Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 63 MENNING Ítarlegri leit | Panta auglýsingu | Vinsælustu leitirnar | Spurt og svarað Ný íslensk leitarvél Á mbl.is hefur verið opnaður nýr íslenskur leitarvefur sem markar tímamót í sögu gagnasöfnunar á Íslandi. Vefurinn, sem ber nafnið Embla, er umfangsmesta íslenska leitarvélin og jafnast í leitargetu á við það sem best þekkist hjá erlendum leitarvélum. Embla kann skil á beygingum íslenskra orða. Sé slegið inn orðið „hestur“ skilar hún einnig niðurstöðum úr texta sem inniheldur beygingarmyndirnar „hest“, „hesti“ og „hests“. Embla leiðréttir einnig innsláttarvillur í íslenskum orðum sem slegin eru inn þegar leit er framkvæmd og býður upp á ítarlegri leit til að ná fram enn betri niðurstöðum. Emblaðu á nýju íslensku leitarvélinni á mbl.is. H ví ta h ús ið S ÍA / 45 52 AÐALHEIÐUR S. Eysteinsdóttir hefur opnað sýningu á verkum sín- um á Café Karólínu á Akureyri. Á sýningunni eru splunkuný verk, lág- myndir úr tré. Aðalheiður segir um verkin sín: „Frá upphafi ferils míns hef ég leit- ast við að endurgera eftirminnileg augnablik úr eigin lífi, persónur eða bæjarbrag. Sett upp mynd af sam- félagi manna og dýra í tilraun til að minna okkur á hvaðan við komum og hver við erum. Einskonar brú milli veruleika og ímyndunar í samfélagi sem er of upptekið til að staldra við og njóta. Þannig varð til ættbálkur blökku- fólks sem allt bar liti íslenska fán- ans. Flokkur manna sem allir versl- uðu í sömu herrafataverslun í Reykjavík, og annarskonar flokkur álfta sem höfðu aðsetur í tjarnar- hólmanum á Vetrarhátíð. Hrafnar sem námu land í Amster- dam og ferðafélagarnir Ísbjörn, Hreindýr og Sauður fóru til Lapp- lands með viðkomu í Reykjavík. Siglfirðingar sem slógu hring um torgið og fluttu það til Seyðisfjarðar, síðan aftur heim og þá á bryggjuna í Bátahúsinu við Síldarminjasafnið. Kettir reigðu sig og teygðu á Safna- safninu eitt sumar en viku fyrir dvergunum sem áðu þar á sérsmíð- uðum palli. Gestir kaffis Karólínu horfðust í augu við sjálfa gesti kaffis Karólínu og listamenn Listasumars 9́5 gengu framhjá sjálfum sér í Glugganum í göngugötunni þar sem brúðarfylkingin stormaði í rigningu á vinnustofuna til móts við stöllur sínar. Í BOXI horfði lítil stúlka á sig fullorðna dansa og fullorðin dansaði ég við sýningargesti á afmælisdag- inn minn. Mér finnst gaman að eiga afmæli og hélt veglega upp á það fertugasta með 40 sýningum víða um heim. Ein opnun á dag í 40 daga, allt ólíkar sýningar sem á einn eða ann- an hátt tengdust daglegu lífi við- komandi staðar.“ Aðalheiður S. Ey- steinsdóttir fæddist á Siglufirði 23. júní 1963 og bjó þar til 1986, er hún fluttist til Akureyrar. Hún stundaði nám við Myndlistaskólann á Akur- eyri 1989-93 og hefur síðan unnið ýmis störf á sviði myndlistar ásamt því að vera athafnasamur mynd- listamaður. Árið 2000 hóf Aðalheiður þátttöku í Dieter Roth akademíunni og mun halda þeirri samvinnu áfram. Sýningunni lýkur 2. desember. Timburkonur og timburmenn Morgunblaðið/Kristján Aðalheiður S. Eysteinsdóttir við eitt þeirra verka sem hún sýnir á Café Karólínu, á vinnustofu sinni í Freyjulundi. Myndlist | Aðalheiður Eysteinsdóttir sýnir á Café Karólínu Á TÓNLISTARDÖGUM Dómkirkj- unnar árið 1985 var orgel Dómkirkj- unnar vígt við hátíðleg athöfn og á því 20 ára afmæli um þessar mundir. Í því tilefni munu orgelleikarar fagna 20 ára afmæli orgelsins með sérstökum afmælistónleikum sunnu- daginn 6. nóvember. Orgelið var smíðað af orgelverksmiðjunni Schuke í Berlin og er með þrjú hljómborð og fótspil og er fjórða og jafnframt stærsta orgel Dómkirkj- unnar í rúmlega 200 ára sögu henn- ar. Hljóðfærið var um árabil eitt fárra konserthljóðfæra í Reykjavík og hafa margir innlendir og erlendir orgelleikarar leikið á það og hefur það ávallt fengið lofsamlega umfjöll- un. Orgelið þykir henta sérstaklega vel við flutning á barokktónlist og nýlegri tónlist og ekki síður við dag- legar athafnir í kirkjunni, hvort sem er við guðsþjónustur, giftingar eða jarðarfarir. Á tónleikunum á sunnudaginn munu þeir Friðrik V. Stefánsson organisti Grundarfirði, Douglas Brotchie organisti Háteigskirkju, Guðmundur Sigurðsson organisti Bústaðakirkju, Jörg Sondermann organisti Hveragerðiskirkju, Kjart- an Sigurjónsson organisti Digra- neskirkju, Marteinn H. Friðriksson organisti Dómkirkjunnar, Stein- grímur Þórhallsson organisti Nes- kirkju og Tómas Eggertsson sem er í orgelnámi, leika á glæsilega og fjöl- breytta tónlist samda fyrir orgel, en það er oft nefnt drottning hljóðfær- anna. Tónleikarnir hefjast kl.17 og er aðgangur ókeypis. Orgel Dómkirkjunnar í Reykjavík á tuttugu ára afmæli um þessar mundir. Átta organistar í Dómkirkjunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.