Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Einar Már Guðmundsson Riddarar hringstigans Vængjasláttur í þakrennum Eftirmáli regndropanna Hinn vinsæli Reykjavíkurþríleikur Einars Más um lífið í nýreistu og ómótuðu hverfi í Reykjavík. Þessar sögur, sem allar hafa komið út á fjölmörgum tungumálum og hlotið góðar viðtökur, mörkuðu tímamót í íslenskri sagnagerð og eru nú loksins fáanlegar á einni bók. Reykjavíkurþríleikur Einstakt verð 3.290 kr. „Heillandi og öðruvísi, ný rödd úr óvæntri átt.“ Ian McEwan STJÓRN Landssambands ís- lenzkra verzlunarmanna (LÍV) mun leggja fram tillögu á lands- þingi sambands- ins síðar í mán- uðinum að kannaðir verði möguleikar á mun nánara samstarfi versl- unarmanna- félaga landsins en nú er. Verslunar- mannafélag Vestmannaeyja (VFV) samþykkti með öllum greiddum at- kvæðum á félagsfundi 1. nóvember síðastliðinn að ganga til viðamikils samstarfs við Verzlunarmanna- félag Reykjavíkur (VR) og er stefnt að sameiningu félaganna eftir tveggja ára reynslutíma. Í VFV eru 230 félagsmenn og full- gildir félagsmenn VR eru tæplega tuttugu þúsund talsins. Í LÍV eru 21 verslunarmannafélag og deildir verslunarmanna víða um land með um 26.000 fullgilda félagsmenn. Von um víðtækara samstarf Á heimasíðu VR segir að um- ræða um sameiningu verslunar- mannafélaga hafi átt sér stað í langan tíma innan LÍV. „Það er von VR og VFV að þessi samn- ingur leiði til víðtækara samstarfs verslunarmannafélaga í landinu og öflugs, svæðaskipts stéttarfélags verslunarmanna. Í samningi VR og VFV er kveðið á um að fé- lagsmenn VFV öðlist full réttindi miðað við reglur VR frá gildistöku samningsins þann 1. janúar 2006. Þeir sem gerast aðilar að Versl- unarmannafélagi Vestmannaeyja eftir gildistöku samningsins ávinna sér rétt í samræmi við reglur VR um nýja félagsmenn. Í samningn- um er kveðið á um fulla samein- ingu félaganna eftir tvö ár frá gildistöku hans, sé vilji fyrir því hjá báðum aðilum,“ segir m.a. í frétt VR. Einnig kemur fram að félögin tvö verði rekin sem eitt fé- lag á reynslutímanum, að undan- skildum eignum félaganna. Komi til sameiningar verða þær jafn- framt sameinaðar. Sömu réttindi og þjónusta Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður LÍV, lýsti ánægju sinni með samstarf VR og VFV. Hún sagði að sameining Verslunar- mannafélags Akraness og VR, sem var samþykkt 2003, hafi tekist mjög vel. Ingibjörg sagði að stjórn LÍV muni leggja fram tillögu á þingi landsambandsins, sem haldið verð- ur á Akureyri 11.–12. nóvember næstkomandi, um að næstu tvö ár verði kannaðir möguleika á nánara samstarfi félaga verslunarmanna um land allt. „Markmiðið er að tryggja öllum félagsmönnum LÍV sömu réttindi og bestu mögulega þjónustu, hvar sem þeir búa á landinu. Látið verði á það reyna hvort aðildarfélögin séu tilbúin til nánara samstarfs og kannaðar mismunandi leiðir, allt frá samein- ingu félaganna í deildaskipt lands- samband eða landsfélag til nánari samvinnu aðildarfélaganna eða jafnvel einstakra sjóða þeirra, t.d. sjúkrasjóða eða orlofssjóða,“ sagði Ingibjörg. „Það hefur verið skoðun mín í mörg ár að einingarnar séu allt of litlar. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur er mjög lítið stétt- arfélag á erlendan mælikvarða.“ Ingibjörg segir að með auknu samstarfi á landsvísu aukist getan til að þjóna félagsmönnum. Hún segir að í nágrannalöndum séu víða starfandi deildaskipt lands- félög verslunarmanna. Ingibjörg kvaðst binda vonir við að tillagan verði samþykkt. Aukið samstarf félaga Ingibjörg R. Guðmundsdóttir Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is Verslunarmannafélag Vestmannaeyja samþykkti að ganga til viðamikils samstarfs við Verzlunarmannafélag Reykjavíkur LEIKARAR og annað starfsfólk sýningarinnar Sölku Völku í Borg- arleikhúsinu afhentu í gær MND-félaginu 1.362 þúsund krón- ur sem safnaðist þegar þau stóðu fyrir sýningu til styrktar félaginu. Rann allur aðgangseyrir óskiptur til MND-félagsins, sem er félag fólks með hreyfitaugahrörnun. Edda Heiðrún Backman, leikstjóri sýningarinnar, á við þennan sjúkdóm að stríða. Halla Reyn- isdóttir og Guðjón Reynisson, for- maður MDN-félagsins, tóku við peningunum. Morgunblaðið/Kristinn Gáfu 1,3 milljónir til styrkt- ar MND ENGINN liggur undir grun og engar vísbendingar liggja fyrir um ástæður sprengingarinnar sem varð undir bíl sem stóð við húsnæði Myllunnar í Skeifunni aðfaranótt miðvikudags. Að sögn Harðar Jó- hannessonar yfirlögregluþjóns er búið að skoða vettvanginn vel og leita allra vísbendinga og nú liggur fyrir rannsókn á þeim efnum sem þar fundust. Það hjálpar hins vegar ekki til að upplýsa hver stóð að baki sprengingunni en talið er að um heimatilbúna sprengju hafi ver- ið að ræða. Hörður bendir á að ekki sé langt síðan sprengt var í nágrenni Skeif- unnar og var það seint um kvöld, eða nótt. Þá hafi nágrannar látið vita um talsverðan hávaða sem að öllum líkindum hafi verið sprengja. Því virðist ljóst að eitthvað sé um að menn séu að fikta með sprengj- ur. Spurður um hvort vettvangur þeirrar sprengingar hafi verið kannaður segir Hörður að útkallið hafi verið vegna hávaða og ekki hafi verið tilgreint nákvæmlega hvaðan sá hávaði kom þannig að ekki hafi verið um eiginlegan vettvang að ræða. Engar leifar fundist Hörður segir það vekja furðu að lítið sem ekkert er um ummerki sprengjunnar, duft eða ryk – sem geti þess vegna verið hveiti – hafi fundist og svo ræmur og tætlur af venjulegum plastpokum. Hörður segir engar leifar af kveikibúnaði hafa fundist og renni það stoðum undir að sprengjuvarg- urinn hafi verið í nágrenninu þegar sprengingin varð en á meðan ekk- ert liggi fyrir í málinu séu þó allir möguleikar opnir. Rannsókn á sprenging- unni í Skeifu ekki lokið Skildi eftir sig lítil merki SAMKEPPNI virðist óvirk á raf- orkumarkaði og vilji orkufyrirtækja til að laða að sér nýja viðskiptavini er ekki merkjanlegur. Iðnfyrirtæki sjá ekki samkeppni, hvorki er varðar verð eða þjónustu og það er áhyggju- efni að um áramót mun orkusala til fjölda smærri fyrirtækja einnig fær- ast yfir í samkeppnisumhverfi. „Veruleg verðhækkun varð á raf- orkuverði til allmargra iðnfyrirtækja í kjölfar markaðsvæðingar raforku- sölu um síðustu áramót. Sú verð- hækkun kom öllum að óvörum og var skellt á iðnfyrirtækin af fullum þunga án nokkurrar aðlögunar,“ seg- ir í grein Bryndísar Skúladóttur, efnaverkfræðings hjá Samtökum iðnaðarins, á heimasíðu samtakanna þar sem fjallað er um markaðsvæð- ingu raforkukerfisins. Í greininni segir að hækkun á raf- orkuverði hafi einkum komið fram hjá þeim fyrirtækjum sem höfðu ver- ið með samninga um kaup á raforku á öðrum taxta en hinum almenna, þ.e.a.s. hjá þeim sem voru með samn- inga um rofið rafmagn, ótryggða raf- orku eða tímaháða taxta. Samtök iðn- aðarins hafi leitað eftir skýringum á þessu hjá Orkustofnun en svör þar að lútandi séu ófullnægjandi. Stofnunin sjái heldur ekkert athugavert við verðlagninguna þó hækkun sé veru- leg á flutningshluta orkuverðsins og stofnunin virðist telja að verð á ótryggðri raforku hafi verið óeðlilega lágt fyrir breytingu. „Það er mikilvægt að losa um verð- lagningu þannig að samkeppni kom- ist á skrið. Núverandi gjaldskrár eru bundnar að miklu leyti og lítill sveigj- anleiki er til að lækka verð til stórra viðskiptavina. Verðlagningin er fjór- skipt; orka, flutningur, dreifing og sala. Flutningur og dreifing eru ekki í samkeppni og raunin er sú að lítil sem engin samkeppni er heldur í orkusölu því að Landsvirkjun er eini aðilinn sem selur orku í heildsölu og stýrir því verðlagningu. Þannig er einungis söluþátturinn í samkeppni og því ekki eftir miklu að slægjast og svigrúm til verðsamkeppni lítil,“ seg- ir einnig í grein Bryndísar. Þarf sveigjanleika Hún segir jafnframt að það skjóti skökku við að markaðsvæðingin skuli bitna mest á stórum notendum. „Gefa þarf rými fyrir sveigjanleika í gjaldskrám flutnings og dreifikostn- aðar til stórra notenda í stað þess að hafa fast verð til allra notenda. Í eldra kerfi var sá þáttur gjarnan verðlagður lágt í sértöxtum enda byggjast þeir á að orka sé nýtt þegar eftirspurnin er lítil. Um helmingur orkuverðs liggur í flutningi og dreif- ingu og brýnt er að ná þeim kostnaði niður með aðhaldi við Landsnet og dreifiveitur.“ Óvirk samkeppni á raforkumarkaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.