Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
LIFANDI UNGLIST
Unglist nefnist listahátíð, sem hefst ídag og stendur út næstu viku. Ung-
list hefur verið haldin árlega frá árinu
1992 að frumkvæði Hins hússins. Dag-
skrá þessarar hátíðar er fjölbreytt og
verður hægt að njóta afraksturs hennar
víða um Reykjavík. Haldið verður mynd-
listarmaraþon, sýndur fjölþjóðlegur leik-
húsgjörningur og boðið upp á útlán á
manneskjum úr Lifandi bókasafni.
Það er mikilvægt að virkja ungt fólk og
gefa því kost á að gefa sköpunarkraftin-
um lausan tauminn. Viðburðir á borð við
Unglist efla frumkvæði og sjálfstraust og
enginn vafi á því að það afraksturinn af
þeim skilar sér síðar á lífsleiðinni hjá
þeim krökkum, sem þátt taka. Umræða
um unglinga vill oft einskorðast við
vandamál, sem eiga ekki við um nema fáa
einstaklinga. Í starfi Hins hússins er hins
vegar lögð áhersla á að draga fram það já-
kvæða og er sennilega mikilvægast að
starf þess fer fram á jafningjagrundvelli
þar sem allir njóta virðingar.
„ÉG GEF kost á mér í annað sæti listans
og vona að þar með verði forystan og fram-
boðslistinn sigurstranglegri,“ segir Hanna
Birna Kristjánsdóttir,
sem sækist eftir öðru
sætinu á lista Sjálfstæð-
isflokks í borgarstjórn-
arkosningunum.
„Ég vonast til þess að
fólk meti mig af mínum
verkum á liðnu kjör-
tímabili. Mig langar að
breyta áherslum hér í
Reykjavík þannig að við
getum búið til heimsins
bestu höfuðborg, og ég tel að við getum
gert það með því að leggja áherslu á aukið
val, lægri skatta og framúrskarandi lífs-
gæði,“ segir Hanna Birna.
Hún segir það stærsta verkefni sveitarfé-
laganna að auka val á öllum sviðum, t.d. á
þjónustu fyrir börn. Borgin eigi ekki að
gera upp á milli þess hvort foreldrar kjósi
dagforeldra, einkarekna leikskóla eða al-
menna leikskóla, né hvort þeir velji grunn-
skóla í sínu hverfi, öðru hverfi eða einka-
rekinn grunnskóla, greiðslur borgarinnar
eigi að vera þær sömu sama hvað er valið.
Að sama skapi segir Hanna Birna að
borgin stýri of mikið þeim kostum sem íbú-
ar hafi varðandi samgöngur og skipulag.
Fólkið verði að fá að velja, og velji það
einkabílinn þurfi samgöngumannvirkin að
taka mið af því. Sama gildi um húsnæði,
fólk verði að geta valið ólíkt húsnæði í sam-
ræmi við eigin óskir og þarfir. Einnig þurfi
að auka val eldri borgara og gefa þeim kost
á að velja sér stuðning og þjónustu við hæfi.
Flugvöllur í eða við borgina
Hanna Birna segir að hugmyndir sjálfstæð-
ismanna um eyjabyggð og byggð á landfyll-
ingum geti farið vel saman við uppbyggingu
í Vatnsmýrinni, eitt útiloki ekki annað, þó
uppbygging í Vatnsmýrinni geti haft áhrif á
hversu hratt eyjabyggðin muni byggjast
upp. Flugvellinum segist hún vilja halda í
Reykjavík eða nágrenni, en í því sambandi
sé Vatnsmýrin ekki eini kosturinn og skoða
beri vandlega alla kosti sem til greina
koma.
Kostnaður Hönnu Birnu vegna framboðs-
ins verður um eða yfir 3 milljónir króna, en
endanleg tala liggur ekki fyrir. Baráttan sé
einkum fjármögnuð með stuðningi ein-
staklinga og fyrirtækja. Hún segir fram-
boðið ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort
uppgjörið verði gert opinbert.
Hanna Birna Kristjánsdóttir
„Ég vil val á öllum sviðum“
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
„REK
fjölbre
á fram
samke
anfari
sem h
tímab
Rey
ystuhl
sem d
ir land
borga
sveita
borgin
„Ég
þeirri
sanng
Júl
„B
Júlíus V
Ingvar
VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðis-
manna í borgarstjórn, og Gísli Marteinn Baldursson
varaborgarfulltrúi hafa háð harða baráttu um efsta
sætið á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórn-
arkosningarnar næsta vor, og hefur lítill munur mælst
á fylgi sjálfstæðismanna við þá. Því gæti smölun fram-
bjóðenda ráðið úrslitum í prófkjörinu.
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor og deildarforseti við
Háskóla Íslands, segir að til að fá niðurstöður úr könn-
unum sem gefi hvað besta vísbendingu um hvor fram-
bjóðendanna verði ofan á þurfi að skoða skoðanir
þeirra sem styðja flokkinn, og helst þeirra sem telja
líklegt að þeir muni taka þátt í prófkjörinu. Á þessu
tvennu hafi þó mælst lítill munur þegar það hafi verið
kannað sérstaklega.
Vilhjálmur hefur frá upphafi mælst með meira fylgi
í skoðanakönnunum þar sem allir eru spurðir, en þeg-
ar fylgismenn Sjálfstæðisflokks eru teknir út úr var
Gísli Marteinn með 52% fylgi í könnun IMG Gallup um
miðjan september en Vilhjálmur með 48%. Síðan hef-
ur þó staðan snúist við, og í niðurstöðum könnunar
sem Gallup gerði fyrir Vilhjálm og birtar voru á mið-
vikudag mældist Vilhjálmur með 52% fylgi en Gísli
Marteinn með 48%.
Þetta bendir til þess að Vilhjálmur sé með heldur
betri stöðu í dag, en vegna lítils munar á frambjóðend-
unum tveimur meðal sjálfstæðismanna segir Ólafur að
miklu skipti fyrir úrslit prófkjörsins hversu vel fram-
bjóðendum takist að fá sína stuðningsmenn á kjörstað,
eða smala. Því stefnir í harðan slag fram á síðustu
stundu hjá frambjóðendum.
Fylgi flokksins á uppleið
Fylgi Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosn-
ingarnar í Reykjavík mælist hátt í síðustu könnunum,
og hefur farið hækkandi undanfarið. Ekki er þó víst að
flokkurinn muni njóta alls þessa aukna fylgis í kosn-
ingum, enda reynslan frekar verið á þann veg að flokk-
urinn mælist með hærra fylgi fyrir kosningar en raun-
in verður við kjörborðið.
Í kosningunum árið 2002 fékk listi Sjálfstæðisflokks
um 40% greiddra atkvæða, og sex borgarfulltrúa, sem
voru verstu úrslit flokksins úr borgarstjórnarkosn-
ingum frá upphafi. Í könnunum sem IMG Gallup hefur
gert undanfarið hefur leiðin hins vegar legið upp á við.
Flokkurinn mældist með 48% fylgi í júlí í Þjóðarpúlsi
Gallup, 56% í september og var svo kominn í 57% fylgi
í lok október.
Miðað við nýjustu tölur myndi því Sjálfstæðis-
flokkur ná meirihluta í borgarstjórn í næstu kosn-
ingum, og bæta við sig þremur borgarfulltrúum o
vera með níu samtals.
Ólafur setur þó ákveðinn fyrirvara við þessar n
urstöður Gallup, og bendir á niðurstöður könnun
sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunbla
lok ágúst þar sem flokkurinn var með 47,7% atkv
og átta borgarfulltrúa.
Of snemmt að
draga ályktanir
Hann segir að munurinn á niðurstöðum þessara k
ana geti m.a. komið til vegna þess hvernig er spur
könnun Gallup var spurt hvaða flokk viðkomandi
myndi kjósa, og ef ekki fékkst svar var spurt aftu
hvaða flokk væri líklegt að viðkomandi myndi kjó
könnun Félagsvísindastofnunar hafi hins vegar v
bætt við spurningunni hvort líklegra væri að viðk
andi myndi kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða aðra flo
Ólafur segir þá spurningu yfirleitt skila sér í minn
fylgi við Sjálfstæðisflokkinn þar sem margir vær
ákveðnir í að kjósa ekki þann flokk, en væru ekki
að gera upp hug sinn milli annarra flokka.
„Það er allt of snemmt að draga miklar ályktan
niðurstöður kosninga út frá þessu. Þetta er að vís
mjög fín staða fyrir Sjálfstæðisflokkinn í augnabl
Hins vegar hefur hann oft áður mælst töluvert há
ir kosningar en farið niður í kosningunum,“ segir
ur. „En þetta eru mjög fínar tölur fyrir Sjálfstæð
isflokkinn, það er engin ástæða til að draga úr þv
Ólafur segir nokkrar mögulegar skýringar á g
gengi flokksins í könnunum. Sjálfstæðismennirni
sjálfir segi að sjálfsögðu að þarna sé góð vinna þe
að skila sér, en annað komi einnig til. Óvissa og ta
verð upplausn hafi verið hjá flokkum Reykjavíku
ans, og eftir að sjá hvort þeir nái vopnum sínum f
kosningar eða ekki. Einnig hafi mikil umfjöllun u
prófkjör Sjálfstæðisflokksins einhver áhrif.
Geta fengið meirihluta
með undir 50% fylgi
Sjálfstæðismenn gætu náð meirihluta í borginni þ
fylgi þeirra færi undir 50%, og munar þar um að f
arnir sem mynda Reykjavíkurlistann í dag bjóða
sitt í hvoru lagi í kosningunum nú, og því nýtast a
kvæði þeirra þeim ekki jafn vel og ella. Ef fimm f
ar bjóða fram gætu sjálfstæðismenn því fengið al
ur í 42,5% og samt fengið átta borgarfulltrúa af
fimmtán, þó sú staða sé afar ólíkleg. Ekki er þó ó
legt að 47–48% fylgi myndi skila átta borgarfulltr
og þar með meirihluta, segir Ólafur.
Smölun gæti ráðið úrslitum
milli Gísla og Vilhjálms
/'. ) 0$(
, 1.
)
#
,
1
(
1 233
(%**+
> $% ?
> $%
9 3 & / *
1) %**+
) & &*
) & 5% + > $% ?
> $%
9 3 & / *
011) %**+
> $% ?
> $%
9 3 & / *
UPPSÖGN KJARASAMNINGA?
Það er auðvitað ekkert vit í uppsögnkjarasamninga um þessar mund-ir. Forystumenn ASÍ hafa gefið
til kynna, að þeim sé alvara með að
kjarasamningum verði sagt upp, ef ekki
næst samkomulag á milli aðila vinnu-
markaðarins um frávik frá forsendum
samninganna.
Lífskjör á Íslandi eru góð. Kaupmátt-
ur hefur sennilega aldrei verið meiri.
Langflestir Íslendingar geta með sanni
sagt, að þeir hafi aldrei haft það betra.
Efnahagskerfið er spennt til hins ýtr-
asta. Atvinnulífið gengur ekki nema með
verulegum innflutningi vinnuafls. Við
eigum ekki að rugga þessum bát með
uppsögn kjarasamninga.
Hins vegar er ástæða til að staldra við
vissa þætti á vinnumarkaðnum og í allri
þeirri velmegun, sem hér ríkir. Deilur
um það hvort staðið sé við kjarasamn-
inga við erlent verkafólk eru okkur Ís-
lendingum til skammar. Framkoma við
þetta fólk er á stundum okkur til
skammar. Hvernig stendur á því, að svo-
kallaðar starfsmannaleigur afhenda
starfsfólki sínu launaseðla ekki refja-
laust? Hvernig stendur á því að það er
stöðugt stríð á milli verkalýðsfélaga og
þessa nýja fyrirbæris, starfsmanna-
leigna. Forráðamenn starfsmannaleign-
anna verða að gæta að sér. Halda ein-
hverjir þeirra, sem við sögu koma í
þessum deilum, að við séum komin
hundrað ár aftur í tímann í framkomu
við verkafólk? Það er mikill misskilning-
ur að halda að svo sé. Verkalýðsfélögin á
Íslandi eiga þakkir skildar fyrir að hafa
tekið jafnfast á þessum málum og þau
hafa gert. Erlent vinnuafl á að njóta
allra sömu réttinda hér og innlent vinnu-
afl. Íslendingar eiga ekki að koma fram
við erlent verkafólk eins og það sé ein-
hvers konar annars flokks fólk. Stjórn-
völd þurfa að taka fast í taumana og
koma í veg fyrir að þeir sem ráða þetta
erlenda fólk hingað til starfa sýni því
ekki fulla virðingu. Annað er okkur ekki
sæmandi sem þjóð.
Það búa ekki allir Íslendingar við
beztu kjör. Og hið alvarlega er, að þeir
sem búa við bágan hag eru orðnir svo lít-
ill hluti þjóðarinnar að það liggur við að
þeir eigi sér engan málsvara. Þeir sem
hafa dregizt aftur úr öðrum í lífskjörum
eru gamalt fólk og öryrkjar. Það á að
vera forgangsverkefni að bæta hag þessa
fólks. Auðvitað hlýtur Alþýðusamband
Íslands að halda bæði vinnuveitendum
og ríkisstjórn við gerða kjarasamninga
en eigi að taka upp baráttu fyrir bættum
hag einhverra þjóðfélagshópa eru það
þeir, sem hér hafa verið nefndir. Í eina
tíð voru það verkalýðsfélög og vinstri
sinnaðir stjórnmálamenn, sem héldu
þeirri baráttu uppi. Það fer lítið fyrir því
nú orðið á vinstri kanti stjórnmálanna og
þessi barátta er ekki áberandi í starfi
verkalýðssamtakanna.
En auðvitað á ekki að líta svo á að það
sé sérstakt hlutverk vinstri flokkanna að
standa vörð um hag aldraðra og öryrkja.
Auðvitað eiga núverandi stjórnarflokkar
að sinna því hlutverki umfram aðra
vegna þess, að þeir fara með völdin í
landinu í umboði þjóðarinnar.
Það er mikil óánægja meðal eldra
fólks og sömuleiðis í hópi öryrkja. Það
eru tæp tvö ár til alþingiskosninga. Ein
af ástæðunum fyrir því að Viðreisnar-
flokkarnir töpuðu þingmeirihluta sínum
sumarið 1971 var íhaldssemi í sambandi
við almannatryggingar. Reynsla þáver-
andi stjórnarflokka ætti að vera núver-
andi stjórnarflokkum nokkurt umhugs-
unarefni.
TÆKIFÆRI TIL UPPBYGGINGAR
Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðfyrir fólk, sem greinst hefur með
krabbamein, og aðstandendur þess hef-
ur verið opnuð í gamla safnaðarheimili
Neskirkju. Miðstöðin ber nafnið Ljósið
og veitir þjónustu, sem fyrir er á sjúkra-
húsunum, en þau anna vart. Að henni
standa fagfólk, einstaklingar, sem hafa
greinst með krabbamein, og aðstand-
endur þeirra. Erna Magnúsdóttir iðju-
þjálfi, sem vinnur við Ljósið í sjálfboða-
vinnu, sagði í samtali í Morgunblaðinu í
gær að mikil þörf væri fyrir svona starf-
semi: „Margir vilja fá að komast út í
þjóðfélagið og fá sína endurhæfingu þar,
eftir að hafa gengið í gegnum lyfja- og
eða geislameðferðir á sjúkrahúsum.“
Hún lýsir starfsemi miðstöðvarinnar
sem „sál-félagslegum stuðningi“ þar
sem saman fari hugur og hönd: „Það
verður mikil breyting í lífi margra við
veikindin, sumir hafa ekkert við að vera.
Margir missa allt frumkvæði og sjálfs-
traustið vill einnig dala. Þá er gott að
eiga athvarf þar sem fólk fær tækifæri
til að byggja sig upp í gegnum heilsuefl-
andi verkefni, hlýtt faðmlag og kaffi-
sopa.“
Greining krabbameins er mikið áfall
og sjúklingurinn getur þurft mikið þrek
til að komast í gegnum erfiða krabba-
meinsmeðferð og þurft á öllum þeim
stuðningi að halda, sem hann getur feng-
ið. Ljósið er réttnefni á miðstöðina, sem
nú hefur verið opnuð í gamla safnaðar-
heimili Neskirkju. Starfsemi hennar
verður margþætt og mun hjálpa fólki,
sem greinst hefur með krabbamein, á
ýmsum sviðum. Starf af þessu tagi er
ómetanlegt. Í fréttinni í gær segir að nú
sé unnið að því að stofna styrktarfélag
Ljóssins til að styðja rekstur stöðvar-
innar og veitir Margrét Frímannsdóttir
alþingismaður því forustu. Það er von-
andi að Ljósið fái sem víðtækastan
stuðning.