Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 299. TBL. 93. ÁRG. FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Vængjaður Volvo Níu konur hönnuðu bíl sem hefur hlotið mikla athygli | Daglegt líf Bílar | Dísilknúin Jetta  G4 Challenge  Nýr Mitsu L 200 Jeep Commander Íþróttir | Ríkharður með brjósklos  Olga, Pálína og Hólm- fríður til KR Lifun | Munaður á vetrarmánuðum  Veisla fyrir bragðlauka Frítt far í fljúgandi spilavítum HUGSANLEGT er, að innan tíðar geti fólk flogið frítt með írska lág- gjaldaflugfélaginu Ryanair. Sá böggull fylgir þó skammrifi, að þá verður það að fallast á að taka þátt í fjárhættuspili um borð. Fyrirtækið er nefnilega með á prjónunum að breyta flugvélunum í spilavíti. Fyrirhugað er að byrja á þessu eftir ár eða rúmlega það eða þegar búið er að finna aðferð við að milli- færa af greiðslukorti farþega áður en vélin lendir. Kom þetta fram á fréttavef breska dagblaðsins The Independent í gær. Í fjárhættuspilinu munu farþegar nota sinn eigin síma eða tæki, sem Ryanair útvegar, og fara fjar- skiptin um stöð í flugvélinni sjálfri. Þannig getur flugfélagið tekið til sín hluta af þeim kostnaði auk þóknunar fyrir sjálf viðskiptin. Ekki eru allir hrifnir af því að flugvélum verði breytt í spilavíti en forsvarsmenn fyrirtækisins segjast ekki hafa áhyggjur af því. RÚSSNESKIR hermenn marséruðu í gær um Rauða torgið í Moskvu en það var æfing fyrir mikla hergöngu á mánudag, 7. nóvember. Þá verða 64 ár liðin frá hersýningu á sama stað 1941 eða á dögum síðari heims- styrjaldar. Í baksýn er Vasílíjdóm- kirkjan uppljómuð, eitt mesta afrek rússneskrar byggingarlistar. Reuters Marsérað á Rauðu torgi Enginn á kassanum VEGNA nýrrar tækni er ekki ólík- legt, að afgreiðslufólk í stórversl- unum heyri brátt sögunni til. Þá munu neytendur einfaldlega af- greiða sig sjálfir. Þetta fyrirkomulag, sem er þeg- ar komið í sumum verslunum, hefur verið til umræðu í samtökum danskra smásala að undanförnu og sýnist sitt hverjum. Sérfræðingar í málefnum verslunarinnar, til dæm- is Henrik Knak hjá IBM Danmörku, spá því hins vegar, að þessi háttur og önnur ný tækni verði búin að ná fótfestu í Danmörku eftir tvö ár og verða almenn upp úr því. Kom þetta fram á fréttavef Berlingske Tidende í gær. ENN vantar þó nokkuð upp á að op- inber markmið um þjónustu við aldraða hafi að öllu leyti náð fram að ganga og að öldruðum sé í senn veitt viðeigandi aðstoð til að búa sem lengst á eigin heimili og tryggð að- staða á öldrunarheimili þegar slíkt er ekki lengur mögulegt. Þetta kem- ur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkis- endurskoðunar um þjónustu við aldraða sem birt var í gær. Í skýrslunni kemur fram að mark- mið frá 2001 um hámark 90 daga bið fyrir þá sem eru í brýnni þörf fyrir hjúkrunarvist, hafi náðst. Árið 2003 var biðin 86 dagar ef miðað er við tímann frá því að fólk er metið í mjög brýnni þörf þar til það fær vistun. Að meðaltali þurfti þessi hóp- ur þó að bíða 213 daga frá gerð fyrsta mats. Í skýrslunni er leitt í ljós að mjög misjafnlega sé búið að öldruðum á heilbrigðisstofnunum og öldrunar- heimilum þegar kemur að húsnæði. Sums staðar hafa allir einstaklings- rými með sérbaðherbergi en annars staðar þarf fólk að deila persónulegu rými með öðrum. Af öllum hjúkr- unarrýmum í landinu er aðeins 57% með einstaklingsrými og aðeins 29% íbúanna hafa sér baðherbergi. Er þetta mjög frábrugðið því sem er t.d. í Noregi þar sem einbýli eru 91% af heildarfjölda hjúkrunarrýma. 8–26 fermetrar á mann Þegar skoðaðar eru tölur frá 2003 um hvað hver íbúi hefur mikið per- sónulegt rými í hjúkrunar- og dval- arrýmum öldrunarheimila vítt og breitt um landið kemur í ljós gríð- arlegur munur. Þannig hefur fólk frá tæplega 8 fermetrum upp í 26 fermetra að meðaltali. Af 48 heim- ilum sem talin eru upp í skýrslunni hafa 9 þeirra einstaklingsrými fyrir alla. En hlutfall einstaklingsrýma fer niður í 20–35% á sex heimilum. Eins er mikill munur á umönn- unartíma en þar er miðað við hjúkr- unarklukkustund sem er mælieining sem gefur til kynna hversu mikla umönnun í klst. hver íbúi fær að meðaltali á sólarhring. Hver íbúi öldrunarheimilis naut umönnunar 4,8 klst. að meðaltali á landinu árið 2003. Í leiðbeiningarstuðli Land- læknisembættisins er mælt með 4,8– 5,5 hjúkrunarklukkustundum á sól- arhring. Þrátt fyrir þetta eru 55 dvalarheimili af 75 sem talin eru upp í skýrslunni undir neðri mörkunum á þessum skala og nærri 40 heimili undir 3,5 hjúkrunarklukkustundum. Ný stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um þjónustu við aldraða Enn vantar upp á Um 57% aldraðra á hjúkrunarheimili búa í einbýli, en 91% í Noregi Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is VÍSBENDINGAR eru um, að stjórnvöld í Pól- landi og Rúmeníu hafi leyft bandarísku leyniþjón- ustunni, CIA, að koma þar upp leynilegum fanga- búðum. Hefur framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins, ESB, ákveðið að kanna málið og einnig Rauði krossinn og ýmis mannréttindasamtök. Tom Malinowski, yfirmaður Mannréttindavakt- arinnar eða Human Rights Watch í Washington, sagði í gær, að lendingar flugvéla og aðrar vís- bendingar bentu til, að CIA hefði fengið að koma upp leynilegum fangabúðum í Póllandi og Rúmen- íu. Í síðarnefnda landinu er því þó neitað og í Pól- landi segist enginn vita neitt. Roscam Abbing, talsmaður ESB, sagði, að rík- isstjórnir í öllum aðildarríkjunum 25 yrðu spurðar um þetta mál en leynilegar fangabúðir, þar sem fangar eru jafnvel pyntaðir, brjóta gegn Mann- réttindasáttmála Evrópu. Þá ætlar Alþjóða Rauði krossinn að krefjast þess að fá að vitja fanga í leynilegum búðum og Evrópuráðið mun efna til eigin rannsóknar. CIA og Bandaríkjastjórn neita að svara spurn- ingum um tilvist leynilegra fangabúða en Law- rence Wilkerson, sem var skrifstofustjóri Colin Powells, fyrrverandi utanríkisráðherra, sagði í gær, að þær fyrirskipanir, að vísu ekki mjög ljós- lega orðaðar, sem borist hefðu frá Dick Cheney varaforseta í gegnum Donald Rumsfeld varnar- málaráðherra, hefðu leitt til þess ofbeldis og pynt- inga, sem bandarískir hermenn hefðu gerst sekir um. Sagði Wilkerson, að Powell hefði falið sér að rannsaka þessi mál eftir að þau komust í hámæli. Wilkerson sagði einnig, að Cheney væri með sitt eigið „þjóðaröryggisráð“, sem njósnaði um og græfi undan hinu eiginlega þjóðaröryggisráði. Fyrir nokkrum dögum sagði hann, að „kapall“ þeirra Rumsfelds og Cheneys hefði gengið upp og nú væru þeir með stefnu Bandaríkjanna í utan- ríkis- og hermálum í gíslingu. Fangabúðirnar eru sagðar vera í Póllandi og Rúmeníu Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is ♦♦♦ Prófkjör hefst í dag hjá Sjálfstæðisflokki 2.600 nýir bæst við á 18 dögum UM 2.600 manns hafa gengið í Sjálf- stæðisflokkinn í Reykjavík frá því landsfundi lauk 16. október sl. og þar til síðdegis í gær. Þar af hafa um 1.000 manns bæst við frá því á þriðjudag. Vænt- anlega mun fé- lögum enn fjölga í dag og á morgun þegar prófkjör flokksins vegna borgarstjórnar- kosninganna 2006 fer fram. Um 800 manns höfðu greitt at- kvæði utankjörfundar sem er meira en í síðustu prófkjörum. Tólf manns eru í borgarstjórnar- flokki sjálfstæðismanna nú og sex þeirra taka ekki þátt í prófkjörinu, þrír borgarfulltrúar og þrír vara- borgarfulltrúar Alls eru 24 manns í kjöri, þar af fimm konur. Úrslit gætu ráðist á smölun Fylgi Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og Gísla Marteins Baldurssonar, sem báðir sækjast eftir fyrsta sætinu á lista sjálfstæðismanna, hefur verið afar svipað þegar skoðaðar eru kannanir á fylgi meðal sjálfstæðis- manna. Í nýjustu könnuninni sem birt var á miðvikudag mældist Vil- hjálmur með 52% fylgi en Gísli Mar- teinn með 48%. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor og deildarforseti við Háskóla Íslands, segir að þessi litli munur á fylgi keppinautanna um fyrsta sætið þýði að úrslitum geti ráðið hvernig fram- bjóðendum takist að smala sínum fylgismönnum á kjörstað. Því stefni í harðan slag fram á síðustu stundu hjá frambjóðendum. Eftir Brján Jónasson og Rúnar Pálmason  Fréttaskýring | Miðopna Bílar, Íþróttir og Lifun í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.