Morgunblaðið - 24.09.2005, Page 55

Morgunblaðið - 24.09.2005, Page 55
af orði Drottins. Árni Bergur kenndi mér að njóta þeirrar helgi og lifa hana. Ekki með tilgerð heldur í trú. Það var mín mikla gæfa að fá að læra af Árna Bergi með því að vera eitt af sóknarbörnum hans. Ég fann þá um- hyggju sem hann bar fyrir mér, for- eldrum mínum og fjölskyldu allri. Ég fann að hann elskaði sóknarbörn sín og bar þau á bænarörmum. Fyrir það þakka ég algóðum Guði, ég þakka Drottni Guði mínum fyrir sinn góða, trúa þjón sem hann sendi í Ás- kirkju til þess að fleiri mættu læra að leita hans og finna. Ég bið almátt- ugan Guð að styrkja fjölskyldu hans alla og hugga. Blessuð sé minning Árna Bergs Sigurbjörnssonar. Bryndís Malla Elídóttir. Árni Bergur Sigurbjörnsson kom nítján ára gamall til okkar á Bíldudal og gerðist kennari barnanna þar vetrarlangt. Þau löðuðust að honum og fullorðna fólkið sem kynntist hon- um man ljúfan dreng og skemmti- legan. Hann sinnti næstu árin skrif- stofustörfum hjá Suðurfjarðahreppi við hægri hönd Jónasar Ásmunds- sonar. Þetta eru fyrir flestum mönn- um mikilvæg þroskaár og æskumað- urinn sem kom sneri sem þroskaður maður til Reykjavíkur með konu og barn og ásetning í lífinu. Sú ákvörðun að fara til Bíldudals reyndist Árna gæfuför. Á Bíldudal fékk hann ekki aðeins traustan lífs- förunaut í Lilju Garðarsdóttur úr Glaumbæ, heldur mikilvægt skjól vina sem hann var ævinlega jafn vel- kominn í og þarfnaðist til hvílda frá önnum. Börnin þeirra hafa líka bundist tryggðaböndum þangað og eiga margar dýrmætar minningar úr húsi afa síns og ömmu og félagsskap frændfólksins þar. Lilja og börnin voru svo samofin verkahring Árna að það var nærri að allt væri ein heild. Öll þau verk sem kröfðust þess ekki að hann færi til þeirra vann Árni heima og var því til staðar fyrir börn sín og barnabörn síðar og hafði hógvært lag á því að samþætta starf og fjölskyldulíf. Lilja var honum samstiga að láta þetta ganga upp og studdi hann vel. Af Árna hef ég margvísleg kynni. Hann kenndi mér danska málfræði þrettán ára gömlum og reyndar ým- islegt verðmætara en það þá og síð- ar. Hann var á Bíldudalsárunum heimagangur á heimili foreldra minna og hressti upp á fásinnið. Við urðum svo samferða í guðfræðideild. Hann stímaði reyndar fljótlega fram úr okkur og það kom sér vel að hann var búinn að lesa flest á undan okkur hinum. Hann átti meiri þroska en við og brennandi spurningar fengu svör sem enn ljóma í huga líkt og leið- arstjörnur á lífssiglingunni. Dýrmætt að fá tækifæri til að setj- ast niður nokkrum sinnum áður en leiðir skildi í bili og líta yfir sviðið. Þakkir þér fyrir tryggð og vináttu. Huggun og hjálp þeim sem þú unnir best og næst þér stóðu. Söfnuði þín- um í Áskirkju blessun. Immanúel, Guð er með oss. Jakob Hjálmarsson. Það var einn þungbúinn febr- úardag fyrir hartnær 15 árum á erf- iðustu stund lífs míns að fundum okkar Árna Bergs bar fyrst saman. Hvað réð því eiginlega að ég valdi hann umfram aðra presta? Það var nánast eins og mér hefði verið stýrt af æðri máttarvöldum og erfitt að færa þá reynslu í orð. Ég hafði að- eins einu sinni séð hann úr fjarlægð við útför nokkrum árum áður. Fljót- lega fór mér svo að finnast að þarna hefði hönd Guðs verið að verki, grip- ið inn í ráðþrota aðstæður og leitt böl til blessunar. Og er skemmst frá því að segja að smátt og smátt studdi hann mig til lifandi vonar og að finna tilgang lífsins að nýju. Enda var hann sálusorgari af Guðs náð. Árin sem í hönd fóru kynntist ég líka innra starfinu í kirkjunni hans, Áskirkju. Var það bæði lærdómsríkt og gefandi. Hann var um þessar mundir að hefja fræðslu um Biblíuna og hennar heillandi heima og sótti ég þá lestra mér til uppbyggingar og ánægju öll fimmtudagskvöld yfir vetrarmánuðina upp frá því. Var saman kominn í kirkju hans dyggur hópur fróðleiksfúss fólks, hvernig sem viðraði. Árni Bergur var svo vel að sér í Biblíufræðum að unum var á að hlusta. Það er undarlegt til þess að hugsa að yfirskrift námskeiðsins sem hófst haustið fyrir tveimur árum var „Sorg og trú“ og vorum við sem sóttum það sammála um að hann fjallaði um það viðkvæma efni af ein- stakri skarpskyggni og innsæi í mannlegt eðli og tilfinningar. En þá reið áfallið yfir og hann var sleginn þeim sjúkdómi sem við öll hræð- umst. Fimmtudagskvöldin voru orð- inn fastur punktur í tilverunni og verður ekkert eins og áður héðan í frá. Árni Bergur var sístarfandi, jafnt á helgum dögum sem öðrum. Hann taldi ekki eftir sér að skíra sonarson foreldra minna á heimili þeirra á föstudaginn langa ofan á allar aðrar annir prestsins á páskahátíðinni. Og allt gerði hann á sinn hógværa og ósérhlífna hátt og var því sannur þjónn kirkju sinnar og barna hennar, ávallt með Meistarann að leiðarljósi. Í huga okkar er þakklæti fyrir öll prestsverkin sem hann innti af hendi í fjölskyldunni, bæði í sorg og gleði. Það var mikið lán fyrir okkar öll að hafa verið leidd á fund þessa góða drengs, sem allt var í senn mann- vinur, húmoristi og fræðari. Mér er kunnugt um að Árni Berg- ur barðist við vágestinn af fádæma seiglu og þrautseigju til hinstu stundar. Ég og fjölskylda mín eigum dýrmæta minningu frá síðastliðnu aðfangadagskvöldi þar sem hann fjallaði um veikindi sín af miklum trúarstyrk. Harmur eiginkonu hans Lilju og ástvina þeirra allra er mestur og í huga mér koma orð sem ég heyrði hann oft segja: „Hjartað eitt þekkir kvöl sína.“ Það er von mín og bæn að höndin, sú hin sama og leiddi mig til hans um árið, vaki yfir þeim öllum í bráð og lengd. Blessuð sé minning öðlingsins Árna Bergs Sigurbjörnssonar. Drottinn, þú rannsakar og þekkir mig. Hvort sem ég sit eða stend, þá veist þú það, þú skynjar hugrenningar mínar álengdar. Hvort sem ég geng eða ligg, þá athugar þú það og alla vegu mína gjörþekkir þú. Því eigi er það orð á tungu minni, að þú, Drottinn, þekkir það eigi til fulls. Þú umlykur mig á bak og brjóst og hönd þína hefur þú lagt á mig, þekking þín er undursamlegri en svo, að ég fái skilið, of háleit, ég er henni eigi vaxinn. (Úr 139. Davíðssálmi.) Birna Þórisdóttir. Mig langar að kveðja vin minn Árna Berg með nokkrum orðum. Kynni okkar hófust fyrir mörgum árum þegar faðir minn var íbúi á Hrafnistu. Faðir minn talaði oft um séra Árna Berg og hversu honum líkaði vel við hann. Mér er enn í minni þegar ég fyrst mætti Árna Bergi á tröppum Hrafnistu. Hann kinkað kolli til mín og brosti þessu einstaka brosi sem einkenndist af mikilli hlýju. Samskipti okkar voru ekki mikil á þeim tíma en síðan missti ég einn sona minna af slysför- um. Sama daginn og það fréttist bankaði Árni Bergur upp á hjá okkur hjónunum um kvöldið. Áttum við in- dæla stund saman og enn fann ég fyrir þessari hlýju og góðvild sem geislaði frá honum. Mér er enn í minni hversu mikilvægur stuðningur Árna Bergs var fyrir okkur hjónin í þessum raunum. Á þessum tíma komst ég upp á lag með að hringja í Árna Berg þegar mér leið illa og allt- af leið mér betur eftir að hafa talað við hann og vissi að hann mundi biðja fyrir mér. Þessum sið hélt ég eftir þetta, mismikið eftir því hversu mikil læti voru í lífi mínu. Mér er það huggun í harmi að hann mun halda áfram að biðja fyrir mér þó að hann hafi haft vistaskipi. Við Dunna vottum Lilju og öðrum aðstandendum innilegustu samúð okkar. Rúnar Guðbjartsson. Árni Bergur Sigurbjörnsson kom inn í líf okkar árið sem hann gekk á lýðháskólann Framnes við Harðang- ursfjörð í Noregi. Faðir okkar var kennari þar og við fjölskyldan, for- eldrar og fimm börn, bjuggum á skólasvæðinu. Árni skildi eftir sig spor bæði hjá börnum og fullorðn- um. Við höfðum á tilfinningunni að vera búin að eignast nýjan stóra bróður. Hann kom heim til okkar á hverjum sunnudegi og þá ríkti hátíð á heimilinu. Við söfnuðumst í kring- um hann á meðan hann sagði frá Ís- landi og teiknaði. Við fengum að heyra ævintýri og sögulegan fróð- leik. Frásögnin var svo lifandi að við sáum fyrir okkur hvernig landið var. Síðar upplifðum við landið af eigin raun og sáum að torfbæirnir litu al- veg eins út og hann hafði sýnt okkur. Hann kenndi okkur að þykja vænt um landið sitt og við lásum bækur eftir Ármann Kr. Einarsson og Al- bert Ólafsson með mikilli ánægju. Þegar við fengum að heyra að Árni myndi ekki halda upp á jólin heima hjá okkur, árið sem hann var á lýðháskólanum, grét litla systir okk- ar svo mikið að hann hringdi heim til föður síns til að spyrja hvort ekki væri hægt að breyta áætlununum. Okkur varð að ósk okkar. Við urðum seinna þeirrar ánægju aðnjótandi að sækja Ísland heim, fyrst foreldrar okkar og síðar mörg barnanna. Okkur fannst öllum eins og við værum að koma heim og upp- lifðum mjög hjartanlegar móttökur. Við höfum bundist landinu sterkum böndum vegna Árna Bergs Sigur- björnssonar og fjölskyldu hans. Nú ríkir sorg og söknuður í hjört- um okkar. Guð blessi minningu hans. Með vinarkveðju. Hanna Svarstad, Hans-Martin, Sigrid, Rut, Ragnhild og Valgerd. Kæri vinur. Eftir stranga og erf- iða baráttu, sem þú háðir með kjarki og karlmennsku, ertu nú horfinn úr þessum heimi inn í þann heim, sem þú varst ávallt sendiherra fyrir. Við trúum því, að þar eigir þú góða heim- komu. Kynni okkar hófust þegar þú komst bráðungur maður til að ann- ast kennslu við barnaskólann á Bíldudal. Það kom fljótt í ljós, að þér fórst það vel úr hendi, enda varðst þú vinsæll bæði meðal nemenda og for- eldra. Á þessum tíma var ég oddviti Suðurfjarðahrepps á Bíldudal og annaðist m.a. stjórn á útgerð og hraðfrystihúsi hreppsins. Að því kom, að þú varðst aðstoðarmaður minn á skrifstofunni. Öll störf þín þar voru unnin af vandvirkni og sam- vizkusemi og gott var að ræða við þig um úrlausn ýmissa mála. Frá upp- hafi veru þinnar á Bíldudal varst þú mikið inni á heimili okkar og má segja, að þú hafir orðið einn af fjöl- skyldunni. Ungir synir okkar urðu brátt mjög hændir að þér, enda kættir þú þá oft m.a. með skemmti- legum sögum, sem þú ýmist kunnir eða samdir um leið og þú sagðir þær. Þeir minnast þín ávallt með söknuði. Stundirnar okkar í stofunni heima voru skemmtlegar og ógleymanlegar og margt bar á góma, m.a. framtíðardrauma þína. Þá var oft „kátt í koti“. Síðar lá leið þín til Noregs til áframhaldandi náms. Áfram hélzt þú sambandi við okkur með sendibréf- um, sem voru skemmtileg og oft í léttum dúr. Þar voru einnig lýsingar þínar á samfélaginu í Noregi og einn- ig lýsingar á náttúrufari. Þessi bréf benda til frábærra rithöfundarhæfi- leika. Minningar okkar um þig geymum við og þær ylja okkur enn í dag og munu ávallt gera. Við vottum eiginkonu þinni, börn- um og öðrum ættingjum dýpstu samúð okkar. Genginn er góður drengur. Bless- uð sé minning hans. Jónas, Guðríður og synir. Drottinn, Guðs sonur duftið mitt bar, dó til að lífga mitt fölskvaða skar, reis upp af gröf svo að gæti hann mér gefið sitt eilífa ríki með sér. Svo yrkir dr. Sigurbjörn Einars- son biskup, faðir sr. Árna Bergs Sig- urbjörnssonar í fögrum sálmi sem sunginn er í kirkjum landsins við ris- mikið keltneskt lag með kröftugu hljómfalli. Það er sárt að sjá á bak sr. Árna Bergi, sálnahirðinum góða, fyr- ir aldur fram sem líkt og faðir hans boðaði Guðs orð af leiftrandi anda- gift og sannfæringarkrafti og hugg- aði og styrkti með nærandi návist og blessandi höndum.Það er sárt fyrir ástvini, sárt fyrir söfnuð hans og ís- lenska kristni, en brottför hans héð- an úr heimi eftir erfið veikindi fylgir þó lofgjörð og þökk til Guðs, sem gaf hann og blessaði ríkulega vitnisburð hans og verk. Árni Bergur var einn átta guð- fræðinema sem hófu nám við Há- skóla Íslands 1968 á umbrotatíð í samfélags-og veraldarsögu og hann lauk því mun fyrr en við hinir enda eldri og þroskaðri. Hann hafði teyg- að að sér kristna trú og guðfræði ljóst og leynt allt frá unga aldri sem sonur áhrifaríks prests, guðfræði- prófessors og biskups, og bræður hans yngri Einar og Karl höfðu fyrr farið í guðfræðinám og voru vel á veg komnir á þeirri braut. Björn, yngri bróðir þeirra, átti síðar eftir að feta viðlíka slóð í Danmörku og geta sér gott orð sem prestur og skáld á ís- lenska og danska tungu og mikill missir var að fráfalli hans fyrir fáein- um árum. Árni Bergur var veraldarvanur og hafði fjölþætta starfsreynslu, þegar hann hóf guðfræðinámið. Hann hafði kennt, kynnst útgerð og annast reikningshald. Og hann var næmur og skarp- greindur eins og hann átti kyn til og honum sóttist námið fljótt og vel. Hann var samt hógvær og hlýr í samræðum og samskiptum og auð- mjúkur gagnvart því mikla viðfangs- efni sem guðfræðin er. Hún leitar svara við lífsgátum í ritningum og fjölþættri arfleifð kristinnar trúar sem á sér djúpar rætur í jarðvegi margra þúsunda ára sögu og hún leitar einnig fanga í öðrum trúar- brögðum, heimspeki, mál- og hugvís- indum. Það var fljótt ljóst að Árni Bergur sótti gagnrýnið að grunni og kjarna. Hann náði góðum tökum á hebresku og grísku, frumtungum Gamla- og Nýja-Testamentisins og kröfuhörðum aðferðum biblíurann- sókna, og í framhaldsnámi sínu er- lendis beggja vegna hafs kynnti hann sér sérstaklega Biblíuþýðingar og hvað efst var á baugi í Nýja- Testamentisfræðum. En Árna Bergi skildist það vel, að með því einu að ,,leggja út á djúpið“ og vígjast til prestsþjónustu væri unnt að sannreyna hjálpræðisgildi fagnaðarerindisins um Guðs elsku sem opinberast og gefst í veru og verkum Jesú frá Nasaret, sannreyna það í gleði og sorgum mannlífsins með því að selta það og lýsa því með orði hans og sakramentum. Sr. Árni Bergur þjónaði Ólafsvík- urprestakalli sem sóknarprestur í ein átta ár, virtur og mikils metinn. Áskirkja í Reykjavík var enn í smíð- um, þegar hann kom þar til starfa sem sóknarprestur og með sínu trausta samstarfsfólki lagði hann grunn að og mótaði kirkju- og safn- aðarstarfið af framsýni og stefnu- festu. Áskirkja minnir á skipsstafn með lögun sinni og setur fagran svip á umhverfi sitt. Og helgihald og safn- aðarstarf á vegum hennar gerði það, einkum boðun og trúarvitnisburður sóknarprestsins. Sr. Árni Bergur var mjög eftirsóttur til allra prests- verka. Hann hlúði vel og samvisku- samlega að öldruðum á Hrafnistu og Hjúkrunarheimilinu Skjóli og særð- um og vanmegna á öðrum vistheim- ilum í sókninni. En það var sem orðs- ins maður og frábær prédikari sem hann lét mest að sér kveða. Það var ávallt lærdómsríkt og gefandi að sækja guðsþjónustur í Áskirkju og hlýða á andríkan vitnisburð sr. Árna Bergs. Hann jarðtengdi Guðs orð, svo að það kom við kviku mannlífs, snart hjarta og huga, vit og vilja og afhjúpaði rangindi og svik við lífs- kröfur og vottaði jafnframt nærveru Guðs, leiðarljós hans og líkn í tímans straumi. Málfar, líkingar og lífs- myndir lýstu fágætri smekkvísi hans og listfengi. Jafnframt kröfuhörðum prestsstörfum sinnti sr. Árni Bergur kennslu við Guðfræðideild Háskól- ans. Honum var lagið að tengja sam- an vísindaleg vinnubrögð og eigin reynslu við boðun fagnaðarerindis- ins og hann sat í þeirri þýðingar- nefnd sem vann að nýrri þýðingu Biblíunnar í tilefni nýrrar aldar og árþúsunds. Hann hafði þýtt allar Apókrýfubækurnar úr frummálinu og lagt drjúgt af mörkum sérstak- lega við þýðingu Gamla-Testament- isins. Mikill missir er að honum nú, þegar þörf er á þeim glögga mál- skilningi sem hann bjó yfir og næmi hans og virðingu fyrir sígildum boð- skap Biblíunnar sem laga ber að þörfum hvers tíma en má þó ekki skolast til í straumköstum og svipti- vindum tíðarandans. Sr. Árni Bergur var afar starfs- samur og afkastamikill, ósérhlífinn og fórnfús og ekki fór hjá því að hann gengi mjög á krafta sína og lífsþrek. Hann háði erfiða baráttu í nærfellt tvö ár við vágest dauðans, sem dró úr honum lífsstyrk en ekki von og trú. Hann hafði svo oft og iðulega stutt þá sem fyrr voru í sömu sporum og miðlað þeim Guðs blessun, líkn og ljósi í dauðans ógn og myrkri, verið þeim við mærin miklu sem ,,ljósfað- ir“ í Jesú nafni og huggað ástvini er misst höfðu sína, glætt þeim sýn að ríki Guðs ofar sýnilegum heimi. Sr. Árni Bergur átti góða að sem studdu hann vel á þrautagöngunni, ástríka eiginkonu og gæfurík börn, tengda- og barnabörn, umhyggju- söm systkini og aldraða foreldra sem jafnan hafa miklu að miðla af nær- andi Guðstrú og lífsvisku. Og hann átti söfnuðinn að, sem Guð hafði falið honum að leiða og annast. Fyrirbæn- ir allra þeirra er þráðu endurnýjaða heilsu sr. Árna Bergs verða nú að lofgjörð og þökk sem Guð helgar og blessar, svo að trúin eflist, vonin og elskan sem leiðir að ríki hans. Megi ástvinir sr. Árna Bergs og allir sem syrgja hann reyna það og fá af hjart- ans einlægni tekið undir lokaorð sálmsins eftir föður hans sem hljóm- ar svo fagurlega með sínu keltneska lagi: Frelsari heimsins, mitt hjarta er þitt, hugsun mín, vilji og allt sem er mitt, lofi og kunngjöri kærleika þinn, konungur, bróðir og lífgjafi minn. Gunnþór Þ. Ingason og Þórhildur Ólafs. Hinsta kveðja frá Hinu íslenska Biblíufélagi Séra Árni Bergur Sigurbjörnsson sat í stjórn Hins íslenska Biblíu- félags frá árinu 1981. Hann kom með virkum hætti að starfi þess á þeim tíma sem félagið réðst í sitt stærsta verkefni til þessa sem er nýþýðing Biblíunnar. Árið 1994 kom út nýþýð- ing á Apókrýfu bókum Biblíunnar ís- érstakri útgáfu. Árni átti stærstan hlut í þeirri þýðingu og vann að henni af sinni einstöku alúð, vand- virkni og dugnaði. Apókrýfu bæk- urnar voru hluti af íslensku Biblíunni allt frá Guðbrandsbiblíu 1584 til 1813 þegar Hendersons-biblía kom út. Þekking Árna á texta Biblíunnar var einstök, hann var mjög góður grísk- umaður og hafði auk þess góða þekk- ingu á hebresku. Það var því ekki að ófyrirsynju sem hann varð fulltrúi Biblíufélagsins í þýðingarnefnd Gamla testamentisins en þar átti hann sæti frá árinu 1990 og var svo einnig beðinn að taka sæti í þýðing- arnefnd Nýja testamentisins frá árinu 2002. Fyrir vandasamt verk eins og nýþýðing Biblíunnar er, var ómetanlegt að geta treyst á jafn vandvirkan og heiðarlegan mann og Árna með alla sína miklu þekkingu á verkefninu auk yfirgripsmikillar þekkingar á guðfræði. Það var alltaf hægt að treysta því í þessu starfi að þar sem Árni kæmi að verki yrði nið- urstaðan eins og best yrði á kosið. Biblíufélagið hefur misst góðan liðs- mann. Fyrir hönd Hins íslenska Biblíufélags sendi ég fjölskyldu Árna og aðstandendum mína innileg- ustu samúðarkveðju. Megi algóður Guð verða þeim líknsamur. Jón Pálsson, framkvæmdastjóri HÍB.  Fleiri minningargreinar um Árna Berg Sigurbjörnsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Rann- veig Eva (Lalla). Eðvarð Ingólfsson. Stefán Einar Stefánsson, formaður Félags guðfræðinema. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 55 MINNINGAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.