Morgunblaðið - 24.09.2005, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 61
FRÉTTIR
ÞEGAR þessar línur eru ritaðar
er tveim umferðum ólokið í Evrópu-
keppni taflfélaga sem lýkur í dag,
laugardaginn 24. september. Að
þessu sinni fer keppnin fram í St.
Vincent í Ítalíu en það er smábær
sem er kunnur fyrir að vera ,,ri-
viera“ Alpanna. Þar er m.a. rekið
þekkt spilavíti sem hefur verið að-
dráttarafl fyrir ferðalanga allt frá
því það var sett á laggirnar árið
1947. Við þessar aðstæður í fjall-
lendi Ítalíu sitja margir af öflugustu
skákmönnum heims og tefla fyrir
hönd evrópskra klúbba hvaðanæva
úr álfunni. Einn sá meistari sem
margir dást að fyrir stílhreina tafl-
mennsku, Vassily Ivansjúk (2752),
teflir fyrir hönd pólska liðsins Pol-
onia Plus GSM. Í fyrstu umferð
tefldi hann meistaraverk gegn
norska stórmeistaranum Leif Er-
lend Johannessen (2543).
Hvítt: Vassily Ivansjúk (2752)
Svart: Leif Erlend Johanessen
(2543)
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7.
Bg5 a6 8. Ra3 b5 9. Rd5 Be7 10.
Bxf6 Bxf6 11. c3 Bg5 12. Rc2 O-O
13. a4 bxa4 14. Hxa4 a5 15. Bc4
Hb8 16. b3 Kh8 17. O-O f5
Allir þessir leikir eru þekktir í
Svesnikov afbrigðinu í Sikileyjar-
vörn en næsti leikur hvíts virðist
vera nýjung.
1stm Ivansjúk-Leif
18. He1!?
Við fyrstu sýn virðist þetta ekki
merkilegur leikur en dýpt hug-
myndarinnar felst í að koma hrókn-
um á a2 á haganlegan máta en það-
an valdar hrókurinn f2 punktinn og
þrýstir á a-línuna. Þessi strategíska
hugmynd gengur upp í skákinni.
18...fxe4?! 19. Hxe4 Bf5 20. He2!
Dd7 21. Rce3! Bg6 22. Hea2 e4 23.
Bf1! Bd8 24. b4
Það er í raun og veru unun að sjá
hvernig hvítur bætir stöðu sína
hægt og sígandi. Hvítur tekur hvert
skref að vandlega athuguðu máli og
eins og framhaldið sýnir byggir
hann taflið á undirtökum sínum á a-
línunni, frípeðinu á b-línunni og hol-
unum á miðborðsreitunum d4 og
d5.
24...axb4 25. cxb4 Re5 26. Dd4!
De6 27. b5 Bf6 28. Rxf6! Dxf6 29.
h3 De6 30. Ha7 Df6 31. Dd2 Rd3
Svartur reynir hvað hann getur
til að skapa sér færi en taktíkin er
hliðholl hvítum.
2stm – Ivansjúk-Leif
32. b6! Dd4
Peðið mátti ekki taka með
32...Hxb6 vegna riddaraglennunnar
á d5. Textaleikurinn hefur í för með
sér að peðið kemst á b7.
33. b7 Db6 34. Bxd3! exd3 35.
Db2 Dc5 36. Ha8 Be4 37. Hxb8
Hxb8 38. Ha8 Dc7
Næsti leikur hvíts lýkur skákinni
á viðeigandi hátt – með einfaldri og
snoturri fléttu.
3stm – Ivansjúk-Leif
39. Db6! og svartur gafst upp
enda er mát eða liðstap óumflýjan-
legt. Sá sem fer yfir þessa skák og
kann að meta alla litlu leiki hvíts á
að fá svipaða gæsahúð eins og þeg-
ar magnað tónverk er flutt af vir-
túósi. Þetta er ekki sagt til að vera
með einhvers konar menningar-
hroka heldur fyrst og fremst að
benda á að mannshugurinn hafi enn
möguleika til að skapa undurfögur
verk á taflborðinu.
Tvö íslensk félög eru á meðal
keppnisliða á EM, Taflfélagið Hell-
ir og Taflfélag Reykjavíkur. Hellir
er Íslandsmeistari skákfélaga en
TR lenti þar í öðru sæti. Svo
óheppilega vildi til að sveitirnar
mættust í þriðju umferð og varð
bræðrabylta, 3-3. Þá höfðu báðar
sveitirnar þrjú stig af sex mögu-
legum en í næstu tveim umferðum
beið sveit Hellis í lægra haldi fyrir
sterku þýsku liði og svo fyrir til-
tölulega lágt skrifuðu hollensku liði.
Báðar viðureignirnar enduðu 3½
gegn 2½ Helli í óvil. Á meðan þessu
stóð tapaði TR 4-2 fyrir norskri
sveit en gerði svo jafntefli 3-3 gegn
ítölsku liði sem hafði á að skipa
stórmeistaranum Michael Godena
(2522). Í viðureigninni gegn Norð-
mönnum tefldi
Þröstur Þór-
hallsson (2454)
með hvítu gegn
kollega sínum
Leif Erlend Jo-
hannesson og
rétt eins og í
skák norska
stórmeistarans
gegn Ivansjúks
kom upp Svesnikov afbrigðið í Sikil-
eyjarvörn. Þröstur fór tiltölulega
snemma úr alfaraleið en virðist hafa
byggt taflmennsku sína á skák á
milli Naiditsch og Sutovsky sem
tefld var á ofurmóti í Dortmund í
sumar. Í staðinn fyrir að sætta sig
við skiptan hlut eftir að svartur
hafði fórnað hrók og manni lék
Þröstur illilega af sér og tapaði
skákinni. Sú skák er hugsanlega
dæmigerð fyrir misjafnt gengi ís-
lensku liðanna þó að frammistaða
nokkurra liðsmanna hafi verið góð.
Þannig hefur alþjóðlegi meistarinn
Jón Viktor Gunnarsson (2388) fjóra
vinninga af fimm mögulegum á
sjötta borði í sveit TR. Hann hefur
teflt við prýðilega sterka skákmenn
og mun hugsanlega hækka töluvert
á stigum. Frammistaða Hannesar
Hlífars (2579) hefur verið nokkurn
veginn í samræmi við skákstig hans
en félagi hans í liði Hellis, Björn
Þorfinnsson (2328) er sá eini sem
lagt hefur stórmeistara að velli af
íslensku keppendunum þegar hann
bar sigurorð af Petr Kirjakov
(2571).
Á skákhorni skákmanna á Net-
inu, www.skakhorn.com, eru marg-
ar af skákum íslensku keppendanna
krufnar af netverjum. Einnig er að
finna umfjöllun um mótið á
www.skak.is sem og á heimasíðu
mótsins, www.scacchivda.com/.
Gott gengi Róberts í
Ungverjalandi
Róberti Harðarsyni (2361) hefur
gengið afbragðsvel á alþjóðlegu
móti í Kecskemét í Ungverjalandi.
Síðustu staðfestu fregnirnar af
mótinu voru þær að hann hafði
fengið sex vinninga af sjö mögu-
legum og þyrfti einn vinning úr síð-
ustu tveim til að ná áfanga að al-
þjóðlegum meistaratitli. Vonandi
tekst skákþættinum að verða sér
úti um skákir frá mótinu þegar Ró-
bert kemur til landsins en ólíkt
mörgum öðrum mótshöldurum er
engin heimasíða vegna þeirra móta
sem haldin eru í Kecskemét. Fyrir
nokkrum vikum náði Guðmundur
Kjartansson áfanga að alþjóðlegum
meistaratitili á móti þar svo að ís-
lenskir skákmenn virðast gera góða
hluti í heimalandi gúllassúpunnar.
Haustmót Taflfélags
Reykjavíkur
Sunnudaginn 25. september
hefst Haustmót Taflfélags Reykja-
víkur kl. 14.00 í félagsheimilinu
Faxafeni 12. Tefldar verða níu um-
ferðir og er gert ráð fyrir að því
ljúki 19. október næstkomandi. Í
efstu tveim flokkunum verður teflt
samkvæmt nýju FIDE-tímamörk-
unum en í opna flokknum verða
tímamörkin 90 mínútur á 30 leiki og
svo 30 mínútur til að ljúka skákinni.
Nánari upplýsingar um mótið er að
finna á heimasíðu TR, www.skak-
net.isen þar er hægt að tilkynna
þátttöku. Einnig er hægt að til-
kynna þátttöku sína á netfangið
rz@itn.is og í síma 896-3969 (Rík-
harður).
Óður Ivansjúks til skáklistarinnar
daggi@internet.is
Helgi Áss Grétarsson
EM taflfélaga lýkur í dag.
SKÁK
St. Vincent á Ítalíu
EM TAFLFÉLAGA
18.–24. september 2005
Vassily Ivansjúk
HÓPUR ungra sjálfstæðismanna í
Reykjavík, sem ekki hefur fengið
sæti á komandi þingi Sambands
ungra sjálfstæðismanna, hefur
boðað til félagsfundar í Heimdalli
nk. sunnudag kl. 17 á Hótel Borg.
Hópurinn segir í tilkynningu að fé-
lagsfundur Heimdallar sl. fimmu-
dag hafi verið ólögmætur. Til hans
hafi verið boðað með nokkurra
klukkustunda fyrirvara. Í hópnum
er 31 Heimdellingur. Þeir ætla að
leggja fram tillögu á fundinum um
að þeir fái sæti á SUS-þinginu.
Í yfirlýsingu stjórnar Heimdall-
ar, undirritaðri af Bolla Thorodd-
sen, formanni félagsins, segir að
val á fulltrúum félagsins sé ekki
samningsatriði milli stjórnar og
einhverra hópa innan félagsins.
Stjórn Heimdallar hafi að beiðni
umrædds hóps haldið félagsfund sl.
fimmtudag. Rúmlega þrjú hundruð
félagsmenn hafi mætt og staðfest
með öllum greiddum atkvæðum
gegn sjö að ákvörðun stjórnar
Heimdallar um val á fulltrúum fé-
lagsins á SUS-þing skyldi standa
óhögguð.
Davíð Þorláksson, talsmaður
umrædds hóps, segir að skv. lögum
Heimdallar geti félagsmenn boðað
til félagsfundar að eigin frum-
kvæði. Í tilkynningu frá hópnum,
sem send var fjölmiðlum í gær, seg-
ir að hópurinn hafi boðið Bolla og
stjórn hans sættir.
„Sáttatillagan felur í sér að þær
reglur sem í gildi hafa verið síðan
1987, sem fela í sér að stjórn-
armenn síðustu 5 ára fái seturétt á
SUS-þingi, verði virtar.
Komi sá 31 trúnaðarmaður sem
stjórn Heimdallar hafnaði í stað
þeirra sem skráðir hafa verið í
Heimdall og Sjálfstæðisflokkinn á
síðustu dögum og vikum og hafa
aldrei starfað í þágu Heimdallar og
Sjálfstæðisflokksins.“
Stjórn Heimdallar segir hins
vegar í yfirlýsingu sinni að engar
slíkar reglur um val á fulltrúum á
SUS-þing sé að finna í lögum fé-
lagsins. „Stjórnir félagsins hverju
sinni hafa sett ákveðin viðmið og
það hefur stjórn félagsins gert nú.“
Deila áfram um
val á fulltrúum
á SUS-þingHÓPUR ungra sjálfstæðismanna í
Reykjavík, sem mótmælt hefur því
að hann fái ekki sæti á komandi
þingi Sambands ungra sjálfstæð-
ismanna, segir í tilkynningu að fé-
lagsfundur Heimdallar á fimmtu-
dag hafi verið ólögmætur. Til
fundarins hafi verið boðað með
nokkurra klukkutíma fyrirvara.
Það sé ótækt í félagi með yfir
4.000 félagsmenn.
Hópurinn hefur farið fram á það
að fá sæti á þinginu.
Í hópnum er 31 Heimdellingur
og eru þeir eftirfarandi:
1. Kristinn Árnason, stjórn-
armaður og gjaldkeri í Heimdalli
2003–2004.
2. Svava Björk Hákonardóttir,
stjórnarmaður í Heimdalli 2001–
2002 og í ritstjórn Gjallarhorns.
3. Ósk Óskarsdóttir, stjórn-
armaður í Heimdalli 2003–2004 og
umsjónarmaður útgáfumála.
4. Orri Hauksson, varaformaður
Heimdallar 1996–1997 og fyrrv.
aðstoðarmaður forsætisráðherra.
5. Ólafur Hvanndal, stjórnarmaður
í Heimdalli 2003–2004 og umsjón-
armaður Skuldahalans fyrir borg-
arstjórnarkosningar og á við-
burðum á vegum SUS.
6. Agnar Tr. Lemacks, stjórn-
armaður í Heimdalli 1999–2000 og
sat í kosningastjórn Heimdallar
og SUS fyrir sveitarstjórnarkosn-
ingar 2002 og alþingiskosningar
2003.
7. Guðmundur Björnsson, stjórn-
armaður í Heimdalli 2002–2003 og
umsjónarmaður fjárlagahóps.
8. Herjólfur Guðbjartsson,
stjórnarmaður í Heimdalli 1998–
2000.
9. Arnar Þór Ragnarsson, fyrrver-
andi gjaldkeri í Heimdalli 1994–
1995 og 1996–1997 og stjórn-
armaður SUS 1997–1999.
10. Hermann Baldursson, ritari
stjórnar Heimdallar 1998–1999 og
umsjónarmaður kosningaskrifstofu
í borgarstjórnarkosningum.
11. Bjarney Sonja Ólafsdóttir,
stjórnarmaður í Heimdalli 2002–
2003 og núverandi varastjórn-
armaður í SUS.
12. Hafrún Kristjánsdóttir, stjórn-
armaður í Heimdalli 2003–2004.
13. Ásgeir Jóhannesson, stjórn-
armaður í Heimdalli 2000–2002.
14. Ásgerður Ragnarsdóttir,
stjórnarmaður í Heimdalli 2002–
2003.
15. Elín Bjarnadóttir, stjórn-
armaður í Heimdalli 2000–2001 og
varastjórnarmaður í SUS 2001–
2003.
16. Helga Baldvinsdóttir Bjarg-
ardóttir, formaður jafnrétt-
isdeildar Heimdallar 2003–2004 og
núverandi stjórnarmaður í SUS.
17. Halldór Skúlason, stjórn-
armaður í Heimdalli 1996–1997 og
núverandi endurskoðandi SUS.
18. Steinunn Vala Sigfúsdóttir, nú-
verandi varastjórnarmaður í SUS.
19. Hanna Kristín Skaftadóttir,
situr í stjórn Hvatar.
20. Ari Björnsson, formaður fjár-
öflunarnefndar Heimdallar 2003–
2004.
21. Jónas Hvannberg, stjórn-
armaður í SUS 1997–2001.
22. Selma Ragnarsdóttir, fyrrver-
andi formaður Eyverja, félags
ungra sjálfstæðismanna í Vest-
mannaeyjum og fyrrverandi bæj-
arfulltrúi.
23. Hjörtur J. Guðmundsson, for-
maður utanríkismálanefndar á
SUS-þingi 2005.
24. Steingrímur Arnar Finnsson,
stjórnarmaður í Heimdalli 2003–
2004.
25. Svanhildur Sigurðardóttir,
stjórnarmaður í Heimdalli 2003–
2004.
26. María Margrét Jóhannsdóttir,
varaformaður jafnréttisdeildar
Heimdallar 2003–2004.
27. Eggert P. Ólafsson, formaður
utanríkismálanefndar Heimdallar
2003–2004.
28. Einar Örn Ólafsson, gjaldkeri
SUS 1999–2001.
29. Daði Hannesson, í útgáfunefnd
Heimdallar 2003–2004.
30. Sveinn Biering, stjórnarmaður
í Heimdalli 2003–2004.
31. Gísli Freyr Valdórsson, rit-
stjóri Íhald.is og fastur penni á
SUS.is.
Vilja sæti á þingi SUS
Á FÉLAGSFUNDI Heimdallar sl.
fimmtudagskvöld var tilnefning
stjórnar Heimdallar um val á
fulltrúum félagsins á þing Sam-
bands ungra sjálfstæðismanna stað-
fest. Segir í tilkynningu að tilnefn-
ingin hafi verið samþykkt og
einungis sjö verið mótfallnir. Þá
kemur fram að stjórnin telji að sá
mikli fjöldi sem sótti fundinn og yf-
irgnæfandi stuðningur fund-
armanna endurspegli traust á
störfum stjórnarinnar. Boðað var
til fundarins eftir að erindi barst
frá rúmlega 50 félagsmönnum um
að haldinn yrði fundur til að endur-
skoða tilnefningu stjórnarinnar.
Fulltrúar stað-
festir á félagsfundi