelettur í raspi sem ég hef smakkað og lamba- lærin hennar voru hreint frábær. Það er víst alveg hægt að segja að ég hafi fengið á henni matarást frá fyrstu kynnum, enda alltaf hlaðið borð hjá Helgu. Gjafmildi þeirra hjóna var alveg með eindæmum og ef maður gerði eitthvert viðvik eða gaf þeim eitthvað þurfti að launa það margfalt til baka, og varð maður stundum að fara í hart út af því, en allt í góðu. Það er alveg ljóst að þau söfnuðu ekki auðæfum um ævina nema í fjölskyldunni. Fjöl- skyldan var þeim allt enda telur hún ríflega 100 manns með okkur við- hengjunum. Þau notuðu sína peninga fyrir fjölskylduna í afmælis- og jóla- gjöfum og spöruðu þar hvergi, enda fór allur nóvember og desember í jólapakkana. Hin seinni ár þegar heilsa Ásgríms fór að dala varð samband okkar Helgu að mér fannst nánara og opn- ara. Eitt af því sem Helga þoldi ekki var að skulda einhverjum eitthvað og ef hún taldi sig skulda lét hún ekki laust né fast fyrr en það var uppgert og kannski gott betur. Það kom iðu- lega fyrir að ég skaust út í búð fyrir þau hin seinni ár og þá varð ég að fara með budduna, ég mátti ekki borga fyrst því þá gæti ég svindlað á verð- inu, það er að segja henni í hag. Ef það kom fyrir að ég borgaði fyrst hafði ég alltaf smápeninga á mér til þess að gera upp upp á krónu, en þetta var svona grín okkar á milli. Helga mín, þín er sárt saknað, en þið Ásgrímur voruð svo samtvinnuð og náin og ég veit að þú náðir þér aldrei eftir fráfall hans en nú eruð þið aftur saman. Hvíl í friði, tengdamóðir. Þorsteinn Ásgeirsson. Miðvikudaginn 14. þessa mánaðar kvaddi þennan heim á Hornbrekku í Ólafsfirði Helga Jónína Sigurðardótt- ir. Ég mun ekki í þessari stuttu minn- ingargrein rekja ættir Helgu, það munu aðrir gera. Hún var ein af þess- um kjarnakonum sem létu sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Helga var í húsmæðraskólanum á Blönduósi og talaði hún alltaf vel um þann skóla og það sem hún lærði þar. Hún var for- maður kvenfélags Ólafsfjarðar í átta ár. Helga giftist Ásgrími Hartmann- nssyni sem síðar tók við embætti bæj- arstjóra Ólafsfjarðar sem hann gegndi í 29 ár. Leiddi það til þess að oft var mikill gestagangur hjá þeim Helgu og Ásgrími og því mæddi mikið á Helgu sem tók á móti öllum með opnum örmum og af mikilli gestrisni. Þegar ég og mín fjölskylda komum í heimsókn til Helgu og Ásgríms var alltaf uppdekkað veisluborð og allt gert til þess að okkur liði sem allra best. Helga Jónína var ein besta kona sem ég hef kynnst og verð ég henni ætíð þakklátur fyrir góðsemd í minn garð og fjölskyldu minnar. Vil ég og fjölskylda mín þakka öllu hinu frábæra starfsfólki Hornbrekku fyrir góða umönnun Helgu í þann tíma sem hún dvaldi þar. Minning Helgu mun ávallt lifa í hjörtum okkar allra. Ég kveð tengdamóður mína með mikilli virðingu og söknuði. Hvíl í friði. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Guðmundur Valur Hauksson. Elsku amma mín. Af hverju er þetta svona sárt? Ég veit að þú ert komin á betri stað núna og ekki svona veikburða og illt í mjöðminni. Heldur ertu loksins komin til afa þannig að þú þarft ekki lengur að tala við hann í gegnum mynd og sjá hvort það komi blik í augun á honum þegar hann svarar eins og þú sagðir mér alltaf. Og núna fær afi loksins hvíldina með þér og þarf ekki að vera á stöðugu flakki í myndaramma. Samt ein- hverra hluta vegna get ég ekki sætt mig við þetta, ég sit hér með stórt samviskubit yfir því að hafa bara komið einu sinni í heimsókn til þín upp á elliheimili í sumar og ég er ekki einu sinni viss um að þú hafir vitað að þetta væri ég en það er sama það var svo gaman að koma og sjá þig og geta afþakkað allt sem þú bauðst mér, sama hvað ég sagði, alltaf hélstu áfram að bjóða, alveg þér líkt. Og nú ert þú farin til afa og langt þangað til að ég mun koma aftur í heimsókn til ykkar og fara í búðina og kaupa tvo potta af mjólk, þrjár þykkmjólk með perum og eplum, jarðarberjagraut handa afa og svo auðvitað einn camel filter. Man svo vel alltaf þegar að ég var að fara út í búð fyrir þig og söngl- aði alltaf alla leiðina hvað það væri sem ég ætti að kaupa fyrir þig, elsku amma mín. Og svo þegar maður kom heim aftur úr búðaferðinni vildirðu endilega borga manni fyrir hlaupin og hrósaðir mér alltaf fyrir hvað ég væri snögg og ef ég vildi ekki taka við pen- ingnum tróðstu honum bara í vasana hjá mér og ef að ég var ekki með vasa var þeim bara stungið inn á mann. Maður slapp aldrei við að fá greitt fyrir hlaupin. Manstu líka þegar afi ákvað að hætta að reykja og þegar hann var að verða búin að ganga teppið í borðstof- unni í sundur baðstu mig í guðanna bænum að fara og kaupa handa hon- um sígarettur áður en það kæmi hola í gólfið. Og líka alltaf þegar ég var að segja þér frá einhverjum vinum mín- um spurðirðu alltaf hverra manna þeir væru og þegar ég svaraði að ég vissi það ekki varðstu alltaf svo hneyksluð á mér að vita það ekki. Þetta væri nú það sem ég ætti að vita um vini mína, annars myndi ég nú ekkert þekkja þá. Ég mun nú fara að reyna að leggja mig fram við að vita hverra manna vinir mínir eru svo að ég geti nú verið með allt á kristaltæru þegar ég kem til ykkar afa. Og svo líka að alltaf ef þú meiddir þig ein- hvers staðar skelltirðu bara spritti á það og spritt lagar sko allt, ekki satt, amma mín? Svo varstu líka alltaf að segja mér að þú værir hætt að gefa allar gjafir þar sem að þú værir orðin svo gömul og grá en samt var ég alltaf að send- ast í búðina til Agga að fá eitthvað lánað til að sýna þér til að þú gætir gefið hinum og þessum, en samt varstu alveg löngu hætt að gefa gjaf- ir. Held ég hafi aldrei upplifað þann afmælisdag eða jól sem þú hafir ekk- ert gefið mér. Samt varstu hætt að gefa gjafir þegar ég var eitthvað um sjö ára og núna er ég orðin 19 ára. Það var líka svo gaman að þræta við þig um það að í dag þyrfti maður ekki að binda um kassana áður en maður setti þá í póst, en, nei, alltaf stóðstu fast á því að svona ætti að gera það því að afi hafði einhvern tím- ann fyrir langalöngu verið sendur heim með pakkann því að það var ekki bundið um hann. Ég sakna þess að þræta við þig þó að ég hafi nánast alltaf þurft að éta allt ofan í mig aftur. Alltaf varstu að hekla dúllur þegar að ég kom nema þegar það var nýtt barnabarn á leiðinni, þá varstu að hekla hosur á það. Elsku amma mín, ég á svo erfitt með að sætta mig að þú sért farin án þess að ég hafi getað sagt bless og gefið þér einn skrúfukoss. Manstu eftir þeim? Þú sagðir að með þessu áframhaldi myndu fölsku tennurnar detta úr þegar ég boraði mig inn í kinnina á þér með mínum skrúfukoss- um. Og hver á nú að segja mér að kærastarnir mínir séu skyldir mér í þessum og þessum ættlið? Þú varst mun betri í þessu en Íslendingabókin á netinu eins og þegar ég og kærast- inn minn byrjuðum saman varstu ekki lengi að finna það út hverra manna hann var og hvernig við vær- um skyld í 5. eða 6. ættlið. Ég man líka að alltaf þegar ég var að koma til þín vissirðu alltaf að þetta væri ég, sagðir alltaf að fylgjan mín hefði verið að koma inn úr dyrunum skömmu áð- ur. En nú ætla ég að reyna að kveðja þig, elsku amma mín, og vonandi hef- urðu það sem allra best hjá honum afa og passar vel upp á mig. Elsku amma mín, ég á eftir að sakna þín mikið. Katrín Sif. Nú er hún amma búin að kveðja. Góðu lífsverki er lokið. Hvað mig varðar þá lagði hún hornstein í minn grunn þegar ég var að alast upp. Allt- af tilbúin að benda á allt gott í mínu fari og fullvissa mig um ágæti mitt. Hún sá alltaf kosti fólks og var dugleg að benda á þá. Ég spurði ömmu einu sinni að því hvort hún hefði einhvern tímann hitt ómögulegan mann. Hún hló og sagði mér frá því þegar þau afi ráku hótel og áttu bara Sissí. Breskt skip hafði strandað á stríðsárunum í Ólafsfirði og áhöfnin dvaldi á hótelinu til lengri tíma. Skipstjórinn var ákaflega strangur og fann til sín. Alltaf varð að leggja á sérstakt borð fyrir hann þar sem hann gat ekki setið við sama borð og skipverjar. Einn daginn bað einn skipsverjanna um leyfi fyrir þá alla til að fara í bæinn þar sem einhver uppá- koma stóð til og þeim hafði verið boð- ið. Skipstjórinn gerði sér lítið fyrir og hrinti skipverjanum niður stigann. Manngreyið handleggsbrotnaði við fallið. Ömmu var farið að hrylla við þessum manni og sagði einhvern tím- ann við Hönnu, sem vann í eldhúsinu, að hann væri svo ógeðslegur. Þá heyrðist í skipstjóranum: „Mig ógeðs- lega? Nei!“ Presturinn hafði víst verið mjög duglegur að kenna honum ís- lensku. Amma gat endalaust sagt krass- andi sögur af eigin reynslu. Eftirfar- andi saga lýsir ömmu best. Hún átti von á tólf manns í mat og stutt var í hótelgesti þegar einn gestanna kem- ur og segist vera á hraðferð, hvort hann geti byrjað strax að borða, svo sé hann farinn. Amma ber allan mat- inn á borð og fer í önnur störf. Stuttu síðar verður henni litið inn aftur. Þá er maðurinn búinn að klára allt salt- kjötið sem ætlað var 12 manns. Amma var þó ekki vön að skera mat- inn við nögl. Í einu hendingskasti spældi hún egg og beikon og náði á örskotsstundu að galdra fram mat fyrir þá sem á eftir komu. Snemma hefur hún sem sagt þurft að venjast því að matreiða fyrir marga með litlum fyrirvara. Þegar afi var bæj- arstjóri átti hann það til að hringja og segjast vera á leiðinni í mat með svo og svo marga með sér. Þau hjónin voru makalaust par, amma eins og stormsveipur að gera allt í einu og afi svo rólegur að ekkert gat raskað ró hans. Amma eins mann- glögg og hugsast gat en afi alveg laus við það. Hann mætti einu sinni mömmu, Diddu, á leið sinni úr búð- inni og þau heilsuðust. Þegar heim kom var þar fyrir Inga móðursystir. Afi spurði yfir sig hissa: „Hvað! Var ég ekki að mæta þér á leið í búðina?“ Þær systur þykja nú ekki líkar. Ann- að skipti voru amma og afi á Akur- eyri. Stoppar þau þá maður sem heilsar afa innilega með nafni. Þeir rabba heillengi saman. Þegar þeir hafa kvaðst og þau hjónin eru komin spölkorn í burtu spyr afi ömmu hver þetta hafi verið. Þarna treysti hann á manngleggni hennar. En í þetta sinn gat hún ekki orðið honum að liði, hún hafði aldrei séð manninn áður. Eins var það kostulegt þegar afi hætti að reykja. Eftir nokkurra daga reykleysi sagði amma við hann: „Ás- grímur, í Guðs bænum byrjaðu að reykja aftur, þú ert svo leiðinlegur svona.“ Þetta hefur sjálfsagt verið eitt af fáum skiptum sem afi skipti skapi. Ég var 16 ára þegar afi lauk 29 ára bæjarstjóraferli og þann dag man ég hann ofsakátan, sjálfsagt orðinn lang- þreyttur á erlinum sem fylgdi því starfi. Afi dó 2001 og var amma aldrei söm eftir. Það má með sanni segja að þau voru samrýnd hjón. Aldrei talaði maður um annað þeirra svo hitt kæmi ekki upp í hugann. Bæði dvöldu þau í góðu yfirlæti síðustu ævidagana á Hornbrekku, fyrst afi og síðar amma. HELGA JÓNÍNA SIGURÐARDÓTTIR VALGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR ljósmóðir frá Seljabrekku, Mosfellssveit, lést á Dalbæ, heimili aldraða, Dalvík, föstudaginn 23. september. Jarðarförin auglýst síðar, Guðmundur, Petra, Anton, Bjarnveig og Magnea Þóra Ingvabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.