Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Íkvöld kl. 20 frumsýnir Íslenskidansflokkurinn þrjú verk ástóra sviði Borgarleikhússins:Wonderland eftir Jóhann Frey Björgvinsson og Filippíu Elís- dóttur, Critic’s choice? eftir Peter Anderson og Pocket Ocean eftir Rui Horta. Dansflokkurinn var nýverið á ferð í Danmörku, þar sem verkin þrjú voru sýnd við mjög góðar und- irtektir. Jóhann Freyr segir að verk þeirra Filippíu, Wonderland, sé um fólk sem sé fast í sínum eigin heimi – í heimi þar sem tilfinningar eru tabú sem enginn ræðir. „Ég sem mikið út frá tilfinningum og stemmningu, og til þess að skapa þennan heim, plöst- uðum við sviðið að framan, – plastið er eins og fjórði veggur sviðsins. Að- skilnaðurinn milli áhorfenda og dansaranna er því enn meiri, en tengslin verða samt að mínu mati al- veg jafnmikil, þar sem áhorfendur reyna með öllum ráðum að ná sam- bandi við það sem gerist á sviðinu. Dansararnir sjá hins vegar ekki út í salinn, þeir sjá bara eigin spegil- mynd í plastinu, þannig að þeir eru fastir í undraheiminum sínum, sem er Wonderland. Spurningin er svo hvort það eru þau, eða við út í sal, sem sitjum í þessum heimi.“ Jóhann kveðst upplifa verkið eins og kíkt sé í gegnum gægjugat. „Þú veist hvernig það er þegar maður gengur framhjá stórframkvæmdum niðrí bæ, sem búið er að loka af; þú finnur gat á veggnum og verður for- vitinn, veist ekkert hvað er fyrir inn- an og verður að gægjast innfyrir. Þeir sem eru fyrir innan sjá ekki að þú sért að kíkja, eru bara í sínum heimi.“ Þetta er fyrsta stóra dansverkið sem Jóhann semur fyrir dansflokk- inn, en í vor samdi hann þó Játningar minnisleysingjans í danssmiðju dansflokksins. Jóhann hefur þó sam- ið fleiri dansverk fyrir aðra og sýnt eigin dansverk víða. Hann segir við- brögð við verkum sínum allt önnur hér heima en úti. „Væntingarnar eru allt öðru vísu hér heima, en hjá út- lendingum sem ekkert hafa séð eftir mig. Íslendingar geta verið dóm- harðir og það hefur komið mér á óvart. Erlendis hafa verkin okkar Filippíu þótt nýstárleg og það kom okkur líka á óvart. Viðbrögðin hér heima hafa verið góð, en þau eru kannski enn jákvæðari úti. Ég kýs að útskýra dansverkin mín sem minnst, ég vil leyfa fólki að upplifa stemmn- inguna og tilfinninguna. Ég horfi á dansverk eins og málverk, eða góða tónlist. Það kemur ekki bæklingur með sem segir þér hvað þú átt að upplifa. Þú sest niður og nýtur þess og verður fyrir hughrifum. Íslend- ingar þurfa að opna betur fyrir þetta í stað þess að segja að þeir skilji ekki dans. Það er röng aðferð að listinni. Tilfinningin og hugmyndaflugið þurfa að ráða för,“ sagði Jóhann Freyr Björgvinsson. Davíð Þór Jónsson samdi tónlistina í verk Jó- hanns Freys og Filippíu, og hún er mestöll leikin á orgel í ótrúlegustu myndum. „Hann fór inn í kirkjur og spilaði í ótal klukkutíma; samplaði svo tónlistina og bjó til ótrúlegustu hljóð. Það var mjög spennandi. Orgelið – eru það innviðir mann- eskjunnar? Það er alla vega heimur út af fyrir sig.“ Að fanga frelsið Peter Andersen er höfundur verksins Critics Choice? „Ég er alinn upp við að hlusta á soul tónlist – Otis Redding og fleira slíkt heima. Ég á margar góðar minningar af mér og systur minni að dansa á ganginum við þessa tónlist. Ég fór að hugsa um það hvernig ég sem fullvaxinn dans- höfundur gæti fangað þann kraft sem var í þessum áhyggjulausa „fíl- ing“ í frjálslegum dansi okkar systk- inanna. Það var ögrun sem ég vildi takast á við í þessu verki. Mig lang- aði að fanga þessa góðu, ljúfu tilfinn- ingu frelsisins, í dansi sem væri samt byggður á ákveðnum strúktúr eða hugmynd.“ Peter fór þá leið að biðja einn dansaranna í hópnum að greina tónlistina, frá upphafi til enda. „Ég vildi finna rétta keiminn af hverjum takti í dansinum. En verkið snýst líka um samband listamannsins og gagnrýnandans. Þeir þurfa hvor á öðrum að halda til að þrífast. Mig langaði að kanna í verkinu hvernig skoðanir fólks á sama hlutnum geta verið gjörólíkar. Ég vildi skoða hvernig það, að einhver viðri skoð- anir sínar á ákveðnum hlut, getur haft bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar.“ Það er freistandi að spyrja Peter að því hver munurinn sé á milli dans systur hans á ganginum heima, og dans sem er kannski alveg eins, eða svipaður, en saminn af kóreógraf. Spurningin er kannski sú hvernig danshöfundur fari að því að festa í form og reglur lærða dansins eitt- hvað sem mörgum er svo sjálfsögð og eðlileg líkamleg tjáning. „Þetta er áhugavert viðfangsefni í dansinum. Við dansarar, eigum það til að týna okkur í tækni, rýmishugleiðingum, takttalningum og þvíumlíku. Þessi atriði geta auðveldlega kæft frum- kraftinn í hreyfingunni. Það var ná- kvæmlega þetta sem mig langaði að glíma við í Critics Choice? að ná þeim frjálsa anda, innan ramma tækninnar. Stundum sér maður sýn- ingar þar sem augljóst er að allt sem fram fer skrifast á heilann; útreikn- aðan strúktúr danshöfundarins og nánast intelektúal hreyfingar. Þá finnur maður lítið fyrir þeim nátt- úrulega ryþma sem við höfum öll í okkur. Ég vona að áhorfendur átti sig á því hvenær þeir eru að horfa á einskæra tækni, og hvenær þeir eru að horfa á „náttúruöflin“ að verki. Allt fer þetta eftir því hvað danshöf- undurinn ætlar sér með verki sínu, og engir tveir þeirra eru eins. Hvert verk býður svo upp á sína leið við að tjá líkamlegar hreyfingar.“ Spyrjum kannski til eilífðar Rui Horta er íslenskum dansunn- endum að góðu kunnur frá fyrri verkum hér á landi. Hann segir Pocket Ocean vera draum á stærð við hafið; en þegar dreymandinn vaknar er hafið orðið að örfáum tár- um í vasa hans. „Þetta er dans um það sem við viljum og það sem við fáum; – um drauma og veruleika. Það er döpur hlið á verkinu, en líka jákvæð, og það er sú dásamlega stað- reynd, að okkur dreymir. Draumarn- ir eiga sinn þátt í að gera okkur að því sem við erum sem manneskjur.“ Rui Horta kveðst ekki segja sögur í verkum sínum, og því sé stundum erfitt að taka þau upp á nýjan leik eftir að hafa lagt þeim um tíma, eins og reyndin er með Pocket Ocean. Honum fannst þó verkið enn miðla því sem hann óskaði sér, og geta gef- ið áhorfendum svigrúm fyrir ímynd- unarafl sitt. „Mér finnst ég stundum vera að túlka sömu hlutina aftur og aftur í verkum mínum: samskipti fólks hvert við annað, frelsið, draumana, náttúru manneskjunnar, sem í upp- hafi er svo frjáls, þar til við áttum okkur á því að við erum bæld og lok- uð, og þvæld í alls konar kerfi, óttann við einveruna og margt þessu líkt. Ég get ekki leyst neina af þeim gát- um sem ég glími við, en ég get túlkað þær; – jafnvel aftur og aftur, og á mismunandi hátt. En verk eldast ekki nema ef okkur finnst að tilfinn- ingin sem þau miðla eigi ekki lengur við. Ég veit ekki hvort við getum nokkurn tíma leyst úr okkar mann- legu ráðgátum, kannski verðum við til eilífðar að spyrja stóru spurning- anna.“ Dans | Íslenski dansflokkurinn sýnir þrjú ólík dansverk á stóra sviði Borgarleikhússins Dásamleg staðreynd að okkur skuli dreyma Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Úr Wonderland eftir Jóhann Frey Björgvinsson og Filippíu Elísdóttur. Pocket Ocean eftir Rui Horta kemur nú aftur á svið eftir nokkurra ára hlé. Samkvæmt fréttum verðamargar glæpasögur í ár.Fleiri og fleiri höfundar skrifa glæpasögur og mun þetta að vonum kæta lesendur. Útgefendur fagna væntanlega líka. Velgengni glæpasagna hér heima og erlendis hefur freistað margra höfunda. Þá má spyrja hvort þessi þróun komi ekki niður á bókmennt- unum. Er ástæða til að vera svartsýnn? Þær röksemdir hafa heyrst að glæpasögurnar fjalli í ríkari mæli um samfélagið og séu því að verða eins konar ádrepur og komi til móts við þá sem eru veikir fyrir sam- félagslegum skáldskap, jafnvel póli- tískum. Þetta eru ekki nýjar fréttir og má nefna sænskar glæpasögur sem dæmi. Íslenskur skáldskapur á væntan- lega ekki í vök að verjast þrátt fyrir glæpaölduna. En hafa má af því áhyggjur að skáldskapurinn drukkni í glæpaflóðinu og fái ekki æskilega athygli. Eins og áður má búast við fjöl- breytni í jólabókaflóðinu. En útgáfa bóka miðast nú ekki eingöngu við fyrrnefnt flóð heldur koma bækur út allt árið. Hjá sumum útgefendum koma út vandaðar bókmenntir, ekki síst þýddar bækur en líka innlendar. Verðlaunaðar bækur hafa oft for- gang en þess ber að gæta að verð- laun segja ekki allt um bækur þótt þau fleyti bókum áfram og efli höf- unda. Hættan er sú að verðlaunahöf- undar skrifi of mikið vegna þess að markaðurinn hefur tekið þeim opn- um örmum. Útgefendur auglýsa í vígamóð og höfundarnir geta orðið ritþrælar. Kynning bókmennta má að ósekju aukast. Hún er mjög mismunandi eftir fjölmiðlum. Sums staðar jaðrar hún við kjánaskap. Dýrkun vissra höfunda kemur niður á öðrum. Segja má þó að sem mest umfjöllun sé af hinu góða. Les- endur þurfa að vega og meta án þess að taka í blindni mark á vissum fjölmiðlapersónum sem hafa lag á að vekja á sér athygli. Það er ekki óalgengt að höfundar séu með efasemdir um verk sín. Þeim þykir gott hól en það er ekki víst að það sé heppilegt fyrir þá nema í hófi. Færst hefur í vöxt að hæla höf- undum og gleyma gagnrýninni. Þetta er ekki neinum til gagns. Gagnrýnendur þurfa öðru hverju að koma auga á gallana því að nóg er til af þeim. Það er of mikið látið með miðlungsbækur og jafnvel vondar bækur eru hafnar upp til skýjanna, sérstaklega ef höfundar eru ann- áluð gæludýr. Ekki má blaka við þeim. Íslenskum glæpasagnahöfundum hefur farið fram og þeir hafa lært mikið af erlendum höfundum. Ýmis- legt sem frá þeim kemur er þó of fyrirsjáanlegt, það er eins og bæk- urnar skrifi sig sjálfar. Ég skil ekki alltaf þolinmæði les- enda. Nú er ástæða til þess að skrifað sé um íslenskar glæpasögur af ekki minni hörku en aðrar bókmenntir. Skemmtigildið má ekki eitt ráða ferðinni. Bækur eru ekki bara til þess að drepa tímann. Þær þurfa að hafa eitthvað að segja og gera það á kunnáttusamlegan hátt. Margar glæpasögur í ár ’Velgengni glæpasagnahér heima og erlendis hefur freistað margra höfunda. Þá má spyrja hvort þessi þróun komi ekki niður á bók- menntunum.‘ AF LISTUM Jóhann Hjálmarsson Morgunblaðið/Árni Sæberg „Hafa má af því áhyggjur að skáldskapurinn drukkni í glæpaflóðinu og fái ekki æskilega athygli,“ segir Jóhann Hjálmarsson. Ljósmyndin er sviðsett. johj@mbl.is JPV útgáfa hefur samið um útgáfu ævisögu Halldórs Laxness eftir Hall- dór Guðmundsson við norska forlag- ið Gyldendal, og var samningurinn gerður í framhaldi af viðræðum á bókakaupstefnunni í Frankfurt í síð- asta mánuði. Í tilkynningu frá JPV útgáfu segir að stefnt sé að því að bókin verði gefin út þegar á næsta ári, þýdd úr íslensku og prýdd fjölda mynda. „Ævisaga Halldórs Laxness verður gefin út undir merkjum Tid- en, sem er dótturforlag Gyldendal forlagsins og gaf í fyrra út Sjálfstætt fólk í nýrri þýðingu Tone Myklebost. Samhliða útgáfusamningnum var samið um útgáfu í bókaklúbbi, sem tryggir verkinu mun meiri útbreiðslu en ella, og verður höfundinum boðið til Noregs í tengslum við útkomuna.“ Útgáfuréttur á ævisögu Halldórs Laxness hefur áður verið seldur til Danmerkur, Þýskalands og Svíþjóð- ar og viðræður standa yfir um enska útgáfu að sögn Jóhann Páls Valdi- marssonar hjá JPV útgáfu. „Gyldendal er eitt stærsta bóka- fyrirtæki Noregs og á sér merka sögu. Auk samnefnds forlags og dótturforlaga rekur það bókabúða- keðju með 77 bókabúðum og á hlut í bókaklúbbum og dreifingarfyrir- tæki,“ segir Jóhann Páll. Bókin Halldór Laxness – ævisaga kom út í fyrra og færði höfundi sín- um Íslensku bókmenntaverðlaunin. Ævisaga Laxness til Noregs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.