Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÁRNI Magnússon félagsmálaráðherra greindi frá því á Alþingi í gær að nefnd sem hann hefði skip- að til að fjalla um starfsmannaleigur myndi ljúka störfum á næstu dögum. Hann kvaðst stefna að því að leggja fram á Alþingi frumvarp um starfs- mannaleigur fyrir jólahlé. Hann sagðist þó ekki geta upplýst um efni frumvarpsins því ákveðin at- riði þess væru í skoðun m.a. hjá aðilum vinnu- markaðarins. Þetta kom fram í umræðu utan dagskrár um starfsmannaleigur, en Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi hennar. Þung orð féllu í umræðunni í garð starfs- mannaleigna. Félagsmálaráðherra sagði m.a. þegar hann fjallaði um væntanlegt frumvarp að menn væru sammála um að koma skipulagi á ýmsa þætti og fyrirbyggja þann misskilning að Ísland væri eitthvert fríríki þar sem engin lög eða reglur giltu. Hann kvaðst, síðar í umræðunni, vona að hildarleiknum lyki senn og að menn sæju sóma sinn í því að virða leikreglurnar. Össur sagði í upphafi máls síns að það hefði verið dapurlegt að fylgjast með því hvernig Ís- land væri orðið að gróðrarstíu fyrir ófyrirleitnar starfsmannaleigur. „Það hefur ekki síður verið dapurlegt að fylgjast með því að stjórnvöld hafa tæpast lyft litla fingri til að hefta óprúttna starf- semi manna sem hafa orðið uppvísir að því sem varla er hægt að kalla annað en hreina villi- mennsku,“ sagði hann og hélt áfram: „Ég kalla það villimennsku þegar mannréttindi eru brotin á fátæku erlendu verkafólki. Ég kalla það villi- mennsku þegar vinnuafl fólks frá atvinnuleys- islöndum er selt á verði sem er stundum langt undir umsömdum taxta. Ég kalla það villi- mennsku þegar útlendir verkamenn eru látnir búa við aðstæður sem við Íslendingar mundum stundum segja að væri varla hundum bjóðandi. Og ég kalla það líka villimennsku þegar veik- indaréttur og orlof er ekki virt og þegar menn komast upp með að gjalda keisaranum ekki það sem keisarans er. Ég kalla það meðvirkni af hálfu ríkisstjórnarinnar þegar hún rær undir með að- gerðarleysi sínu.“ Össur sagði ennfremur að það væri löngu orðið brýnt að setja lög um starfs- mannaleigur. Hildarleiknum ljúki Félagsmálaráðherra sagði, eins og áður kom fram, að hann væri reiðubúinn að leggja fram á Alþingi frumvarp um sérstaka löggjöf um starfs- mannaleigur og að slíkt frumvarp væri vænt- anlegt. Hann tók þó fram að þegar giltu tilteknar leikreglur á íslenskum vinnumarkaði sem leik- menn þyrftu að virða. Síðar sagði hann: „Verka- lýðshreyfingin á heiður skilinn fyrir þátt sinn í þessu máli og ég hef fengið upplýsingar um það undanfar- ið að þar innan borðs eru menn nú að ná til þeirra út- lendinga sem telja vera brotið á rétti sínum. Á sama tíma, finnst mér hins vegar sorglegt að íslensk fyrirtæki taki þátt í þeirri vitleysu sem mér virðist hafa viðgengist. Það er skammarlegt ef hvarflað hef- ur að íslenskum fyrirtækjum að brjóta gildandi kjarasamninga þegar lög eru í landinu sem segja að hér gildi kjarasamningar í hlutaðeigandi starfsgrein sem lágmarkskjör. Efni þessara laga ætti ekki að koma mönnum á óvart. Þau hafa lengi verið í gildi. Ég á þá ekki síður við þau fyrirtæki sem hafa óbeint tekið þátt í því með viðskiptum við starfsmannaleigur án þess að ganga úr skugga um eða tryggja með einhverjum hætti að útlendingar er starfa á vinnustöðum þeirra og undir þeirra stjórn njóti kjarasamnings- bundinna réttinda. Það kann vel að vera að menn telji sig vera í fullum rétti þegar talað er um inn- rás erlendra starfsmannaleigna, svikahrappa sem eyðileggja vinnumarkað okkar. En lítum okkur nær. Taka íslensku fyrirtækin ekki fullan þátt í því með því að eiga viðskipti við þessi fyrirtæki? Vonir mínar standa til að þessum hildarleik ljúki senn og menn sjái sóma sinn í að virða leikregl- urnar. Þar eiga menn ekki að firra sig ábyrgð og segja að þessi mál komi sér ekki við. Hér hljótum við öll að bera samfélagslega ábyrgð.“ Aðferð til að lækka laun? Fleiri þingmenn tóku þátt í umræðunni. Ög- mundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs, sagði m.a. að Vinstri grænir hefðu þegar lagt fram á Alþingi frumvarp sem tækju á þeim vandamálum sem hér væru til umræðu, þ.e. því að verið væri að flytja inn far- andlaunafólk á kjörum sem væru undir íslenskum kjara- samningum. Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði m.a. að hér á landi giltu nú þegar skýrari reglur um lágmarkslaun erlends vinnu- afls en tíðkaðist í nágrannalöndum okkar. Ekki yrði liðið ef þær reglur yrðu misnotaðar. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði m.a. að ráðning á fólki með aðstoð starfsmannaleigna væri aðferð til að lækka laun og sniðganga önnur réttindi. Þá þróun yrði að stöðva strax. Valdimar L. Friðriksson, þingmaður Samfylkingarinnar, ítrekaði m.a. að setja þyrfti sérstök lög um starfsmannaleigur og Birkir J. Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði að það væri lenska m.a. hjá Össuri að skella skuldinni alfarið á vinnumálayfirvöld, þegar fjallað væri um starfsmannaleigur í landinu. „Skattyfirvöld og lögregla bera einnig ábyrgð og ljóst að frumkvæði þeirra aðila í þessum málum hefur verið af skornum skammti,“ sagði þingmað- urinn. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði m.a. að framsóknarmenn kæmu nú í pontu og ræddu um aðgerðir – þeir sem hefðu tekið ákvarðanir um Kárahnjúkavirkjun á sínum tíma og Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði m.a. að öllum hlyti að vera ljóst að lög um lágmarkskjör giltu hér á landi óháð því hvort starfsmenn væru ráðnir af starfsmannaleigum eða ekki. Þung orð falla í garð starfsmannaleigna í umræðu utan dagskrár á Alþingi Ráðherra vonar að hild- arleiknum fari að ljúka Morgunblaðið/Kristinn Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Valgerður Sverrisdóttir, Árni Magnússon og Sigríður Anna Þórðardóttir fylgjast með umræðunum. ALLS 26 hælisleitendur eru hér á landi, átján karlar, fimm konur og þrjú börn, að því er fram kemur í skriflegu svari dómsmálaráðherra, Björns Bjarnasonar, við fyrirspurn frá Guðrúnu Ögmundsdóttur, þing- manni Samfylkingarinnar. Svarinu hefur verið dreift á Alþingi. Af þessum 26 manna hópi bíða fimmtán eftir niðurstöðu Útlend- ingastofnunar. Níu hafa hins vegar fengið úrlausn sinna mála hjá stofn- uninni „og bíða annaðhvort eftir niðurstöðu ráðuneytisins eða fram- kvæmdar frávísunar eða brottvís- unar lögreglu,“ eins og það er orð- að í svarinu. Í svarinu kemur fram að hælis- leitendurnir 26 komi frá fimmtán löndum; flestir frá Rússlandi, eða sjö, þrír frá Íran, tveir frá Litháen, tveir frá Armeníu og tveir frá Afg- anistan, svo dæmi séu nefnd. Mismunandi er hvað hælisleit- endurnir hafa dvalið lengi hér á landi, að því er fram kemur í svarinu. Fjórtán þeirra hafa til að mynda dvalið hér lengur en í þrjá mánuði og tveir hafa dvalið hér í meira en þrettán mánuði. Alls 26 hælisleit- endur hér á landi MEÐALSKULDIR hjóna og sam- býlisfólks á aldrinum 36 til 40 ára voru 13 milljónir á árinu 2004. Þar af var hlutfall húsnæðis- skulda 68,3%. Þetta kemur m.a. fram í svari ráðherra Hagstofu Íslands, Hall- dórs Ásgrímssonar, við fyr- irspurn Helga Hjörvars, þing- manns Samfylkingarinnar. Til samanburðar voru meðalskuldir þessa hóps 11,1 milljón króna á árinu 2003. Í svarinu til Helga er greint frá meðalskuldum landsmanna; hjóna, sambýlisfólks og ein- staklinga frá sextán ára aldri. Í því kemur m.a. fram að hjón og sambýlisfólk á aldrinum 36 til 40 ára er skuldugasti hópurinn. Meðalskuldir einhleypinga og einstæðra foreldra á aldrinum 36 til 45 ára voru 5,6 milljónir á árinu 2004. Þar af var hlutfall húsnæðisskulda í kringum 67,7 til 68,5%. Þá kemur fram að meðal- skuldir hjóna og sambýlisfólks frá sextán ára aldri voru 8,7 milljónir á árinu 2004 og að með- alskuldir einhleypinga og ein- stæðra foreldra frá sextán ára aldri voru 2,7 milljónir á árinu 2004. Meðalskuldir hækka FORSETI sænska þingsins, Björn von Sydow, er í opinberri heimsókn á Íslandi í boði Sólveigar Péturs- dóttur, forseta Alþingis. Forsetinn heimsótti Alþingi í gær og ræddi við Sólveigu. Á fundinum ræddu þau tví- hliða samskipti þinganna, norrænt samstarf og samstarf þinga Norð- urlanda og Eystrasaltsríkja. Í heimsókninni mun Björn von Sydow jafnframt eiga fund með Hall- dóri Ásgrímssyni forsætisráðherra og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylkingarinnar. Í för með sænska þingforsetanum eru Ulf Christoffersson, starfandi skrifstofustjóri sænska þingsins, og Åsa Ekwall alþjóðaritari. Morgunblaðið/Sverrir Forseti sænska þingsins í heimsókn ÁGÚST Ólafur Ágústsson, varafor- maður Samfylkingarinnar, er ósáttur við að forseti Alþingis, Sólveig Pét- ursdóttir, skuli hafa synjað beiðni hans um utandagskrárumræðu á Al- þingi um mál Arons Pálma Ágústs- sonar, 22 ára Íslendings sem hefur sætt refsivist í Bandaríkjunum frá fjórtán ára aldri. Sólveig segir í samtali við blaða- mann að ekki hafi verið venja á Al- þingi að taka til utandagskrárum- ræðu málefni einstaklinga, í þessu tilfelli einstakra fanga. Hún segir að það sé heldur ekki alltaf málum sem þessum til framdráttar að gera þau að pólitískum þætti á Alþingi. Ágúst Ólafur segir hins vegar að rök Sólveigar haldi ekki vatni; for- dæmi séu fyrir því að málefni einstak- linga hafi verið tekin upp í utandag- skrárumræðum á þingi. Til að mynda forræðismál Sophiu Hansen. „Við þurfum pólitísk afskipti af málum Ar- ons Pálma,“ segir Ágúst Ólafur. „Mörg dæmi eru um slíkt, t.d. erlend- is. Ég efast um að erlend stjórnvöld myndu líða þá meðferð sem þessi Ís- lendingur er að upplifa núna í Banda- ríkjunum. Embættismenn hafa sagt að þeirra leiðir séu fullreyndar og því er komið að stjórnmálamönnum.“ Forræðið hjá forsetanum Ágúst Ólafur segir ennfremur að hann hafi tekið upp málefni Arons Pálma, í upphafi þingfundar á Alþingi í mars 2004. Í þeirri umræðu sagði Halldór Ásgrímsson, þáverandi utan- ríkisráðherra, að verið væri að kanna hvort möguleikar væru á því að fá Ar- on Pálma framseldan til Íslands. „Ef utanríkisráðherra, Geir H. Haarde, vill ekki beita sér með póli- tískum hætti í málinu bind ég vonir við að Halldór Ásgrímsson geri það, eins og hann gerði í málefnum Sophiu Hansen,“ segir Ágúst Ólafur. Hann kveðst ætla að athuga hvað hann ger- ir í framhaldi af synjun Sólveigar og bætir við: „En ég tel nauðsynlegt að þessi umræða eigi sér stað í þinginu.“ Sólveig segir aðspurð að það sé ekki venja á Alþingi að taka til um- ræðu utan dagskrár málefni einstak- linga, í þessu tilviki einstakra fanga. „Enginn getur hins vegar bannað þingmanninum Ágústi Ólafi Ágústs- syni að bera fram þingmál um málefni þessa einstaklings, en umræður utan dagskrár eru á forræði forseta og ég hyggst ekki ljá máls á því að málið verði rætt skv. þeirri þingskapar- grein. Við verðum að hafa ákveðin mörk hér á Alþingi. Ég hef að sjálf- sögðu rætt þessa ákvörðun mína við þingmenn og ráðherra og ég held að það sé mikill skilningur á þessari ákvörðun minni. Ég bendi jafnframt á að það er ekki alltaf málum af þessu tagi til framdráttar – þ.e. máls sem er ekki aðeins mál einstaklings heldur er líka viðkvæmt milliríkjamál – að gera úr því pólitískan þátt hér á Alþingi; oft er betra að fara hljóðlátari leiðir ef fyrir mönnum vakir að rétta þessum einstaklingi hjálparhönd.“ Ósáttur við að fá ekki að ræða mál Arons Pálma Vill ekki ræða málefni einstak- linga í þinginu Eftir Örnu Schram arna@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.