Morgunblaðið - 24.09.2005, Side 65

Morgunblaðið - 24.09.2005, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 65 DAGBÓK Aðalfundur SÍF hf. verður haldinn mánudaginn 10. október, kl. 18.00, á Nordica hotel, sölum H og I. AÐALFUNDUR SÍF HF . 05 DAGSKRÁ 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess sl. starfsár. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt skýring­ um endurskoðanda lagður fram til samþykktar. 3. Ákveðin þóknun til stjórnar. 4. Kosning stjórnar félagsins. 5. Kosning endurskoðenda félagsins. 6. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur mál sem lög­ lega kunna að verða lögð fyrir fundinn eða fundurinn samþykkir að taka til meðferðar. Tillögur frá hluthöfum sem bera á fram á aðalfundinum skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfundinn. Dagskrá aðalfundarins, ársreikningur félagsins og endanlegar tillögur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir aðal­ fundinn. Fundargögn og atkvæðaseðlar verða afhentir við inn­ ganginn og á skrifstofu félagsins að Fornubúðum 5, Hafnarfirði, fundardaginn. Hafnarfirði, 23. september 2005 Stjórn SÍF hf. SÍF hf. er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu fullunninna matvæla fyrir Evrópumarkað. Hjá SÍF starfa tæplega 4.000 manns en félagið starf­ rækir 12 verksmiðjur í Frakklandi, Englandi, Skotlandi og á Spáni. Framleiðslan er seld undir eigin vörumerkjum, sem eru Labeyrie, Blini, Delpierre, Skandia og Lyons Seafoods, og vörumerkjum verslanakeðja. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 Re7 5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 c5 7. Dg4 Kf8 8. a4 Dc7 9. Rf3 b6 10. Ba3 Ba6 11. Bb5 h6 12. O-O Kg8 13. c4 Bb7 14. cxd5 Rxd5 15. dxc5 bxc5 16. Hfe1 a6 17. Bd3 Rd7 18. Hab1 Hc8 19. Hb3 a5 20. Bb5 Bc6 21. h4 Rb4 22. He2 Rb6 23. Rd2 h5 24. Dg5 Hh6 25. Bxc6 Dxc6 26. Re4 Rd7 27. Hg3 Hh7 28. c4 Dxa4 29. Hd2 Dc6 Evrópumeistari kvenna í skák, Kate- ryna Lahno (2498), hafði hvítt í þessari stöðu á meistaramóti Úkraínu gegn stórmeistaranum Eduard Andreev (2497). 30. Hxd7! Dxe4 hvítur hefði unnið drottninguna eftir 30... Dxd7 31. Rf6+. 31. Hd8+ og svartur gafst upp enda verður hann mát í næsta leik. Það er óvenjulegt að máta upp í borð og að í stað peðs á h7 sé hrókur. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Ólafur B. Ólafsson spilar á nikkuna og Stefán Stefánsson syngur. Þeir sem vilja dansa taka sporið. Allir velkomn- ir. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 13–16 „Hjáverk í amstri daga“, opin list- munaýning Einars Árnasonar. Fimm- tud. 29. september: „Kynslóðir sam- an í Breiðholti“, félagsvist í samstarfi við Seljaskóla. Á mánud. kl. 11 (inni) og miðvikud. kl. 9.30 (úti) sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er opið öllum 9–16. Fastir liðir eins og venjulega. Skráning á tölvu-, listþæf- ingar- og framsagnarnámskeið stendur yfir. Ef þú vilt hitta skemmti- legt fólk þá kíktu við, fáðu þér kaffi- sopa, líttu í dagblöðin og skoðaðu haustdagskrána. Við getum líka sent þér netbréf. Síminn er 568 3132. Vesturgata 7 | Kór Félagsstarfs aldr- aðra í Reykjavík æfir á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 13–16, nýir kórfélagar velkomnir. Nánari upplýs- ingar í síma 535 2740. Félagsstarf Félag eldri borgara Kópavogi, ferða- nefnd | Haustlitaferð 29. sept.: Brott- för frá Gullsmára kl. 13.15 og frá Gjá- bakka kl. 13.30. Ekin verður gamla leiðin fyrir Hvalfjörð. Áð að Ferstiklu. Síðan ekinn Dragháls, inn með Skorradalsvatni að Braathenslundi. Kaffihlaðborð að Skessubrunni í Svínadal. Gamanmál, söngur og dans á eftir. Skráningarlistar í fé- lagsmiðstöðvunum. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skráning er hafin á námskeið í staf- göngu og framsögn, uppl. í síma 588 2111. Skemmtikvöld verður föstudaginn 30. sept. kl. 20. Upp- lestur, söngur, gamanmál, getraun, dans ofl. Skráning í síma 588 2111. Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20. Caprítríó leikur fyrir dansi. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Haustfagnaður verður í Gullsmára þriðjudaginn 27. sept kl 14. Kynnt verða frönsk vín og íslenskir ostar, kaffi og konfekt, allir fá að smakka. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Píanóleikararnir Jón Sigurðsson og Þórarinn Stef- ánsson leika fjór- hent á nýjan flygil Ketilhússins á Ak- ureyri á tón- leikum sem Tón- listarfélag Akureyrar heldur í samvinnu við Fé- lag íslenskra tónlistarmanna á sunnudaginn. Tónleikarnir hefjast klukkan 16 og flutt verða þekkt verk fyrir tvo pí- anóleikara eftir Schubert, Poulenc, Debussy og Barber. Jafn- framt flytja þeir félagar útsetn- ingu fyrir fjórhent píanó á íslenska þjóðlaginu „Fagurt syngur svan- urinn“. Fjórhent í Ketilhúsinu Þórarinn Stefánsson Jón Sigurðsson Í DAG opna dönsku glerlistamenn- irnir Anne K. Kalsgaard og Leif M. Nielsen sýningu á verkum sínum í Galleríi Húnoghún á Skólavörðu- stíg 17. Undanfarna mánuði hafa þau Leif og Anne starfað hjá Gleri í Bergvík-glersmiðjunni undir leið- sögn Sigrúnar Ó. Einarsdóttur. Einnig hafa þau ferðast um landið og orðið fyrir sterkum áhrifum af fegurð íslenskrar náttúru, eins og segir í tilkynningu. Anne stundaði nám í Brierly Hill-glermiðstöðinni í Englandi en Leif lærði við Kosta Glass School í Svíþjóð, sem starfræktur er af Kosta – Boda-glerverksmiðjunni. Leiðir þeirra lágu saman á nám- skeiði í Feneyjum 2002. Þau hafa ferðast víða í tengslum við list sína, m.a. til Istanbúl, New York og Seattle en eins og þau orða það eru glerblásarar fáir í heiminum og leiða gjarna saman hesta sína til að læra hvor af öðrum. Sýning Önnu og Leifs opnar kl. 15 en hún stendur til 21. október. Er sýningin að hluta styrkt af Samskipum. Nánari upplýsingar má finna á www.annekkalsgaar- d.com Dönsk glerlist á Skólavörðustíg Eitt verka Leifs á sýningunni. Verk Önnu af sýningunni. Þjóðminjasafn Íslands Síðasti sýningardagur tveggja ljósmyndasýninga á Þjóðminjasafni Íslands er á morgun. Sýningarnar eru: Skuggaföll. Portrettmyndir Kristins Ingvarssonar og Story of your life - ljósmyndir Haraldar Jónssonar. Þjóðminjasafn Íslands er opið þriðjudaga - sunnudaga kl. 11:00- 17:00. Lokað er á mánudögum. Sýningum lýkur Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Odd Nerdrum, ein mynda Kristins á sýningunni. EFNT er til útgáfuhófs í dag kl 16 í anddyri Borgarleikhússins í tilefni af útkomu nýrrar bókar Hugleiks Dagssonar. Ber verkið titilinn Forð- ist okkur og annast JPV útgáfuna. Verður við sama tækifæri opnuð sýning á teikningum úr væntanlegri bók Hugleiks, Bjargið okkur, í and- dyri Borgarleikhússins. Boðið verður upp á léttar veit- ingar og leikverkið Forðist okkur kynnt, en það er flutt af Nemenda- leikhúsinu í samvinnu við leikhópinn CommonNonsense og byggt á sög- um Hugleiks. Leikstjórar eru Stefán Jónsson og Ólöf Ingólfsdóttur. Verkið verður síðan frumsýnt á litla sviði Borgarleikhússins 29. sept- ember. Ný bók Hugleiks Morgunblaðið/Kristinn Hugleikur Dagsson. ÓKEYPIS aðgangur er að öllum sýningum Þjóðmenningarhússins fram til 5. október en nú stendur þar yfir sýning á tillögum um bygg- ingu Tónlistarhúss og Ráðstefnu- miðstöðvar við Austurhöfnina í Reykjavík ásamt skipulagi aðliggj- andi svæða. Opið frá 11–17 alla daga vik- unnar. Veitingar við allra hæfi má finna á veitingastofunni Matur og menning. Ókeypis í Þjóð- menningarhúsið Í TILEFNI evrópsks tungumáladags 26. september, stendur Nordklúbb- urinn fyrir tungumálamaraþoni í húsakynnum Norræna félagsins á Óðinsgötu 7 í Reykjavík. Maraþonið hefst kl. 14 mánudaginn 26. sept- ember og stendur til miðnættis og eru allir velkomnir. Í maraþoninu mun gestum verða boðið að læra ör- lítið í níu evrópskum tungumálum. Mun hver kennslustund vara í um það bil eina klukkustund. Nánari upplýsingar: www.norden.is/ nordklubb og hjá Norræna félaginu. Tungumálamaraþon hjá Norræna félaginu ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Ösp mun gangast fyrir íþróttakynningu, laugardaginn 24. september kl. 14– 16, í íþróttahúsi ÍFR í Hátúni 14. Þjálfarar hinna ýmsu íþrótta- greina svara spurningum. Netfang Aspar er olliks@simnet.is og heimasíða er here.is/osp Íþróttadagur Aspar AÐALFUNDUR Sögufélags verður haldinn í dag, laugardag, í húsi fé- lagsins í Fischersundi 3 og hefst kl. 14.00. Auk venjulegra aðalfund- arstarfa mun Bjarni Einarsson fornleifafræðingur flytja erindi, sem ber heitið „Bær í Öræfum: Augnabliksmynd árið 1362.“ „Augnabliksmynd árið 1362“ SKÁKMÓT fyrir stelpur á grunn- skólaaldri fer fram í Rimaskóla í Grafarvogi í dag en stelpur úr öll- um hverfum og skólum eru vel- komnar Mótið hefst klukkan ellefu og veittir verða vinningar í boði Zikzak tískuhúss og Hársports. Einnig verða gefnar bækur frá Eddu útgáfu og Sölku forlagi. Skákmót fyrir stúlkur í Rimaskóla ZEDRUS er ný verslun sem selur úrval af persneskum hand- hnýttum mottum frá Töfratepp- inu og handgerð austurlensk hús- gögn og gjafavörur frá Markaðsþjóni. Verslunin er í Hlíðarsmára 11, austurenda, jarð- hæð. Eigandi Zedrus er Ester Sveinbjarnardóttir. Í tilefni opnunar verður fagn- að, í dag, laugardaginn 24. sept- ember kl. 15 til 18. Þá mun sér- fræðingur í austurlenskum teppum frá Danmörku verða til aðstoðar fyrstu dagana. Afgreiðslutími verslunarinnar verður frá kl. 11 til 18 virka daga og kl. 11 til 15 á laugardögum. Zedrus ný verslun í Hlíðarsmára MISHERMT var í Morgunblaðinu í gær að farþega- og flutningaferja Smyril-Line, Norröna, yrði í slipp frá 24. október fram til 10. desember n.k. Hið rétta er að Norröna fer í slipp í eina viku eftir helgi, en mun eftir það sigla á vetraráætlun með fragt eingöngu fram til 10. desem- ber, þegar aftur verður byrjað að taka farþega. Í næstu viku á m.a. að kanna bilun í stöðugleikabúnaði. Ferjan verður svo aftur tekin í slipp í byrjun janúar. Smyril Blue Water mun á þessum tíma eins og áður m.a. flytja fisk og kælivörur á flutninga- bílum og í gámum með Norrönu til Norðurlandanna, Evrópu, Færeyja og Íslands. Á suðurleiðinni frá Ís- landi og Færeyjum til Evrópu er að- allega fluttur fiskur, en norður fara ýmsar vörur. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Norröna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.