Morgunblaðið - 24.09.2005, Síða 52

Morgunblaðið - 24.09.2005, Síða 52
52 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Séra Árni Berg-ur Sigurbjörns- son fæddist á Breiðabólsstað á Skógarströnd 24. janúar 1941. Hann andaðist á Landspít- alanum í Fossvogi hinn 17. september síðastliðinn. For- eldrar hans eru Sig- urbjörn Einarsson, biskup, f. 30. júní 1911, og kona hans Magnea Þorkels- dóttir, f. 1. mars 1911. Systkini hans eru: Gíslrún, f. 23. sept. 1934, Rannveig, f. 28. feb. 1936, Þorkell, f. 16. júlí 1937, Ein- ar, f. 6. maí 1944, Karl, f. 5. feb. 1947, Björn, f. 27. júní 1949, d. 27. jan. 2003, og Gunnar, f. 3. ág. 1951. Eftirlifandi eiginkona Árna Bergs er Lilja Garðarsdóttir skrif- stofumaður, f. 30. ágúst 1944 á Bíldudal. Foreldrar hennar eru Garðar Jörundsson sjómaður, f. 9. ág. 1916, og kona hans Una Thor- berg Elíasdóttir, f. 17. apr. 1915. Börn Árna og Lilju eru: 1) Harpa, f 26. jan. 1965, myndlistamaður, B.A. í sagnfræði frá HÍ og með framhaldsnám í myndlist frá Konsthögskolan Valand í Gauta- borg, maki Björn Zoëga, f. 26. apr- Háskóla Íslands 1972, Hann sótti námskeið í biblíuþýðingum í Halle í Þýskalandi árið 1971, stundaði nám við San Francisco Theological Seminary árið 1978 og framhalds- nám í nýjatestamentisfræðum við Lundarháskóla 1978-1980. Hann var sóknarprestur í Ólafsvík 1972- 1980 og í Ásprestakalli í Reykjavík frá 1980. Áður en hann lauk námi vann hann við barnakennslu og skrifstofustörf á Bíldudal og var fulltrúi á Skrifstofu ríkisspítal- anna. Meðfram prestsstörfum var hann stundakennari í biblíufræð- um við guðfræðideild Háskóla Ís- lands frá 1982 og í grísku og nýja- testamentisfræðum við guðfræði- deildina frá 1977 og í gamla- testamentisfræðum og kirkjusögu frá 1990. Hann sat í þýðingarnefnd Gamla testamentisins frá 1990 og þýðingarnefnd Nýja testamentis- ins frá 2001. Hann átti sæti í stjórn Hins íslenska Biblíufélags frá 1981, sat í kjaranefnd Prestafélags Íslands um tíma og átti sæti í fram- kvæmdanefnd Hjálparstofnunar kirkjunnar. Hann sat í skólanefnd Grunnskólans í Ólafsvík 1974-1980 og í skólanefnd Kvennaskólans í Reykjavík 1982-1988. Hann þýddi Apókrýfar bækur Gamla testa- mentisins úr frummálinu 1994 og skrifaði inngang og skýringar. Eftir hann liggja ýmsar greinar og ritgerðir í bókum, tímaritum og blöðum. Útför Árna Bergs verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13. íl 1964, med. dr. bæklunarskurðlækn- ir, sviðsstjóri lækn- inga, skurðlækninga- sviði LSH. Börn þeirra eru: a) Árni Bergur, f. 30. sept. 1990, b) Jón Gunnar, f. 30. jan. 1996, c) Guðrún Lilja, f. 27. mars 2001, d) Una Sigrún, f. 18. maí 2003, e) Sigurbjörn, f. 7. júlí 2005. 2) Magn- ea, f. 22. des. 1969, MM flautuleikari og kennari við Tónmenntaskóla Reykjavíkur og Tónlistarskólann í Reykjavík, maki Hákon Guðbjarts- son, f. 30. mars 1966, Ph.D. raf- magnsverkfræðingur, fram- kvæmdastjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu. Börn þeirra: a) Guðbjartur, f. 22. nóv. 1994; b) Sig- urbergur, f. 12. ágúst 1999; c) Lilja, f. 23. sept. 2003. 3) Garðar, f. 26. sept. 1975, flugmaður hjá Air Atlanta, sambýliskona Heiða Katr- ín Arnbjörnsdóttir, nemi. Sonur hans með Margréti Garðarsdóttur er Garðar Árni, f. 29. okt. 2000. Árni Bergur ólst upp í Reykja- vík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1968 og embættisprófi í guðfræði frá Dagur hefst Og hnígur svo að nýju Sem andardráttur barns Um hljóða nótt og veröldin er augasteinninn blái Sem augnaloki Himinhvolfið hjúpar Og svo rann einnig þessi dagur sem varð hans síðasti með okkur. Sólargeislar nýs morguns, upphaf að tilveru án hans. Með nýfæddan son minn í fanginu hjá honum þessa síð- ustu regnvotu hljóðu nótt, upphaf lífs og endalok. Hver sekúnda talin með andardrætti beggja, föður míns á leið frá okkur, sonar míns á upphafi lífs síns með okkur. Hvert æðaslag talið nú og aldrei meir. Baráttunni lokið. Allt að lokum héldum við í vonina um bata, enda hafði hann sýnt ótrúlegan styrk, komist yfir bverja hindrunina af ann- arri og glímt við sjúkdóminn af full- komnu æðruleysi. Hughreyst okkur í hvert sinn sem undan lét. Og fyllt okkur bjartsýni á batann þegar vel gekk. Þannig fermdi hann nafna sinn, sótti guðfræðiráðstefnu í Am- eríku með Birni og áttum við mamma ógleymanlega haustdaga með þeim að henni lokinni í New York, tók aftur til starfa fyrir jól. Nú síðast í sumar horfðum við systkinin og móðir okkar á hann ganga á ný eftir lömun. Lífsviljinn, seiglan ótrú- leg. Eins og við vildum berjast með honum, til þess að fá að hafa hann lengur hjá okkur, varð allt undan að láta. Eftir stendur djúpt þakklæti fyrir tímann sem við áttum og að hafa fengið að vera hjá honum allt til enda. Nú þjaka engar þrautir, hug- svölun í þeirri vitneskju að Guð var nærri og er, nú sem endranær. „Hamingjumaður, gæfumaður er sá sem gerir öðrum gott,“ sagði hann og þannig er honum sjálfum best lýst. Hann gerði öðrum gott. „Hamingjan býr í hjarta manns, höpp eru ytri gæði.“ Þessa hendingu las ég margoft og velti fyrir mér sem barn. Saumað svörtum krossaumi í dúk sem var á borði undir lampa inni í stofu á bernskuheimili mínu. Dúk- inn saumaði amma og gaf föður mín- um ungum. Seinna skildi ég merk- inguna til fulls, kannski einmitt í ljósi þess sem hann kenndi mér, hamingj- an býr innra með okkur, allt annað er heppnin ein. Þrátt fyrir miklar annir gaf hann sér alltaf tíma til þess að taka þátt í því sem við systkinin vorum að fást við. Úr því sem á hugann leitaði var leyst með næmi og umhyggju og áhuga á öllu því sem okkur snerti. Hann var hafsjór fróðleiks og minnið hreint ótrúlegt, fljótlegra að spyrja hann en að notast við uppflettirit og miklu skemmtilegra því þannig fylgdu samtöl sem veltu upp nýjum fleti á málum. Ávallt fór maður ríkari heim. Þannig hljóp nafni hans yfir götuna heim til afa og ömmu og afi leysti úr tormeltu námsefni með ein- földum skýringum, „Mamma hann afi kann allt!“ var viðkvæðið jafnan þegar heim var komið. Barnabörnin fengu öll að njóta sín á eigin forsend- um. Umhyggjusamur og náinn afi sem ekkert aumt mátti sjá. Tveggja ára afaljúfi sem fluttist til Svíþjóðar með okkur Birni, sendi hann eitt bréf daglega fyrstu árin með óborganlegum afasögum úr Sporðagrunni. Öll myndskreytt kostulegum teikningum. Allt til þess að létta litlum manni aðskilnaðinn við afa og ömmu, aðskilnað sem var erfiður, því fyrsta æviárið hafði hann notið þeirra forréttinda að fá að vera í pössun hjá þeim á meðan ég var í Myndlista- og handíðaskólanum. Kom ég iðulega að þeim mátum þar sem afi las fyrir hann fornan texta á frummálinu og þýddi síðan. Ekki lét hann sig muna um að passa kútinn þegar hann fékkst við að þýða Apok- rýfar bækur Gamla testamentisins. Enda varð barnið undurfljótt altal- andi og talaði hið besta bókmál. Ein fyrsta minning mín um föður minn er samofin síðustu vikum sjúk- dómslegu hans, og hlýrri nærveru hans þá, sem endranær, var að leiða hann niður Njarðargötuna undir skóhljóði á héluðum gangstéttarhellum á leið í Laufásborg. Teygja mig upp í hlýja höndina og ekki vilja sleppa takinu. Vilja miklu fremur vera eftir heima og „passa“ pabba, sem lét það eftir mér að fara með mig aftur heim á Lokastíginn við litla hrifningu for- stöðukonunnar. Mikið var það gott. Leiðin að heiman hvern vetrarmorg- un, þungbær mér þriggja ára, því þó samtölin væru innileg og skemmtileg eins og pabba var einum lagið, fylgdi geigur því nær sem dró að leiðar- enda. Höndin hlý, nærveran dýrmæt í vitneskjunni um það að senn yrði ég að sleppa af honum hendinni. Nú hvíli ég ekki lengur hönd mína í lófa hans. Síðustu ferðina fór hann og sleppti mínu handtaki. Eftir stend ég og fæ ekki fylgt honum lengra. Við eigum ekkert nema stundina sem við lifum sagði hann oft og er það ekki einmitt þannig sem ham- ingjumaður lifir. Fegurðin felst í því að kunna að meta það sem maður á og þakka það. Það fengum við öll að finna sem áttum hann. Tíminn dýrmætur, hvert augna- blik eitthvað sem við vildum að væri eilíft og varðveitist með okkur í minningunni um náinn föður, tengdaföður, vin, sálufélaga og afa. Blessuð sé minning hans. Harpa Árnadóttir. Fráfall ástkærs tengdaföður míns Árna Bergs markar vissulega skil í lífi fjölskyldunnar sem og allra þeirra sem urðu þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að kynnast honum. Við þessi tímamót er mér ljúft að minn- ast hans í örfáum orðum. Fyrstu kynni mín af Árna Bergi og Lilju tengdamóður minni voru einstaklega ánægjuleg og var mér strax tekið opnum örmum af þeim hjónum á þeirra hlýlega heimili. Mér varð það fljótt ljóst hversu ástríkur faðir Árni var og hve náið og sérstakt samband ríkti á milli hans og Magn- eu, líkt og átti eftir að myndast á milli barnanna okkar og hans. Þegar við fjölskyldan snerum heim úr námi frá Boston, bjuggum við tímabundið á heimili þeirra. Það var ákaflega dýrmætur tími eftir áralanga fjar- veru. Nú leita á hugann og rifjast upp margar góðar stundir sem við áttum þar saman. Sérstaklega var oft notalegt að sitja og skrafa saman yfir kaffibolla í eldhúskróknum þeg- ar Árni gerði hlé á skrifum sínum. Alltaf var gaman að ræða við hann, hvort sem það voru mál líðandi eða liðinnar stundar og hjá honum kom maður svo sannarlega aldrei að tóm- um kofunum. Hann hafði ekki síður sérlega fína og beinskeytta kímni- gáfu. Ófá voru sendibréfin sem hann skrifaði okkur Magneu og Guðbjarti syni okkar til Boston. Þar sagði hann fréttir að heiman, gerði góðlátlegt grín að heimilislífinu á Sporðagrunni eða sagði frá skemmtilegum tilburð- um heimiliskattarins. Bréfin voru mikill gleðigjafi og þeirra jafnan beðið með eftirvæntingu. Árna var jafnan umhugað um fjöl- skylduna, ekki síst barnabörnin. Ef eitthvað bjátaði á var hann fyrstur manna til að spyrja frétta og leggja á ráðin. Fátt virtist gleðja hann meira en að fara með unga kotroskna snáða í bíltúr, þá gjarnan út á Reykjanesið sem var í sérlegu uppáhaldi hjá hon- um, spjalla um heima og geima eða sýna þeim felustaði trölla og forynja. Ógleymanlegt var þegar hann fylgdi eftir einni slíkri ferð með Sigurbergi okkar og sendi honum myndskreytt bréf frá Krýsi hinum ógurlega! Árni Bergur hafði einstaklega góða nærveru, var ávallt yfirvegaður og mikið prúðmenni. En fyrst og fremst var hann ákaflega góður og ósérhlífinn maður sem reyndist þeim er til hans leituðu afar vel. Þrátt fyrir einlægan áhuga á fræðistörfum lét hann starf sóknarprestsins alltaf sitja í fyrirrúmi. Þann tíma sem við hjónin bjuggum á heimili þeirra Lilju sá ég hvað starf sálusorgarans er óeigingjarnt. Hann sinnti stórri og erilsamri sókn af alúð og þar var öllum gert jafnt undir höfði, öldruð- um á dvalarheimilum sem og börn- unum í sunnudagaskóla Áskirkju. Hann nálgaðist börnin af einlægni og virðingu og fangaði hug og hjörtu þeirra allra með minnilegum frá- sögnum. Víst er að barnamessurnar hans eru börnunum okkar og fleirum gott veganesti fyrir framtíðina. Barátta Árna Bergs við illvígan sjúkdóm var bæði löng og ströng en styrkur hans og æðruleysi var aðdá- unarvert. Við fjölskyldan héldum því í vonina í lengstu lög og samglödd- umst honum við hvern áfangasigur í baráttunni. Það er því þeim mun sárara nú að verða að sætta sig við að komið sé að kveðjustundu. Árni Bergur var börnunum okkar kær og elskaður afi. Mér reyndist hann ein- stakur tengdafaðir og kynni mín af honum voru mér mikill ávinningur. Fyrir það vil ég þakka. Guð blessi minningu hans. Hákon Guðbjartsson. Baráttunni er lokið og Árni er horfinn. Þótt við hefðum gert okkur grein fyrir hvert stefndi var höggið samt sem áður þungt. Minningarnar hrannast upp, margar bundnar æskuárunum á Freyjugötu þegar Árni stóri bróðir var með litla bróður í eftirdragi. Og litli bróðir var þung- ur á sér, seinn að hlaupa en stundum gátu uppátæki stóra bróður leitt til þess að þörf var á hraðri undan- komu. Þá var erfitt að þurfa að hafa lítinn, þunglamalegan strák í eftir- dragi. En Árni brást ekki og passaði vel upp á bróður sinn. Hann þekkti svo marga hann Árni. Hann lét sér ekki nægja að hafa áhuga á bílum og fylgjast með úr fjarlægð heldur gerði hann sér far um að kynnast þeim sem lifðu í undraveröld þeirra. Landleiðaverkstæðið á Grímsstaða- holti var einn afkimi í þeirri veröld. Þar þekkti Árni bæði viðgerðarmenn og bílstjóra og ófáar salibunur feng- ust út á þau kynni. Svo vaknaði flug- áhuginn og það sama gerðist þá að Árni horfði ekki bara á flugvélar fljúga heldur kynntist flugvirkjum og flugmönnum. Árni safnaði miklu efni um það sem var að gerast í flug- heiminum og möppunni sem hann útbjó með úrklippum og myndum af flugvélum var mikið flett. Loftleiðir var félagið okkar. Hugur Árna stefndi alltaf í átt að guðfræðinámi. Hann lauk guðfræð- inni á mjög skömmum tíma og með glæsilegum árangri og sá árangur var þeim mun betri þegar haft er í huga að hann stundaði líka vinnu meðfram námi enda átti hann einnig fyrir fjölskyldu að sjá. Að námi loknu tók við farsæll prestsskapur, fyrst í Ólafsvík og síðan í Ásprestakalli í Reykjavík. Árni var mikill prestur. Hann var í hópi bestu prédikara sem íslenska kirkjan hefur átt. Hann hafði mikið vald á íslenskri tungu enda víðlesinn í bókmenntum. Hann bjó yfir góðum orðaforða og kunni að setja mál sitt fram með snilldarleg- um hætti. Hann flutti mál sitt vel, hafði góðan róm og fallegan. Og svo var Árni mikill guðfræðingur. Hann las mikið guðfræði og fylgdist vel með í því sem gerðist í heimi hennar. Biblíufræði voru aðaláhugasvið hans og þá fyrst og fremst nýjatestament- isfræði þar sem hann var mjög fær fræðimaður og átti mikið og verð- mætt bókasafn í þeirri grein. Mál- snilld hans og lærdómur í guðfræði gerði Árna að þeim prédikara sem hann var. Og þá má ekki gleyma því innsæi í mannlegt líf og tilveru sem Árni bjó yfir. Það var ætíð uppbyggj- andi að sækja kirkju til hans og það var ekki til sá texti að Árni gæti ekki gert honum skil og heimfært hann til nútímans. Hann sinnti fermingar- börnum af mikilli alúð og hélt uppi öflugu barnastarfi í kirkju sinni. Og Árni var mikill sálusorgari og eftir- sóttur enda ætíð búinn til að veita þjónustu, huggun og styrk þeim sem til hans leituðu, syrgjendum ekki síst. Og jafnhliða öllum þessum önn- um í prestskap sinnti Árni ýmsum öðrum störfum. M.a. var hann stundakennari við guðfræðideildina um árabil, einnig prófdómari við deildina og starfaði í þýðingarnefnd Gamla og Nýja testamentisins. Þá vann hann það stórvirki að þýða úr frummálunum Apókrýfar bækur Gamla testamentisins sem út komu með inngangi hans og skýringum ár- ið 1994. Það var undravert hvernig Árni komst yfir þetta allt og virtist skila allri vinnu jafn vel. Það hefur áreiðanlega hjálpað honum í oft erf- iðum störfum að hafa þegið þá ríku kímnigáfu sem hann bjó yfir og margir fengu að njóta. Barátta hans við sjúkdóminn skæða var löng og ströng. Í þeirri baráttu sýndi hann undravert þrek og æðruleysi. Og þar kom í ljós hans sterka trú á hinn krossfesta og upprisna Jesú Krist. Í hugum okkar sem næst honum stóðum ríkir sorg og söknuður – tómleiki. Við fáum ekki séð að unnt sé að fylla það skarð sem hann lætur eftir. En við kveðjum hann í sömu trú og hann játaði sjálfur og þannig er orðuð í bænarsálminum hans pabba: „Við krossins djúpa, hreina harm þú helgar alla kvöl.“ (Sálma- bók nr. 356) Í þeirri trú biðjum við Lilju, börnunum hennar og fjöl- skyldum þeirra blessunar og hugg- unar á þessari stundu. Guð blessi minningu Árna Bergs. Guðrún Edda og Einar. Hann var einstakur maður, hann Árni Bergur mágur minn. Leiðir okkar lágu saman fyrir 47 árum þegar við Rannveig systir hans fundum hvort annað og ákváðum að verja lífinu saman. Fyrsta heimilið okkar var í kjallaranum hjá tengda- foreldrunum, en elstu systkinin voru farin að heiman til náms en fimm bræður voru enn í foreldrahúsum sem voru óeiginleg menntastofnun þar sem mikil gleði og kærleiki mót- aði heimilislífið. Árni Bergur var þeirra elstur, menntaskólanemi, fríður kvennaljómi, hnyttinn í til- svörum og leiftrandi greindur. En skólinn þrengdi að honum, hann hafði áhuga á flugnámi og svo fór að hann hætti námi, fór til útlanda og síðan að vinna. Hann vann við margskonar störf sem urðu honum sjóður lífsreynslu; barnakennsla, fiskvinna, stjórnsýsla í sjávarþorpi, bókhald í stórfyrirtæki. Öll þessi reynsla ræktaði með honum og dýpkaði þá djúpstæðu virðingu fyrir öðru fólki sem honum hafði verið inn- rætt heima. Næmi hans á líðan fólks, nærfærni hans og hlýja olli því að flestir nutu sín í návist hans, auk þess sem samvera með Árna Bergi var alltaf skemmtileg, kímnigáfa hans var óborganleg. Hann var frá- bær sögumaður eins og þau systkin öll, hvert með sitt sérsvið í húmorn- um, allt græskulaust en grátfyndið. Það var mikil veisla þegar þau komu saman og rifjuðu upp minningar eða sögðu lífsreynslusögur. Hann starfaði um skeið á Bíldudal og eignaðist þar Lilju að lífsföru- naut, sem aldrei brást en skapaði honum alla tíð þær aðstæður að hann gat notið sín og unnið sitt mikla dagsverk. En straumhvörfin í lífi Árna Bergs voru þegar þeim fæddist Harpa litla. Elskan og ábyrgðin fyrir henni varð til þess að hann hvarf aftur til náms, lauk stúdentsprófi utanskóla með vinnu og vatt sér síðan í guðfræði- nám. Um skeið voru þeir þrír bræð- urnir samtíma í deildinni, Einar, Karl og Árni Bergur, og þá var margt guðfræðilega úrlausnarefnið tekið fyrir við kvöldmatinn á Berg- staðastrætinu. Árni tókst á við guð- fræðinámið sem þroskaður maður, hann var afar skipulagður, með skýr markmið, mikla einbeitingu og óbil- andi áhuga á verkefninu. Hann lauk kandidatsprófi með glæsibrag þótt hann ynni lengst af með náminu. En þessir hæfileikar hans og vinnulag nýttist honum ekki síður í prests- þjónustunni í Ólafsvík og Ássöfnuði í Reykjavík. Hann naut mikilla vin- sælda og virðingar sem prestur enda sparaði hann sig ekki. Hann tengdist náið fjölmörgum fjölskyldum, ekki síst þar sem sorgin barði á dyr og það var með ólíkindum hvernig hon- um tókst að fylgjast með og styðja þær fjölskyldur um árabil meðan hemaði yfir sárin. ÁRNI BERGUR SIGURBJÖRNSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.