Morgunblaðið - 24.09.2005, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 24.09.2005, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 69 MENNING Lifun er tímarit um heimili, lífsstíl og fallega hönnun Meðal efnis í næsta blaði: • Naumhyggjan í útlitshönnun • Svarti liturinn setur svip sinn á heimilið • Myndlist og hönnun mætast • Frumlegir réttir með framandlegu yfirbragði Lifun er dreift í 60.000 eintökum og sjöunda tölublaðið í ár kemur út 1. október næstkomandi. Panta þarf auglýsingar fyrir kl. 16 miðvikudaginn 28. september Auglýsingar: Sif Þorsteinsdóttir, sími 569 1254. sif@mbl.is SVAVAR Knútur Kristinsson bar sigur út býtum í Trúbadora- keppni Rásar 2, sem lauk í gær. Framlag hans var lagið „Dansa“, „melankólískur óður um vonar- glætuna í myrkri sorgar og dep- urðar,“ að því er söngvaskáldið segir sjálft. Kosið var á milli fjög- urra trúbadora og laga þeirra í úrslitakeppninni á ruv.is. Auk Svavars komust í úrslit Birgir Ol- geirsson með lagið „Kveðið um Kötu“, „Dölli“ með lagið „Pabbi minn“ og Tómas Axel Ragn- arsson, með lagið „Learn How to Behave“. Svavar Knútur, sem er blaða- maður á Morgunblaðinu, hefur hingað til ekki verið þekktur sem trúbador, en hann hefur verið for- ystumaður hljómsveitarinnar Hraun! sem gert hefur víðreist um landið í spilamennsku sinni. „Stefna sveitarinnar er að brjóta múra milli listviðburða og skemmtunar og veita fólki þannig kvöldstund sem fer allt frá tón- leikum yfir að teiti,“ segir Svavar. Hættir ekki með Hraun! Aðspurður hvort hann ætli að snúa sér alfarið að spilamennsku sem trúbador segist Svavar alls ekki ætla að hætta í hljómsveit- inni. „Hún er mitt líf og yndi. Strákarnir í sveitinni eru lífs- förunautar mínir. Það getur þó verið að ég komi oftar fram einn með gítarinn á næstunni, ef ég er beðinn fallega,“ segir hann. Í verðlaun hlaut hann kassagítar, munnhörpu og 10 hljóðverstíma í Geimsteini, auk þess sem hann flýgur til Neskaupstaðar í dag og spilar á Trúbadorahátíðinni þar í bæ, sem stendur yfir um helgina. Morgunblaðið/Kristinn Svavar Knútur Kristinsson trúbador. Svavar Knútur vann Tónlist | Trúbadorakeppni Rásar 2 Í KVÖLD verður blásið til eins stærsta sveitaballs ársins í Reiðhöll- inni á Sauðárkróki en um er að ræða hina árlegu samkomu Lauf- skálaréttardansleikinn. Í ár verða það hljómsveitirnar Brimkló og VON frá Sauðárkróki sem sjá um að skemmta gestum og gangandi á laugardaginn en þetta er í fyrsta sinn sem hljómsveitin fyrr- nefnda spilar á téðu balli. Brimkló skipa að vanda þeir Björgvin Halldórsson, Arnar Sig- urbjörnsson, Ragnar Sigurjónsson, Haraldur Þorsteinsson, Magnús Einarsson, Þórir Baldursson og Guðmundur Benediktsson. Björgvin sagði í samtali við Morg- unblaðið að þeir félagar væru spenntir að taka þátt í gleðskapnum. „Þetta verður fjölmenn og mikil samkoma,“ sagði hann og bætti við að hann vonaðist til að færðin norður yrði þeim ekki fjötur um fót. „Það er verið að spá eldi og brennisteini.“ Hann segir viðstadda mega búast við miklu fjöri og góðri skemmtun í kvöld. Björgvin hefur annars alið mann- inn undanfarna vikur og mánuði í hljóðveri þar sem yfir standa upp- tökur á væntanlegri safnplötu frá kappanum. Platan verður hvorki meira né minna en þreföld og inni- heldur öll þekktustu lög Björgvins frá 35 ára söngferli hans. Platan, sem ber heitið Ár og öld … Söngbók Björgvins Halldórssonar 1970–2005, inniheldur jafnframt fjórar nýjar hljóðritanir og kemur út síðar í haust. Einnig eru að hefjast æfingar á söngkabarettinum Nínu og Geira þar sem tónlist Björgvins verður í aðalhlutverki. Frumsýning er áætl- uð 12. nóvember næstkomandi. Auk Brimklóar leikur hljóm- sveitin VON fyrir dansi í kvöld, eins og áður sagði, en sveitina skipa þeir Ellert Heiðar Jóhannsson, Sorin Lazars, Sigurður Björnsson, Sig- urpáll Aðalsteinsson og Gunnar Ill- ugi. Tónlist | Laufskálaréttardansleikurinn á Sauðárkróki Von á Brimkló Hljómsveitin Brimkló er á leið á Sauðárkrók…ef færðin lofar. Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.